Morgunblaðið - 09.11.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.11.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 29 byr málamiðlunar milli Friðriks og Campomanes. Campomanes sækir stuðning sinn að langmestu til þróunarríkja þá fyrst og fremst Asíu og Ame- ríku. Þó munu nokkur ríki Ame- ríku styðja Friðrik að því er næst verður komizt. Það eru Chile, Perú og Equador, Paraguay og að lík- indum Venezuela. Hvað gera Sovétmenn, Arabar og ríki svörtu Afríku? Sovétmenn hafa enn ekki gefið upp hvern þeir munu styðja. Flestir hallast að því að þeir muni kjósa Kazic í 1. umferð. Þó er það engan veginn ljóst, og menn binda jafnvel vonir við að þeir muni kjósa Friðrik þegar í fyrstu um- ferð. Austurblokkin mun vera klofin í afstöðu sinni og að minnsta kosti eitt ríki A-Evrópu hefur lýst í viðræðum við íslenzku fulltrúana stuðningi við framboð Friðriks. Talið er að Kazic sæki einkum stuðning til Arabaríkja og svörtu Afríku, enda hafa lengi verið náin tengsl þar á milli og Júgóslavar stutt vel við bakið á þróun skák- listarinnar í þessum ríkjum. Frið- rik átti í gær fund með fulltrúum svörtu Afríku og var rætt um hugsanlegan stuðning við framboð Friðriks — og binda menn vonir, við, að þessi ríki styðji Friðrik í 2. umferð. Meðal Araba mun eitt ríki hafa lýst stuðningi við Friðrik — Egyptaland — í Afríku einnig eitt ríki, Botswana. Bretar hafa mjög beitt sér í framboðsmálum Friðriks Ólafs- sonar og hafa tengsl þeirra við brezku samveldislöndin komið að góðum notum. Þó mun Ástralía standa með Campomanes í kosn- ingaslagnum og vegur landfræði- leg lega Ástralíu og Filippseyja þar þyngst á metunum. Júgóslavar beittu því mjög fyrir helgina að framboð Friðriks væri vonlaust — framboð hans hefði fengið lítinn hljómgrunn, en þessi rödd er nú þögnuð. Svo skjótt hafa veður skipazt í lofti. Friðrik Ólafsson hefur í vaxandi mæli sézt á skákstað, rætt við full- trúa hinna ýmsu sambanda. Fólk hefur í vaxandi mæli komið á skrifstofu hans til þess að ræða aðskiljanleg málefni. En þó Friðrik hafi verulega sótt á allra síðustu daga, eru kosn- ingarnar mjög tvísýnar. Loft er lævi blandið á fundum hinna ýmsu nefnda. Um helgina kom"til umræðu hvar halda skuli næsta Ólympíumót, nú þegar Puerto Rico hefur dregið sig í hlé. Líbýu- menn voru næstir í röðinni, en þeir hafa líka dregið sig í hlé. Treysta sér ekki til að halda mótið 1984. Ólympíumótið 1984 í Indó- ncsíu — 1986 á íslandi Indónesar sækja nú fast að fá Ólympíumótið 1984 og verður það að líkindum ofan á. Á fundi stóð Campomanes upp og krafði Frið- rik svara um það, hvort íslend- ingar hygðust leggja stein í götu Indónesa — hvort þeir hygðust halda mótið 1984, og var greinilegt að hann var að reyna að reka fleyg milli íslendinga og Indónesa. Friðrik kailaði þá á Gunnar Gunnarsson og bað hann að gefa svör við þessu. Gunnar sagði að íslendingar væru ekki í stakk bún- ir til að svara þessu — sagði að Skáksamband Islands þyrfti 4 mánaða frest til að gefa svar. En hann lýsti því jafnframt yfir, að Indónesar hefðu forgang. „Það er ýmsum annmörkum háð að halda mótið á íslandi 1984 og munar mestu hve naumur tími er til stefnu. Hins vegar erum við í stakk búnir að halda mótið 1986 og viljum halda mótið þá. Það eru allar líkur á að svo verði — Islandi hefur verið stillt upp sem valkosti 1,“ sagði Gunnar Gunnarsson í samtali við Mbl. Tilraun Campomanes til þess að reka fleyg milli Indónesa og ís- lendinga fór því út um þúfur. En baráttan heldur áfram og margs konar sögur um fjárútlát Campo- manes ganga hér fjöllunum hærra. Hann hefur stutt ýmsa fulltrúa fjárhagslega til að kom- ast til Luzern. Það hefur heyrzt að Campomanes greiði 45 þúsund krónur fyrir atkvæðið — 10 þús- und krónur fyrirfram og restina eftir atkvæðagreiðsluna — ef hann sigrar. Hver verður næsti forseti FIDE — úr því fæst skorið á fimmtudag. Næsta víst er, að tvær umferðir þarf til þess að skera úr um end- anlegan sigurvegara. Langflestir hallast að því að Kazic falli úr í 1. umferð — en auðvitað er ómögu- legt að segja til um slíkt með nokkurri vissu. Það yrði verulega slæmt fyrir Friðrik ef Campomanes félli úr í 1. umferð. Skilin mili þeirra eru það skörp. Slíku er ekki til að dreifa milli Kazic og Friðriks — báðir eru frá Evrópu og báðir eru full- trúar þjóða sem menn geta vel sætt sig við í embætti forseta FIDE. Grikkir og ítalir styðja ein- dregið við bakið á framboði Kazic en hafa sagt það við íslenzku full- trúana, að falli Kazic út í 1. um- ferð þá muni þeir fylkja sér að baki Friðriki — ljóst er að svo er farið með fleiri. nar hafa staöið Svíþjóð — ('hile 3—I Anderson — Morovic I—0 Schussler — ('ifenles 0,5—0,5 Schneider — ('ampos 1—0 Wedberg — Abarca 0,5—0,5 I ísland — Portúgal 2,5—1,5 (■uðmundur Sigurjónsson — Santos 0,5—0,5 Jón L. Arnason — Silva 0,5—0,5 Helgi Olafsson — l)urao 0,5—0,5 Jóhann lljartarson — A. Santos 1—0 Helstu úrslit í 8. umferð: Sovétríkin — Cngverjaland 2,5—1,5 Karpov — Portisch I—0 Kasparov — Kibli 0,5—0,5 Beljavsky — Pinter 1—0 Vusup<»v — ('som 0—1 Tékkóslóvakía — Kandaríkin 1,5—2,5 llort — Seirawan 0,5—0,5 Smejkal — Kavalek 0,5—0,5 Ktacnik — Tarjan 0,5—0,5 Jansa — ('hristiansen 0—1 Kanada — llolland 2—2 Ivanov — Timman 1-0 Suttles — Sosonko 0—1 Ilerberl — Ree 1—0 Day — Van Der Wiel 0—1 Kngland — Krakkland 3,5—0,5 Speelman — llaik 1—0 Stean — Koutly 1—0 Mestel — (liffard 1—0 Chandler — Roos 0,5—0,5 V-I»ýskaland — Ástralía 2—2 lliibner — Kogers 0,5—0,5 Pfleger — Jamieson 0—1 llecht — Johansen 0,5—0,5 Kindermann — Shaw 1—0 Kúba — Júgóslavía 1—3 G. (>arcia — Ljubojcvic 0,5—0,5 Kodrigues — (iligoric 0—1 var kominn með ;ir aðeins 15 leiki — Bxe6 vinnur hvítur með 22. Hxf7. Islenska kvennasveitin hefur staðið sig framar björtustu von- um og hefur m.a. lagt öflugar sveitir Brasilíu, Kólombíu og Venezuela að velli. Hvítt: Sigurlaug Friðþjófsdóttir. Svart: Kalagar (Kólombíu). Tískuvörn. 1- e4 — g6, 2. d4 — Bg7, 3. Rc3 — c6, 4. Rf3 — d5, 5. Be2 — Bg4, 6. Be3 — dxe4, 7. Rxe4 — Rh6, 8. c3 — Rf5, 9. 0-0 — Rxe3 Hæpin ákvörðun, því nú opnast f-línan hvítum í hag. 10. fxe3 — 0-0, 11. Db3 — Dc7,12. Rfg5 — Bf5 Þvingað, því ef 12. — Bxe2 þá 13. Hxf7 og vinnur. 13. Rg3 — h6 Síðasta vonin var 13. — Bh6. Nú vinnur hvítur með skemmti- legri fléttu: 14. Rxf7 - Hxf7, 15. Rxf5 — gxf5, 16. Hxf5 — e6, 17. I)xe6 — Ra6, 18. Ilafl — Haf8, 19. Hxl7 — Hxl7, 20. Bc4 og svartur gafst upp. sig vel llernandez — Kovacevic 0—1 S. (iarcia — llulak 0,5—0,5 Sviss — Svíþjóó 2—2 Korchnoi — Anderson 0,5—0,5 llug — Karlson 1—0 Wirthensohn — Schneider 0,5—0,5 l'artos — Ornstein 0—I Búlgaría — Kúmenía 0,5—3,5 Tringov — (ihcorghiu 0—1 Velikov — Suba 0—1 Donchev — Ciocaltea 0,5—0,5 l’opov — (ihinda 0—1 ísland — ísrael 2—2 (iuómundur Sigurjónsson — (irunfeld 0,5—0,5 Jón L. Árnason — Murey 0—1 Margeir l’étursson — Birnboim 1—0 Jóhann lljartarson — (ireenfeld 0,5—0,5 Danmork — Indónesía 2,5—1,5 (hristiansen — Ardiashyah 0—1 Kedder — llonoko 0,5—0,5 Ost-llansen — Andianio 1—0 Kries-Nielsen — (iinting 1—0 Staða efstu þjóða eftir 8 umferðir 1. Sovétríkin 22,5 2.—3. Bandaríkin, Kngland 21,5 4.—5. Rúmenia, Kanada 21 6.—9. Ungverjaland, Júgóslavía, Ilolland, Tékkóslóvakía 20,5 10.—12. V-Þýskaland, Sviss, Ástralía 20 13.—14. Svíþjóð, Israel 19,5 15.—18. ísland, Danmörk, Spánn, Brazilía 19 Norðmenn eru með 18 vinninga, Finnar 16,5 og Færeyingar 13. íslenzka kvennasveitin beið ósigur gegn Ungverjum í 8. um- ferð eftir að hafa unnið fimm um- ferðir í röð. Ungversku konurnar unnu á öllum borðum, úrslit 3—0, en á laugardag sigruðu íslenzku stúlkurnar Venezúela 2,5—0,5. Guðlaug Þorsteinsdóttir og Ás- laug Kristinsdóttir sigruðu þá og Ólöf Þráinsdóttir gerði jafntefli. Ólöf, Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Áslaug tefldu gegn Ungverjalandi. Sovétríkin eru efst í kvenna- flokki með 18,5 vinninga. Rúmenía er í öðru sæti með 16,5 vinninga, Ungverjaland og Pólland hafa hlotið 16 vinninga. Island er í 14.—17. sæti með 13 vinninga, en íslenzka kvennasveitin komst í 7. sæti eftir sigurinn gegn Venezúela. Blaðamannafélag Islands 85 ára: Tveir blaðamenn heiðraðir HANDHAFAR blaðamannaskírteina númer eitt og tvö voru heiðraðir í 85 ára afmælishófi Blaðamannafélags Islands sl. laugardagskvöld. Þeir eru Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans, handhafi skirteinis eitt, og Þorbjörn Guðmundsson fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, handhafi skírteinis númer tvö. Þórarinn og Þorbjörn hafa báðir starfað sem blaðamenn í rúmlega fjörutíu ár og hafa lengstan starfsaldur starfandi blaðamanna. Formaður Blaða- mannafélagsins, Ómar Valdi- marsson, þakkaði þeim störf þeirra í þágu íslenzkra blaða- manna og blaðamennsku og af- henti þeim heiðursmerki. Ljósm. Mbl. Emilía Björg Björnsdóttir. „Var sleginn skákblindu“ Guðmundur Sigurjónsson lék af sér hrók í vinningsstöðu Krá llalli llalssyni, blaðamanni Mbl. í Luzern. „ÉG VAR sleginn skákblindu — lék af mér hróki í vinningsstöðu. Það var hroðalcgt — ég man ekki eftir að slíkt hafi hent mig áður,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, stór- meistari eftir aö hann tapaði gegn Spánverjanum Bellon í 9. umferð Olympíumótsins í skák í Luzern. ís- land tapaði V/t—2‘/2. Jón L. Árnason og Martin gerðu jafntefli, Helgi Olafsson tapaði fyrir Sanz en Mar- geirPétursson vann Och de Echagu- en. ísland hefur nú hlotið 20,5 vinn- inga, en Sovétmenn eru efstir með 24'2 vinning og 2 biðskákir. íslenzku stúlkurnar tefldu við ensku sveitina og stóðu sig vel. Sigurlaug Friðþjófsdóttir vann á þriðja borði, Ólöf Þráinsdóttir tapaði á öðru borði en Guðlaug Þorsteinsdóttir á tvísýna biðskák við Miles á þriðja borði. Kvenna- sveitin hefur hlotið 14 vinninga og á eina biðskák. Sovéska sveitin hefur mikla yfirburði í kvenna- flokki vann Pólland 2‘/í — 'k í gær og hefur nú fjögurra vinninga for- ustu — hefur hlotið 21 vinning. Helstu úrslit í 9. umferð. Sovélríkin — Kngland Kasparov — Nunn 1—0 l'olugacvsky — SpcHman Bdjavsky — Sloan 1 —0 Tal — M vstel Bandaríkin — Kanada Browne — Ivanov Scirawan — lleb<*r Kavalek — Day Chrisliansen — PelLs l'ngverjaland — Tékkóslóvakía Borlisch — llorl Rihli — Smejkal Sax — Tfacnik Csom — l'lachetka Júgóslavía — llolland Ljubojevic — Timman (■ligoric — Sosonok Kavacevic — Van der W’iel llulak — Van der Sterren Kúmenía — V l>v/.kaland (■heorghiu — l'nzicker Suba — Pfleger (■hinda — Ixibron Koisor — Kindermann Ástralía — Sviss Rogers — Korchnoi West — llutf Johansen — Wirlhensohn Shaw — Kranzoni Sviþjod — ísrael Anderson — (iruenfeld Karlsson — Murey Wedberjj — (.ulman Ornstein — Kagan Spánn — ísland Bcllon — (.uómundur Sigurjónsson Martin — Jón L Árnason Sanz — llelgi Olafsson Och de Kchaj»u<*n — Margeir l'élursson Brazilía — Danmörk Sunye — Mortensen l'adilozi — Kedder Trois — Osl llansen Milos — Kries-Nielsen Norejjur — Venezuela llelmers — Kernandez Agdestein — Kalacios Bjerke — Ostros lloen — (.uerra • *_!/, 1—0 '/i—'/t 1-0 1—0 112—21 * 'í—'i 1 *—1 a '*—«* 0—1 0—1 1—0 0-1 1—0 *—«2 1-0 0-1 •,—I, 1-0 0-1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.