Morgunblaðið - 09.11.1982, Qupperneq 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
Pétur Jónasson leikur
á 5. Háskólatónleikunum
FIMMTU Háskólatónleikar vetrar-
ins verða haldnir í Norræna húsinu,
miðvikudaginn 10. nóvember, kl.
12.30. Þar mun Pétur Jónasson gít-
arleikari leika einleiksverk eftir
Narváes, Bach, Villa-Lobos og
Moreno-Torroba.
Pétur fæddist í Reykjavík 1959.
Hann hóf nám í gítarleik 10 ára
Pétur Jónasson
gamall við Tónlistarskólann í
Garðabæ, undir leiðsögn Eyþórs
Þorlákssonar. Sumarið 1978 tók
hann þátt í alþjóðlegu gítarnám-
skeiði í Frakklandi hjá Jose Luiz
Gónzalez. Næstu tvö árin nam
hann við Estudio de Arte Guitarr-
ístico í Mexicoborg, þar sem kenn-
ari hans var Manuel López Ramos.
Pétur hefur haldið einleikstón-
leika á íslandi, í Mexíco, Skot-
landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð,
Bandaríkjunum og Kanada. Hann
hefur einnig gert útvarpsþætti í
mörgum löndum. Veturinn 1982
fékk hann styrk frá Menningar-
sjóði Norðurlanda til að halda
tónleika á Norðurlöndum.
Aðgangseyrir á tónleikunum er
kr. 50, en námsmenn greiða aðeins
30 kr.
JNNLENT
Ljósmynd Mbl. Ol.K.M.
Hið nýja útvarpshús er nú að risa af grunni í Kringlumýrinni. Fjórða hluta byggingarinnar er nú lokið, en
byggingin verður að grunnfleti um 8.000 fermetrar á fjórum hæðum. Áætlaður kostnaður er 251 milljón króna.
LJÓS-
KASTARAR
BENSIN-
BRÚSAR
JEPPABLÆJUR
GRJOT-
SVUNTUR
ÚR VINYL Á
TOYOTA
HI-LUX 79—’81
Jeppaeigendur
Fjaörir og höggdeyfar
Toyota Hi-Lux
Topplúgur é fleatar gerðir bifreiða.
Reyklistaðar og með apegilgleri.
PALL-
YFIR-
BREIÐSLUR
ÁTOYOTA
HI-LUX
EINNIG:
Gluggafilmur, veltigrindur og búr á
Willya, 3“ gúmmíbrettakantar, drétt-
arkrókar, varadekka- og brúaafeat-
ingar, veltigrindatöakur.
STADGREIÐSLU-
AFSLÁTTUR
GREIDSLUKJÖR
SENDUM
í PÓSTKRÖFU
MART
VATNARGARÐAR14
SÍMI 83188
„White-
spoke“
felgur
r
a
flestar
teg.
jeppa
SPEGLAR
TVÆR
TEGUNDIR
„GRILL“
GRINDUF
MEÐ
LJÓSA
FESTINGUM
Litir: svart, hvítt. (einnig krómað
fyrir Bronco 78—’82)
„FIBER“-HÚS Á PALLBÍLA
Mkkey Thompson
HJÓLBARÐAR
27 X9.5—14
27 x9.5—15
9.5 X15
11 x15
11 X16.5
35 X11.5—15
35 X14.5—15
MONSTER
MUDDER
hjólbarðar
Stærðir:
10—15
12—15
12—16
10.5—16
N78—15
P78—15
078—15
078—16
14/35—15
14/38.5—15
17/40—15
18.5/44—15
„DRULLU-
TJAKKAR" ”
DRIF-
LOKUR
„Stefán og María“
ný saga eftir
Evi Bögenæs
Út er komin hjá Iðunni sagan
Stefán og María eftir norska höf-
undinn Evi Bögenæs. Andrés
Kristjánsson þýddi. — Þetta er
fimmta bók hennar sem íðunn
gefur út, áður eru komnar þrjár
bækur um Kittu og sagan Apríl-
ást. Stefán og María tengist síðast-
nefndu sögunni að því leyti að að-
alpersónan, María, kom einnig
fyrir í Aprílást. Að öðru leyti er
hér um sjálfstæða sögu að ræða.
Efni hennar er kynnt svo á kápu-
baki: „María er sautján ára, vin-
stúlka Önnu Betu sem við kynnt-
umst í Aprílást. Hún hefur ekki
alltaf átt góða daga og verður að
mestu að sjá fyrir sér sjálf. Leiðir
foreldra hennar skildu og nú hefur
faðir hennar eignast nýja vinkonu
sem Maríu er í nöp við, án þess þó
að hafa séð hana. En nú er komið
sumar og ýmislegt gerist sem veit-
ir lífi Maríu nýtt inntak. Fyrst og
fremst hittir hún Stefán og kynni
þeirra færa henni mikla ham-
ingju. Svo kemur Rígmor til skjal-
anna og reynist Maríu einlægur
vinur. Aður en sumrinu lýkur hitt-
ir María pabba sinn eftir langan
aðskilnað og loks koma atvikin
henni algjörlega að óvörum ..
Stefán og María er 118 blaðsíður.
Prenttækni prentaði.
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!