Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
45
AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
(/jjirnfa*Mni'i!
Rjúpnaveiðar þéttbýlisbúa
stafa af þörf fyrir tóm-
stundaiðju, útivist og kyrrð
1408—6250 (sem skýtur allt að
þrjár rjúpur á ári, en fer í sex
veiðiferðir) skrifar:
„Velvakandi.
I dálkum þínum í dag, 3. nóv-
ember, eru tvö bréf varðandi rjúp-
una. Fyrri greinin „Fugladráps-
nefnd" kom mér til að leggja
nokkur orð í belg.
Nú er þessi árlegi fengitími
þeirra sem ræða eða skrifa um
rjúpnamorðin. Eins og annars
staðar í náttúrunni eru hér á ferð-
inni sömu fyrirbrigði frá ári til
árs. Dæmi: Tvö öskur eru árviss úr
Þingeyjarsýslu. Öskur nr. 1. „Sá
sem fékk flestar rjúpur yfir fyrstu
veiðihelgina fékk „70 stykki“.“
Öskur nr. 2. „Það er nauðsynlegt
að friða rjúpuna, hún er ofveidd."
Til að eyða hvorki of mikilli
bleksvertu né pappír skal ég vera
stuttorður, en vona þó að ein-
hverjir geti raðað fullyrðingum
mínum saman.
Rjúpan hefur sennilega aldrei
verið ofveidd og mjög langt frá því
síðan bændur og aðrir sveitamenn
hættu að drepa hana í hundruð-
þúsundavís á fyrstu áratugum
þessarar aldar. Þessir menn gjör-
þekktu landið og verustaði rjúp-
unnar og náðu því ótrúlegri leikni
í gríðarlegri slátrun þessa fallega
fugls. Þessir menn voru sko ekki
að virða fyrir sér fegurð lífríkis-
Þessir hringdu . . .
Hver er réttar-
staða aðila í
árásarmálum?
Þorsteinn Sigurðsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langaði til að spyrjast fyrir um
réttarstöðu fólks sem verður fyrir
árás ofbeldismanna, svo og árás-
armannanna og þeirra sem reyna
að rétta fórnarlambinu hjálpar-
hönd. Segjum til dæmis að ráðist
sé að konu minni og ég komi henni
til hjálpar og veiti árásarmannin-
um mótspyrnu. Hver er réttar-
staða mín, ef ég meiði þennan
mann, brýt í honum tennur eða
veiti honum áverka, jafnvel óvart?
Verð ég dæmdur? Ég man eftir
því, að fyrir nokkrum árum horfði
ég á svipaðan atburð gerast í
miðborginni. Drykkjumaður réðst
á 9—10 ára gamlan dreng, algjör-
lega saklausan, er var að selja
blöð í Austurstræti. Maður nokk-
ur, sem ég kannast við, ætlaði að
koma drengnum til hjálpar, en þá
snerist drykkjumaðurinn gegn
honum og úr urðu ryskingar.
Kunningi minn varð fyrri til
höggs og sló manninn, svo að hann
datt á gangstéttina. Við þetta
brotnuðu í honum tennur. Árásar-
maðurinn fón í mál við þennan
kunningja minn og vann málið.
Þessi bjargvættur drengsins varð
svo að borga viðgerðir á tönnum
árásarmannsins og fékk dóm.
Þetta finnst manni nú rangsnúið,
og verður auðvitað til þess, að
menn þora ekki að skipta sér af,
þó að einhverjir dólgar veitist að
fólki fyrir framan augun á þeim.
ins, það voru hugsanlegar krónur í
kaupfélaginu, sem hringluðu í
kollinum á þeim.
Til eru leiðinlegir og óalandi
skotveiðimenn í Reykjavík og öðru
þéttbýli. Menn sem hafa alda-
mótabyssubófann og landsbyggð-
arfréttaritara að leiðarljósi. Telja
fyrst förina góða ef nógu mikið er
drepið. Þessi hópur er að ég hygg
innan við 5% af fjölda sportveiði-
manna, en hann er samt þessum
prósentum of stór. Rjúpnaveiðar
þéttbýlisbúa stafa af þörfinni
fyrir tómstundaiðju, útivist og
kyrrð. Veiðin er að jafnaði auka-
atriði eða yfirskin. Flestir veiði-
mannanna þekkja hvorki landið
né veiðidýrið, enda veiðin eftir því.
Og eitt er held ég öruggt: veiði
allra sportveiðimanna í landinu
nær ekki 1/10 af því sem veitt var
af rjúpu fyrir u.þ.b. 50—70 árum;
líklegra þykir mér að hún sé að-
eins um 5% af þeirri tölu. (Dreif-
býlismenn sem skjóta til að selja
veiðina tel ég ekki með.)
Sl. haust sat ég uppí í Ár-
mannsfelli og drakk kaffið mitt.
Undursamlegur fjallahringur
blasti við, en nálægt moldarbarð
fór með ánægju mína. „Hvort er
réttara að banna hér rjúpnaveiði
eða bændur," hugsaði ég. „Hér er
fimm þúsund ára starf náttúrunn-
ar að fjúka út í hafsauga." Þessi
ályktun í Ármannfellinu var
nokkuð rétt hjá mér. Mitt fyrsta
verk þegar heim kom var að líta í
bókina Islenskur jarðvegur eftir
Björn Jóhannesson, sem nokkurn
veginn staðfesti þetta.
Guðrún Jónsdóttir skrifar:
„Það var lofsvert framtak að
lofa áheyrendum að hlusta á og
sjá unga söngfólkið, sem kom
fram í sjónvarpinu á miðviku-
dagskvöldið var, þau Anne Marie
Antonsen, Ágústu Ingimarsdóttur
og Garðar Sigurgeirsson, sem
fluttu okkur slíka tónlist, að hún
hitti beint í hjörtu okkar. Þáttur
þeirra nefndist Lífið við mig leik-
ur nú.
Ég hlustaði á slíkan þátt í
danska sjónvarpinu í sumar, sem
fluttur var af söfnuði á Jótlandi.
Þökk sé memitamálaráðherra
fyrir að skipa nefnd til endurskoð-
unar laga um fuglaveiðar og
fuglafriðun. En það er ekki mikil
ástæða til bjartsýni. Við íslend-
ingar erum mörgum áratugum á
eftir skyldum þjóðum hvað varðar
ýmsan rétt borgaranna til sam-
skipta við landið, enda engin furða
í landi, þar sem bændur gera
kröfu til eignar á botni stöðuvatn-
anna, til dropanna sem féllu í árn-
ar í hitteðfyrra og laxins sem
syndir við strendur Færeyja. Nei,
við skulum bara salta stjórnar-
skrána þar til þjóðin ér komin á
eitthvert annað stig meðvitundar.
En vel á minnst varðandi þessa
„fugladrápsnefnd" eins og hún var
kölluð í Mbl. í dag. Er hugsanlegt
að útvíkka starfssviðið? Ég tók
eftir því í sumar að í reglugerð
varðandi hreindýraveiðar er tekið
fyrir það, að lífið sé murkað úr
blessuðum dýrunum með smáriffl-
um. Því ekki að taka í áðurnefnd
lög einhver atriði varðandi sjálf-
sagða dýravernd, t.d. varðandi
vopnabúnað, þótt sumt af því
kynni að virðast framandi sumum
í fyrstu. Það væri annars nokkuð
gaman að athuga nánar fyrr-
nefnda reglugerð um hreindýra-
veiðar. Það skal þó ekki gert nú,
en þeim sem tök hafa á bent á að
skoða hana og ná síðan í upplýs-
ingar um svipað efni, t.d. frá
Kanada eða Bandaríkjunum.
Að lokum þakklæti til hrepps-
nefndarmanna í Ölfusi fyrir kurt-
eislega auglýsingu í útvarpinu til
sportveiðimanna nú fyrir mánaða-
mótin."
Sá þáttur er á dagskrá á sunnu-
dagskvöldum í viku hverri, eina
klukkustund í senn. En ég er ekki
svo viss um, að fólk hafi gert sér
grein fyrir því að hér á landi fynd-
ust svo ágætir fytjendur trúar-
legrar dægurtónlistar eins og þeir
sem þarna komu fram.
Ég mæli eindregið með því að
sjónvarpið geri fleiri slíka þætti,
sem fá okkur bæði til þess að
hlusta og hugsa. Ég efast ekkert
um að það kostar sitt, en ég er líka
jafnviss um að það mundi skila sér
margfalt aftur."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þessi fréttamaður sagði, að breska könnunarsveit
væri komin á vettvang.
Rétt væri:... að hin breska könnunarsveit væri,...
Eða:... að bresk könnunarsveit væri...
Eða:... að breska könnunarsveitin ...
y,;;
Hj ' v*
Garðar, Ágústa og Anne
Lífið við mig leikur nú:
Gerið fleiri slíka þætti
HEKLAHF
LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 28080 0G 21240
ÖRYCGI
CÆÐI
ENDING
Námskeið ogisýningar
fyrir helgarreisufarþega
í Reykjavík
í nóvember og desember verður
helgarreisufarþegum boðið upp
á þátttöku i nokkrum námskeið-
um og sýningum:
STJÓRNUNARFÉLAGIO
mun standa fyrir tveimur námskeiðum og fyrirlestr-
um um stjórnunarmál:
20. nóv. verður fjallað um tölvumál: — undirstaða,
möguleikar og tölvukynning.
27. nóv. verður fjallað um stjórnun minni fyrirtækja.
UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR
OG MÓDELSAMTÚKIN
verða með námskeið og kynningu alla laugardaga i
nóvember. M.a. verða þar tískusýning, snyrtivöru-
kynningar, leiðbeiningar um framkomu, borðskreyt-
ingar og fleira.
RINGELBERG f RÓSINNI
sýnir og kynnir jólaskreytingar og fleira fallegt laug-
ardagana 4. og 11. desember.
DUDDI OG MATTI
munu sýna það nýjasta í hárgreiöslu á „Viðeyjar-
sundi" laugardagskvöldið 11.
desember og snyrtistofan SÓL OG SNYRTING mun
sýna nýjungar i andlitsförðun og snyrtingu.
Nánari upplýsingar hjá næsta umboðsmanni.
Nú fljúga allir i bæinn.
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu félagi