Tíminn - 31.07.1965, Síða 7

Tíminn - 31.07.1965, Síða 7
LAUGARDAGUR 31. júlí 1965 TÍMINN — Á morgun erum við að leggja af stað í þetta undarlega ferðalag sem manni hefði aldrei dottið í hug að gæti orðið, var það fyrsta sem hún Þuríður Gísladóttir í Reynihlíð í Mý- vatnssveit sagði við mig, er ég spjallaði við hana kvöld- stund eina fyrir nokkrum dög um, og ferðalagið sem hún átti við var ferð til Danmerk ur og Noregs sem börn hennar tengdaböm og bamaböm buðu henni og mannl hennar, Pétri Jónssyni hreppstjóra í Reyni- hlíð í tilefni sjötugsafmælis hennar sem er í dag, og þá á hún samkvæmt ferðaáætlun inni að vera stödd I Kaup- mannahöfn. — Hvenær fluttist þú hingað í Reykjahlíð, Þuríður? — Hingað fluttist ég árið 1921 þegar við giftum okkur, en ég er fædd að Presthvammi í Aðaldal 31. júlí 1895, þar sem foreldrar mínir Helga HelgadÚttir og Gísli Sigur- bjömsson bjuggu lengi. Við vor mu tíu systMnin og komust átta okkar til fullorðinsára. — Það hefur þá verið margt um manninn á því heimili á nútímavísu. — Já, að vísu má segja það, en enn fleira var þó hérna í Reykjahlíð þegar ég fluttist hingað fyrst, og fannst mér töluverð viðbrigði að koma Þuríður GísladótMr. Ljósm.: Tfminn—GE. Einu áhyggjurnar voru að fá einhvern í baksturinn — Rætt við Þuríði Gísladóttur í Reynihlíð, sem er sjötug í dag að heiman og í margmennið hér, því þá bjuggu í gamla bæmun fjórar fjölskyldur, auk þess sem gestagangur hefur verið hér mikill. — Já, það má segja að það var dálítið undar legt fyrir mig að koma í svona stóra fjölskyldu, þvi þetta voru þrír bræður og ein systir sem héma bjó, og Pétur var son- ur elzta bróðurins. Ég tók þá við húsmóðurstörfum, því Hólmfríður tengdamóðir mín var sjúklingur og það voru sjö manns í heimili að jafnaði fyrir utan gesti og gangandi. Hér bjó hver fjölskylda út af fyrir sig alls um 30—40 manns, en jólin vom haldin hátíðleg sam eiginlega, þilið tekið úr stof unni og allir borðuðu saman við eitt borð í öðrum endan- um, en í hinum var jólatréð. — Svo við víkjum nú aftur til æskuáranna, hvernig var með skólagöngu á þessum tím um? — Ég gekk í Unglingaskól ann á Húsavík og tók þaðan unglingapróf hjá Benedikt Bjarnasyni sem var þar lengi skólastjóri. Ég varð tvítug þá um sumarið eftir að ég tók próf ið, en það var að vorlagi, og til að komast léttar út úr skólagöngunni þá hafði ég fengið bækumar heim að Prest hvammi og las í þeim um vetur inn áður en ég fór út á Húsavík. Það var gott að ganga í skóla hjá Benedikt og sú skólaganga hefur dugað mér fram á þennan dag, og ég hef getað gert mig skiljanlega við marga útlendinga með dönskunni sem ég lærði þar. Þetta var mikið vor fyrir mig því þá byggði pabbi líka nýtt íbúðarhús heima. Og eftir að við fluttum í nýja húsið vom alltaf haldin böll af og til í stofunni heima, já meira að segja stundum á hálfsmán aðar fresti, svo ég er ekkert hissa á því þótt unga fólkið þurfi að létta sér upp svona af og til núna, og oft eftir erf- iða daga. Við höfðum góða músik á böllunum, því oft var stillt saman fiðla, orgel og harmonika. Elísabet Jónsdótt frá Grenjaðarstað kona sr. Helga Hjálmarssonar og for- eldrar mínir voru driffjaðrirnar í skemmtanalífinu, og hélt frú Elísabet uppi miklu söng lífi í sveitinni bæði kirkjukór og kvennakór. Annar prestur sr. Erlendur Þórðarson var okkur líka innan handar við að halda uppi skemmtununum, kenndi okkur m. a. gamla ís- lenzka dansinn lansér. Okkur þótti oft skrítið að vera að dansa við prestinn á laugar- dagskvöldum og sitja svo und ir messu hjá honum á sunnu dögum og líta upp til hans í prédikunarstólnum. Já, það er margs að minnast frá æskudögunum eins og t. d. fyrstu kaúpstaðarferðarinn- ar. Það var að vorlagi að ég fékk að fara með pabba til Húsavíkur þegar farið var með ullina, og ég eignaðist 75 aura fyrir hagalagða og þóttist vera rík. Fyrir þetta keypti ég lítinn kassa eða öskju, sem ég á enn, og þegar þar við bættist, að frændi minn gaf mér heilan súkkulaðipakka fannst mér ég vera alsæl. — Nú veit ég, Þuríður, að þú hefur komið mikið við hótel reksturinn hér i Reynihlíð. Gei urðu nú ekki sagt mér hvern ig þetta byrjaði allt saman? — Eins og ég sagði þér áð- an þá var gestagangur hér allt af mikill, póstarnir gistu hérna á leið sinni á milli Austur- og Vesturlands og eins ferðafólk sem var á leiðinni hér á milli. Þetta jókst svo alltaf með hverju árinu, og það var ósjald an sem maður þurfti að sofa á gólfinu vegna þess að gestir fengu að sofa í rúmunum okk- ar, og það var ómögulegt ann að en að gera eitthvað til þess að geta sofið í eigin rúmi. Því var það, að árið 1942 var ráðizt í byggíngu hússins sem við erum nú í, og það er fyrsta eiginlega hótelið sem var byggt hér við Mývatn. Hér var borðsalur þar sem fimmtíu manns gat matazt i einu og gestarúmin voru 9 til að byrja með. Allt heimilisfólkið svaf þá i tveim kvistherbergjum sem voru hér áður en byggt var ofan á húsið fyrir nokkr um árum. Þarna unnu tvær að komustúlkur oftast auk okk ar hér heima sem vorum við hótelið, en núna er um 25 manna starfslið allt í allt á Hótel Reynihlíð, og allir vinna á vöktum. — Elzti sonur okkar, Gísli, stóð fyrir hótelrekstrinum þar til hann lézt, og ég held að næstu fimm ár á eftir frá því 1950 hafi verið þau lang erfiðustu hjá mér. Þetta var mikið í molum, nýbúið að reisa nýja hótelið sem nú er Hótel Reynihlíð, en síðar hefur verið byggt við það, og miklar skuld ir voru þá á því. Ég varð alltaf að hafa peningakassana, og á Framhald a nls 14 II ff U iL Auglýsing UM KJÖRSKRÁ VIÐ KOSNINGAR TIL SAFNRÁÐS LISTASAFNS ÍSLANDS- Samkvæmt lögum nr. 58/1965 um breytingu á lögum um Listasafn íslands, skulu íslenzkir mynd- listarmenn „kjósa úr sínum hópi þrjá menn í safnráð til fjögurra ára í senn og jafnmarga vara- menn, tvo listmálara og einn myndhöggvara. Varamenn skulu þeir vera, sem flest hljóta at- kvæði næst hinum kjörnu safnráðsmönnum“. Á kjörskrá ,,skulu vera þeir myndlistarmenn, sem voru á kjörskrá við kosningu í safnráð 1961, og á lífi eru, svo og þeir, sem voru félagar í Félagi íslenzkra myndlistarmanna og Myndlistarfélaginu 1. jan. 1965, en eigi voru á kjörskrá 1961. Enn- fremur skal jafnan bæta á kjörskrána þeim ís- lenzkum myndlistarmönnum, sem tvö af eftirtöld- um atriðum eiga við um: 1. að hafa átt verk á opinberri listsýningu, innanlands eða utan, sem íslenzka ríkið beitir sér fyrir eða styður, 2. að hafa a.m.k. einu sinni hlotið listamanna- laun af fé því, sem Alþingi veitir árlega til listamanna og úthlutað er af sérstakri nefnd, er Alþingi kýs, og 3. að verk hafi verið keypt eftir hann til Lista- safns íslands eftir að lög nr. 53/1961, um Listasafnið, tóku gildi“. Skrá um þá, sem kjörgengi og kosningarrétt hafa til safnráðs, liggur frammi í Listasafni íslands, Þjóðniinjasafnsbyggingunni, daglega kl. 13.30— 16, 31. júlí til T. septemtíer 1965. Kærur út af kjörskránni skulu komnar til for- stöðumanns Listasafns íslands fyrir ágústlok 1965. KJÖRSTJÓRN. Nýtt 73 tonna eikarskip Af sérstökum er til sölu nýsmíðað eikarskip. Skip- ið er með Kelvin dieselvél og ljósavél, tveim dýptarmælum, radar og sjálfvirkri miðunarstöð. Hér er um sérlega vandað skip að ræða. Meðal annars er kæling í lest. Gert er ráð fyrir, að skipið geti stundað síldveiðar með kraftblökk. Hagkvæmir skilmálar. HUS og SKIP — FASTEIGNASTOFA — LAUGAVEGI 11, sími 2-15-15 — Kvöldsíml 13637 Tii sölu í Kópavogi Nýtt steinsteypt raðhús í austurbænum, skammt frá Hafnarfjarðarvegi, með tveimur íbúðum, 5 herbergja og 2 herbergja í kjallara, með sér inn- gangi. — Allur frágangur á íbúðunum er mjög vandaður, harðviðarinnréttingar mosaik á baði, teppí á stofum og göngum. — Bílskúrsréttur. Allar nánari upplýsingar veitir FASTEIGNASALA KÓPAVOGS, Skjólbraut 1, sími 41230, — opið 5.30 til 7, laugardaga 2 til 4. Kvöldsími 40647.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.