Tíminn - 31.07.1965, Qupperneq 11

Tíminn - 31.07.1965, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 31. Júlí 1965 TÍMINN n SEND TIL ÍSLANDS 34 sína hvar sem er annars staðar í heiminum, og margar stúlkur eru sendar til Englands eða Bandaríkjanna í skóla, þótt það sé alls ekki af þeim sökum, að íslenzkir skólar séu ófullnægjandi, heldur er það einungis vegna þess að íslend- ingar hafa yndi af því að ferðast. Mér var sagt, að allmargar íslendinganýlendur væru í Bandaríkjunum, en margir íbúanna hefðu að vana sínum, að koma með vissu millibili aftur heim til föðurlandsins. Þeir bjóða nú öllum óþægindum á ferðalögunum byrginn og ferðast enn fram og til baka milli lands síns og Bandaríkj- anna. Hin litlu gufuskip íslendinga slást í för með skipalest- unum, sem alltaf eru á ferðinni fram og tl baka, en (nýr orð rómur) sagt er, að þau eigi það allt eins vel til, að sigla um höfin fylgdarlaust. Strandferðaskipin halda uppi föstum áætlunum þegar veður leyfir, og láta sig engu skipta kaf- bátahættuna. Fiskibátamir hafa heldur ekki lagt upp laup- ana, og stunda veiðar sínar á ókyrrum öldum Norður-At- lantshafsins. Af þessu leiðir, að styrjöldin virðist ekki hafa mikil áhrif til hins verra á lifnaðarhættina eins og þeir hafa verið, áður en hún brauzt út. Þvert á móti lítur út fyrir, að allt blómgist nú og dafni. Þegar litið er í kring um sig á íslandi og þefað út í loft- ið er greinilegt, að fiskiðnaðurinn er aðalatvinnuvegur lands ins. Fiskurinn er alls staðar nálægur bæði á sjó og í landi. Fiskur er á matseðlunum, í búðunum, í flöskum, í dósum, á diskum — í kökum og salötum, á borðum og grindum og í tunnum — allstaðar, reyktur, þurrkaður, í olíu, hakkað- ur, eða hreint og beint rotnandi! Fiskurinn er ágætur sem áburður, og það er erfitt að gera sér grein fyrir því á vorin, hvemig nokkur íslendingur getur látið hugann reika til ásta, þegar lyktin af rotnandi fiskhausum berst til manns frá hvaða túnbletti sem er, eða óþefurinn frá fiskinum, sem hengdur hefur verið upp í þurrkhjöllum eða breiddur á steina. Það skiptir ekki nokkru máli úr hvaða átt vindur- inn blæs, loftið er mettað af fiskþef á ýmsum stigum fram- leiðslunnar. Svona er þetta svo vikum skiptir — þangað til langt er liðið fram á sumar — og ánægð varð ég þann dag, er ég gat dregið að mér ilminn úr nýslegnu heyi í staðinn fyrir fisklyktina. # Kvenfólk vinnur að mestu við verkun og pökkun á fiskin um, eftir að hinir smáu fiskibátar hafa fært hann til hafnar. JANE GOODELL í litlu fiskiþorpunum vinna þær niður við ströndina, og flokka, salta og hlaða miklu magni af fiski á mettíma. Einnig er mikið af selum og hnísum við strendur íslands. Fjörugur kaupskapur er í kringum selveiðina. Töskur, hanzk- ar, inniskór, belti, seðlaveski og margt fleira úr selskinni má sjá í gluggum margra verzlananna. Ég varð fyrir von- brigðum með gæði skinnsins, þegar ég fór að skoða það, því það er bæði snarpt og ekki eins vel verkað og vera ætti. • Skinnsalar stilla ekki eins miklu út af selskinnum’ og þeir gera af silfurrefaskinnum. Óteljandi refabændur sjá verzl- unum fyrir skinnum, sem fengust við vægu verði, áður en hernám Bandaríkjamanna hófst. Síðan hefur verðið stigið geysilega, og mér var ráðlagt, að kaupa ekkert, því skinnin þurfa allmikillar verkunar við, og gerir það þau langt um dýrari en þau eru í Bandaríkjunum. Það er ekkert undarlegt við það, að þessi þjóð er svona mikil fiskveiðiþjóð, þvi í æðum hennar rennur blóð sjófar- endanna fornu. Hreystiverk og sögur fyrstu landnámsmann anna gera sögu þjóðarinnar litríka, en sögum, sem um land námsmennina eru sagðar, virðist ekki öllum bera saman. í sumum þeirra er sagt, að írskir munkar hafi setzt að á land- inu löngu fyrir þann tíma, er víkingarnir komu þangað fyrst, þ.e. um 850 eftir Krist, en annars staðar segir, að eng ir menn hafi verið búsettir í landinu, þegar norsku land- nemarnir komu. Hvað um það, þá hófst landnámið árið 874 e. K. og upp frá þeim tíma var stöðugur straumur landnema frá Noregi, en í þá daga var stjórnmálaástandið þar í landi ekki að skapi fjölmargra skapmikilla víkinga, og varð það til þess að þeir leituðu stjórnmálalegs frelsis annars staðar. „Annars staðar“ var á litlu eyjunni, sem hlaut nafnið „ís- land,“ og gengur undir því nafni enn þann dag í dag, og bæði framburður og stafsetning er hin sama og þá. Blöndun við Kclta hefur; _________Hj ástæðan sögð vera tíðar heímsóSnir mnM harögerðu Vit inga til stranda írlands. Einnig á þessu sviði eru margar og ólíkar sögur, sem segja frá því, hvernig blóðblöndunin hefur átt sér stað. Við getum trúað því, ef við viljum, að víkingarnir hafi lagt lykkju á leið sína frá Noregi til íslands, og komið við á írlandi, þar sem þeir hafi annað hvort boðið eða#neytt Keltana til þess að slást í förina sem þrælar. Eða við getum trúað því, að þessir rauðskeggj- uðu sjóræningjar hafi efnt til víkingaferða til írlandsstranda AST 0G STÆRILÆTI MAYSIE GREIG 17 — Það væri alls ekki vitlaust, sagði Mafalda. — En ég get ráð- ið yður til reynslu fyrst um sinn. — Ég er yður ósegjanlega þakk látur, andvarpaði Monty. — Má ég kannski byrja með því að bjóða yður bolla af tei? Mafalda þakkaði fyrir, og með- an þau voru að drekka, spurði hann um hina gestina. — Ég á kunningja, sem ætluðu hingað, en kannski eru þeir farn- ir, sagði hann, eins og honum stæði á sama um það. — Landar okkar. Þér hafið kannski kynnzt þeim. Þau heita Graham. — Graham. Þau þekki ég. Þekk- ið þér þau? En spennandi, sagði Mafalda áköf. — Ég þekki frú Graham tals- vert, sagði Monty með hægð — Ég þekki þau ægilega vel, sagði Mafalda. — Er hann ekki dæmalaus. Ég held varla, að ég hafi nokkurn tíma séð jafn töfr- andi mann. Það er að segja á sinn hátt, bætti hún við og brosti um; leið, eins og hún væri að láta íl ijósi, að að gætu verið aðrir I menn til, sem væru töfrandi líka, I á annan hátt. i ( — Þér segið það, sagði Monty •an þess að láta nokkra hrifningu á sér sjá. En áhuginn skein samt úr augunum undir þungum augna- 'lokunum. Móðir Ray hafði sagt honm að brúðhjónin ætluðu! hingað. Ef hann hefði ekki gert sér von um að hitta Ray annað hvort í París eða hérna, mundi hann alls ekki hafa farið að heim- an. En nú átti hann peninga. Pen- inga, sem gátu gert kraftaverk — bæði fyrir hann og Ray. — Eru þau ekki í brúðkaups- ferð? hélt hann áfram til þess að láta samtalið ekki falla niður. Mafalda kinkaði kolli, alvarleg. — Jú, þau eru það. En það er alls ekki á þeim að sjá, að þau séu nýgift. Maður skyldi halda, að þau hefðu verið gift > mörg — mörg ár. Að minnsta kosti. þegar maður sér hana. — Er hann kannski . . . róman- tískari? spurði Monty. — Ég held, að hann mundi vera það, ef hún gæfi honum tækifæri til þess, sagði Magda og setti upp sálfræðingssvipinn. — Það kemur fyrir, að hann horfir á hana eins og banhungrað villidýr, sem ætlar að éta hana upp til agna. Það er yndislega frumstætt, upp á sinn máta, finnst mér. Að hugsa sér, ef einhver karlamður liti svoleið- is á mig . . . Og svo er hann líka afbrýðisamur, bætti hún við með fagnaðarhreim. — Þegar hún dansar við einhverja aðra, er svip- urinn á honum eins og hann ætli að drepa dansherrann hennar. Monty hló, en hann virtist hugs- andi. Hann varð vitanlega að fara varlega að öllu, svo að Druce hleypti ekki öllu í uppnám. Og það var enginn hægðarleikur að leika á hann — svo mikið vissi Monty síðan þetta eina skipti. sem fundum þeirra hafði borið saman. Mafalda hélt áfram að blaðra, hlæja og pata, og Monty svaraði einsatkvæðisorðum þangað til honum datt nokkuð í hug. Nú leit hann á stúlkuna með nýjum áhuga. Mafalda þagnaði í miðri setn- ingu . . . — Hvað er þetta? Þér horfið allt í einu á mig eins og þér hefðuð ekki séð mig fyrr en á þessu augnabliki. — Hver veit nema ég hafi kom- ið auga á eitthvað nýtt og sér- staklega aðlaðandi hjá yður, sagði hann spekingslega. — Blessaður, segið mér það. Hún hallaði sér að honum. En hann hló bara og hristi höf- uðið. — Það er of flókið til að lýsa því með orðum, góða barn, sagði hann íbygginn. Þetta stelpuskinn leggur lausn- ina upp í hendurnar á mér hugs- aði hann með ánægjusvip. Ray mundi vafalaust skilja þennan gamanleik, sem hann ætlaði að leika. Og þó hún skildi hann ekki mundi allt fara að óskum samt. Ofurlítil afbrýði skaðar aidrei. Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængumar. Eigum dún- og fiðurheld ver,’ æðardúns. og gæsadúnssængur og bodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Sími 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) Hann hallaði sér makindalega aft- ur í stólnum og brosti ísmeygilega til Maföldu, sem nú var farin að segja honum frá sjálfri sér, for- eldrum sínum og framtíðaráform- um sínum. Hún ætlaði að fara til New York og leggja stund á list- nám, sagði hún. Henni hafði líka dottið í hug að reyna auglýsinga- teikningar. Monty tókst með Iagni að beina talinu að hinum sameiginlegu vin- um þeirra, og Mafalda var fljót til að gleypa agnið og sagði hon- um allt, sem hún gat um Ray o^ Druce. Hún hvjslaði jajnvel að honum með hálfluktúm augum, að þau hefðu ekki aðeins sitt hvort svefnherbergið, en að herbergin væru sitt á hvorri hæð. Hún fann vel, að þetta umræðuefni var eig- inlega ekki sem bezt viðeigandi, en hún vildi fyrir hvern mun segja eitthvað, sem honum þætti matur í. Hún hafði ekki búizt við, að áhrifin yrðu jafn sterk og þau reyndust. Monty greip andann á lofti og brúnu augun urðu dökk — nærri því svört. En á næsta augnabliki brosti hann aftur. Ray var að hafa kjólaskipti fyr- ir miðdegisverðinn, þegar Mafalda drap á dyr hjá henni. Hún sat fyrir framan stóra þrískipta speg- ilinn og púðraði á sér axlirnar og bakið með stórum svanadúns- hnoðra. Hún var í gulum silki- slopp, sem lagðist þétt að grönn- um líkamanum, og þykkt rauð- jarpt hárið glitraði í skininu frá lampanum. — Kom inn, kallaði hún. Mafalda nam staðar fyrir inn- an dyrnar og horfði á Ray með uppgerðarlausri aðdáun. Það er leitt, að maðurinn hennar skuli ekki sjá hana núna, datt henni í hug. ~ * Ray leit við með dúnhnoðrann á lofti. Það var einhver nýr svip- ur á Maföldu í kvöld. Gleði- og æskuvon virtist skína út úr krakka legu andlitinu. — Ertu orðin ást- fangin í alvöru? spurði Ray hisp- urslaust, og hún varð ekkert hissa, er hún sá stúlkuna roðna og spyrja hvernig í ósköpunum hún gæti vitað það. — Kvenfólk finnur það, sagði Ray brosandi og brá fyrir sig upp- áhalds orðatiltæki Maföldu: —Nú hefur Druce vesalingurinn enga von í kvöld. — Hann hefur því miður aldrei kært sig um mig, andvarpaði Maf- alda. — Hann vill ekkert nema þig . . . Ray svaraði ekki. Hún brosti enn, en brosið var ekki eðlilegt og hjartað tók kipp. Hún sá Druce

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.