Tíminn - 31.07.1965, Síða 13

Tíminn - 31.07.1965, Síða 13
LAUGARDAGUR 31. júlí 1965 TIMINN 13 BYLTING I Framhald af bls. 8 Þannig verður, ef kirkjan nemur og notar mál samfíðar innar til sinnar túlkunar. Og var það ekki einmitt það sem Kristur og lærisveinar hans gjörðu? Hann talaði ekki eins og hinir skriftlærðu fræðimenn, heldur um það, sem öllum fannst snerta sig, og um hvíta sunnuundrið, hina miklu endur fæðingu og vakningu meðal rómversku skattþjóðanna var sagt: „Og þar heyrði hver og einn þá tala á sína tungu“, það er að segja þannig, að allir gátu skilið og tekið til sín. „Fólkið verður að finna ræð- una taka til meðferðar sín hugðarefni eða vandamál út frá því ástandi, sem ríkir á hverjum tíma, en ekk: um það, sem afi og amma eða forfeður töldu mikilsverðast, jafnvel þótt það væru eins sígild við | fangsefni og náð Guðs eða syndir manna. Það verður að gera þá kröfu, að kirkjan setji sig inn í vandamál nútímafólks og komi þannig tii móts við það. Og þetta er þeim mun meiri vandi hér á landi, sem breyt- ingar á umhverfi og lífshátt j um þjóðarinnar hafa ofðið víð ! tækarí og meiri en víð&st hvar annars staðar í veröldinni. Það er yfirleitt galli á boð Skap og túlkun kirkjunnar að of oft má svo virðast, að hún hafi ekki enn áttað sig á nýrri félagsmálalöggjöf, hraða og glaumi skemmtistaðanna, út- varpi, sjónvarpí, kvikmyndum og eldflaugum, telji það naum ast ómaksins vert að kynna sér þá staðreynd, að hin efnahags lega, tæknilega og félagslega Þróun hefur skapað gjörsam- lega nýja aðstöðu einstaklínga og félagsheilda til tilverunnar og nær því mótað nýja tegund fólks á mörgum sviðum. Þess vegna ski'ur ekki nú- tímamaðurinn mál kírkjunnar viðhorf hennar og tilgang, tel ur ekki ómaksins vert að kynna sér, hvort það gæti orðið hon- um til gagns eða ekki — og þetta er ekki af því að orðin séu framandi, heldur af því að kirkjan reiknar út frá allt öðr um forsendum en fyrír hendi eru. ,j Þá gæti næst verið full þörf j á að breyta til um starfshætti J í kirkjunni sjálfri. Hafa messur í fjölbreyttara formi. Gefa al menningi tækifæri til meiri I þátttöku, veita ýmsum aldurs-1 flokkum og jafnvel starfshóp- um kost á sérstökum guðsþjón ustum. Þetta hefur verið reynt með æskulýðsguðsþjónustum, sem eru miðaðar sérstaklega við ungt fólfc einfaldar í formi, með almennri þátttöku í söng, jafnvel söngnámi í messunní, og Það hefur gefizt vel. Svipað má segja um barnasamkomur, sem eru nokkurs konar sam- bland af sunnudagaskóla og messu, en þó með fullri stjórn og sjálfgerðum aga vel undir búnar. Þetta sækja hundruð bama helgi eftir helgi, þótt engar myndasýningar séu. En á sömu stöðum mundi formleg messa með langri prédikun og fínum kór án þátttöku barn- anna sjálfra í söngnum alveg tæma kirkjuna. Hér má einníg minnast þess, að síðdegisguðsþjónustur með frjálslegri þátttöku án söng- kórs en miklum almennum söng, og stuttri prédikun urðu vinsælar og vel sóttar af fjölda fólks sem tilraun eins safnaðar til aukinnar kirkju sóknar eftir að prestafjölgun varð hér í borginni > í vetur sem leið. Biblíulestrar geta einnig skap að fjölbreytni og tilbreytingu. Og útlendur prestur hefur sagt mér frá merkri tilraun kirkju sinnar til að ná til verka fólks og íðnaðarverkstæða. Þangað kemur presturinn kannske í kaffitíma talar nokk ur orð til verkafólksins og býður því til sérstakrar messu, þar sem vel undirbúnir full trúar þess flytja stuttar ræður eða fyrirspumir, sem prestur- inn leitast svo við að svara í kirkjunni. Oft eru þessar fyrir spurnir stjórnmálalegs eðhs eða félagsfræðilegar. En allt miðar til að sanna, að kirkjan láti sér ekkert mannlegt óvið-: komandi. Og alltaf eru slíkar ! messur svo vel sóttar, að hvert sæti er skipað sem á stórhá- tíð væri. Svipað fyrirkomulag er hægt að hafa við skólaheimsóknir og messur fyrir skólafólk. En sam band og samstarf skóla og kirkju er eitt af hinu nauðsyn legasta í starfsáætlun kirkjunn ar. Gæti þar hvert bætt annað upp ekki slzt í félagsstörfum unga fólksihs. ‘ Og þar verður kirkjan að læra að undirbúa dagskrár fyrir guðsþjónustur, mót og kirkjukvöld með tíl- liti bæði til fræðslu, skemmt unar og áhrifa, þar sem boð skapur Drottins um kærleika, sannleika og fegurð er samt hinn rauði þráður, sem teng- ir hin einstöku atriði og gef ur öllu gildi. Allt, sem þar gerist verður að hafa sinn tilgang, þann til- gang að tengja mannssálirnar Guði, þeim krafti sem helgar hvert starf og veitir þann j hjartafrið og öryggi, sem mann j legt samfélag er nú svo fátækt j af. Að því verða söngvar, sam i töl, sýningar, ræður músik og ; uppiestur að stefna, án þess j að vekja leiða, andúð eða tóm : læti, sökum tilbreytingaleysis, j Þröngsýni eða formfestu, sem j ungt fólk þolir yfirleitt illa. I Hið sama gildir um hin ýmsu félög, nefndir og ráð, ‘ sem nú eru ómissandi í öHu • safnaðarstarfi. Því fleiri, sem j hægt er að vekja til starfs og j ábyrgðar því betra. Og til þess i eru kvenfélög, bræðrafélög,! æskulýðsfélög, kórar, líknar- starfsnefndir og sumarstarfs- nefndir svo mikils verð. Og án slíkra samtaka verður mikill hluti fólks í stórum og fjöl- mennum söfnuðum utangarðs í öllum safnaðarmálum. En jafnvel þessi upptalning sýnir hve fjarstæða það er að ætla sér nú að vinna safnaðarstörf með messum einum saman (og svo til dæmis) sem í nútíma kringumstæðum eru oft ekki nema nafnið eítt að minnsta kosti í fjölmenni. Þarna verður að koma starf ekki einungis af prestinum og örfáum einstaklingum, sem ráðnir eru til sérstakra hlut- verka við messur og prestsverk, heldur heilum hópi ungra og eldrf sem þekkja líf fólksins, vandamál þes og áhugamál. Og allt verður að vera undirbúið út í yztu æsar. Ekkert handa- hóf gildir. Og útkoman verður meira líf, áhugi og kraftur, minnsta kosti eitthvað annað og meira til eflingar guðsríki, en þær sunnudagaguðsþjónustur, sem flestir virðast fyrir löngu hund leiðir á. Messan hefur nógu lengi lítið verkað öðru vísi en leikhússýning, með svartklædd um einleikara, sem er ósköp einmana í tómi kirkjunnar og stundar þar áhrifalítlar arm lyftingar og knéfall fyrir alt- arinu, flytjandi orð, sem fáir skilja né meta mikils. Hér Þarf annað og meira til þess að börn 20. aldar, börn tveggja heims styrjalda skilji að áferð sé göf ugastí boðskapur og sannleiki allra kynslóða. Guðsþjónustan er ekki einka sýning í tómri kirkju, heldur félagsstarf safnaðar t glaumi og hraða stórborgar. Þetta er staðreynd, sem verður að taka tillit til, hvað sem annars er unnt að segja með réttu eða tóntegund háðsins um brölt ,,show“ og fimbulfamb svo- kallaðra nýtízkuskýjaglópa í prestastétt. Það mætti auðvitað nt'fna margt fleira, sem þættí í þeirri byltingu sem er að gerast og verður að gerast í starfsháttum kirkjunnar. Þar er t. d. mjög þýðingarmikið, að presturinn komi sem mest út úr kirkjunni, þótt hann sé þar oft og lengi. Hann verður að kynnast sem bezt | lí^sbaráttu og vandamál- uit sóknarbarnanna á heimilum, hælum og stofnunum, en þó ekki síður á vinnustöðum og skemmtistöðum. Það er t. d. engin sérstök dyggð af presti að fordæma veizlur og dans. Hann þarf einmitt að taka þátt í hvorttveggja, er auðvitað á Þann hátt að til fyrirmyndar og leiðbeiningar sé. Engum ætti að vera auðveldara að koma í veg fyrír hin síendurteknu hvítasunnuhneyksli hér á landi en einmitt prestum og kirkju ef þeir reyndu að sameinast um að undirbúa mannsæmandi skemmtisamkomur unga fólks- ins út á landsbyggðinni i stað þess að messa í tómum kirkjum hér í borglnni yfir þessa há- tíð heilags anda og kraftar. Og eitt enn sem nútímakirkja má ekki gleyma og það eru aug lýsingar. Þótt kirkjuklukkur séu ómetanlegar og ekkert jafn ist á við óm þeirra að fegurð og dul, er þær kalla til guðs- húss, þá verðum við að sætta okkur við þá staðreynd svo órómantísk sem hún kann að vera að rödd auglýsingaþulsins í útvarpinu er hundrað sinn- um eða ótal sinnum áhrifameiri en hin hljómsterkasta kirkju- klukka fyrir okkar öld, svipað mætti segja um skrautritaðar auglýsingar, ljósmerki og „plaggöt“. Er þeta glöggt dæmi þess, hverníg jafnvel hið hugþekk asta verður að víkja fyrir nauð syn hins nýja og breytta tíma Samt er allt þetta aðeins hið ytra, aðeins klæðnaður og um búðir þess kjama og dýrðar, sem einu sinni voru sögð um þessi fáu orð: Þú ert Kristur. En þau eru hin sígilda og eina sanna trúarjátning kristins manns ofar öllum játningum og trúarkreddum, sem skapa skil og sundrung kirkjudeilda og trúflokka fremur en sam- einingu og samstarf í anda hans, sem sagði: „Friður sé með yður.“ Hinn sanni kristindómur kemur alltaf frá hjartanu og birtist í kærleiksþjónustu. En skoðanir og játningar eru oft ekki annað en andvana lík til einskis nýtt. Allar breytingar og byltingar helgast gróandi l afl og orku til að lífa sann- kristnu lífi í öllum sínum hvers dagsönnum, má ekki verða að Þyrnirósarsvefni, af því að sterkar skoðanir kirkjulegra fornkenninga gefa þá hug- þjóðlífi, sem þroskast á guðs ríkisbraut af anda jg eldmóði hjartans og kærleikans Það er hægt að vera bæði K. F.U.M. maður, Fíladelfíukona eða í Guðrúnarsöfnuði, það er hægt að vera bæði katólskur eða aðventisti, spiritisti og guðspekingur, frjálslyndur eða nýguðfræðingur og ganga með fín merki þessara trúflokka án Þess að vera í raun og veru kristin manneskja. Og það er líka sem betur fer hægt að vera kristinn í öllum þess um hópum. En sannur kristinn dómur birtist fyrst og fremst í fordómalausu umburðarlyndi og ástúð, fórnarlund og óeigin gjarnri kærleiksþjónustu án hroka, sem telur frelsi Krists og frelsun aðeins ínnan sinna þröngu vébanda. Hroka, sem segir: Hér er ég frelsaður frá toppi til táar, allir hinir sem eru fyrir utan minn trúflokk og mína kikjudeild eru án þeirrar hrósunar, sem fyrir Guði gíldir. En eitt er víst, það sem einu sinni var vakning, sem i fór eldi heilags anda og kraft! ar yfir löndin og veitti fólki mynd að hægt sé að vera krist inn aðeins með því að veita þar samÞykki sítt. Kristinn dómur er ekki viðtaka og viðurkenning ákveðinna skoð ana og kennisetninga bókstafs og forma, heldur líf og starf Guði kærleikans, heill föður landsins og samferðafólkinu á lífsleiðinni til blessunar. Til þess að svo verði þarf byltingu í starfsháttum kirkj unnar og fagnaðarboðskapur- inn mun brjóta sér nýjar braut ir að hjörtum og inn í sam félag fólksins. Þær brautir og aðferðir gætu fyllt okkur van ans börn hrolli, en væru samt sem áður vegir Guðs. Árelíus Níelsson. IlgfUÍl TEIKNIBORÐ MÆLISTENGUR MÆLISTIKUR JÁRNBRAUTARLÍNUR Framhald af bls. 9 á s.l. 20 árum, má nefna það, að árið 1940 tók það 22 klst. að fljúga fró New York til Los Angeles, en í dag tekur það um 6 klst. Árið 1940 tók það 98 klst að fara sömu leið með langferðabíl, en nú tekur það 75 tíma. Með lest tök það 53 tíma, en í dag 51 klst. Þeir sem aka .sjálfir frá New York til Los Angeles, sem er 4.500 km löng leið, geta gert það hæglega á sex dögum með næt- urgistingum. Hámarkshraði fyrir bíla á þessum leiðum er frá 45 km í 104 km á klst. Árlega vex sá fjöldi íslend- inga, sem fer í skemmtiför til Bandaríkjanna, og sú tala á eftir að hækka ört á næstu árum. Sumir ferðast þar með flugvélum. aðrir með langferða bílum og lestum, og nokkrir kaupa sér eða leigja bíla. Bezte ráðið til að sjá landið og þjóð ina er að kaupa sér 99 daga farmiða með langferðabíl og ráða síðan sjálfur, hvemig mað ur vill ferðast, hvert og hve lengi á að dvelja á hverjum stað. Þetta má líka gera með lestum, sem er ekki síður skemmtilegt og fróðlegt. Þeir, sem fljúga, eru fljótari á milli staða, en sjá minna af landi og þjóð. Bandaríkin em það stór og margbreytileg, að það er nauðeynlegt að sjá sem flesta hluta þess á sem þægi- legustum tíma. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.