Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 24. nóvember. Bls. 49-80 Um þessar mundir kemur út bók um Ragnar Jónsson bóka- útgefanda í Smára og fjallar hún um líf hans og störf. í bók- inni eru samtöl við þjóðkunna menn, allt nána samstarfs- menn Ragnars og vini, og skrifar Ingólfur Margeirsson samtölin. í bókinni er fjöldi litljósmynda, m.a. af 48 lista- verkum úr gjöf Ragnars til Alþýðusambands Islands. Mbl. birtir hér í tilefni af útgáfu bókarinnar brot úr samtalinu við Halldór Laxness, með leyfi höfundar og útgefanda. Útgef- andi er Lögberg og Listasafn ASI. Þann 7. febrúar 1954 þeg- ar Ragnar Jónsson varð fimmtugur gáfu nokkr- ir vinir hans út bók honum til heiðurs og nefndu „Afmæliskveðju". í þá bók ritaði Halldór Laxness greinina „Hljóðpípa og kæfubelgur" og komst þar meðal annars svo að orði um Ragnar: „Eg hef stundum verið að hugsa um hvort hin laungu og nánu kynni hans af Erlendi Guð- mundssyni í Unuhúsi muni ekki hafa átt sinn þátt í þessari afstöðu hans gagnvart lífi og listum." Þegar ég sit í vinnustofu skálds- ins í Gljúfrasteini rifja ég upp þessa málsgrein og spyr Halldór Ragnar Jónason og Halldór Laxness. Myndin er tekin 1965. Samtal Ingólfs Margeirssonar við Halldór Laxness U ADD T MANNLEGU FÉLAGI Laxness nánar um sannleiksgildi hennar. Hann situr þögull og hugsi nokkra hríð. — Jú, segir hann loks, ég geri ráð fyrir því að Erlendur hafi haft meiri áhrif á Ragnar en flestir menn. Gáfur Erlends, þekking hans og ljúfmennska, settu djúp spor i vitund vina hans. Ólíkustu menn sem komust i tæri við Er- lend snerust á hans band og féll- ust á rökfærslur hans. Þótt mikið hafi verið látið af gáfum íslendinga og skáldskap, þá ríkti á þessum tíma í landinu þröngsýnisómenning meiri en menn hafa áttað sig á. Hugar- ástandið var fastbundið við frum- stæðar afturúrstefnur og ósiði; hér ríktu steingeldar hugmyndir um bókmenntir og listir, ekki síst myndlist.- Erlendur átti góðan kunningja- hóp í öllum stéttum þjóðfétagsins. Hann hafði allt frá bernskuárum verið að mennta sig upp á eigin býti og gat því einlægt talað út frá þekkingu og óvæntum rökum þeg- ar hann lenti í orðasennu við menn. Umræðuháttur hans var slíkur að hann breytti sjónarmið- um manna án þess þeir vissu. Þegar Ragnar bættist í kunn- ingjahóp Erlends í upphafi þriðja áratugarins var hann ákaflega fjörugur og hugsjónaríkur maður. Hins vegar kynni hann að hafa farið varhluta af ýmissi fræðilegri þekkingu af því tagi sem Erlendur hafði aflað sér. Menntun Erlends og gáfur voru ekki einungis fólgn- ar í skilningi hans á listum pg bókmenntum í heimspekilegri Ragnar Jónsson og Björg EHingaen, kona hana, ásamt Hannibal Valdimarssyni vígslu sýningarsalar Listasafns ASÍ 7. febrúar 1980. vid merkingu, heldur hafði hann sagnaranda sem vísaði honum á falin eða gleymd snilldarverk meistara. Ragnar fór ekki varhluta af þessari akademíu frekar en aðrir í þeim hópi er sat kringum kaffi- borð Erlends í Unuhúsi. Sumir komu þangað sem fákunnandi grænjaxlar, jafnvel mennta- fjandsamlegir í hugsun, en fóru þaðan sem hugsjónamenn og list- elskandi þjóðfélagsþegnar. Jafn- vel drykkjumenn urðu algáðir þar í húsum. Ragnar er einn þeirra manna sem frá upphafi þráðu að láta gott af sér leiða. Hann var ákaflega hrifnæmur og hlustandi gestur í Unuhúsi. Ég þekki ekki uppruna eða fortíð Ragnars til hlítar, en hann er af orðlögðu myndar- og gæðafólki kominn austan af Eyr- arbakka. Jarðvegurinn var því undirbúinn hjá Ragnari að taka á móti visku og þekkingu af viðræð- um við Erlend. Það er einnig vert að huga að því að Ragnar bætist í Unuhúss- hópinn vel undirbúinn, ekki aðeins úr föðurhúsum, heldur hafði hann gert sér far um að kynna sér manngöfgandi kenningar á fyrstu árum sínum í Reykjavík. Hann hafði numið guðspekiþeoríur hjá ýmsu öndvegisfólki; til að mynda hjá þeim menningarhópi sem saman kom hjá frú Guðrúnu Erl- ings, ekkju Þorsteins skálds Erl- ingssonar. Þar var m.a. séra Jakob Kristinsson heimagangur, for- maður Guðspekifélagsins. Þetta var fólk sem hlýddi á tónlist og ræddi andlegar kenningar og heimspekilegar stefnur, en þó sérstaklega austræna speki, bæði aldna og nýja. Þessi umræða mið- aði að því að gera menn ljúfa og milda í skoðunum. — Þið Ragnar hittust fyrst hjá frú Guðrúnu Erlings? — Já, það mun vera rétt. Við vorum þá báðir ungir menn; það fólk sem kom til frú Guðrúnar var allt eldra en við. Milli frú Guðrún- ar, Erlings og Erlends lágu öng\’ar leiðir. Við tveir komum sitt úr hvorri áttinni; Ragnar austan af Eyrarbakka, eins og fyrr sagði, og hafði stundað verslunarnám í Reykjavík. Þetta mun hafa verið haustið 1924. Ragnar var þá tvítugur; ég var tuttugu og tveggja. Við Ragn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.