Morgunblaðið - 24.11.1982, Page 2

Morgunblaðið - 24.11.1982, Page 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Nóbelsverdlaunum Halldórs Laxness fagnaó í Stokkhólmi 1956. Frá vinstri: Sven B. Jansson fornleifafræóingur, Þórunn Björnsdóttir, Peter Hallberg, Ragnar Jónsson, Sigurdur Nordal, Ólöf Nordal, Kristín Hallberg, Jón Helgason, Auóur Laxness og Halldór Laxness. ar vorum líkir á þann hátt að við lögðum ekki mikið til málanna á umræðukvöldum hjá vinum sem voru okkur rosknari og kannski hyggnari; en hlustuðum vel. Ragn- ar hlustaði manna best og ég geri ráð fyrir því að hann hafi tekið heim með sér það besta sem var á rökstólum það og það kvöldið. Hvorugur höfðum við tilhneigingu til að fara í hart við menn út af mismunandi skoðunum ef um var að ræða óáþreifanleg andleg verð- gildi. Þó Ragnar sé enginn þrætumað- ur var hann ákaflega fljótur að finna hvar feitt var á stykkinu, einkum ef göfgandi hluti bar á góma og hugsanlega gátu orðið frækorn að jákvæðri niðurstöðu í starfi manns. Ég hygg að guðspek- in, sem Ragnar hlýddi á hjá frú Guðrúnu Erlings, hafi orðið hon- um grundvöllur áður en hann bættist í Unuhússhópinn nokkrum árum síðar. Ragnar hefur einatt verið manna fljótastur og skarp- astur að grípa hluti á lofti og hafði innborna mannþekkingarhæfi- leika áþekka Erlendi. Þeir hænd- ust því að hugsjónamönnum sem ekki útheimtu þröngsýni af öðr- um, heldur héldu mörgum hug- myndum á loft í senn. I Unuhúsi var alltaf kapprætt undir hlýju yf- irbragði og gestir urðu aldrei ósáttir vegna ágreinings um kenn- ingar. Eins og ég hef þegar sagt hafa kynni hans af Erlendi orðið honum töluvert veganesti eins og fleirum. — í afmælisgrein, er þú nefnir „Forleggjararollu" og tileinkuð var Ragnari í Smára á sjötugs- afmæli hans, segir þú meðal ann- ars frá því er Ragnar gaf út bók eftir þig í fyrsta skipti í samráði við Kristin E. Andrésson. Þeir gáfu út fjögur bindi Heimsljóss á árunum 1937—1940. Hver voru til- drögin að þessu fyrsta útgáfu- samstarfi ykkar Ragnars Jónsson- ar? — Ég hafði skrifað einar fjór- tán bækur er ég bar handritið að fyrsta parti Heimsljóss um bæinn og hótaði að það skyldi verða í fjórum bindum. Allir útgefendur fúlsuðu við slíkri hugmynd og flestum bar þar að auki saman um að um afturför væri að ræða hjá mér frá ýmsum fyrri bókum. Samt hafði mér jafnvel fyrir Vefarann mikla verið stefnt um klám og guðlast og er þó bókin einskonar helgirit. Fyrri bækur höfðu samt allar komið út jafnóðum þrátt fyrir mikla fátækt útgefenda sem sumir hverjir höfðu þó verið allir af vilja gerðir eins og til að mynda Ársæll Ámason. Hann vildi allt til vinna að gefa mig út, hafði mikla trú á mér og var ávallt góð- ur vinur minn. Ritlaunin fyrir Undir Helgahnúk voru þau að hann bauð mér að borða heima hjá sér hvenær sem ég vildi. Ég snæddi einu sinni hjá honum ágæta kjötsúpu og eignaðist vin- fengi hans ævilangt í ofanálag. Eg hafði sjálfur gefið út Vefar- ann sem var yfir 500 blaðsíður og mikið fjárglæfrafyrirtæki. Stund- um gaf ég handrit mín einstakl- ingum eða samtökum, í von um þau mættu sjá dagsins ljós. En enginn forleggjari vildi einu sinni prenta Vefarann þó hann væri fal- ur gefins. Ég var þá orðinn full- orðinn maður uppfullur af skoðun- um og nú fjölgaði mjög ljónum á veginum. Síðar kom Alþýóubókin sem ég sendi Alþýðuflokknum að gjöf frá Ameríku og var það ein- vörðungu fyrir málstað Hallbjarn- ar Halldórssonar, sem þá var rit- stjóri Alþýðublaðsins, að þessari hermdargjöf var veitt viðtaka af Alþýðuflokknum og bókin prent- uð. Ég hafði orðið fyrir miklum áhrifum af sósialisma á árum minum í Ameríku, ekki síst vegna þess að þá voru uppi miklir félags- hyggjuhöfundar og postular í Bandaríkjunum og urðu heims- frægir vegna slíkrar stefnu. Það var aðeins einn höfundur banda- rískur sem slikar þeoríur tolldu ekki við og sá var Hemingway. Hann var svo hörkugáfaður að það hrundu af honum allar kenningar. Hann sigldi gegnum þessi stór- viðri og komst sigursæll í höfn — með brotið skip. Þegar fréttist af handriti mínu að Heimsljósi sagði hundurinn: ekki ég, og kötturinn: ekki ég. Ég sá ekki fram á annað en ég yrði að skrifa fyrir skotöldin það sem eft- ir væri ævinnar. Við Kristinn Andrésson höfðum verið vinir um áraskeið og þegar ég hafði verið útrekinn hjá Menn- ingarsjóði eftir hina vondu bók SjóJfstœtt fólk, sem Eggert P. Briem hafði lagt nafn sitt við sem forleggjari, fór Kristinn til Ragn- ars og þeir stofnuðu kringum mig forlag sem þeir kölluðu Heims- kringlu og reyndar var ekki annað en nafnið tómt, og lögðu fyrir mig tilboð að gefa út Heimsljós mitt. Síðar hefur Ragnar sagt mér að þeir hafi orðið að taka átján víxla fyrir prentkostnaði Heimsljóss. — Eftir að öll fjögur bindin komu út gerðist Ragnar fastur út- gefandi þinn. — Já, Kristinn hafði mörg járn í eldinum um þær mundir og það talaðist svo til milli þeirra Ragn- ars að hann tæki við mér. Síðan Erlendur Guómundsson í Unuhúsi. hefur hann verið frumútgefandi minn sem önnur forlög í heimin- um verða að snúa sér til vilji þau gefa mig út. Ég held að íslenskar útgáfur hans undir nafni Helga- fells fari bráðum að losa hundrað- ið ef þær eru ekki komnar framúr því. — Voru það ekki mikil við- brigði fyrir þig sem rithöfund að komast í útgáfuhendur Ragnars í Smára.? — Það var eins og að vera kom- inn í annað land því þarna kemur maður til skjalanna, kapítalisti og verksmiðjueigandi, og hefur ekki aðeins fjárhagslegt bolmagn til að styrkja listir og bókmenntir, held- ur og fullan hug á að gera það. Oft fór þó hans síðasti peningur í að kaupa listaverk af manni sem sjá- anlega var meistari þótt almenn- ingur æpti: klessuverk. Ragnar fann leiðir sem enginn íslendingur þekkti fram til þess tíma til að umbuna höfundum fyrir verk þeirra. Hann sagði að rithöfundar ættu skilið að lifa eins og menn. Þetta þótti óréttlætanleg afstaða forleggjara á þessum tíma. Annað atriði er ekki síður mikilsvert: ég hef aldrei orðið var við að Ragnar gæfi út bækur til að hagnast á því, enda hefði hann þá varla rekið forlag með þeim að- ferðum að láta hag höfunda sitja í fyrirrúmi; ég leyfi mér líka að ef- ast um að hann hafi nokkurn tíma hagnast á bók, nema ef vera skyldi Heimilisritinu. Hugsjón hans var umfram allt sú að brjóta raunverulegum bókmenntum braut heim í stofu allra manna sem eitthvert mannsmót var að. Honum er í blóð borin virðing fyrir menningar- hlutverki lista og hann ber ósjálf- rátt vinarhug til þeirra manna sem finna sig kallaða til slíkra hluta og hefur sýnt það í verki meir en flestir menn. Smjörlíkis- verksmiðja hans mjólkaði pening- um í kassann um leið og viðbiti handa landanum sem þá var illa kominn af feitmetisleysi. Hagnað- urinn af þessari magarínstasjón fór í að gefa út bækur, kaupa mál- verk og styrkja tónlistarlíf lands- ins. Hér var um að ræða tilraun til að rífa svo úr hryggjunum að unnt væri að halda lífi í menningu á krepputímum þegar mörlandinn hafði ekki efni á að éta mör. Hann gaf út bækur sem höfðuðu til allrar þjóðarinnar, til að mynda bækur Þórbergs og Tómas- ar og þýðingar Magnúsar Ás- geirssonar, en Ragnar gaf einnig út bækur sem aðrir forleggjarar töldu vonlaust að myndu seljast. Hann var óhræddur að koma þeim bókum á prent sem hann hafði sjálfur smekk fyrir. Líka hafði hann þann sið að bera handritin undir góða vini sem hann átti. Sumir þeirra voru stórgáfaðir menn og óhætt að treysta þeirra ráðgjöf; í þeim hópi var Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi. Þeir Ragnar og félagar hans í smjörlíkinu voru líka stofnendur Tónlistarfélagsins auk þess sem þeir stefndu hingað mestu tónlist- armönnum heimsins til hljóm- leikahalds. í ljósi eftirtíma og endurminninga sé ég að ég hef átt dálítinn þátt í samvinnu við Ragn- ar í sambandi við tónlist og var í því fólgin að taka á móti þessum gistivinum hans hér uppi í sveit- inni. Undantekningarlaust héldu þeir tónleika í Gljúfrasteini fyrir eins marga og komust í húsið, endurgjaldslaust, og að því þeir sögðu sjálfum sér til mestrar ánægju, þó margir yrðu að sitja þröngt í stigunum. Meðal fyrstu gesta hérna voru Adolf Busch og Rudolf Serkin. Busch varð svo hrifinn af Ragnari að hann skírði son sinn í höfuðið á honum. En þeir Serkin urðu aldavinir og fjöl- skyldur þeirra heimagangar hvor hjá annarri. Serkin skrifaði Ragnari einu sinni sem oftar og sagðist eiga leið Ragnar hlýdir á tónlist á heimili sfnu. Myndin er tekin Halldór Laxness um þaó leyti er hann fékk Nóbelsverólaunin. árió 1962.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.