Morgunblaðið - 24.11.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982
51
til Evrópu næstu daga, hvort hann
ætti ekki að koma við í Reykjavík
og gefa konsert. Ragnar stakk
bréfinu í frakkavasann og gleymdi
því þar; fann það ekki fyrr en ári
seinna þegar hann fór aftur í
þennan frakka — en Ragnar og
Serkin voru jafngóðir vinir eftir
sem áður og föðmuðust þegar þeir
hittust árið þar á eftir.
Einu sinni kom Ragnar hingað í
Gljúfrastein í morgunkaffi ásamt
söngvaranum Dietrich Fischer
Dieskau. Þeir voru á leið til Þing-
valla og léku á als oddi. Nokkrum
dögum seinna var ég staddur í
Kaupmannahöfn og las langt við-
tal við Fischer Dieskau í Politiken
þar sem hann sagði að hvergi væri
eins gott að halda konsert og á
íslandi. Þetta sama kvöld í Höfn
fór ég á konsert hjá Artur Rub-
instein í Oddfellowhöllinni. Þegar
ég kom heim á Hotel d’Angleterre,
uppljómaður eftir konsertinn, sat
hinn aldni meistari úti í horni hót-
elforsalarins, í djúpum stól,
þreyttur og einmana, og enginn
bauð honum upp á kaffi og tertu
eins og Ragnar var vanur að gera
eftir konsert. En Rubinstein var
einn þeirra fáu, kannski hinn eini,
af heimsfrægum listamönnum,
sem þorði ekki að taka boði Ragn-
ars um tónleikahald hér; hafði
frétt, minnir mig, að rúm væru
vond á íslandi; ósofandi í þeim.
Einu sinni var hér á vegum
Ragnars frægur fiðlusnillingur,
Telmanyi, ásamt frú og fylgdar-
liði, og hélt dýrlegan konsert. Á
eftir var boðið upp á kaffi og með
því á Hótel Borg. Ragnar sat í
öndvegi sem gestgjafi og næstur
honum heiðursgesturinn og hafði
ég þann heiður að koma þarnæst-
ur. Eftir að veitingar voru fram
bornar byrjaði ég að segja Telm-
anyi einhverja langdregna og
flókna lygisögu með brandara sem
ætlaði aldrei að taka enda; en
Telmanyi var góður áheyrandi og
reyndi með erfiðismunum að
fylgja þræðinum í sögunni mitt í
þessu fagra bakkelsi og missa
hvergi af gullkorni. Meðan á þessu
stóð tæmdi Ragnar óvart krása-
disk meistarans og var ekkert eft-
ir handa hinum síðarnefnda um
það leyti sem sagan var á enda.
Telmanyi horfði á tóman diskinn
sinn kurteislega í undrun. í sömu
andrá uppgötvaði Ragnar að hann
hafði í athugaleysi látið köku
meistarans hverfa meðan á stóð
sögunni. Því miður var ekki til
meiri kaka í húsinu það kvöld.
Ragnar hló við dátt og huggaði
meistarann með þessum orðum;
„Þetta gerir ekkert til. Þú færð
aðra á morgun."
— Þú hefur lýst Helgafeili og
prentsmiðju þess, Víkingsprenti, i
umræddri grein, „Hljóðpípa og
kæfubelgur", á eftirfarandi hátt;
„Þegar ég kom fyrst í Vík-
íngsprent þar sem bæði samnefnt
forlag og svo bókmenntaforlagið
Helgafell töldust hafa aðsetur, þá
fannst mér ég hefði aldrei stigið
fótum í fyrirtæki sem væri jafn-
fjarri því að hafa likíngu for-
lags... Þarna átti hið fræga
bókmenntaforlag heima innanum
skröltandi prentsmiðjuvélar og
iskrandi bókbandstæki, maður
varð að skjóta sér á skakk til að
komast fram milli pappírshlað-
anna i stigum og gaungum, æru-
verðar ritstjórnir blaða og tíma-
rita forlagsins eða einhverra ann-
arra voru í orðsins fylsta skilníngi
alltaðþví i fjallgöngum fram og
aftur um gánga, stiga og vélstofur,
að leita sér að einhverju afdrepi
eða krók, líkt og hrjáður fugl í
vetrarhörkum, þar sem kostur
væri að leiðrétta svosem einn
kreppíng prentvillna; bóksala var
rekin í hliðarherbergjum milli
þéttra hlaða af upplögum, án þess
sýnilegur væri kassi, búðarborð,
kladdi — eða jafnvel afgreiðslu-
maður (ég held að hver sem vildi
hefði getað farið inn og stolið
hvaða bók sem var og meira að
segja heilum upplögum ef hann
hefði nent því).“
Þetta er ekki beinlínis lýsing á
marktæku og virðulegu útgáfufyr-
irtæki.
Halldór hlær.
— Samt bar þetta forlag höfuð
og herðar yfir önnur forlög lands-
ins á þessum tíma. Þó maður yrði
að leita annars staðar en á forlag-
inu sjáifu að forlagslektorum, út-
gáfustjórum, bókskreytingar-
mönnum, prófarkalesurum, bók-
höldurum og öðru starfsfólki, þá
var hér risið hvorki meira né
minna en eitt af meiri háttar út-
gáfufyrirtækjum Norðurlanda og
dengdi bókum af reginkrafti yfir
landslýðinn. En þarna voru hvorki
forlagsskrifstofur né önnur að-
staða til að hafa málfundi. Ragnar
í Smára átti sjálfur engan sama-
stað í fyrirtækjum sínum. Hann
þeyttist út og suður á jeppa sínum
og sæi hann mann, sem hann
þurfti að finna, nam hann staðar i
miðri umferð götunnar og bauð
viðmælanda inn í jeppann til sín
og hélt fund; ráð voru ráðin í
miðju öngþveiti umferðarinnar.
En hjá kretí og pletí í bænum
gengu þær kviksögur að götulög-
reglan hefði skipanir frá yfirvöld-
um um að sekta Ragnar í Smára
aldrei hvað sem á gengi.
— Hlustaði Ragnar á tónlist á
skrifstofu sinni?
— Þegar maður var svo hepp-
inn að hafa upp á honum á magar-
ínkontórnum, og átti við hann er-
indi varðandi útgáfu á bók eða
öðru, þá var oft ekki hægt að tal-
ast við á skrifstofunni vegna tón-
leikahalds úr grammófóni. Maður
skyldi ekki halda að margbrotin
vandamál væru leyst á slíkum
kontóri, en svo var því nú samt
háttað hjá þessum forstjórum.
Þorvaldur Thoroddsen, félagi
Ragnars í þessari verksmiðju, var
sérstakur tónlistarunnandi og
bókmenntalesari ekki síður en
Ragnar. En hann var með afbrigð-
um ósérframtrönulegur maður.
Þessir tveir menn sem stjórnuðu
stærstu smjörlíkisgerð landsins
voru á kafi í listum sem áhorfend-
ur, njótendur og ákafir styrktar-
menn. Það var undarlegt að heim-
sækja kontór þeirra; séffarnir
grúfðu sig yfir reikningshald
Blái jeppinn margrómaöi.
fyrirtækisins um leið og þeir
hlustuðu á voldugustu músík
heimsins, úr grammófóni á út-
opnu. Maður varð að fara út fyrir
dyr til að geta átt orðastað við
þessa ágætu menn því ekki stopp-
aði grammófónninn. Þetta voru
furðulegir menn. Þeir voru eins og
andar úr einhverri fegurri og betri
veröld sem hefðu tekið á sig
mennskt líkamsform til að fabrík-
era magarín.
— Þú minnist líka á að oft hafi
verið erfitt að ná í forleggjara
þinn.
— í rauninni var hann ekki
mikill kontóristi. Hann var ekki
heldur spenntur fyrir að keyra í
fínum bílum þótt margir hafi gert
það af veikari mætti. Hann af-
greiddi viðskiptavini sína í jeppa á
förnum vegi. Eitt sinn horfði ég á
hann stöðva traffíkina úr fjórum
áttum hjá Eimskipafélagi íslands
og eiga þar bersýnilega aðkallandi
erindi við mann sem beið á
gangstéttinni. Ragnar hóaði í
hann og maðurinn teygði hausinn
inn um gluggann á jeppanum og
þeir héldu þar fund meðan önnur
Með Ajax þvottaeftii
verður misliti þvotturinn alveg
jafii hreinn og suðuþvotturinn.
í.
2.
3.
Skjanna-hvítur suduþvottur
Ajax þvottaefni inniheldur virk efni sem ganga alveg
inn í þvottinn og leysa upp bletti og óhreinindi strax
í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök for-
þvottaefni.
Tandurhreinn mislitur þvottur
Ajax þvottaefni sannar einnig ótvíræða kosti sína á
mislitum þvotti, því að hin virku efni vinna jafn vel
þó að þvottatíminn sé stuttur og hitastigið lágt.
Þvotturinn verður tandurhreinn og litirnir skýrast.
Gegnumhreinn vidkvæmur þvottur
Viðkvæmi þvotturinn verður alveg gegnumhreinn
því að hin virku efni vinnna jafnvel, þó að hitastig
vatnsins sé lágt. Blettir og óhreinindi leysast því
vandlega upp. Ajax þvottaefni hentar því öllum
þvotti jafnvel ...
,5tó«vask
■ -
Effektivt vaskepulver
til ajle vaskeprogrammer
Lágfreyðandi Ajax þýðir: gegnumhreinn þvottur með öllum þvottakerfum.