Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 9

Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 57 Ragnar Lár Myndlist Valtýr Pétursson HINN þekkti teiknari Ragnar Lár hefur búið á Akureyri að undanförnu. Hann hefur stund- að auglýsingateiknun þar norð- urfrá og nú sýnir hann okkur, að ekki hefur verið iðjuleysi fyrir að fara hjá honum að undan- förnu. Ragnar hefur sem sagt snúið sér á nýjar brautir og lagt fyrir sig málverk og vatnslita- myndagerð og brugðið fyrir sig blandaðri tækni jafnframt því að stunda pennann og blekið. Nú hefur Ragnar Lár lagt land undir fót og komið hingað suður með sýningu á þessum verkum, sem hann hefur komið fyrir í Gallerí Lækjartorgi. Þar eru 43 verk til sýnis, og þungamiðja þessarar sýningar eru olíumál- verk, sem eru í meirihluta, en að mínum dómi virðist einna mest- ur fengur í vatnslitamyndum Ragnars. Hann nær í mörgum þeirra afar fínlegri litameðferð, sem fellur vel að einföldu formi. Það mætti ef til vill kalla þessi verk Ragnars abstraktionir, en þær virðast allar meira og minna vera tengdar vissum fyrirmyndum og væru því rétt- nefndar stílíseraðar myndir af stokkum og steinum. Þetta eru allt nokkuð góðar myndir í lita- meðferð, og oft á tíðum tekst Ragnari að láta línuna eins og dansa í myndfletinum og kemur þar fram reynsla Ragnars sem teiknara. En í heild á að líta er hér á ferð nokkuð ný og forvitni- leg hlið á þeim Ragnari, sem maður kannaðist við sem teikn- ara í blöðum og tímaritum. Þessi svipur Ragnars er skemmtilegur og afar geðþekkur að mínu viti, og ég verð að játa, að litameð- ferð Ragnars kom mér nokkuð á óvart. Eins og margir vita, er teikn- ing undirstaða þess, að hægt sé að gera gott málverk, en þessir tveir þættir þurfa ekki endilega að fara saman hjá einum og sama manni. Oft vill svo fara, að aðeins annar þessara þátta sé nægilega þroskaður hjá ein- staklingum og hinn verði að láta í minni pokann. En nú bregður svo skemmtilega við hjá Ragnari Lár, að litameðferð stendur ekki síður fyrir sínu en sjálf teikning- in. Ef svo horfir sem heldur í þessu sambandi hjá Ragnari Lár, er ég viss um, að vonast megi góðs árangurs. Enn sem komið er, verður samt að taka hlutunum með varkárni, en ég fullyrði, að þarna eru hæfileikar, sem mætti rækta í rétta átt. Af þessum línum getur fólks séð, að ég hafði ánægju af að líta inn hjá Ragnari Lár. Raun- verulega hef ég skrifað hér nokkuð ákveðið hól. Það er auð- vitað jafn hættulegt og að skammast, en stundum verður að voga, og vogun vinnur og vog- un tapar, eins og þar stendur. Þessi sýning stendur aðeins fram á sunnudagskvöld, og finnst mér persónulega heldur snubbóttur dansinn. Vonandi verður þessi sýning til að örva Ragnar Lár til meiri átaka á þessu sviði. Hann er vel vers- eraður í teikningu, en ætti að leggja meiri áherslu á það, sem stendur honum ef til vill enn nær. Frábær og heillarík tíð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Miguel de Cervantes Saavedra: DON KÍKÓTI FRÁ MANCHA 3. bindi. Guðbergur Bergsson íslenskaði. Almenna bókafélagið 1982. Don Kíkóti í þýðingu Guðbergs heldur áfram. Enn er verið að basla við að fá riddarann raunamædda til að snúa við svo að æðið renni af hon- um og staðurinn er Svörtufjöll með hugljúfum sögum um ástir og fórnfýsi, en líka hina ómissandi mannlegu klæki sem skáldskapur- inn nærist á. Sjálfur kallar Cer- vantes söguþráðinn tættan og snúinn, en nútímalesendur eru vanir öðru eins, kippa sér ekki upp við útúrdúr.a og innskot. Hvað seg- ir ekki Cervantes um sögu sína: „Frábær og heillarík var sú tíð þegar riddarinn og atgervismað- urinn Don Kíkóti frá Mancha hélt út í heiminn, því hann tók jafn skjótt þá háleitu ákvörðun að endurreisa og endurfæða hina hálfdauðu og útkulnuðu reglu far- andriddaranna; og njótum við þess vegna á vorri öld, sem skortir skemmtilega atburði, ekki einung- is yndisleik hans trúverðugu sögu, heldur líka ýmissa þátta og at- burða sem eru ekki síður þægi- legir, frábærir og sannir en sjálf sagan." I þessu bindi segir frá viðureign Don Kíkóta við vínbelgi á krá þar sem hann gisti, en eins og Sansjó Pansa lýsir því taldi hann sig eiga í höggi við ógurlegan risa, fjand- mann prinsessunnar Míkomíkonu. Don Kíkóti heldur við þetta tæki- færi ræðu um vopnaburð og bók- menntir og segir réttilega að hvort tveggja krefjist anda. Svo mikið var Don Kíkóta niðri fyrir að þótt hann ætti að vera að éta gleymdi hann að setja upp í sig matinn. Áheyrendur fundu til með riddar- anum sem að þeirra mati var góð- um gáfum gæddur, en tapaði dóm- greindinni þegar hann fjallaði um riddararegluna. Ein skemmtilegasta sagan í sög- unni er að þessu sinni um óskammfeilna forvitnissegginn í Flórens. Þetta er dæmisaga um kvennamál tveggja góðra vina. Þótt hún komi Don Kikóta og. Sansjó Pansa í rauninni lítið við þjónar hún þeim tilgangi Cervant- es að skemmta lesandanum og er í stíl annarra sagna um svikular ástir sem hann hefur svo gaman af að tengja ferð þeirra félaga. Það er þakkarvert að Don Kík- óti frá Mancha komi allur og óstyttur á íslensku og sé fyrstur í bókaflokki sem ber hið stolta nafn Úrvalsrit heimsbókmenntanna. Hagmælska og hugkvæmni Bókmenntir Erlendur Jónsson ísleifur Gíslason: DETTA ÚR LOFTI DROPAR STÓRIR. 134 bls. Útg.: Ottó A. Michelsen. 1982. »Stilltur en frjálsmannlegur tók hann á móti viðskiptavinum, og leið sjaldnast löng stund áður en fæddist vísukorn, á hans máli búð- arvísa: saklaus della til upplyft- ingar.« Þannig lýsir Hannes Pétursson daglegu viðmóti kaupmannsins og hagyrðingsins sem í hálfa öld setti svip sinn á Sauðárkrók og varð snemma landskunnur vegna gam- anvísna sem voru bæði afar vel ortar, margar hverjar, og einnig í besta lagi fallnar til að lyfta skap- inu upp úr lægð hversdagsleikans. Af orðum Hannesar Péturssonr má draga þá ályktun að ísleifur hafi um ævina ort býsna margar tækifærisvísur við jafnmörg til- efni en fæstar verið skrifaðar á blað. Má því líta á þessa bók sem úrval. Isleifur var maður vinsæll, enda »séntilmaður í háttum,* eins og Hannes Pétursson orðar það. Þótt hann væri gamansamur — í raun ísleifur Gíslason og veru spaugsamur á yfirborði — var hann alvörumaður undir niðri. Má víst segja hið sama um alla sanna húmorista: menn geta ekki verið skyggnir á hið spaugilega nema þeir viti líka af bakhliðinni. »Þótt kveðskapur Isleifs sé opinskár,* segir Hannes Péturs- son í inngangi, »og lýsi vel gaman- semi hans og kostulegum uppá- tækjum í málfari, sé að því leyti Því þessi djúpa sykkósa? Bókmenntír Jóhannti Kristjónsdóttir Lausnarorð: Marie Cardinal. Snjólaug Sveinsdóttir þýddi. Útg. Iðunn 1982. Á síðustu árum hefur komið út meira af nýjum erlendum skáld- sögum í þýðingum en áður og er það lofsvert framtak hjá bókafor- lögunum að sinna ekki aðeins létt- um reyfurum, heldur veita fólki einnig tækifæri til að kynnast bókum, sem nýkomnar eru í út- löndum og hafa vakið þar umtal og athygli. Lausnarorð eftir Marie Cardinal er þó ekki alveg splúnku- ný, hún kom út í Frakklandi fyrir um sex árum, vakti þar eftirtekt og hefur verið þýdd á mörg tungu- mál. Ekki hvað sízt á Norðurlönd- unum. Frændur okkar Danir voru fyrstir þar til að taka Marie Card- inal upp á sína arma og hún er nú, ásamt „kvennahöfundum" eins og Faye Weldon, Marilyn French og sjálfsagt ýmsum fleirum, mikill tízkuhöfundur þar. Marie Cardinal er fædd í Alsír og ólst þar upp, nam í París og giftist þar og um tíma ferðaðist fjölskyldan vítt um lönd. Smátt og smátt fór Marie að þjást af hug- sýki, hún varð að hætta að vinna og byrjaði síðan í sálkönnuninni sem Lausnarorðið fjallar um. Hér er ætlunin að segja sögu um endurfæðingu, hvernig hugsjúkri konu tekst að snúa aftur til lífsins eftir að hafa verið undir handar- jaðri geðlæknis í fjögur ár. Hún segir honum frá lífshlaupi sínu, óstjórnlegri dauðahræðslu, allri kvöl sinni og angist. Margir hafa haft á orði, að bókin hafi ekki sízt vakið umtal vegna þess nakta og allt að því ófyrirleitna frásagn- armáta sem einkenni hana. Ég las einhvers staðar um þessa bók: „Lesandinn er neyddur til að ganga inn í veröld hinnar veiku, upplifa kvöl hennar og taka þátt í gleði yfir endurlausninni og endurfæðingunni." Það er ekki lítið. Hljómar ljóm- andi vel og maður fer að lesa af mesta áhuga. Það er forvitnilegt að reyna að skilja hver hefur verið rótin að þeim sjúkleika sem konan á við að stríða, hvernig hann hefur þróazt og hvernig hún nær tökum á honum. Það gæti líka verið fróð- legt að anda að sér hinu horfna Alsír, franska Alsír í dauðateygj- unum. En bókin gæti gerzt hvar sem er, alsírskt andrúmsloft er ekki í bókinni. Látum svo vera, Mér þótti öllu bagalegra að sjúk- leikinn og lýsingin á móður/ dótt- ur tengslunum snart mig ekki nema rétt si svona. Það er áreið- anlega ástæða til að fá komplex út af því að vera óvelkomið barn, sem fæðist þegar foreldrar eru að skilja í heift og hatri, það getur haft hinar verstu afleiðingar fyrir samband móður og dóttur. En ósköp er þetta nú gömul lumma. Og mér fannst Marie Cardinal ekki takast að gera angistina raunverulega né kvölina nístandi. Þó var stundum eins og ekki vant- aði nema herzlumuninn. Það var raunalegt. Það eru fleiri brota- lamir í bókinni, samband söguper- sónunnar við mann sinn virðist ekki koma málinu vitund við, vegna þess að höfundurinn sökkv- ir sér á kaf í minnisskrín bernsk- unnar og einbeitir sér að sjúkleg- um tengslum við móðurina — trú- lega vegna þess að hún kemst að þeirri niðurstöðu að þar sé að finna uppsprettu þjáninganna. Þó að margt sé vel skrifað og stundum sé hægt að kinka kolli yfir hinu og þessu þá er mér nú samt spurn, hvað gerðist milli þeirra mæðgna sem er svona óskaplega óvenjulegt, ekkert í þeirra samskiptum virðist svo hræðilegt að það skýri svo djúpa sykkósu. Ekki nema eitthvað fleira komi til sem ekki hefur heppnast að koma til skila. skilríki um höfundinn eins og hann birtist samferðamönnum jafnaðarlega, þá er hann að hinu leytinu gölluð heimild ... var ís- leifur miklu einrænni maður og alvörugefnari innst inni en þar verður séð.« Ætli hending hafi ekki ráðið að ein vísa Isleifs varð öllum öðrum frægari, enda sungin við öll hugs- anleg tækifæri, það er að segja þessi: DetU úr lofti dropar stórir, dignar um í sveitinni. 2x2 eru 4, taktu í horn á geitinni. Nú er þessi vísa að því leyti frábrugðin mörgum öðrum stök- um ísleifs að engin ein spaugileg hugmynd liggur að baki henni. Óskyldum hugmyndum er raðað saman. En það skapar einmitt þær andstæður sem gera vísuna minn- isstæða, auk þess sem hún er sér- lega lipur í hrynjandinni. Þjóðsag- an segir að ísleifur hafi aðeins ort seinni helming vísunnar. En Hannes Pétursson leiðir að því gild rök að hann sé höfundur hennar allrar. Það sem greinir skáld frá hagyrðingi er kannski fyrst og fremst þetta: að geta sett fram samlíkingar og andstæður. Eftirfarandi vísa sannar að ísleif- ur hafði það á valdi sínu: Enginn veður yfir Níl án þesN vökni kálfi, og ekki er hægt að yrkja í bíl, allt er á reiðiskjálfí. Þegar ísleifur var hálfníræður hafði Matthías Jphannessen við hann blaðaviðtal. ísleifur lét þess þá getið að minni sitt væri tekið að bila og »því til sönnunar get ég lofað þér að heyra vísukorn:« Hrakar bæði heyrn og sjón, sem hafa starfí skilað, en heilsu minni tel ég tjón, að toppstykkið er bilað. Eins og vísa þessi ber með sér orti ísleifur á því máli sem talað var í kringum hann og þess vegna hittu stökur hans beint í mark. Ekki mun þá hafa talist skáldlegt að kalla höfuðið »toppstykki«, enda skírskotar líkingin ekki til neinna gullaldarbókmennta held- ur til hversdagsmáls á tækniöld. En svona talshætti viðhöfðu menn þegar vel lá á þeim og þeir vildu vera orðheppnir; og það skildist. Mun varía unnt að lýsa ísleifi og kveðskap hans í færri orðum né á gagnorðari hátt en systir hans lýsti honum í Morgunblaðsviðtali sem Jóhanna Kristjónsdóttir átti við hana fyrir fáeinum árum, en systir ísleifs sagði þá meðal ann- ars: »Hann var mikill spaugari og hagyrðingur og hvarvetna vel lát- inn.« Hannes Pétursson lýsir einnig með ágætum í inngangi mannin- um og skáldinu og andrúmi því sem í kringum hann lék. Nokkrar gamlar myndir eru í bókinni — af ísleifi, verslun hans; og svo af Sauðárkróki frá fyrri hluta aldarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.