Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 13

Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 61 ættu aö fylgja á vettvangi al- þjóðasamskipta. Þegar Kúbu- deilan stóð sem hæst, var ekki gripið til þess ráðs að hafa uppi hótanir um að stilla,hinum aðil- anum upp við vegg, heldur öllu fremur hvatt til samvinnu. Orðalag Kennedys í svarbréfi sínu til Khrútsjovs var á þann veg, að þetta varð ekki misskil- ið: „Ef þér eruð fús til að hefja í alvöru viðræður um slökun milli Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, þá er- um yið reiðubúnir að yfirvega ásamt bandamönnum okkar all- ar nothæfar tillögur." Sé því núna mesti vindurinn úr seglunum í takmörkun víg- búnaðar, þá er skýringin ekki sízt sú, að þessum pólitíska hugsanaferli er tekið mjög að hraka. Þær þrjár myndir, sem núverandi samningaumleitanir hafa tekið á sig, en þær eru ein- mitt þessa dagana að komast á nýtt stig — þ.e. viðræðurnar um jafnan og gagnkvæman sam- drátt venjulegs herafla í Mið- Evrópu (MBFR) sem fram fara í Vínarborg, fundir Sovétmanna og Bandaríkjamanna í Genf um að fjarlægja meðaldrægar eld- flaugar (INF), svo og viðræð- urnar um að draga úr strateg- ískum vopnabúnaði (START) — allar þessar umleitanir virka núna eins og leifar löngu liðins tíma: Eftir stendur hinn tækni- legi búnaður, án pólitískrar undirstöðu og festingar. Deilt um Keisarans skegg Það skal því engan undra, að allar þessar samningaumleitan- ir með tölu séu, einnig meðal sérfróðra manna, farnar að orka mjög svo tvímælis. Er þá ennþá nokkurt vit í því að halda áfram samningaumleitunum um fækkun í þeim herafla, sem búinn er hefðbundnum vopnum, þegar á allra vitorði er, að sjálf gæði búnaðarins og bardagaað- ferðir hermannannaa eru orðn- ir mun þýðingarmeiri þættir í bardagamætti hersins en fjöldi hermannanna? Þess ber og að gæta, að sú stöðnun, sem þegar er orðin í fólksfjölgun með Evr- ópuþjóðum, mun eftir nokkur ár hvort eð er hafa einmitt þá fækkun í herafla þessara landa í för með sér, sem samninga- menn stórveldanna deila núna hvað ákafast um. Skiptir þá það eitt út a fyrir sig svo afgerandi máli, hvort START-viðræðurn- ar milli Bandaríkjamanna og Rússa í Genf leiði til niður- skurðar á strategískum kjarn- orkuvopnabirgðum beggja aðila úr 14.000 niður í 10.000 kjarna- odda, eins og Reagan forseti krefst, eða tala meðaldrægra eldflauga verði lækkuð úr 4.500 niður í 3.600 eins og Sovétmenn gera að tillögu sinni? Og jafnvel þótt það tækist að ná þeirri „núll-lausn“, sem Atl- antshafsbandalagið aðhyllist varðandi meðallangdrægar eldflaugar í Evrópu — það er að segja engum slíkum sovézkum eldflaugum sé stefnt að skot- mörkum í Vestur-Evrópu, en á móti kæmi, að þær bandarísku meðaldrægu eídflaugar, sem beint yrði að skotmörkum í Sov- étríkjunum, yrðu ekki settar á skotpalla. Hvorki Vesturlönd né Sovétríkin væru með þessum ráðstöfunum á neinn hátt óhult fyrir þeirri hættu, sem stafar af öðrum áþekkum vopnum. Samkomulag í aðsigi Það er með vopnin eins og með takmörkun þeirra, að ekki er að fullu unnt að vega og meta pólitísk heildarstefna á Vestur- íöndum um samstiga fram- gangsmáta í samskiptum aust- urs og vesturs, er ekki unnt að finna afvopnunarstefnu eigin- legan pólitískan stað, né heldur hægt að skilja skelfimátt auk- ins kjarnorkuvigbúnaðar á póli- tískan hátt. Afvopnun ein og sér er í augum hægrisinna einhliða greiðasemi við hina sovézku andstæðinga; atómvígbúnaður í því augnamiði að skelfa and- stæðingana er í augum vinstri- sinna hreinasti óhugnaður og hættulegur stríðsleikur. Jafnvel þótt samkomulag yrði gert á einni nóttu í Vínarborg eða í Genf: Hið illa blóð, sem hlaupið er í almenningsálitið á Vestur- löndum, næði ekki þar með að hreinsast út, á meðan vestræn- ar þjóðir vantar með öllu póli- tíska heildarstefnu í samskipt- um sínum við Austur-Evrópu. Það er á þessu sviði, sem hefj- ast verður handa, ef takmörkun á vígbúnaði á aftur að þjóna einhverjum vitrænum tilgangi. Við verðum að losa okkur út úr einangruðum aðgerðum og póli- tísku hálfkáki beggja vegna Atlantshafsins. Það er alls ekki út í bláinn, að menn eru teknir að hafa áhyggjur af því, hvort Evrópubúar og Bandaríkja- menn geti í raun og veru sam- einast um slíka heildaráætlun — og margir þeir tónar, sem berazt frá Washington í stjórnartíð Ronald Reagans, hafa gefið slíkum efasemdum byr undir báða vængi. Ef til vill er það einmitt þess vegna sem bandalagsþjóðirnar hafa ein- skorðað sig svo mjög við ein- staka þætti vandamálsins, af því að þær hafa ekki getað greint nein tengsl milli grund- vallarstefnu hverrar einstakrar þjóðar. En hvað sem öðru líður: Þessar grundvallarstefnur verð- ur hreinlega að samræma, þrátt fyrir alla erfiðleika, sem því kann að vera samfara, og þegar allt kemur til alls, má ekki ein- vörðungu láta sér nægja að skilgreina hagsmuna- og hern- aðarárekstra við Sovétríkin, heldur verða menn öllu heldur að gera sér ljósa grein fyrir möguleikunum á samvinnu við Sovétmenn. í ræðu, sem George F. Kennan hélt nýlega, benti hann réttilega á þetta atriði. Utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands, Hans Dietrich Genscher, er hvað þetta snertir alls ekki langt frá hugsana- gangi hins bandaríska pólitíska hugsuðar, George F. Kennans. í pólitískri yfirlitsgrein eftir Genscher, sem birtist í haust- hefti tímaritsins Foreign Af- fairs, krafðist hann ekki ein- ungis heildarsamræmingar á baráttuaðferðum Vesturlanda, heldur dró einnig upp og skil- greindi helztu útlínur slíkrar stefnu. En ríkisstjórn Helmut Kohls má ekki láta hér staðar numið. Það er ekki nægilegt að lýsa yfir stuðningi við ákvörðun Atlantshafsbandalagsins og hvetja Bandaríkjamenn til að taka forystuna. Bonn-stjórnin verður á eftirminnilegan og þó jákvæðan hátt að leggja fast að samningsaðilum í Genf, að þeir komi fram með nothæfar niður- stöður — og þá framar öllu ber að leggja áherzlu á hina póli- tísku heildarstefnu um stöðug- leika kjarnorkuvígbúnaðar í ógnunarskyni, og á samvirka slökunarstefnu, en í þessum at- riðum felst hið einasta, sem gef- ið getur samkomulagi og sam- þykktum raunverulegt hald og tilgang. Það væri alltof mikil áhætta að bíða næstu deilunnar til þess að við yrðum að læra Kúbulexí- una á nýjan leik — og við miklu hættulegri kringumstæður. Hér sést Pershing II medal- langdræg, bandarísk eldflaug stefna til himins. Samkvæmt ákvöröun utanríkisráöherra- fundar Atlantshafsbanda- lagsins frá 12. desember 1979 veröur 108 eldflaugum af þessari gerö meö kjarnaodd- um komið fyrir í Vestur- Þýskalandi, semji Sovétmenn og Bandaríkjamenn ekki um annað fyrir árslok 1983. gildi þeirra, án þess að hafa hið pólitíska heildarsamhengi í huga. Hin tilfinningalega and- staða gegn kjarnorkuvopnum, sem sett hafa verið upp í því augnamiði að skelfa andstæð- ingana, og valdið hafa mikilli ólgu í friðarumræðum á Vestur- löndum, svo og þær efasemdir, sem verið hafa á kreiki um gildi takmörkunar vígbúnaðar — efasemdir sem vinstri sinnar í Evrópu jafnt og hægri sinnar í Ameríku hafa látið í ljós — er í heild ærið eftirtektarverð og hefur sínar vissu ástæður. Því sé ekki fyrir hendi nein Kápur — Kjólar Höfum fengiö nýja sendingu af vönduöum vetrarkáp- um. Einnig kjólar í yfirstæröum. Höfum einnig vetr- arkápur frá fyrra ári sem seljast á krónur 450. Dalakofinn tískuverslun, Linnetstíg 1, Hafnarfiröi. Sími 54295. (MBOj TÖLVUUR vmaMMvur og tölvuúr. Mikiö úrval. Hagstaett verö H r= ÁRMÚLA11 STJÚRHUHflRFRffiflSlA Grunnnámskeið um tölvur Tilgangur námskeiðsins er aö gefa þátttakendum innsýn í hvernig tölvur vinna, hvaða möguleika þasr hafa og hvernig þær eru notaöar. áL A AU a Fræðslusjóður Verslunarmannafélags • sl■ ■ Reykjavíkur greiöir þátttökugjald félags- manna sinna á þessu námskeiði og skal sækja um það til skrifstofu VR. Sjálfsnám á tölvur Stjórnunarfélagiö gefur þér nú kost á því aö stjórna þínu eigin námi og leysa þín eigin verkefni á tölvur félagsins. Sérhæföir leiðbeinendur eru á staönum til aðstoðar. Hægt er aö velja á milli eftirfarandi námslína: — Grunnlína — 3 námslínur í BASIC — VisiCalc/SuperCalc — Ritvinnsla á stórar tölvur — Ritvinnsla á smátölvur — Vélbúnaöur tölva Þátttakendur velja sjálfir tíma og yfirferðarhraða. Á hverjum mánudegi kl. 18—20 fer fram kynning á sjálfsnáminu og gefst þá tækifæri til aö bóka æf- ingartíma, sem eru frá kl. 18—20 eða frá kl. 20—22 á kvöldin. Næsta kynning og innritun verður mánu- daginn 29. nóvember kl. 18. — Grundvallarhugtök í tölvu- fræöum. — Stutt ágrip af sögu tölvu- þróunarinnar. — Lýsing helstu tækja sem notuö eru í dag. — Hugbúnaður og vélbúnaöur. — BASIC og önnur forritunarmál. — Notendaforrit: Kostir og gallar. — Æfingar á tölvuútstöövar og smátölvur. — Kynning á notendaforritum fyrir ritvinnslu og áætlana- gerö. Staöur: Tölvufræðsla SFÍ, Ármúla 36. Tími: 6.—9. desember kl. 13.30—17.30. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.