Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
SIGHVATUR BLÖNDAHL
Ávísanavidskipti
hafa aukizt um 62
prósent milli ára
Ávísanaviðskipti jukust um
liðlega 62% fyrstu níu mánuð-
ina í ár, en þau námu samtals
45.194 milljónum króna, sam-
Stálút-
flutningur
Japan eykst
Stálútflutningiir Japana jókst
um 1,7% milli mánaðanna ágúst
og september sl., eða úr 2,41
milljón tonna í 2,45 milljónir
tonna, en milli mánaðanna júlí
og ágúst sl. dróst útflutningur-
inn saman um 0,4%, eða úr 2,45
milljónum tonna.
Verðmæti stálútflutningsins
í september er 1,26 milljarðar
dollara, sem er 1,6% verð-
mætaaukning frá ágústmán-
uði, en hins vegar er um að
ræða 15,4% samdrátt frá
sama tíma á síðasta ári, þegar
verðmæti stálútflutnings Jap-
ana var 1,49 milljarðar doll-
ara.
anborið við 27.874 milljónir
króna á sama tímabili í fyrra.
Mánaðarmeöaltal var um 5.022
milljónir í ár, samanborið við
3.097 milljónir króna í fyrra.
Fjöldi ávísana í ár er liðlega
8.112.000, samanborið við um
6.909.000 á sama tíma í fyrra.
Þeim hefur því fjölgað um
17,40% milli ára. í september-
mánuði sl. var fjöldi ávísana um
959.000, en til samanburðar var
fjöldi þeirra í september á liðnu
ári um 843.000. Aukningin milli
ára er því liðlega 13,76%.
Meðalupphæð ávísana fyrstu
níu mánuðina í ár er 5.571 króna,
en á sama tíma í fyrra var með-
alupphæðin 4.034 krónur. Meðal-
upphæðin hefur því hækkað um
38,10% milli ára. Hins vegar var
meðalupphæð ávísana í sept-
embermánuði sl. 6.379 krónur,
en meðalupphæðin var 4.381
króna í september á liðnu ári.
Þar hefur meðalupphæðin
hækkað um 45,61%, eða nokkuð
undir verðlagsbreytingum, sem
eru vel yfir 50% á þessu tímabili.
Norskur iðnaður:
Samkeppnishæfnin hefur
versnað um 29% frá 1970
4,5% á þessu ári
Versnar um 4,0
Samkeppnishæfni norsks iðnaðar
hefur versnað um 4,0—4,5% á þessu
ári og hefðu ekki komið til gengis-
breytingar í ágúst og september,
hefði samkeppnisstaðan versnað um
liðlega 6%, að sögn Thorvald Moe,
fjármálaráðherra Noregs.
Ráðherrann sagði, að meiri
launahækkanir en í samkeppnis-
Iöndunum, minni breytingar til
meiri framleiðni og gengisþróunin
væru helztu ástæður þess, að sam-
keppnisstaða norska iðnaðarins
hefur versnað um nálægt 29% á
árabilinu 1970—1982.
Það kom ennfremur fram hjá
ráðherranum, að þessi þróun á
samkeppnishæfni iðnaðarins hefði
ótvírætt komið fram í auknu at-
vinnuleysi og bendir hann í því
sambandi á, að atvinnuleysi sem
hlutfall af mannafla verðúr trú-
lega á bilinu 2,2—2,5% í ár, en til
samanburðar var það um 1,7% í
fyrra. Þetta eru þó mun lægri töl-
ur en þekkjast hjá hinum vest-
rænu iðnríkjum.
Thorvald Moe sagði ennfremur,
að það væri norskum iðnaði bráð-
nauðsynlegt, að auka framleiðni
sína og hagræða á öllum sviðum
eftir mætti. Til að hjálpa upp á
sakirnar hefur norska ríkisstjórn-
in greitt um 342 milljónir dollara
úr ríkissjóði til ýmiss konar
styrktar- og hagræðiaðgerða í
norskum iðnaði í ár, en það jafn-
gildir um 5.523 milljónum ís-
lenzkra króna.
Fjárfesting hefur dregizt veru-
lega saman í Noregi á þessu ári
almennt, eða um 18,4%. Ráðherr-
ann sagði, að samdráttur í fjár-
festingu í iðnaði væri jafnvel enn
minni. Þá er gert ráð fyrir, að
fjárfesting dragist saman um allt
að 17% á næsta ári.
Ný þjónusta Eimskips — sækja vöruna til sendanda í Bretlandi:
„Þjónustan verður betri og
í flestum tilfellum ódýrari“
— segir John D.
Howell, starfs-
maður Eimskips
í Felixstowe
„VIÐ höfum orðið varir við
stóraukinn áhuga viðskipta-
vina okkar á þessum flutn-
ingsmáta og því var ákveðið,
að hefja þessa þjónustu,“
sagði John D. Howell, starfs-
maður MGM, umboðsmanna
Eimskipafélags íslands í
Bretlandi, í samtali við Mbl.,
er hann var inntur eftir þeirri
nýjung, sem nú er boðinn,
þ.e. að sækja vöruna til send-
anda, en það er svokallaður
„Ex Factory“-fIutningsmáti.
„Við höfum skipt Bretlandi
niður í fimm svæði, eftir því
hversu nálægt þau eru alfaraleið.
Við gerum síðan viðskiptavinum
okkar tilboð í þessa flutninga eft-
ir stöðu þeirra í landinu," sagði
John D. Howell.
„Það sem við í raun gerum er
að nýta flutningabílana, sem fara
hlaðnir vörum út frá Felixstowe,
sem er ein mesta flutningahöfn
Bretlands, en þeir koma flestir
tómir til baka. Það er því hægt að
semja við flutningafyrirtækin um
mun lægra verð en ella, sem kem-
ur síðan viðskiptavinum félagsins
til góða,“ sagði John D. Howell
ennfremur.
Tryggið þið ódýrari flutning
með þessu móti?
„Við erum fullvissir um að
þessi flutningsmáti er töluvert
hagkvæmari, þegar um stærri
sendingar og rúmfrekari er að
ræða. Hins vegar bendum við
viðskiptavinum okkar á, sem eru
með litlar sendingar, að nýta sér
þá möguleika, sem fyrir hendi
voru, þ.e. annað hvort koma vör-
unni til Felixstowe eða Weston
Point, þar sem þeim er skipað út,
eða þá á eitthvern þeirra fjögurra
umhleðslustaða, sem félagið er
með og vörur eru sóttar til reglu-
lega," sagði John D. Howell.
Nánar um fyrirkomulagið í
dag, sagöi John D. Howell, að út-
flutningshafnir Eimskips væru
tvær, þ.e. Felixstowe, en þaðan
eru vikulegar ferðir og síðan
Weston Point, en þaðan eru ferð-
ir á tveggja vikna fresti. „Síðan
eru við með nokkurs konar
„Depo“, eða umhleðslustaði í
Leeds, Birmingham, London og
Hull. Viðskipavinir okkar geta
sent vörur sína á þessa
umhleðslustaði, en þangað eru
þær sóttar vikulega. Þetta kerfi
hefur í raun gefið mun betri raun
en við þorðum að vona, þegar því
var komið á á sínum tíma. Kerfið
virkar þannig, að þær vörur, sem
komnar eru á umhleðslustað fyrir
klukkan 16.00 á föstudögum,
komast í skip í Felixstowe á
John D. Howell l.jósmynd Mbl. RAX.
mánudegi," sagði John D. Howell.
Aðspurður um flutninga Eim-
skips frá Bretlandi sagði John D.
Howell, að þeir væru nokkuð
svipaðir milli ára, sveiflur væru
kannski upp í 15% milli ára, til
eða frá. „Staða brezka pundsins
hefur líka verið íslendingum
fremur óhagstæð undanfarin ár,
þannig að viðskipti hafa kannski
ekki aukizt, eins og mögulegt
hefði verið."
Aðspurður um hvort þessi nýja
þjónusta myndi hugsanlega auka
flutninga félagsins sagði John D.
Howel: „Ég á ekki von á því, en
hins vegar mun hún gera þjón-
ustuna betri og í flestum tilfell-
um ódýrari, sem er einmitt höf-
uðmarkmið okkar með þessu,“
sagði John D. Howell að síðustu.