Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982
65
Skiptar skoðanir
um fyrirkomu-
lag á viðhaldi
skólamannvirkja
Fr.v. Kristófer Kristinsson, Reykholti, Erlendur Halldórsson, Dal, Finnur Jónsson, Stykkishólmi, og Alexander
Stefánsson alþingism.
FRÆÐSLURÁÐ Vesturlands hefur
gert að tillögu sinni við þingmenn
kjördæmisins að þeir beiti sér fyrir því
að rikið taki aftur við viðhaldi skóla-
mannvirkja og annist það ásamt sveit-
arfélögunum. í skýrslu fræðsluráðsins
til aðalfundar Samtaka sveitarfélaga í
Vesturlandskjördæmi segir sr. Jón
Einarsson fráfarandi formaður ráðs-
ins:
„Viðhaldsmál skólamannvirkja
hafa verið og eru verulegt áhyggju-
efni fræðsluráðs. I skólaheimsókn-
um hefur komið í ljós, að viðhaldi er
mjög víða ábótavant og sums staðar
Björn Friðfinnsson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga:
Sameining sveitarfélaga —
eða þriðja stjórnsýslustigið
í RÆÐU sinni á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi
fjallaði Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga,
mikið um nauðsyn þess að sveitarfélög sameinuðust tii að vera í stakk búin
til að taka við auknum verkefnum og kvað hann nokkuð fast að orði í því
efni. Björn var að tala til sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi en ræða hans á
einnig fullt erindi til sveitarstjórnarmanna annars staðar á landinu og ekki
síður til íbúa sveitarfélaganna sjálfra. Hér á eftir fer stuttur kafli úr ræðunni,
en ræðuna nefndi hann „Sameining sveitarfélaga eða þriðja stjórnsýslustig-
ið:“
„Hér á landi sjáum við nú fram
á nokkra þróun til þriðja stjórn-
sýslustigsins. Þannig eru komnar
svæðisnefndir eða svæðisstjórnir,
bæði hvað varðar málefni þroska-
heftra og heilbrigðiseftirlit. í
drögum að frumvarpi til nýrra
iaga um vinnumiðlun er að finna
ákvæði um slíkar svæðisnefndir
og fleiri dæmi mætti nefna.
Hér er um varhugaverða þróun
að ræða fyrir sveitarfélögin. Verið
er að setja á fót nefndir til þess að
stýra mikilvægum málefnum, sem
áður hafa heyrt beint undir sveit-
arstjórnirnar. En fulltrúar í þess-
um nefndum eru án þeirrar fjár-
hagslegu ábyrgðar og yfirsýnar
yfir málefni sveitarfélaganna í
heild, sem fulltrúar í sveitar-
stjórnum einir hafa. En ef koma á
í veg fyrir slík fyrirbæri tel ég að
aðeins sé um tvær leiðir að ræða.
Annað hvort verður að styrkja
sveitarfélögin með sameiningu
þeirra eða snúa sér að því að taka
upp þriðja stjórnsýlsustigið með
lýðræðislega kjörnum fulltrúum
og eigin tekjustofnum, þannig að
kjósendur finni tengslin á milli
veittrar þjónustu og skattbyrði.
I þessu sambandi hefur bæði
verið nefnt að styrkja sýslurnar
og að formaður sýslunefndar sé þá
lýðræðislega kjörinn eins og aðrir
nefndarmenn. Einnig hefur verið
rætt um að lögfesta landshluta-
samtökin og fá þeim verkefni sem
sveitarstjórnarumdæmi. Enn ein
leiðin gæti verið að taka upp ömt á
nýjan leik, en saga amtanna er
enn óskráð hér á landi, þótt merk
sé. Hún hófst árið 1688, er ömtin
urðu stjórnsýsluumdæmi ríkisins.
Ömtin urðu síðan sveitarstjórnar-
umdæmi 1872, en voru lögð niður
1907.
Mér er engin launung á því, að
ég er hlynntari því að stjórnsýslu-
stigin verði aðeins tvö, ríki og
sveitarfélög, en það verður hins
vegar einungis með styrkingu
sveitarfélaganna. En ef ekki næst
fram styrking sveitarfélaganna
með sameiningu, þá tel ég heppi-
legra að koma á fót þriðja stjórn-
sýslustiginu en að fela ríkisvaid-
inu eða nefndum án fjárhagslegr-
ar ábyrgðar stöðugt fleiri verk-
efni. Um þessi mál má lesa margt
í álitsgerð verkaskiptanefndar
ríkis og sveitarfélaga, sem birt var
í Handbók sveitarstjórna nr. 16,
og ætla ég ekki að fjölyrða nánar
um þær upplýsingar, sem þar
koma fram.
En lítum nánar á ástandið hér í
Vesturlandskjördæmi. í kjördæm-
inu bjuggu alls 14.987 íbúar hinn
1. desember sl. Þar af bjuggu 5.267
íbúar á Akranesi. í Borgarfjarð-
arsýslu bjuggu 1.460 íbúar í níu
hreppum, og búa 315 íbúar í fjöl-
mennasta hreppnum, en 67 í þeim
fámennasta, þ.e. enginn þeirra
nær viðmiðun Grágásarlaga. í
Mýrasýsiu bjuggu 2.549 íbúar, þar
af 1.655 í Borgarnesi. í hinum 7
hreppunum bjuggu frá 83 upp í
188 íbúar, þ.e. langt neðan við
framangreinda viðmiðun. í Snæ-
fells- og Hnappadalssýslu bjuggu
4.610 íbúar, þar af 1.233 í Stykk-
ishólmi, 1.197 í Ólafsvík, 729 í Eyr-
arsveit og 596 í Neshreppi utan
Ennis. í hinum 8 hreppum sýslu:
nnar eru frá 27 til 150 íbúar. í
Dalasýslu bjuggu 1.101 íbúi, þar af
437 í Laxárdalshreppi, en frá 30 til
145 í hinum 8 hreppum sýslunnar.
Mér er það ljóst, að forn
hreppaskipan á fastan sess í hug-
um fólks og færa má þau rök fyrir
fámennum hreppum, að stjórn-
sýsla þeirra sé ódýr og lýðræðis-
leg. En á móti bendi ég á vanmátt
slíkra sveitarfélaga til þess að
valda auknum verkefnum og
bættri þjónustu við þegnana, ég
bendi á þróun í átt til ólýðræðis-
legs millistigs í stjórnsýslunni og
aukinna umsvifa ríkisins á kostn-
að sveitarfélaganna.
Ég bið ykkur því að íhuga nú
alvarlega möguleika á styrkingu
sveitarfélaganna í þessu kjördæmi
með því að sameina þau í styrkari
einingar, sem liggja saman hvað
snertir samgöngur og ýmsa fé-
lags- og menningarlega þjónustu.
Nú kann einhver að segja, að eggið
sé farið að kenna hænunni, þegar
Samband íslenskra sveitarfélaga
eða formaður þess er farinn að
hvetja til fækkunar sveitarfélaga.
En því geri ég þetta, að ég óttast
að ella muni þýðing sveitarfélag-
anna fara minnkandi í þjóðfélag-
inu og verkefni þeirra falla í ann-
arra hendur. Það er þróun, sem ég
tel mikilvægast að sporna gegn,“
sagði Björn Friðfinnsson.
eru greinilega verulegir gallar á til-
tölulega nýlegum byggingum, sem
kostnaðarsamt verður að lagfæra,
svo að viðunandi sé. Bolmagn sveit-
arfélaga til þess að annast þennan
mikilvæga þátt virðist mjög tak-
markað og því miðar í þessu efni í
öfuga átt, þrátt fyrir það að útgjöld
vegna grunnskóla séu í mörgum
sveitarfélögum langstærsti
útgjaldaliðurinn. Einkum á þetta
við um þau sveitarfélög, sem auk
kennsluhúsnæðis þurfa að standa
straum af kostnaði við mötuneyti og
heimavistaraðstöðu og auk þess
kennarabústaði.
Stefnir þarna í mjög mikið óefni,
ef ekki er að gert. Getur víða komið
til fjárfrekrar endurbyggingar, eða
endurnýjunar eldra húsnæðis, ef svo
fer fram sem horfir. Kostnaður við
slíkar aðgerðir kemur til með að ,
lenda að verulegu leyti á ríkissjóði.
Því er eðlilegt, að spurt sé, hvort
ekki sé heppilegra að breyta núgild-
andi ákvæðum þannig, að ríki og
sveitarfélög, sem sameiginlega eiga
þessi mannvirki, standi sameigin-
lega að viðhaldi þeirra. Sýnist það
koma í einn stað niður fjárhagslega
fyrir ríkissjóð, en geta hindrað, að
húsin drabbist niður frekar en þeg-
ar er orðið. Fræðsluráð telur að
breyta eigi lögum til fyrri vegar hið
fyrsta
Ekki eru allir á eitt sáttir um að
hafa þennan hátt á sem fræðsluráð-
ið gerði að tillögu sinni. Sturla
Böðvarsson fráfarandi formaður
Samtaka sveitarfélaga í Vestur-
landskjördæmi sagði í skýrslu sinni
til aðalfundarins um þessa ályktun
fræðsluráðsins:
„Hér gætir mikils misskilnings og
væri eðlilegra, að aðfinnslur bærust
einstökum sveitarstjórnum áður en
þess er krafist, að verkefnið sé tekið
úr höndum sveitarfélaganna. Með
þessari ályktun fræðsluráðs er
gengið þvert á þá stefnu, að
verkaskipting milli ríkis og sveitar-
félaga sé skýr.
Hins vegar er það ljóst, að sveit-
arfélögin hafa ekki nægar tekjur til
þess að sinna öllum þeim verkefn-
um, sem þeim er ætlað. Sú lausn
sem fræðsluráð leggur til er að
mínu mati ekki líkleg til þess að
tryggja fullnægjandi viðhald skóla-
mannvirkja."
HBj.
„Harður byggðastefnumaöur“
„Mér líst ágætlega á þetta, ég
hef starfað lengi að bæjarstjórn-
armálum á Akranesi og hef nýlega
hafið mitt þriðja kjörtímabil í bæj-
arstjórninni. Það verður síðan að
koma í Ijós hvað maður getur fórn-
að sér mikið fyrir þetta,“ sagði
Hörður Pálsson bæjarstjórnarmað-
ur á Akranesi í samtali við Mbl.,
að loknum aðalfundi Samtaka
sveitarfélaga í Vesturlandskjör-
dæmi, en þar var Hörður kosinn
formaður samtakanna.
Hörður sagði einnig: „Þetta er
mjög fjölþætt og krefjandi starf
og ég geri mér grein fyrir van-
mætti mínum en mun gera mitt
besta til að þoka málum áfram.
Þetta eru ágætis menn sem eru
þarna með mér í stjórn og efast
ég ekki um að gott samstarf tak-
ist í stjórninni. Ég vil geta þess
að ég tel að fráfarandi formaður,
Sturla Böðvarsson sveitarstjóri í
Stykkishólmi, hafi staðið sig
mjög vel. Hann þekkir orðið sér-
staklega vel til þessara mála í
gegnum starf sitt sem sveitar-
stjóri og í hinum ýmsu nefndum
um sveitarstjórnarmálefni."
— Hver verða helstu við-
fangsefni SSVK á næstunni?
— segir Hörður
Pálsson ný-
kjörinn for-
maður SSVK
„Við munum vinna að þeim
málum sem verið hafa í gangi
undanfarin ár m.a. við að þrýsta
á stjórnvöld að gleyma ekki
landsbyggðinni. Vegamálin hafa
alla tíð frá stofnun Samtakanna
verið ofarlega á baugi og þar tel
ég að þeim hafi orðið talsvert
ágengt. Iðnráðgjafinn hefur ver-
ið að ferðast um kjördæmið og
athuga hvar hægt er að fitja upp
á einhverju nýju. í haust var svo
haldin iðnráðstefna á Akranesi,
sem tókst vel að mínu mati og
verður á næstunni unnið úr því
sem þar kom fram en þetta starf
iðnráðgjafans er allt í mótun.
Við ráðningu hans og umræður
um iðnþróun hefur fólk áttað sig
á að ýmislegt er hægt að gera og
er það vel. Væntanlega mun
þetta starf skila áþreifanlegum
árangri á næstunni. SSVK hefur
látið fræðslumál mikið til sín
taka m.a. varðandi Fjölbrauta-
skólann á Akranesi og eiga sum
sveitarfélögin nú þegar aðild að
honum.
Annars láta samtökin alltaf
öll mál til sín taka sem ofarlega
eru á baugi hverju sinni. Þau
afla upplýsinga og kynna málin
fyrir sveitarstjórnunum."
— Sameining sveitarfélaga
var nokkuð rædd á aðalfundin-
um.
„Já, það gera sér allir grein
fyrir því að mjög æskilegt er að
smæstu sveitarfélögin sameinist
en þegar til hefur átt að taka
hefur það reynst mjög örðugt því
margir hafa talið sál sína í veði
við sameiningu. Það er búið að
ræða þessi mál lengi en alltaf
strandar á því að ekki hefur ver-
ið sett löggjöf um skyldu sveitar-
félaganna til að sameinast. Á
meðan þetta verður ekki lögfest
gerist ekkert þó allir sjái nauð-
synina. Eitt, sem hefur hindrað
þetta, er það að sveitarfélögin
eru misjafnlega vel stæð fjár-
hagslega og hafa menn ekki
komið sér saman um hvernig á
að leysa þau mál. Ég segi eins og
er að það virðist ekki vera í sjón-
máli að þessi mál leysist."
— Á fundinum var einnig
rætt talsvert um byggðastefn-
una svokölluðu. Hvaða skoðun
hefur þú á því máli?
„Ég er mjög harður byggða-
stefnumaður, ég tel að það þurfi
að halda byggðastefnunni mjög
á lofti. Það er mjög brýnt fyrir
landsbyggðina að hafa mikla
byggðastefnu. Það er vitað mál
að við höldum engu fólki úti á
landi ef þar eru einungis frum-
vinnslugreinarnar fyrir hendi.
Fleira verður að vera til staðar
en þessir einhæfu atvinnuvegir,
þar á ég t.d. við mikilvægi góðra
vega og félagslegrar aðstöðu.
Ég vil segja það að lokum,"
sagði Hörður Pálsson, „að ég
hlakka til að takast á við þessi
verkefni, það er mjög fjölþætt
starf sem samtökunum er ætlað
að vinna og horfi ég vel til þess
að það takist sem best með sam-
hentri stjórn og dugandi fram-
kvæmdastjóra, sem Guðjón
Ingvi Stefánsson er.“
HBj.