Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Að loknum aðalfundi sveitarfélaga á Vesturlandi Gagnlegast að hitta og kynnast öðrum fulltrúum Rætt við fulltrúa á aðalfundi sveitarfélaga á Vesturlandi Að aðalfundi Samtaka sveitar- félaga í Vesturlandskjördæmi loknum voru 3 oddvitar sveitar- hreppa sem fulltrúar voru á fund- inum teknir tali. Davíð Pétursson bóndi á Grund, oddviti Skorradals- hrepps, sagðist aðspurður telja að talsvert gagn væri í fundum sem þessum, þó fælist það aðal- lega að sínu mati í því að hitta og kynnast öðrum fulltrúum sem væru iðulega að fást við sömu vandamál en hver í sínu horni. Davíð sagði að samgöngumálin hefðu sérstaka þýðingu og væru fulltrúar uppsveita Borgarfjarð- ar stöðugt að reyna að hafa áhrif til þess að fá vegakerfið í efri hluta Borgarfjarðar í viðunandi horf. Umferðarþunginn yfir Hestháls og áfram væri það mikill að hann réttlætti full- komlega að vegunum yrði komið í viðunandi horf. Á þetta sagði Davíð að þeir hefðu mest verið að þrýsta á í gegnum Samtökin. í Skorradalshreppi eru sem kunnugt er margir sumarbú- staðir og hefur hreppsfélagið umtalsverð fasteignagjöld af þeim. Davíð var spurður um álit á frumvarpi sem nýlega var endurflutt á Alþingi um lækkun fasteignagjalda á sumarbústöð- um. Davíð svaraði því til: „Ef létta þarf að einhverju leiti gjöldum af sumarbústaðaeigend- um teldi ég að frekar ætti að gera það með lækkun sýsluvega- sjóðsgjaldanna en ekki með því að skerða fasteignagjöldin til Davíð Pétursson Grund, oddviti Skorradalshrepps. sveitarfélaganna. Bústaðir verða áfram metnir fasteignamati og þarf sveitarfélagið því eftir sem áður að greiða ýmis gjöld vegna þeirra. Aftur á móti fá sumar- bústaðaeigendurnir ekkert gert fyrir það sýsluvegasjóðsgjald sem þeir greiða og væri nær að lækka það ef talin er nauðsyn á að létta einhverjum gjöldum af þeim. Ef sumarbústaðaeigendur eiga að greiða fasteignagjöld af bú- stöðum sínum í hlutfalli við dvalartíma sinn í sumarbústöð- unum, ætti á sáma hátt að lækka fasteignagjöld af íbúðum sveita- fólks á Reykjavíkursvæðinu sem Bjarni Ásgeirsson Ásgarði, oddviti Hvammshrepps. fólkið dvelur í aðeins hluta úr ári,“ sagði Davíð Pétursson. Þarf að skapa fleiri atvinnumöguleika Bjarni Ásgeirsson bóndi í Ásgarði, oddviti Hvammshrepps í Dölum, sagði þegar hann var spurður að því hvað væri helst á döfinni hjá Hvammssveitungum: „Við þurfum að treysta byggð- ina, hún stendur höllum fæti, en við erum vanmáttugir fjárhags- lega til að geta veitt fólki önnur atvinnutækifæri en við þann landbúnað sem þar hefur verið. Dalabyggðaráætlun hefur verið Guðbrandur Brynjúlfsson Brúar- landi, oddviti Hraunhrepps. að komast í gagnið smátt og smátt en engan veginn nægilega hratt að mínu mati, þar sem ekki hefur verið veitt nægilega miklu fjármagni til framkvæmdar hennar. Fólksfækkun hefur ekki enn orðið í hreppnum sérstak- lega végna þes að við erum með Barna- og unglingaskólann að Laugum innan hreppsins en hætta er á því að fleiri jarðir fari í eyði á næstunni. 2 jarðir fóru í eyði í fyrra og að minnsta kosti 1 í haust. Þessar jarðir hafa orðið á eftir í uppbygging- unni, það eldra fólk sem þar hef- ur búið hættir búskap og nú til dags er afskaplega erfitt fyrir ungt fólk að hefja búskap og er því enginn til að taka við jörðun- um. Þess vegna er það mikilvægt að útvega því fólki sem það vill aðra atvinnumöguleika. Fyrir hendi eru vissulega ýmsir mögu- leikar sem gætu hjálpað okkur en fjárhagur sveitarfélagsins er því miður ekki svo öflugur sem vera þyrfti, vegna þeirrar þróunar sem verið hefur, kost- naður sá sem sveitarfélagið þarf að standa undir hækkar á hverju ári mikið meira en tekjurnar," sagði Bjarni Ásgeirsson. Góðar samgöngur for- senda byggðaþróunar Guðbrandur Brynjúlfsson bóndi á Brúarlandi, oddviti Hraunhrepps á Mýrum, sagði þegar hann var spurður að því hvort Mýrarnar væru aftur að rétta við sinn hlut eftir að hafa dregist aftur úr á sínum tíma: „Það er alveg ljóst að þetta svæði varð á eftir í landbúnaði þegar nýir búskaparhættir sem byggðust á samgöngum og orku ruddu sér til rúms. Við fengum veginn seinna og rafmagnið seinna og þess vegna tel ég að við höfum dregist aftur úr. Eftir að við fengum þetta hefur þessi öfugþróun stöðvast og fólks- fækkunin sem var stöðug fram- undir 1970 hætti og síðan hefur fólki heldur fjölgað. Fólk lítur nú björtum augum til framtíðar- innar og sveitarfélagið hefur reynt að stuðla að því að byggi- legra verði í hreppnum m.a. með því að leggja út í þá stórfram- kvæmd sem vatnsveitan var en henni er nú lokið í Hraunhreppi. Þessi framkvæmd er stór fyrir þetta fámennan hrepp, 113 íbúa, en vatnslögnin er um 80 km að lengd. Þá hafa í sumar verið miklar framkvæmdir í gangi á vegum einstaklinga, m.a. voru 4 íbúðarhús byggð í sumar og ein jörð komst í ábúð eftir að hafa verið í eyði í nokkur ár. Þannig að allt stefnir þetta heldur fram á við. I mínum huga eru samgöngu- málin afskaplega þýðingarmikil í öllu tali um jöfnun aðstöðu manna í dreifbýlinu til að njóta lífsins. Vegakerfið hér á Vestur- landi er mjög lélegt og brýnt að lagfæra það á næstu árum. For- senda fyrir þróun byggðarinnar er að mínu mati að samgöngur séu góðar,“ sagði Guðbrandur Brynjúlfsson. HBj Fræðslurád Vesturlands: Brýnna úrbóta þörf í húsnæðis- málum grunnskól- anna á Akranesi Á AÐALFUNDI Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi flutti sr. Jón Kinarsson formartur fræðsluráðs Vesturlands skýrslu fræðslurírts. Þar kom m.a. fram art frærtsluráðið sá ástæðu til þess á árinu að gera sér- staka ályktun um húsnæðismál grunnskólanna á Akranesi vegna þess að húsnæðisþrengsli skólanna eru mjög tilfinnanleg á Akranesi. Ályktun fræðsluráðsins er svo- hljóðandi: „Fræðsluráð Vesturlands bendir á, að húsnæði grunnskól- anna á Akranesi hefur minnkað verulega vegna yfirtöku Fjölbraut- arskólans á stórum hluta af hús- næði grunnskólans. Á sama tíma hefur íbúum bæjarins og nemend- um grunnskólans fjölgað verulega. Bygging Grundarskóla er orðin langt á eftir áætlun vegna lágra fjárveitinga af hálfu ríkissjóðs. Fræðsluráð beinir þeim eindregnu tilmælum til menntamáiaráðherra og þingmanna Vesturlandskjör- dæmis, að fjárveitingum á næsta ári verði hagað á þann veg að lokið verði við fyrsta áfanga skólans og bygging næsta áfanga hafin." Þessa ályktun hefur fræðsluráðið ítrekað síðar. í skýrslu fræðsluráðsins segir einnig að þó að fræðsluráð hafi þannig gert sérstaka ályktun um skólana á Akranesi væri því vel ljóst að víða annarsstaðar væri brýnna úrbóta þörf, svo sem t.d. í Stykkishólmi og á Varmalandi. Frá hægri: Magnús Kristjánsson Norðtungu, Eyjólfur Andrésson Síðumúla, Guðmundur Gíslason Geirshlíð og Bjarni Ásgeirsson Ásgarði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.