Morgunblaðið - 24.11.1982, Page 20

Morgunblaðið - 24.11.1982, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Coaster-skipin norsku og þróun strandferða hérlendis eftir Gudjón F. Teitsson Flestir kannast við það, að einu ári eftir að nýr forstjóri tók við starfi í Skipaútgerð ríkisins, 1. nóv. 1976, lýsti hann yfir, að nú- verandi strandferðaskip, Hekla og Esja, þá 5—6 ára gömul, væru úr- elt og lítt nothæf, og lagði því for- stjórinn með samráði við stjórn- arnefnd útgerðarinnar tillögu til Alþingis um smíði 3ja strand- ferðaskipa samkvæmt fyrirmynd í 6 svonefndum Coaster-skipum í smíðum í Noregi. Var talið, að skip samkvæmt hinni norsku fyrirmynd gætu auðveldlega borið sig fjár- hagslega i strandferðum hér, að meðtöldum fjárfestingarkostnaði, án meðgjafar úr ríkissjóði. Coaster-skipin norsku reyndust samt gölluð, er þau komu á flot í ársbyrjun 1978, og ákváðu eigend- ur að bæta skipin með lengingu um 17 metra hvert. Var endurbót á öllum skipunum lokið snemma árs 1979, og bjuggust nú eigendur við að þau myndu skila góðum og tilætluðum árangri í samkeppni á flutningamarkaði. Fékk forstjóri Skipaútgerðarinnar á árinu 1979 tækifæri til að leigja eitt af nefndum Coaster-skipum til að sýna hæfni skipsins og að spá hans sjálfs um rekstur í strandferð- um hér við land fengi staðizt. En árangurinn varð sá á árinu 1980, eina heila árinu, sem Coaster-skipið var leigt, að þótt leigan, 360,57 millj. kr. fyrir skipið með 6 manna áhöfn, vátryggingu skips og áhafnar ásamt viðhaldi og væntanlega vöxtum af höfuðstól og fyrningu, hefði verið al- gerlega gefin, var samt 216,15 miilj. kr. rekstrarhalli að meðtalinni þátt- töku í skrifstofukostnaði og vöru- afgreiðslu eða nærri 60% umfram nefnda leiguupphæð. Rekstrarafkoma Coaster- skipanna á heimaslóðum Nú verður að álíta, að eigendur hinna 6 Coaster-skipa hafi ekki tapað á því skipinu, sem leigt var hingað, en hvað sem því leið var slík útkoma á skipunum í heild, að eigendafélagið var orðið gersam- lega gjaldþrota um áramót 1980/81 og búið að missa yfirráð á öllum skipunum. Hinn fjárhagslegi ófarnaður var aðallega kenndur of mikilli fjár- festingu, og var þó sagt, að hvert skip með endurbótum, þar með 17 metra lengingu, hefði ekki kostað nema 14 millj. norskra kr. 4 Coaster-skipanna voru svo keypt af jafnmörgum hlutafélög- um í Norður-Noregi seint á fyrra ári, 1981, fyrir að meðaltali 8,9 millj. norskra kr. og gerð út frá Narvik undir sameiginlegri út- gerðarstjórn, en eftir eins árs rekstur bárust í sl. október fréttir af því, að hinir nýju eigendur væru búnir að tapa á bilinu 3—3,4 millj. norskra kr. á hverju skipi eða samtals 12,8 millj. norskra kr. Gæti þó tapið talizt meira, því að eigendurnir ráðgerðu að selja skip til að greiða tapið, en byggjust ekki við að fá nema 6 millj. norskra kr. fyrir eitt skip, og myndi því þurfa rúmlega andvirði 2ja skipa af 4 til að greiða tap hins fyrsta árs. Hönnunarfálmið Við upphaf áðurnefndra til- lagna um skipasmíðar, virtist forstj. Skipaútgerðarinnar gera ráð fyrir að láta hið norska firma, sem hannaði Coaster-skipin, einn- ig hanna skipin 3 fyrir íslendinga. Var Alþingi í þessu sambandi til- kynnt, að fyrstu teikningar hefðu þegar borizt frá hinu norska firma. En þegar gallar Coaster- skipanna komu í ljós, varð hik á nefndri meðferð málsins. Tilkynnti forstj. Skipaútgerðar- innar í viðtali við Tímann um haustið 1978, að hann þyrfti 30 millj. kr. til hönnunar. En þótt óvenjulegt sé að Alþingi afgreiði hærri fjárveitingar en forstöðu- menn stofnana segjast þurfa, þá gerðist það þó í umræddu tilviki. — Gaukað var inn á fjárlög fyrir 1979 heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku upp á 50 millj. kr. (gamalla) til greiðslu kostnaðar við undirbúning að smíði strand- ferðaskipa. Voru nú ýmsir hlaupamenn fengnir í hönnunarmálið og hófust miklar utanferðir og fundahöld í um það bil 2 ár, svo kunnugum þótti furðu sæta. En loks var smíðalýsing barin saman til út- boðs, sem Innkaupastofnun ríkis- ins var falið að sjá um. Hóflaus hönnunarkostnaður en fá smíðatilboð Með tilliti til þverrandi verk- efna í skipasmíðum á heimsmark- aði, var furðulegt hversu fá smíða- tilboð bárust. I raun og veru að- eins 4 tilboð gild; eitt frá Kóreu, eitt frá Finnlandi og tvö frá Bret- landi, en eitt (hið þriðja) frá Bret- semdir við smíðalýsinguna, og samdist um breikkun skipsins frá 12 I 13 m til bætts stöðugleika, skutbrú var stytt úr 16 m í 10 m, fallið frá möguleika til 40 gráðu sveigju skutbrúarinnar, dregið úr þunga skutdyrabúnaðar o.fl. Breyting skutbrúar og skut- dyrabúnaðar hefir væntanlega gefið verðlækkun frá upphaflegu tiiboði langt umfram aukinn kostnað af breikkun skipsins, sem varla hefir reiknazt svo teljandi væri umfram beinlínis aukinn þunga stálefnis. — En við nefnda breytingu á bol skipsins sýnist lík- legt, að dýrir þættir í upphaflegri hönnun hafi orðið lítils virði, svo sem línuteikningar af bol- og tankaprófun líkans smíðaðs sam- kvæmt línuteikningunum. Skulu hér með áréttaöar fyrri óskir um nánari upplýsingar varö- andi hiö síöastnefnda og hönnunar- kostnaöinn í heild, sem er vafalaust langt umfram heimild í fjárlögum, og sennilega hærri en fyrir nokkurt einstakt skip áður smíðað fyrir fs- lendinga. Greinargerð ætti að sýna launagreiöslur til einstaklinga og fyrirtækja, sundurliðun ferða og ferðakostnaðar, sundurl. kostnaðar við nýja tæknideild, sundurliðun stjórnarmanna og vélstjóra á hin- um stærri skipum, t.d. yfir 500 tonna, skyldi yfirleitt ekki fara fram úr 8 klst. á sólarhring, en nú virðist keppt að því að koma á 12 klst. vinnuskyldu, sem starfsmenn fallast að sjálfsögðu ekki á nema gegn verulega auknum kaup- greiðslum. En óvenjulega háar kaup- greiðslur til yfirmanna á skipum hafa víðtækari áhrif en aðeins innan þess starfshóps. Þær hafa einnig áhrif á kaup undirmanna á skipum og starfsfólks í landi. — Öryggi er svo önnur hlið þessa máls, og margir telja að það sé verulega skert með umræddri lengingu vinnuskyldu skipstjórn- armanna. Talið er, að háar kaupgreiðslur á borpöllum við Noreg — og kaup- greiðslur til 6 manna áhafnar á Coastw--skipi munu nokkuð hlið- stæðar — séu að rústa iðnaðar- fyrirtæki vítt um byggðir Noregs. Kom það fram í norskum blöðum fyrir skemmstu, að hrakleg útkoma á rekstri hinna fjögurra Coaster- skipa, sem gerð voru út frá Narvik frá því í fyrrahaust, væri ekki að litlu leyti því að kenna, að iðnaðar- fyrirtæki, einkum í Norður-Noregi, Hekla, 12 ára skip, sérsmíðað til strandferða hér við land, með frystilest og notalegu farþegarými innan þeirra marka, sem alþjóðareglur ákveða, án þess frekari kröfur um búnað séu gerðar. Skipið er í góðu standi, cn forráðamenn hafa nú látið það liggja bundið í höfn í marga mánuði, auðvitað með ærnum kostnaði, og leigt í staðinn norskt skip með norskri áhöfn, án frystilestar og farþegarýmis, fyrir 1 milljón kr. á mánuði, auk yfirvinnu, olíu, hafnargjalda o.f). landi og eitt frá Stálvík hér voru sögð háð því að 3 skip yrðu smíð- uð. Öllum fagmönnum mátti Ijóst vera, að i umræddri smiðaiýsingu var að ýmsu leyti algerlega hóflaust bruðl, en ekki sýndist þó beinlínis ástæða til að það fældi góðar og reyndar skipasmíðastöðvar frá að gera tilboð um smíði. Var því sterkur grunur um, að hjá ýmsum velþekkt- um skipasmíðastöðvum í Norðvest- ur-Evrópu hefði forráðamönnum lit- izt svo illa á umrædda smíðalýsingu að öðru leyti að þeir hefðu ekki vilj- að tengja nöfn sín við að smíða sam- kvæmt henni. Eitt er víst, að þegar teknar voru upp samningaviðræður við litia og líttþekkta brezka skipa- smíðastöð síðla árs 1981, þá gerði hún, sennilega undir handleiðslu British Shipbuilders (samvinnu- miðstöðvar flestra brezkra skipa- smíðastöðva) alvarlegar athuga- kostnaðar við gerð smíðalýsingar á erlendum tungumálum, svo sem á esperanto o.fl. Bakföll í baráttu um hóflegan vinnutíma Svo lengi, sem núlifandi menn muna, hefir það verið baráttumál stéttarfélga að vernda menn gegn óeðlilegu vinnuálagi og jafna vinnu milli manna á hóflegan hátt. Viðurkenna flestir, að þessi barátta hefir alla tíð átt fullan rétt á sér, og nú með ört vaxandi vélatækni virðist ekki síður þörf en áður að miðla vinnu milli manna, þannig að sumir sæti ekki óeðlilegu vinnuálagi meðan aðrir ganga atvinnulausir. í sumum atvinnugreinum gætir þó um sinn nokkurs öfugstreymis varðandi ofanritað, og skal nefna útgerð kaupskipa. Keppt hafði verið að því að vinnuskyida skip- gátu ekki keppt við olíuiðnaðinn og hliðstæða launagreiðendur, og voru því sum hreinlega lögð niður, en önnur drógu úr framleiðslu. Afleiðingin varð svo sú, að Coast- er-skipin, gagnstætt vonum og fyrir- fram áætlunum, höfðu ekki að með- altali nema 10% nýtingu farmrýmis á suðurleið meðfram ströndum Nor- egs, og dugði þá ekki þótt nýting væri 60% á norðurleið. Mönnun strandferðaskipa Framanritað leiðir hugann að því, að núverandi forstjóri Skipa- útgerðar ríkisins hefir haldið því fram, að strandferðaskip þau, er hann tók við, Hekla og Esja, væru svo mannfrek, að þau væru af þeirri ástæðu mjög óhagkvæm og raunar ónothæf. En eins og margoft hefir verið bent á opinberlega, og kom síðast fram í viðtali við Guðmund Hall- varðsson, formann Sjómannafé- lags Reykjavíkur, sem birtist í Morgunblaðinu 6. nóv. sl., hafa ekki verið færð haldgóð rök fyrir nefndri skoðun. Þegar Hekla og Esja voru í smíðum vildi Vélstjórafélag ís- lands ekki fallast á vaktfrítt véla- rúm í 16—24 klst. á sólarhring á j þessum skipym í strandferðum kringum land, þótt sjálfvirknibún- aður væri til þess samkvæmt regl- um Lloyd’s, og var því frestað að festa fé í fyllsta sjálfvirknibúnaði véla skipanna á þeim forsendum, að honum mætti bæta við síðar ef viðhorf breyttust. Ekki hefir samt frétzt, að endurskoðun þessa atriðis hafi verið tekin upp, þó það sé hin eina raunhæfa orsök þess, að fjölmenn- ari áhafnar verði krafizt á Heklu eða Esju en t.d. á hinu norska leiguskipi Vela, ef undan er skilið 1—2 stöðugildi vegna nauðsynlegs farþegarýmis í Heklu og Esju um- fram hið norska leiguskip. Skip með farmdyr á hliðum eða stöfnum bjóða sizt meira öryggi manna og farms um borð en skip án slíkra dyra, og þó að hin vélræna vinna við lestun og losun farms í sambandi við Heklu og Esju sé að hluta til með öðrum hætti en á ekju- skipum, þá verður ekki séð, að það þurfi að skapa óeðlilegt vinnuálag á skipverja. Kranavinna í Heklu og Esju studd ökulyfturum stendur vel fyrir sínu miðað við: venjulegan strandflutn- ingavarning, veðurfar, aðstöðu, tækjabúnað, hafnarskilyrði o. fl. á hinum ýmsu stöðum. Má því telja furðulegt, að forráðamönnum Skipa- útgerðarinnar skuli hafa leyfzt að láta Heklu, 12 ára skip í góðu standi, liggja í höfn frá þvi á miðju sumri og leigja í staðinn norska skipið Vela fyrir 1 millj. kr. á mánuði. Strandferðaskip í smíðum í Bretlandi Upphaflegt verð fyrir strand- ferðaskip handa Skipaútgerðinni, sem samið var um í nóv. í fyrra, var sagt 3,3 millj. £, með núver- andi gengi samsv. 87,8 millj. ísl. kr., en við þarf að bætá hinum dæmalausa hönnunarkostnaði ásamt ferðaflakki og sennilega nokkrum aukakostnaði vegna breytinga, svo sem í sambandi við yfirbyggingu 2ja björgunarbáta, sem ekki munu þó báðir fást full- komlega löglega staðsettir sam- kvæmt alþjóðasamþykktum. Þá bætist ennfremur við nefnt smíða- samningsverð eftirlits- og heim- siglingarkostnaður, svo að varla þarf að reikna með minna en 100 millj. kr. skipi. Er í þessu sambandi fróðlegt a leiða hugann að því, að upphafleg- ir eigendur Coaster-skipanna norsku urðu gjaldþrota á rúmlega 2 árum við að gera út þau skip, litlu burðarminni en hið umrædda skip í smíðum í Bretlandi, og var þetta aðallega kennt of mikilli fjárfestingu 14 millj. norskra kr., samsv. 30,6 millj. ísl. kr. á hvert Coaster-skip. 4 Coaster-skipanna voru svo, eftir gjaldþrot upphaflegra eig- enda, keypt af aðilum í Norður- Noregi seint á fyrra ári fyrir 8,9 millj. norskra kr., samsv. 19,5 millj. ísl. kr. hvert, en hafa nú eft- ir fyrsta rekstrarár tapað 12,8 millj. norskra kr., samsv. 28 millj. ísl. kr. — En tapið virðist geta orðið meira eða rúmlega 50% mið- að við fjárfestingu fyrir einu ári, því að eigendur skipanna ráðgera sölu til að greiða skuldir, en búast ekki við að fá nema 6 millj. norskra kr., samsv. 13,1 millj. ísl. kr. fyrir hvert skip. Þegar því nýja strandferðaskipið kcmur til íslands frá Bretlandi eftir nokkra mánuði, verður væntanlega hægt að skála við Steingrím ráð- herra, eða þá ekki ráðherra, Halldór fulltrúa í samgönguráðuneytinu og á þessu ári formann 3ja 4—5 manna nefnda yfir Skipaútgerðinni, svo og Guðmund forstjóra með hamingju- óskum um nærri átta sinnum dýrara skip en nú virðist markaðsverð á 5 ára norsku Coaster-skipi, sem eitt sinn átti, án 17 metra lengingar, að vera fyrirmynd strandferðaskipa hér við land og kosta samsvarandi 5 millj. ísl. nýkr. Guðjón F. Teitsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.