Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Fulltrúar íslands Eftir fíalldór Jóns- son verkfrœðing Líklega hefur ekkert eitt atriði í stjórnarfari okkar meiri áhrif til ófarnaðar á efnahagssviðinu en misvægi atkvæða eftir landshlut- um. Stöðugt eru fluttir til fjármunir í skjóli þess, frá léttu atkvæðun- um til þeirra þyngri. En lýðræðið á íslandi er þannig um þessar mundir, að um 40% kjósenda kýs 65% þingmanna. Þingmenn verða því sífellt meiri héraðsfulltrúar en minni fulltrúar Islands. í raun geta þessi 40%, sem eru dreifð um landið, ekki litið á þetta misvægi sem hagnað fyrir sig. Því innbyrðis skipting gæðanna milli þessa minnihuta er jafn ójöfn og fyrri ójöfnuðurinn. Hjörleifur og atkvæöamisvægið Maður heitir Hjörleifur Gutt- ormsson. Hann situr á Alþingi með 1.077 atkvæði á bak við sig. 5. þingmaður okkar 8.308 kjósenda í Kópavogi, er Keflvíkingur og þarf 4.430 atkvæði til þess að komast inn. Skilizt hefur okkur að 1. þing- maður Hafnfirðinga og 3. þing- maður Garðabæjar séu sæmilega ánægðir með þetta eða svipað hlutfall áfram. 2. þingmaður Hafnfirðinga virðist vera lýðræð- issinni í orði. Hjörleifur er ráð- herra iðnaðar- og stóriðjumála eins og menn hafa kannski tekið eftir. Hann er vígdjarfur maður og fylginn sér, þó mannasættir sé hann e.t.v. ekki að áliti álmanna. Hann vill efla sína heimabyggð eins og vonlegt er og tryggja sitt þingsæti til frambúðar. Því hefur hann beitt ráðuneyti sínu purkun- arlaust til þess að komast að þeirri niðurstöðu, að bezta björg Islendinga í stóriðjumálum sé að byggja sjálfir kísilmálmverksmið- ju á Reyðarfirði fyrir 80 milljónir dollara. Þar eiga 130 atkvæði hans að framleiða um 30.000 tonn af kísilmálmi. Skv. útreikningum verkefnisstjórnar þarf verksmiðja þessi 1.420 dollara á tonn til þess að bala. Þegar er búið að ráða verk- smiðjustjóra og kaupa undir hann sjérvólett af beztu sort, auk þess sem hann og fjöldi manna er á kaupi við ferðalög um víða veröld til þess að læra til kísilmálms. Skeður þetta jafnsnemma og verð á kvikindinu kísilmálmi er fallið i um 900 dollara á tonn. Megum við því búast við að borga um 16 millj- ónir dollara með fabrikkunni á ári í rekstrartap ef svo fer fram, þannig að kostnaður þjóðarbúsins af störfum þessara 130 atkvæða verður um 120.000 dollarar á ári á starf áður en „eldsneytisverk- smiðjan" tekur til starfa. En hún er enn frekari ráðgerð iðnvæðing Hjörleifs á Austfirðingunum sín- um, með óþekktri arðsemi. Eg held að það væri athugandi að „Þegar er búið að ráða verksmiðjustjóra og kaupa undir hann sjérvólett af beztu sort, auk þess sem hann og fjöldi manna er á kaupi við ferðalög um viða veröld til þess að læra til kísilmálms. Skeður þetta jafnsnemma og verð á kvikindinu kísilmálmi er fallið í um 900 dollara á tonn.“ „skoða það mál“, hvort þeir vilji eki heldur semja um það svona til bráðabirgða, að allir kjósendur Hjörleifs verði settir á svo sem 5.000 dollara kaup á ári, og geyma allt bröltið með verksmiðjuna til betri tíma. Kannski yrði þetta drýgra fyrir Austfirðinga heldur en þegar Eysteinn var að senda þeim út- sæðið í gamla daga, sem dugði rétt í pottana það vorið. En þetta er ekkert grín, Alþingi samþykkti nefnilega fabrikkuna, líklega blindandi, og það er siglt fullum seglum. Hér ættu t.d. Vest- urlandsmenn og Vestfirðingar að staðnæmast við og hugsa sitt mál: Fái Austfirðingar þessa gullnámu í sinn hlut, hvað fá þá Vestfirð- ingar og Vesturlandsmenn út á sína þingmenn? Þeir geta nefni- lega spurt, hvort nokkuð verði eft- ir handa þeim þegar Hjörleifur og Austfirðingar eru búnir að ná þessu fyrir sig. Við hér í R-kjördæmunum (Reykjavík og Reykjanesi), þessi 60% landsmanna, erum alls ekki viss um hvað við getum borgað margar 10 milljónir dollara á ári, í byggðaverkefni af þessu tagi. Jafnvægi í atkvæðum er því hags- munamál V-kjördæmanna (Vest- firðinga og Vestlendinga), jafnt og R-fólksins þegar kemur að kjarna málsins. Jafnvægi í atkvæðum er í raun og veru nauðsynlegt fyrir alla, vegna þess að of mikið vald á einum stað spillir og leiðir til tjóns fyrir fjöldann, þó einhverjir aðrir græði um stundarsakir. Þess vegna dreifum við valdinu í lýðræðisríkjum. Aðeins lýðræð- isskipulag hefur sýnt sig að færa þegnunum hámörkun hagsældar. Einræði færir mönnum þveröfuga niðurstöðu. Er nokkur ástæða til annars en að álykta, að millistig frá lýðræði til einræðis færi mönnum annað er hlutfallslega hagsældartakmörkun? Atkvæðamisvægið á Islandi er slíkt millistig og er því grundvall- armein íslensks efnahagslífs. Vilmundur og efnahagslífið Ég las grein eftir Vilmund Gylfason á dögunum. Þar stendur þetta: „Með því að láta ríkisvaldið í raun ákvarða fiskverð, hafa kapitalistarnir gefist upp, látið strengja undir sig öryggisnet, sem spýtir þeim aftur upp í loftið, þeg- Halldór Jónsson ar þeir með réttu ættu að fara á hausinn. í skjóli þessa ríkisrekna kapitalisma þróast síðan marg- háttuð spilling og margháttað óréttlæti." Ég læt aðrar ámóta gáfulegar spekúleringar Vilmundar um dá- semdir kratisma, grunnhyggni Jónasar Haralz og sálarlíf Sjálf- stæðisflokksins liggja á milli hluta. Þeir, sem nenna, geta lesið greinina í Dagblaðinu þ. 5. október sl. En þessi klausa lýsir grundvall- armisskilningi á eðli verðmæta- sköpunar í þessu landi. Þessi misskilningur er reyndar alls ekki bundinn við Vilmund ein- an, heldur er hér um eina út- breiddustu villukenningu ís- lenskra stjórnmála að ræða. Þetta mýrarljós er auk þess líklega ein hörmulegasta afleiðing atkvæða- misvægisins í landi okkar og mesta þjóðlygin. Skyldi Vilmundur og fleiri vir- Mörtu og okkar hinna Börn Eftir Þórunni Elfu í grein, sem ég nefni Sagan af Mörtu rek ég stuttan æviþátt konu, sem farin er að eldast, þegar hún verður ekkja eftir að hafa verið bundin fjölskyldu sinni og síðustu árin sjúkum eiginmanni. Henni hefur nánast ekki gefizt neinn tími til að hugsa um sjálfa sig, hún er nú orðin alein í alltof stórri íbúð, sem hún nefnir „minjasafn", er hún segir syni sín- um að hún vilji breyta til, ekki vera alein með öllum minningun- um, heldur koma sér fyrir eins og nú sé við hennar hæfi. Þessu er ekki vel tekið, allt á að vera óhaggað enn um sinn. „Bernskuheimili okkar," segir sonurinn. „Sem þið systkinin sjáið sára sjaldan." Samband barnanna tveggja við móður sína er það að fá hana til að sitja yfir börnum þeirra á kvöld- um og fram á nætur, svo að þau geti skemmt sér. Um það er ekki hugsað að móðirin þarfnist félags- skapar og tilbreytingar. Marta kynnist manni á svipuðu reki og hún er, upp úr góðum kunningsskap sprettur traust og innileg vinátta. Börnin vilja fyrir hvern mun rifta þessu sambandi, helztu rök þeirra, sem þau að sjálfsögðu láta ekki uppi, eru þau, að þau geti ekki haft móður sína sér til hagræðis eins og áður. Ef til vill hvarflar að þeim, að vinirn- ir góðu, Marta og Þorsteinn, taki upp á því að rugla saman reytun- um, og það yrði þeim í óhag. Þorsteinn er enginn auðmaður. Að þetta valmenni gæti komið til með að verða barnabörnum Mörtu góð- ur afi hugsast þeim ekki, hvötin til að skilja vinina að er eina hugs- unin, sem að kemst. Sagan af Mörtu er finnsk sjón- varpsmynd, sem ég sá í Osló. Myndin olli miklum blaðaskrifum, sem beindust að þeirri taumlausu eigingirni, sem uppkomin börn, jafnvel fremur en ung, sýndu for- eldrum sínum, væru skeytingar- laus um líðan þeirra, heilsu þeirra og daglegt amstur, sem einatt væri orðið þeim ofviða, auk þjak- andi einveru, en tilætlunarsöm, ef foreldrarnir hefðu einhverju að miðla, starfi, fjármunum, hlutum, og þar fram eftir götunum. og vildu jafnvel, eins og sýndi sig með Mörtu, ráska með foreldra sína án tillits til þess hverjar til- finningar þeirra og óskir væru. Þetta var nokkurnveginn kjarni blaðaskrifanna. Ég held að íslendingar geti varla sagt um þetta að svona nokkuð gerist bara í þinu stóra útlandi en ekki hér á „Islandinu góða“. Því miður er ég hrædd um að fámennið dugi okkur ekki til að halda við þeirri dyggð, sem ætt- rækni er kölluð og hefur löngum þótt þjóðarprýði, að vísu er enn hægt að finna sterkan og góðan ættargarð, og víst skiptir sköpum hverja fólk á að, en á síðustu ára- tugum hafa ættmennatengsl orðið æ veikari, að ekki sé talað um ættmennahópa í víðari merkingu, börn vita naumast skil á nöfnum þremenninga sinna, og einstæð- ingum ættarinnar, sem búa við umkomuleysi og lifa í dimmum skugga einveru fjölgar óðum. Börn venjast því ekki nú að vera send í vitjun og þá jafnframt með glaðning til þeirra, sem sakir sjúkleika eða elli, eða hvort- tveggja, einangruðust í íbúðarhol- um, sem voru ekki mannsæmandi vistarverur. Slíkum bústöðum hef- ur að líkindum fækkað tiltölulega frá því, sem áður var, en þó býr fólk enn í aumum kytrum, með salerni í skáp í eldhúsi eða kamesi, eða þá í skoti undir stiga, þar sem ekki er hægt að standa uppréttur. í kjallaraholum í gömlum húsum eru oft pöddur, sem fara í mat- væli, sem reynt er að geyma í gluggakistum eða á öðrum köldum stöðum. Sagt hefur verið frá því að íbúar aumustu kjallara verði að sækja allt sitt vatn til neyzlu og þrifa í þvottahús, og þykja þá stundum fyrir þeim, sem þar eru að vinna. Ég held að við, sem á barns- og unglingsaldri vorum send til „Ég gæti sagt margar raunasögur um ellihag fólks, bæði eftir því sjálfu og kunnugum. Eitt, sem ég veit að særir, er að vera aldrei tekinn með í bílferð á góðviðrisdegi. Maður sagði mér að í tólf ár hefði hann ekki komið til Þing- valla — aukin heldur ann- að — og ættu þó börn hans bíla. Fleiri hafa svip- aða sögu að segja.“ þeirra, sem bágast voru staddir, höfum dregið af því lærdóm, sem aldrei hefur gleymzt og orsakað tvennt, fara vel með matvæli, fatnað og hvað eina sem til verð- mæta getur talizt, og finna til með þeim, sem hafa svo naum fjárráð að jaðrar við skort, og ekki síður hvað lífið er mörgum gleðisnautt, og vonlaust að úr rætist. Því hefur verið hamrað inn í hlustir bæði yngri og eldri, að við búum í velferðarríki, Island sé bezta land í heiminum. Geta allir verið sammála því? Besta lund í heiminum! Með þeim betri, ef miðað er við skoð- anafrelsi, og við höfum víst enga samvizkufanga, en sú var tíðin að menn voru teknir fastir fyrir skoðanir. Ég átti heima í næsta húsi við tukthúsið og man eftir mótmælagöngu þangað, þá voru verkföll með öðrum brag en nú. Ungur lærði maður að lifa með „í stormum sinna tíða“. Við, sem vorum að vitkast á kreppuárunum, fengum vitneskju um atvinnuleysi og skort, sem leiddi til hörgulsjúkdóma, margs- konar eymdar, hugarstríðs. Sagt er að rithöfundar hafi gott af hverskonar reynslu — ef þeir geti lifað hana af. Hæpið! Við sem kynntumst, jafnvel bara sem áhorfendur, því sem fólk varð að líða þékkjum samanburð við betri tíma. En varð fólkið betra, börnin okkar, sem áttu að verða meiri menn fyrir möguleikana, sem þeim veittust fram yfir okkur, fyrsta kynslóð á Islandi, sem fékk nóg að borða, hefur verið sagt. Þó að mörgum yrðu kreppuárin þung í skauti má ekki gleyma þeirri samhjálp, sem þá var mikil, vináttunni, sem þjappaði fólki saman, eins og yfirleitt á sér stað á þrengingartímum. Norskir vinir mínir, sem voru í neðanjarðar- hreyfingunni og til viðbótar áhættunni bjuggu við svo þröngan kost, að því ætla ég ekki að lýsa, hafa sagt mér að aldrei hafi sam- heldnin verið meiri, paufast var um myrkvaðar götur, með svört tjöld fyrir öllum gluggum til að komast á vinafund, þar sem hver og einn lagði fram sinn skerf til þess að hægt væri að gera sér dagamun. Með engu móti má gleymast það tjón og harmar, sem stríðið (1939—1945) olli okkur, en oft finnst mér þetta blikna fyrir því mikla og skyndilega peningaflóði, sem flæddi yfir þjóðina og breytti fátækt í auð, sem okkur hélzt illa á. Ég ætla ekki að skrifa máltæk- ið, sem mér kom í hug. Fólk kunni sér ekki læti og lét sér fátt um það finnast, sem kallaðar hafa verið fornar dyggðir. Nú gátu foreldrar veitt börnum sínum þá menntun, sem þeir höfðu sjálfir þráð, en farið á mis við. Vel var að þeir, sem höfðu góðar námsgáfur, gátu ræktað þær sjálf- um sér og öðrum til heilla. En mörgum var komið í gegnum próf með aukakennslu í því nær öllum fögum og tungumálanámskeiðum erlendis á sumrum. Margir ungl- ingar, sem hefðu hæft betur þau störf, sem reyndu á líkamskrafta, voru keyrðir í gegnum stúdents- próf, hvíta húfan kostaði oft ærið fé, en mér liggur við að segja að hún hafi kostað suma svita og tár. Það fer sjaldan saman að sitja öll sín bernsku- og unglingsár á skólabekk og leysa heimaverkefni og kynnast lífinu í hinum mörgu tilbrigðum þess. Það þarf ekki samkennd með stríðandi fólki heldur lestur bóka til að verða stofukommi, heldur ekki mikinn bóklestur til að verða góð og skiln- ingsrík manneskja. Nemendum hefur nánast um of verið haldið frá því að kynnast því, sem erfitt er, allt hefur verið fyrir þetta unga fólk gert, og það tekið því sem sjálfsögðum hlut, yfirvinnu föður, aukavinnu móður með heimilishaldi, sjálfsafneitun þeirra. Fórnir foreldra til að búa börnum sínum betri lífsskilyrði en þeim hlotnaðist sjálfum hafa yfir- leitt verið lítils metnar. Það hafa ekki verið hafðar yfir fyrir börn hendingar sem þessar: „Þegar stór ég orðinn er, allt það launa skal ég þér.“ Þannig hefur það verið með börn Mörtu, sem í áminnstum blaðadómum voru svo hart dæmd fyrir eigingirni og ræktarleysi, þau hafa frá barnsaldri fengið of mikið, án þess að vera kennt að endurgjalda. Svo mun víða hafa verið og líti nú hver í sinn eigin barm og íhugi hvort uppeldi hefur ekki hrakað frá því sem áður var, þegar þörf þótti á því, að bera vit fyrir börnunum og veita þeim visst aðhald. Nú er það tíðarand- inn, sem elur börnin að miklu leyti upp, ætli foreldrar séu að spyrna við kröfum, sem þeim finnst óhóf- legar, fái þeir framan í sig, að fé- lagarnir fái þetta og hitt og megi þetta og hitt, er undanhaldsleiðin oftast farin. Til að fyrirbyggja getgátur vil ég taka fram, að ég hef ekki slæma reynslu af börnum á mínu heimili, engin leiðindi vegna heimtufrekju. Systkinin fengu það, sem þau þörfnuðust vegna skóla: almenns náms, stjálfvalins framhaldsnáms og listnáms. Þeim var séð fyrir bókum sér til fróð- leiks og skemmtunar, leikföngum, en einkum þó verkefnum, sem listhneigðir unglingar kjósa flestu fremur. Ég hafði áhuga fyrir upp- eldi, en var sagt að uppeldi væri til lítils, upplag væri allt. Ég ætla ekki að fara nánar út í skoðanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.