Morgunblaðið - 24.11.1982, Page 23

Morgunblaðið - 24.11.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 71 W Terðlaunaafhendingunni. VerAlaunahafar ásamt sparisjóðsstjórum og stjórn Sparisjóðsins í Keflavík. Talið fri vinstri: Pill Jónsson sparisjóðsstjóri, Jón H. Jónsson, Finnbogi Björnsson, Marteinn Árnason stjórnarformaður, Oddgeir Péturs- son verðlaunahafi, Einar Guðberg Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, og Tómas Tómasson sparisjóðs- stjóri. Sparisjóðurinn í Keflavík: Verðlaunar Oddgeir Pétursson og Þroskahjálp á Suðurnesjum kilega halda í alvöru, að útvegsm- enn myndu selja honum gjaldeyr- inn með þvílíku tapi sem raun ber vitni væru þeir sjálfráðir? Nei, heilbrigð útgerð getur ekki verið rekin með tapi í því veiðimanna- þjóðfélagi sem Island er, slík grundvallarverðmætasköpun sem fiskurinn er. Sama myndi í raun gilda fyrir þann landbúnað, sem rekinn væri hér án bjögunar ríkisafskipta. Því í rauninni eru okkar auðlindir aðeins fjórar, fiskurinn í sjónum, hið gróðurber- andi land, orkulindirnar og okkar eigið afl hugar og handar. Tryggvi Ófeigsson og Einar Guðmundsson hafa aldrei tapað fyrir þetta land, hvað sem millifærslumeistarar stjórnmálanna segja, svo dæmi sé tekið. Það eru hvorki fiskimiðin, orkulindirnar né gróðurmoldin sem eru reknar með tapi af svo- kölluðum kapitalistum. Það er yf- irbyggingin, öfugþróaður land- búnaður, Vilmundur sjálfur, Hjör- leifur, ég og aðrir landkrabbar, sem eru reknir með tapi. Tapið er aðeins flutt yfir á útgerðina með því að hirða af henni gjaldeyrinn á undirprís í skjóli atkvæðafjölda á Alþingi, sem er ekki lýðræðislega fenginn, og því ekki réttlátur. Auðvitað á þjóðin fiskinn og hver maður sitt eigi afl. En fengi mark- aðurinn að ráða í veiðileyfum og gjaldeyrisverslun og landbúnaður hlyti eðlilegri sess, þá hættu þess- ir hlutir að bögglast fyrir brjósti margra þeirra, sem nú eru í vanda eins og Vilmundur. Næst þegar Vilmundur fer að heimsækja pabba sinn ætti hann að biðja hann um að útskýra þetta fyrir sér og Alþýðuflokknum. Ekki virðist veita af, ef hann á að halda fylgi skv. nýlegri skoðanakönnun áminnst blaðs Vilmundar, hvað þá ef Vilmundur ætlar á stað með nýkrataflokk. Framtíð landsins Það er oft sagt á góðum stund- um, að við búum í besta landi ver- aldar. Og það er margt til í því miðað við ýmislegt, sem aðrir verða að þola. Þó er hér margt í megnasta ólestri og beinlínis bíð- ur eftir átökum bardagamanna á borð við Vilmund. Nægir að nefna málefni aldraðra og öryrkja. Vek- ur t.d. myndin í sjónvarpinu um Sigríði Ósk ekki grunsemdir hjá einhverjum um að fleira kunni að vanta í þessu þjóðfélagi en niður- greidd dagvistunarpláss fyrir gift- ar kellingar í góðum efnum? En ég held að það sé alger for- senda þess, að við getum náð ein- ingu í þjóðmálum, að við dreifum valdinu í þjóðfélaginu réttlátlega milli þegnanna. Aðeins þannig getum við forðast það, að minni- hlutar beiti brögðum til þess að draga sér auð og áhrif eins og á minnst iðnvæðing Hjörleifs á Austfjörðum ber með sér. Og kís- ilmálmskýrslan og stórkostlegt tap tslendinga á járnblendinu, meðan álverið skilar okkur mikl- um tekjum, þrátt fyrir gífurlegt tap þess, leiðir hugann að því, hvort ekki sé meira við hæfi okkar pyngju, að beita okkur frekar á að selja orkuna að svo stöddu, en láta meiri bógum eftir áhættuna af stórkostlegum iðjuverum, sem virðast geta jafnt tapað sem grætt stórfé. Landshlutastríð er orðið allt of áberandi í stjórnmálum íslend- inga. Á Alþingi sitja of réttháir fulltrúar kjördæma og landshluta, sem bítast sín á milli um völd og fjármuni hinna réttlausu. Jafnvel svo grimmt að maður spyr i orra- hríð kísilmálms: Á Island þar eng- an fulltrúa? í TILEFNI 75 ára afntælis sparisjóðs- ins hinn 7. nóvember 1982 samþykkti stjórn Sparisjóðsins í Keflavík að veita nú og framvegis írlega allt að kr. 75.000 þúsund í þeim tilgangi sem að neðan greinir. Fjárhæðin sé veitt árlega einum eða fleiri aðilum á Suðurnesjum sem verðlaun fyrir framúrskarandi árangur, hvort heldur er á sviði menningarmála, í verklegum efnum, eða fyrir önnur afrek. Fjárhæðina má einnig veita sem óendurkræfa styrki til hverrar þeirrar starfsemi sem til heilla má verða fyrir íbúða á Suðurnesjum og styrkhæf getur tal- ist að mati úthlutunarmanna. Auglýsa skal með nægum fyrir- vara eftir umsóknum eða ábending- um. Úthlutun skal fara fram árlega hinn 7. nóvember, en úthlutunar- menn ákveða hverju sinni upphæð verðlaunafjár eða styrks til ein- stakra aðila. Skráð skal í gjörðabók úthlutun- armanna nöfn verðlaunahafa og/ eða styrkþega, helstu æviatriði þeirra, svo og stutta greinargerð fyrir úthlutun. Þrír úthlutunarmenn skulu kosnir árlega á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík hvort held- ur úr röðum ábyrgðarmanna spari- sjóösins eða utan. Ákvörðun úthlutunarmanna skal lögð fyrir stjórn sparisjóðsins til endanlegrar samþykktar. Með tilvísun til ofanritaðs, sam- þykkir stjórn Sparisjóðs Keflavíkur nú að úthluta til eftirtalinna aðila: 1. Þroskahjálp á Suðurnesjum kr. 50.000 þús. vegna mikillar þarfar og stórmerks starfs félagsins í þágu þroskaheftra á svæðinu. 2. Oddgeir Pétursson, Garðavegi 13, Keflavík kr. 25.000 þús. sem við- urkenningu fyrir hugvit og fram- tak á sviði tækjabúnaðar í fisk- vinnslu. (Kétlalilkvnninn) mínar og annarra á þessu efni, en vil geta þess að bernskan veitir mikla ánægju, unglingsárin reyna meira á þolrifin, þetta munu margir reyna. Fatnaður var fram- an af árum mikið til heimaunninn að undanskildum yztu fötum, en þar kom að tízkuæði greip um sig varðandi barna- og unglinga- fatnað, það var líkast sáluhjálpar- atriði að allir klæddust eins, helzt fatnaði, sem kenndur er við verzl- un í Lundúnum. Stúlkna- og pilta- fatnaður var utan frá séð nánast eins. Á fermingarbarnamóti kom prestur með hópinn sinn, en hafði láðst að geta þess hvað hann þyrfti mörg svefnpláss fyrir stúlk- ur og hvað mörg fyrir pilta. Kona, sem átti að sjá þeim fyrir næt- urstað, sagði mér að þegar hópur- inn kom út úr bílnum á hlaðinu hefði henni verið lífsins ómögu- legt að vita hvernig hún ætti að skipta þeim niður til gistingar, í síðbuxum og álíka úlpum með hetturnar dregnar niður að aug- um, gat hver sem var verið hvort sem var kven- eða karlkyns. Fatatízka barna og unglinga hefur tekið það örum breytingum, að föt hafa varla verið fullnýtt, þegar boðið er upp á næstu nýj- ungar, og þá hefur suðan byrjað um að fá það, sem „allir aðrir eiga“. Þetta eina dæmi sýnir, hvernig fór með þá fornu dyggð, sem nefndist nýtni. Þá hefur vasapen- ingaþörfin stóraukizt við það, hve mikið er sótt út af heimilunum, þó að þau séu vel búin að hljómflutn- ingstækjum og öðru, virðist sem þar sé ekki hægt að una við neitt. Foreldrar, sem hafa alið fyrstu börn sín upp á kreppuárum, þau seinni á stríðs- og eftirstríðsárum, segja að allmikill munur hafi ver- ið á þessum börnum, hvað kröfur snerti. Fyrsti hópurinn sýndi meiri gætni í fjármálum, fór sér hægar í kaupum, vildi helzt eiga fyrir því, sem keypt var, hafði vilja til að sjá um sig og sína. Síð- arnefndu hóparnir hefðu litla sem enga biðlund, yrðu að eignast fljótt, það sem þeirra líkar veittu sér, það þótti afskaplega púkó að safna sér fyrir hlutum, heldur kaupa fleira í senn út á afborgun, án þess að hugsað yrði út í hyað erfitt yrði að standa í skilum, þeg- ar að gjalddögum kæmi. Þegar í óefni var komið hafa foreldrar iðulega hlaupið undir bagga, og þó að ekki hafi verið um gjöf að ræða heldur talað um lán, hefur farið svo sem svo með endurgreiðslu. Þetta hefur einatt verið gagnstætt verzlunarmáta foreldra af eldri kynslóðinni. Þó nokkrar konur hafa sagt mér, að eftir áratuga búskap hafi þær ekki átt nærri því eins mikið af heimilis- og skemmtitækjum og börn þeirra fengu sér á fyrstu búskaparárum. Það er þessi hömlulausa eftir- látssemi við sjálft sig og tillits- leysi við þá sem úr vanda greiða, einatt með sjálfsafneitun, sem hefur skaðað börn Mörtu og okkar hinna. Samfara kaupæðinu er sú tízka að taka þátt í skemmtanalífinu, fara á þá skemmtistaði, sem aðrir sækja og tala um, líka það er púkó að fylgjast ekki með. Það er frá- leitt að allt ungt fólk sé fíkið í skemmtanir, sem oft bjóða upp á ýmiskonar skrípalæti, sem eiga að vekja kæti. Fólk reynir að hlæja með hinum, hvað sem því finnst, því að vitaskuld drekka ekki allir frá sér dómgreind, né ærast af yf- irþyrmandi glymjanda, sem mannleg eyru eru ekki sköpuð fyr- ir. Mér dettur í hug það, sem mað- ur sagði á skemmtistað: „Hér er ekki hægt að vera ófullur." — í gegnum tíðina hafa margir ratað í miklar mannraunir við að koma sér upp þaki yfir höfuðið, færast oft meira í fang en viðráð- anlegt er, lenda í ofurmannlegri vinnuþrælkun, og velta áfram skuldum með okurlánum, sem eðlilegt er veldur slík áþján því, að oft fara sambúðarerfiðleikar að segja til sín. Þetta hafa verið kall- aðir „steinsteypubrestir í hjóna- bandi“. Mér hefur dottið í hug, hvort það muni vera fjarri sanni að nefna „afborgunarbresti í hjónabandi". — Mig minnir, að ég hafi á unga aldri heyrt talað um gagn- kvæma framfærslu foreldra og barna, nú hefur svo skipazt að ríki, bæjar- og sveitarfélög hafa tekið að sér að sjá öldruðu fólki að miklu leyti farborða, í formi launa fyrir ævistarf, sem eru greidd frá þeim tíma, þegar eðlilegt telst, að föstu starfi linni. Þau aldursmörk eru mjög umdeilanleg, en út í það Þórunn Elfa skal ekki farið. Fullvíst er að öldr- uðu fólki þykir vænt um þá viður- kenningu, sem allir hljóta jafnt, þegar náð er vissum aldri. Við þessi laun bætist tekjutrygging fyrir þá, sem hennar þarfnast og fer það eftir mati, nokkur hlunn- indi eru svo til viðbótar. Þetta er mikill léttir fyrir þá, sem skyldast væri að sjá foreldr- um sínum fyrir lífsviðurværi, ef ekki kæmu til greiðslur frá al- mennum tryggingum, en þær eru ekki látnar af hendi fyrr en þriðj- ungur mánaðar er liðinn, en önnur laun eru greidd um mánaðamót, ekki hef ég heyrt neina skýringu á þessu. Eins og ég hef áður vikið að, er aldrað fólk fegið því að vera ekki sínum nánustu fjárhagsleg byrði, heldur gagnstætt því, reynt er að vera bömum sínum innan handar eftir því, sem geta leyfir, og drýgja með ellilaunum vasa- peninga barnabarnanna, sem allt frá smábarnsaldri ánetjast eyðsluvenjum neyzluþjóðfélags. Mér þykir líklegt, að langflest aldrað fólk bjargist af með sína tryggingarpeninga, sumt með líf- eyri, og eigi að auki lengi saman- sparaða bankainnstæðu, sem sí- fellt er verið að verðskerða, það hefur lengi verið metnaður íslend- inga að eiga fyrir útförinni sinni, sem verður að sama skapi dýrari, sem sparipeningar rýrna. En þá „Bara hafa stutta líkræðu, næg- ir að nefna nöfn og ártöl, svo að það komist til skila, hvern er verið að færa til moldar, hafa svo yfir nokkrar ritningargreinar, ekki þurfa prestarnir að eyða dýrum tíma sínum í að semja þær. Nóg að syngja tvo sálma, kannski bara einn: „Allt eins og blómstrið eina“, það er svo langur sálmur að hon- um má vel skipta. Ekki fara fram úr því, sem stendur inni á útfar- arbókinni minni. Endilega ekki hafa nein útgjöld fyrir mig, elsk- urnar mínar." Þó að hinum nánustu sé hlíft við fjárhagslegum útgjöldum finnst mér það óþarfa feimnismál, að láta uppkomin börn ekki koma inn í myndina, þegar rætt er um öldr- unarvanda foreldra þeirra, nema helzt í því tilviki þegar sjúkir for- eldrar eru til erfiðleika á heimil- um barna sinna, sem hafa ekki tíma né tök á að veita þeim þá aðhlynningu, sem þörf krefur. Skylt er að veita fólki alla nauð- synlega læknishjálp og hjúkrun, en fyrr er dapurt en þegar þrotin er ræna og kraftur. Lífið getur verið þeim enn sársaukafyllra, sem hafa óbrenglað skyn og til- finningar, en þjást daglega af sjúkleika, vanmætti og ekki minnst af einsemd, sem leiðir til angurs og biturleika. — Mikið er um það rætt og rit- að að skemmta þurfi gömlu fólki, margt er framboðið og þakkarvert fyrir þá, sem geta notið. En ég minnist þess ekki, að það komi fram að margt eldra fólk, sem reynir — á enda ekki annars kost að hokra út af fyrir sig, hefur ekki tök á að njóta skemmtunar, nema það sé flutt heiman og heim, þrá- lát gigt, ekki sízt slitgigt, og fieira getur valdið hreyfihömlun, svo eru oft óhentugar strætisvagnaferðir. Á það er að líta, að margt aldr- að fólk hefur þrælað undir skúfslit og beinbrot, og hvorki haft tæki- færi né þrek til skemmtana, kann varla á það, sem kallað er að lyfta sér upp. Þarna þyrftu börn og vel- unnarar gamla fólksins að koma inn í myndina, hjálpa því til að komast á skemmtistaðinn, a.m.k. í fyrsta skipti, koma því upp á lagið. Það ætti að hafa góð áhrif, ef það fæst til að koma meðal sparibúins fólks, sitja við spjall og spil, vera borið kaffi og meðlæti, og njóta vinarþels þeirra sjálfboðaliða, sem vinna mikið kærleiksverk. — Það er oft átakanlega lítið um samfundi gamals fólks og af- komenda þess, margt hefur verið sagt til að afsaka þetta, hraði nú- tímans, annríkið — nema hvað! Það liggur við að þurfi að koma ættliðum saman á kynningarmót. Vissulega væri það mikið verk og margskipt að koma á hæfilega fjölmennum fjölskyldumótum. Hafa samband við börn þeirra for- eldra eða foreldris, sem hokrar út af fyrir sig. Fá þessi börn til að taka þátt í fjölskyldumótum og leggja eitthvað af mörkum, auk þess að sjá um að koma foreldrum sínum og öðrum þeim nákomnum á hátíðina. Mín reynsla er sú að ung börn uni sér dável með gömlu fólki, bara ef tækifæri gefst til sam- vista, það eru varla hundrað í hættunni, þó að ung börn missi af „Villta-tryllta-Villa“, en hitti í þess stað afa og ömmu eða langafa og langömmu á hátíðarstundu. — Ég gæti sagt margar rauna- sögur um ellihag fólks, bæði eftir því sjálfu og kunnugum. Eitt, sem ég veit að særir, er að vera aldrei tekinn með í bílferð á góðviðris- degi. Maður sagði mér að í tólf ár hefði hann ekki komið til Þing- valla — aukin heldur annað, og ættu þó börn hans bíla. Fleiri hafa svipaða sögu að segja. — Það er furðulegt að jafnvel greint fólk komið á miðjan aldur klifar sí og æ á almennri velmeg- un hér á landi, vill ekkert af því vita, að hér búi fólk við bág kjör. Ef sagt er frá því að margt gamalt fólk hafi ekki annað sér til fram- færis en það sem tryggingarnar greiða því og þær tölur tilgreind- ar, er talið fráleitt, að það fái ekki viðbót einhversstaðar frá. Þetta fólk gengur og ekur um borgina og sér að íbúðir eru í niðurgröfnum kjöllurum, en vill ekki trúa að gamalt fólk búi í þessum fúlu gjót- um. Nærri má geta, hvort það fólk, sem lokar bæði augum og eyrum fyrir því, sem miður fer, lætur sér aðalmál ársins 1982 koma við, væri þó fengur að fá þetta fólk til liðs á hvern þann hátt, sem því stæði hug og hjarta næst. — Megi börn Mörtu og okkar hinna sýna af sér dáð og dug, það sem af er þessu ári og áfram, verkefnin verða ekki þrotin um áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.