Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Vissulega er svona tónlistarkvöld hér heima ánægjulegt, en þvi er ekki að neita að ég hlakka ofsa- lega til að sjónvarpið komi úr við- gerð. Með morgunkaffinu Ég sendi pabba og mömmu flösku- skeyti og spyr um samþykki þeirra til að gifta mig? HÖGNI HREKKVlSI Vonandi þarf ekki þriðju heimsstyrjöldina Baldur B. Bragason, Hveragerði, skrifar 30. október: „Kæri Velvakandi. Sunnudag 3. október birtist grein i Velvakanda eftir Martein Steinar Jónsson. Hann segir með- al annars: „Þjóðfélagið sem við lif- um i einkennist af gegndarlausu kapphlaupi eftir jarðneskum gæð- um og er „Mammon", Guð pen- inganna, dýrkaður og tilbeðinn af meiri hluta þjóðarinnar, en Drottni Guði og Jesú Kristi ýtt til hliðar og afneitað." Ég er ekki frá því að Marteinn Steinar hafi nokkuð til sins máls og langar að láta í ljós skoðun mína á því hvað veldur slíku ástandi. Guð hefur alltaf veitt mannkyninu leiðsögn með því að senda því spámenn, sem fluttu því boðskap Hans. Það hefur samt ætíð verið svo, að eftir því sem lengri tími líður frá andláti spámannanna, gleyma menn í æ rikari mæli, hver er kjarni trú- arbragðanna, sem spámennirnir opinberuðu, en leggja megin- áhersluna á alls konar túlkanir og mannasetningar, sem misvitrir trúarleiðtogar og kennimenn hafa bætt við þau í aldanna rás. Þegar svo er komið sendir Guð annan spámann til að endurnýja boðskapinn og greina Guðsorðið frá mannasetningunum. Jesús út- skýrði þetta í Mattheusarguð- spjalli 13. 25—30: „Líkt er himna- ríki manni, er sáði góðu sæði í ak- ur sinn; en meðan fólkið svaf, kom óvinur hans og sáði líka illgresi meðal hveitisins og fór síðan burt. En er grasið spratt og bar ávöxt, þá kom illgresið i ljós. Þá komu þjónar húsbóndans og sögðu við hann: Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur honum þá illgresi? En hann mælti við þá: Þetta hefur óvinveittur maður gjört. En þjónarnir segja við hann: Viltu þá, að vér förum og tínum það? En hann segir: Nei, svo að þér eigi, er þér tínið illgres- ið, reytið hveitið upp ásamt því. Látið hvort tveggja vaxa saman til kornskurðarins; og er kornskurð- artíminn kemur, mun ég segja við kornskurðarmennina: Tínið fyrst illgresið og bindið það í bundin, til þess að brenna það, en safnið hveitinu í kornhlöðu mína.“ Dæmisögur Jesú hafa hver um sig margar merkingar. Ein merking þessarar sögu er sú, að hveitið er Guðs orð, en illgresið mannasetningarnar. Kornskurð- artíminn, sem síðar í textanum er einig nefndur endir veraldar, er sá tími þegar Guð sendir nýjan spá- mann í heiminn. Hin sanna Guðsþjónusta er breytni okkar í daglega lífinu við náungann, samkvæmt fyrirmæl- um spámannanna, og útbreiðsla kenninga þeirra með góðu for- lærisveinar Krists í frumkristn- inni og fórnuðu lífi sínu við hana. Nú er Guðsþjónusta fólgin í því að sitja í þægilegu sæti, horfa á skraut og hlýða á fagra tónlist, en fórnin er úr sögunni að mestu. Við þessar aðstæður vill Guðsorðið oft fara fyrir ofan garð og neðan. Prestunum er falið að lesa Guðs- orðið og brjóta það til mergjar, af því að þeir eru sérfræðingar í því, en söfnuðurinn hefur öðrum hnöppum að hneppa og er ánægð- ur með sitt hlutskipti og sín mjúku sæti. Marteinn Steinar segir síðar í grein sinni: „Mjög margir álíta sig sannleikans megin á grundvelli vísinda og heimspeki og vilja út- skýra allt út frá því sjónarhorni. Enginn getur talað sannleikann eða lifað í honum nema hann sé sannleikans megin. Leitin að spek- inni gerir menn ekki að speking- um, heldur gerir það menn að spekingum að hafa fundið og öðl- ast spekina og þurfa því ekki leng- ur að leita ...“ Þetta er rétt, en hins vegar brjóta sönn trúarbrögð aldrei i bága við vísindi og skynsemi. Jörðin snerist líka í kringum sól- ina fyrir daga Kópernikusar. Al- mennt viðurkennd vísindi geta oft verið á villigötum, en spámenn Guðs eru óskeikulir. Túlkanir og útlistanir manna á kenningum þeirra eru skeikular. Kristnir menn hafa löngum hallmælt Gyðingum fyrir sof- andaháttinn að viðurkenna ekki spámennsku Jesú Krists. En mér virðist sá atburður, þegar Pétur afneitaði Jesú þrisvar, áður en haninn galaði, hafa orðið að eins konar spádómi, því að kristnir menn hafa ekki viðurkennt þá þrjá spámenn, sem síðar hafa komið þ.e.a.s. Múhameð, Bábinn og Bahá’u’lláh. Leitin að Guðs friði, sem prest- arnir hleyptu af stokkunum á prestastefnu sinni í sumar, krefst árvekni og fórna. Jesús flutti ekki allan sannleikann. Ef svo hefði verið hefði Hann sagt: „Ég hefi flutt yður allan þann sannleika, sem máli skiptir og þér þurfið ekki að leita lengur." En þetta sagði Hann aldrei. Hins vegar sagði Hann: „Ég hefi enn margt að segja yður, en þér getið eigi borið það að sinni, en þegar hann, sannleiks- andinn, kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann .. “ (Jó- hannesarguðspjall 16.12—13.) Við Bahá’íar trúum því, að sannleiksandinn sé Bahá’u’lláh, en fylgjendur Hans hafa í meira en öld fórnað lífi sínu í dýrlegu písl- arvætti fyrir málstað Hans. Mál- staður Hans verður ekki stöðvaður af böðlum Khomeinis. Jafnvel þótt öllum herstyrk stórveldanna yrði beitt á móti honum yrði það árangurslaust. Hann mun að lok- um færa okkur hinn mesta frið. Hvenær það verður er komið und- ir árvekni mannkynsins. Vonandi þarf ekki þriðju heimsstyrjöldina til þess að vekja það.“ Sanngjörn gagnrýni á vissulega rétt á sér Erla Þórdís Jónsdóttir skrifar 16. nóvember: „Velvakandi. Gegnum óveðursgnýinn sl. mánudagskvöld, 15. nóv., barst um byKKÖir íslands erindi Dagrúnar Kristjánsdóttur, um daginn og veginn. Virðist fárveður einnig hafa ríkt í huga þeirrar mætu konu, meðan hún samdi tölu þessa, sem var að mestu rakið níð um Ríkisútvarpið. Þó benti hún réttilega á, að gáfulegra væri að sýna kvikmyndir við hæfi eldra fólks snemma á kvöldin. Einnig að gera mætti fleira til að uppfylla óskir þess, til dæmis með óska- lagaþætti. Ótrúlegt er annað en að Dagrún kunni að meta hinar ágætu dagskrár fyrir hádegi á þriðjudögum og föstudögum, kvöldvökurnar og fleira, sem of langt yrði upp að telja, en höfðar fremur til hinna eldri borgara, þó að vonandi sé, að yngra fólkið láti það ekki allt fram hjá sér fara. Oft heyrast ágæt leikrit í hljóðvarpinu, en þau eiga í harðri samkeppni við kvikmyndir sjón- varpsins um athyglina. Sú ráð- stöfun, að breyta flutningstíma leikritanna, mun sennilega reyn- ast vel. Hefur ekki fimmtudags- kvöldið einmitt verið vinsælasti tíminn Jyrir fundi og heimsóknir? Eldra fólkið er varla svo háð út- varpinu, að það komist ekki af án leikrits á fimmtudögum. Framhaldssögurnar í hljóðvarp- inu eru að sjálfsögðu yfirleitt góð- ar, en misjafn er smekkur hlust- enda. Flytjendur ættu að gera sér að fastri venju, að byrja hvern lestur með upprifjun efnis, svo að ekki slitni þráðurinn, þó að hlust- andi missi úr. Þetta gerði Helgi Hjörvar ævinlega, og er hann verðug fyrirmynd. Sanngjörn gagnrýni á vissulega rétt á sér. En okkur ber að þakka og meta þær andlegu kræsingar, sem daglega berast inn á heimilin í tali, tónum og myndum, þó að það slæðist eitt og annað af lé- legra tagi. Velji síðan hver og einn Dagrún Kristjánsdóttir eða hafni eftir löngun og aðstæð- um, þeir eldri reyni að móta smekk hinna yngri, þó vonlítið virðist nú á dögum." Bið Morgunblaðið að birta erindið Guðmundsdóttir Guðrún skrifar: „Velvakandi. Fyrir þó nokkru sá ég beiðni í dálkum þínum um að síðasti þáttur Margrétar Thoroddsen um málefni aldraðra yrði endurfluttur. Ég er ein af þeim, sem missti af honum vegna breytts útsendingar- tíma. Þar sem ég er orðin úrkula vonar um að útvarpið endur- taki þennan þátt, ætla ég að biðja Morgunblaðið að verða sér úti um erindið og birta það. Þó er það ekki sambærilegt við það að fá að heyra rödd Mar- grétar, sem er svo full hlýju."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.