Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982
Kórstjórn verði viður-
kennd sem kennsla
Á myndinni eru frá vinstri: Hjörleifur Gunnarsson, Rósar Eggertsson, Gylfi Pálsson, Birgir J. Jóhannsson, formaður
Landssambands stangaveiðifélaga, Sigurður Pálsson og Karl ómar Jónsson.
I.jósm. Mbl. KÖE
32. aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga:
Nausynlegt að hefja viðræður
um að hætta laxveiðum í sjó
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Lands-
sambandi stangaveiðifélaga, en þar er greint frá aðalfundi landssambands-
ins, sem haldinn var nýlega. Stjórn sambandsins hélt blaðamannafund að
loknum aöalfundinum, þar sem greint var frá fundinum. Fréttatilkynningin
er svohljóðandi:
Aðalfundur Tónmenntakennara-
félags íslands var haldinn í Austur-
bæjarskólanum 16. október ’82.
Akveðið var á fundinum að ítreka
ályktun frá síðasta aðalfundi, en hún
var á þessa leið:
„Aðalfundur Tónmenntakenn-
arafélags íslands haldinn í Voga-
skóla 3. okt. ’81 skorar á Kennara-
samband Islands að vinna að því í
komandi samningum að kórstjórn
og kórþjálfun verði viðurkennd
sem kennsla, og að gert verði ráð
fyrir kórstarfi í áætlun um rekstr-
arkostnað fyrir grunnskóla."
Tónmenntakennarar hafa lengi
barist fyrir því að kórþjálfun
verði viðurkennd sem kennsla, en
mætt litlum skilningi. Hefur verið
vísað til félagsmálakvóta skól-
anna og greiðslur miðast við störf,
sem krefjast miklum mun minni
ur.dirbúnings og sérfræðiþekk-
ingar en kórstjórn gerir. Undir-
búningur fyrir kórstjórn byggist
m.a. á samantekt og öflun náms-
efnis, þar sem sáralítið hefur
komið út af slíku efni fyrir ís-
lenska skólakóra. Með kórstarfinu
er í flestum tilvikum stefnt að því,
að kórinn komi fram opinberlega í
nafni skólans, t.d. á hátíðum,
skólaskemmtunum, tónleikum eða
kóramótum, en slíkt starf kostar
Hlé á Nígeríuflugi
vegna skoöunar á
Flugleiðaþotunni
„ÞAÐ er ekki rétt að við séum að
hætta þessu flugi í Nígeríu. Hið rétta
er að flugvélin sem er í flugi þar
kemur heim til skoðunar og eðlilegs
viðhalds 27. nóvember næstkom-
andi. Hún fer svo aftur niður til Níg-
eríu 15. desember,” sagði Björn
Theodórsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Flugleiða, í gær en sá
kvittur var á kreiki að sá aðili í Níg-
eríu, sem Flugleiðir hafa flogið fyrir,
hafi sagt upp samningum við félagið
og stöðvun á fluginu stæði fyrir dyr-
um.
Björn Theodórsson sagði að
fyrirhugað væri áframhaldandi
flug í Nígeríu í vetur samkvæmt
samningi sem næði til lengri tíma.
Flugið hefði gengið eðlilega fram
að þessu og hefði sá aðili, sem
flogið væri fyrir, viljað ljúka skoð-
uninni af þótt boðin hefði verið
annar skoðunartími og hann talið
sig geta komist af þann tíma sem
vélin væri frá.
Sagði Björn að áhafnir þær sem
staðsettar væru í Nígeríu kæmu
heim með flugvélinni en færu aft-
ur 15. desember.
ótrúlega mikinn undirbúning af
hendi kórstjórans til að sá list-
ræni árangur náist, sem stefnt er
að. Auk þess þurfa söngstjóri og
kórfélagar oft að koma fram á
stórhátíðum þegar aðrir kennarar
og nemendur eru í fríi. Að lokum
má benda á, að fjöldi þátttakenda
í kórstarfi er meiri en nemenda-
fjöldi í venjulegri bekkjardeild,
oftast um 40—50 nemendur eða
fleiri, t.d. í fjölmennum skólum
þar sem fleiri skólakórar en einn
eru starfandi.
Af ofanskráðu sést, að kórþjálf-
un er talsvert viðameira starf en
almenn félagsstörf í skólum, jafn-
vel meira krefjandi en venjuleg
tónmenntakennsla og telja tón-
menntakennarar því að einungis
séu gerðar lágmarkskröfur þegar
farið er fram á að þetta starf verði
viðurkennt sem kennsla.
(FrétUtilkynninf;.)
Sjálfsmynd Kjarvals, sem nú hefur
verið gert kort eftir.
Litbrá:
Gefur út kort
með Kjar-
valsmyndum
Offsetprentsmiðjan Litbrá hefur
gefið út kort eftir þremur málverk-
um Kjarvals og einni kritarmynd,
sem er sjálfsmynd og gerð árið 1920.
Málverkin eru „Snjór og gjá“,
málað 1954, „Bleikdalsá", málað
1967 og „Fyrstu snjóar", málað
1953.
Kortin eru litgreind af Prent-
myndastofunni eftir litljósmynd-
um sem Rafn Hafnfjörð ljósmynd-
ari tók af málverkunum. Kortin
eru prentuð í offsetprentsmiðj-
unni Litbrá.
Þrítugasti og annar aðalfundur
Landssambands stangaveiðifélaga
var haldinn á Akureyri 23. og 24.
október 1982.
Fundinn sátu 65 fulltrúar frá 12
aðildarfélögum en 24 félög eiga
aðild að sambandinu.
Formaður LS, Birgir J. Jóhann-
esson, flutti skýrslu stjórnarinnar
fyrir liðið starfsár. í upphafi máls
síns minntist formaður Jakobs V.
Hafstein, sem var varaformaður
Landssambands stangaveiðifélaga
1968—1970. í skýrslunni var skýrt
frá samskiptum LS og Könnunar-
nefndar úthafsveiða á laxi og
niðurstöður nefndarinnar raktar.
Þá var einnig skýrt frá ráðstefnu
um verndun lax í Norður-Atl-
antshafi, sem haldin var í Reykja-
vík 18,—22. jan. sl. og gerð var
grein fyrir niðurstöðum ráð-
stefnunnar. Einnig var fjallað um
endurskoðun lax- og silungs-
veiðilöggjafarinnar, sótthreinsun
veiðitækja, sem veiðimenn koma
með til landsins, hert eftirlit
vegna ólöglegra veiða í veiðiám og
við ósa þeirra og um fræðslu með-
al unglinga sem hafa áhuga á lax-
og silungsveiði.
Gestir fundarins voru Þór Guð-
jónsson veiðimálastjóri, Gunnar
G. Schram prófessor og Vigfús
Jónsson stjórnarmaður í Lands-
sambandi veiðifélaga. Tvö fram-
söguerindi voru flutt á fundinum
af Þór Guðjónssyni og dr. Gunnari
G. Schram prófessor.
í erindi sínu á þinginu vék
Gunnar G. Schram prófessors sér-
staklega að hinum nýju ákvæðum
Hafréttarsáttmála Sameinuðu
þjóðanna um laxveiðar í sjó. í 66.
gr. hans er að finna merk ákvæði
og nýmæli, sem munu geta komið
Islendingum að gagni í baráttunni
gegn því að íslenski laxastofninn
sé veiddur á úthafinu eða innan
efnahagslögsögu Færeyja og
Grænlands.
í fyrsta lagi leggur sáttmálinn
bann við laxveiðum utan efna-
hagslögsögu ríkja almennt séð. í
öðru lagi heimilar hann uppruna-
ríki laxastofnsins að setja heild-
arkvóta eða veiðitakmarkanir á
afla annarra ríkja. Getur upp-
runaríkið jafnvel bannað allar
laxveiðar erlendra ríkja á þessum
grundvelli í sjó, ef nauðsyn krefur.
Með þessu er fengin viðurkenning
á því að fé og fyrirhöfn kostar að
ala upp laxastofna og því er í
fyllsta máta óeðlilegt að önnur
ríki hirði afraksturinn af því
mikla starfi.
Fram til þessa hefur skort slík
ákvæði í alþjóðalög og verður hér
því um mikla bragarbót að ræða,
þegar sáttmálinn tekur gildi.
Jafnframt er nausynlegt fyrir ís-
lendinga, að áliti dr. Gunnars, að
hafa nána samvinnu við aðrar
þjóðir við Norður-Atlantshaf, sem
rækta lax í ám sínum eða stunda
hafbeit, um setningu heildarkvóta
á laxveiðar erlendra ríkja utan
landhelginnar svo vernd laxa-
stofnanna verði sem best tryggð.
Þessar ráðstafanir og samvinna
eru raunar forsenda fyrir því að
íslenskar ár verði áfram paradís
stangaveiðimannsins og hafbeit á
íslandi eigi nokkra framtíð fyrir
sér, sagði Gunnar.
Þá flutti Vigfús Jónsson frá
Laxamýri kveðju félags síns og
kom þar fram meðal annars að ís-
lenskir stangaveiðimenn eru bestu
viðskiptavinir veiðiréttareigenda.
Nokkrar umræður urðu um
skýrslur, tillögur og reikninga en
að þeim loknum voru eftirfarandi
tillögur frá stjórn LS samþykktar
einróma.
Tillaga 1: Aðaifundur LS hald-
inn á Akureyri 23. og 24. október
1982 ítrekar áskorun sína til
stjórnvalda um stóraukin fjár-
framlög til rannsókna á lífi og
göngum islenska laxastofnsins
vegna þess að enn í ár hefur veiði
farið minnkandi í íslenskum veiði-
ám.
Þá ber brýna nauðsyn til að
hefja nú þegar viðræður við Fær-
eyinga og aðrar þjóðir, um að þær
leggi niður í áföngum laxveiðar í
sjó utan 12 mílna landhelgi. Ný-
afstaðnar samþykktir alþjóðaráð-
stefnunnar um laxveiði í Atl-
antshafi, sem haldin var í Reykja-
vík 18.—22. jan. sl. og 66. gr. al-
þjóðahafréttarsáttmálans gefa til-
efni til að vænta megi árangurs í
þeim viðræðum.
Tillaga 2: Aðalfundur LS hald-
inn á Akureyri 23. og 24. október
1982 leggur til við stjórnvöld
vegna hættu á útbreiðslu fisk-
sjúkdóma til íslands, að keyptir
verði fimm gasskápar til sótt-
hreinsunar á veiðitækjum og þeir
staðsettir á Keflavíkurflugvelli,
Reykjavíkurflugvelli, Akureyrar-
flugvelli og við Seyðisfjarðarhöfn
og Reykjavíkurhöfn.
Tillaga 3: Aðalfundur LS hald-
inn á Akureyri 23. og 24. október
1982 skorar á stjórnvöld að efla
eftirlit vegna ólöglegra veiða við
ósa og í veiðiám, herða eftirlit og
hækka fésektir.
Nánara samstarfi verði komið á
milli eftirlitsmanna, veiðifélaga
og lögregluyfirvalda i hverju um-
dæmi.
Landhelgisgæslan auki vörslu
með ströndum fram og á ósasvæð-
um.
Fulltrúar LS í Nordisk Sport-
fisker Union (NSU) eru Gylfi
Pálsson og Karl Ómar Jónsson og
sóttu þeir fund NSU í Helsinki 19.
og 20. júní sl. Þar skýrðu þeir með-
al annars frá hugmynd Jóns Her-
mannssonar kvikmyndagerðar-
manns um gerð heimildarkvik-
myndar um laxveiðar í sjó, sem öll
aðildarríki NSU tækju þátt í.
Einnig skýrðu þeir frá niðurstöð-
um alþjóðaráðstefnunnar um
verndun lax í Norður-Atlantshafi,
sem haldin var í Reykjavík
18,—22. jan. sl.
Á síðastliðnu ári efndi LS til
happdrættis sem Eyþór Sig-
mundsson og Svavar Gests sáu
um. Vinningar voru veiðileyfi í
lax- og silugsveiðivötnum víðsveg-
ar um landið, sem gefin voru af
stangaveiðifélögum og veiðiréttar-
eigendum.
Birgir J. Jóhannsson, sem var
formaður LS síðastliðið starfsár,
var endurkjörinn en aðrir í stjórn
eru Gylfi Pálsson, Mosfellssveit,
varaformaður, Rósar Eggertsson,
Reykjavík, ritari, Sigurður ívar
Sigurðsson, Hafnarfirði, gjald-
keri, og Sigurður Pálsson, Kefla-
vík, meðstjórnandi. Varamenn í
stjórn eru Karl Ómar Jónsson,
Reykjavík, Tómas Runólfsson,
Akranesi, og Matthías Einarsson,
Akureyri.
SINDRA
STALHE
Fyrirligqjandi í birgðastöð
PRÓFÍLPÍPUR
ni ini ii—M—i i-i i—i m c=ii=i trnD □ czzzic
Fjölmargir sverleikar.
Borgartúni 31 sími27222