Morgunblaðið

Dato
  • forrige måneddecember 1982næste måned
    mationtofr
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 08.12.1982, Side 4

Morgunblaðið - 08.12.1982, Side 4
 36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips: Hægt að spara stórfé með því að sleppa milliliðum „ÁRANGURINN af starfsemi okkar erlendis er mjög góður og þar hefur farið fram umtalsverður kostnaðarniðurskurður, jafnframt því sem færri menn sjá um mun meiri og betri þjónustu en áður. Það hentar okkur því augljóslega mun betur að reka okkar eigin skrifstofur í viðkomuhöfnum okkar en að hafa umboðsaðila, eða milliliði," sagði Ragnar Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Haf- skips, í samtali við Mbl., er hann var inntur nánar eftir aukinni starfsemi fyrirtækisins erlendis, sem hefur gengið mjög vel. Ragn- ar ritaði grein í Mbl. í fyrradag, þar sem hann hvatti íslenzka hagsmunaaðila i útflutningi og víðar til að standa saman um ís- lenzka hagsmuni. Þá lýsti hann því m.a. yfir, að miklir fjármunir færu árlega forgörðum í formi er- lendra milliliða. „Þessir erlendu milliliðir eru yf- irleitt mjög stórir og þjóna mörg- um fyrirtækjum, þannig að hvat- inn til að ná árangri fyrir svo smáa aðila eins og okkur er kannski ekki svo mikill, enda hef- ur reynslan sýnt það ótvírætt á þeim tveimur erlendu skrifstofum, sem við höfum opnað á þessu ári, að hægt er að ná umtalsverðum árangri. Við erum nú með eigin skrif- stofur í New York í Bandaríkjun- um og Ipswich í Englandi. Við teljum okkur t.d. hafa sparað um 200.000 Bandaríkjadollara á rekstri skrifstofunnar í New York, auk þess sem við teljum þjónust- una betri en áður og síðan mun aukinn sparnaður koma fram síð- ar í formi hagstæðari samninga, sem gerðir hafa verið af okkar mönnum. Sparnaðurinn af rekstri skrifstofunnar í Englandi er á bil- inu 50—60.000 sterlingspund á ársgrundvelli. Reyndar hefur rekstur þessara skrifstofa gengið mun betur en við þorðum að vona í upphafi, bæði hvað varðar fjárhagslegan sparn- SJONVORP GÓÐ? BETRI? BEST? EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA ERU EKKI í VAFA. VIÐ ERUM ÞAÐ EKKI HELDUR. VILT ÞU SANN- FÆRAST? SJ ÓNV ARPSDEILD SKIPHOLTI 7 - SÍMAR 20080 8c 26800 að og kannski ekki síður í sam- bandi við starfsþjálfun. Það er ai- veg ómetanlegt fyrir fyrirtæki al- mennt, að geta komið starfs- mönnum sínum í þjálfun erlendis. Sú þekking verður í raun ekki metin til fjár. Að mínu mati er í raun bráðnauðsynlegt, að auka mjög erlenda starfsþjálfun starfsmanna islenzkra fyrirtækja, enda stefnum við að því að fjölga skrifstofum okkar erlendis á næstu misserum og árum.“ Ragnar sagði, að komið hefði í ljós, að auðvelt væri að spara gíf- urlegar fjárhæðir í landflutning- um erlendis. „Það er alveg óþarfi að greiða erlendum milliliðum stórfjárhæðir fyrir að koma vör- unni á áfangastað. Starfsfólk okkar er sífellt að ná betri tökum á þessum þætti með aukinni þekk- ingu og það er alveg ljóst, að mun hagkvæmara er að íslenzkir starfsmenn sjái um þennan þátt málsins og erlendum milliliðum verði hreinlega sleppt. Mín skoðun er reyndar sú, að ef stofnað væri til aukinnar sam- vinnu íslenzkra aðila erlendis, mætti alveg hugsa sér vöruhúsa- rekstur og þjónustumiðstöðvar- rekstur íslendinga á erlendri grund, sem gæti sparað miklar fjárhæðir. Þar er það fyrst og fremst spurningin um að íslenzkir aðilar nái að koma á fót ákveðnu samstarfi. Það sé ekki hver og einn í sínu horni." Ragnar sagði, að auðvelt væri að hagræða á mörgum vígstöðv- um. Nefndi hann í því sambandi tryggingamál. „Það er ljóst, að spara má fé á þeim vígstöðvum ef viljinn er fyrir hendi. íslenzku tryggingafélögin hafa á liðnum árum ekki sýnt þau tilþrif, sem eru í raun nauðsynleg. Þau hafa í of miklum mæli endurtryggt hjá erlendum félögum að mínu mati. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að íslenzku fyrirtækin gætu samein- azt um starfrækslu miðstöðvar t.d. í London og jafnvel víðar og náð betri árangri en í dag. Hin erlendu tryggingafélög hafa í mörgum tifellum lítilla hagsmuna að gæta og beita sér því alls ekki að því marki, sem æskilegt væri.“ Ragnar sagði nauðsynlegt, að menn væru sífellt á varðbergi og væru stöðugt með málin í endur- skoðun. „Að öðrum kosti næst ekki nægilega góður árangur. Við þurf- um í þessum málum eins og svo mörgum öðrum að þjálfa okkar fólk erlendis. Hin erlenda starfs- reynsla er alveg ómetanleg." Að síðustu minntist Ragnar á inn^lutningsverzlunina og sagði breytinga þar þörf. „Það er alveg ljóst, að milliliðir eru of margir í okkar innflutningsverzlun. Auk þess hefur verðlagskerfið í gegn- um tíðina ekki verið mönnum neinn hvati til hagkvæmari inn- kaupa, sem er í raun nauðsynlegt ef einhver árangur á að nást í þeim efnum. Ef sameinazt væri um stærri rekstrareiningu, t.d. í formi þjónustumiðstöðva erlendis, mætti örugglega ná betri árangri en ella, auk þess sem erlenda starfsþjálfun vantar í innflutn- ingsverzluninni." Ragnar ítrekaði þá skoðun sína, að erlend starfsþjálfun í stóraukn- um mæli væri Islendingum alveg bráðnauðsynleg. „Mín skoðun er sú, að það ætti að vera hægt að skapa fjölmörg atvinnutækifæri í sambandi við starfsemi íslenzkra aðila erlendis." „Paradís" flytur á Laugarnesveg NÝLEGA flutti snyrti- og nuddstof- an Paradis starfsemi sína úr Fish- ersundi i ný og björt húsakynni á tveimur hæöum á Laugarnesvegi 82. Eigandi Paradísar er Sigrún J. Kristjánsdóttir, snyrtisérfræðing- ur og sjúkranuddari. Auk hennar starfa þar Áslaug Margrét Gunn- arsdóttir Blöndal, snyrtifræðingur og nuddari, Rósa Guðnadóttir, nuddari og Helga Ingólfsdóttir, nemi. Boðið er upp á alla almenna þjónustu, m.a. andlistbað, fót- snyrtingu, sauna, líkamsnudd, loftþrýstinuddbað, tvöfalda sól- bekki og nýjung í fótavaxi, svon- efnt „So Smooth" hunangsvax. Stofan er opin mánudaga — miðvikudaga og föstudaga frá kl. 9—6 og þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9—20. Einnig er opið á laugardögum. Stofan er opin körl- um jafnt sem konum. Unnið er með franskar snyrti- vörur frá Jean D’Aveze og Boots. Bílastæði eru næg og heitt kaffi á könnunni. (Kréllalilkynninj!)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 275. tölublað - II (08.12.1982)
https://timarit.is/issue/118938

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

275. tölublað - II (08.12.1982)

Handlinger: