Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 17 Frosti Gunnarsson verkstjóri við stjórntöfluna. MorgunblaðiJ/Úlfar. Súðavík: Fullkomin rækjuverk- smiðja tekin til starfa NÝLEGA Dutti fyrirtækið Frosti hf. rækjuverksmiðju sina frá Langeyri og inn í Súðavík. Hefur nær allur búnaður verið endurnýjaður og eru tæki, inn- réttingar og vélar keypt frá fyrirtækinu Matcon í Danmörku. Sævar Birgisson, sem hefur unnið að uppsetningu tækjanna, og Börkur Ákason, framkvæmdastjóri Frosta Konur að störfum hf. vísaði á, sagði í samtali við Mbl: „Rækjan er flutt í kössum frá bátun- um og hún losuð í stórt vatnsker, þaðan er henni dælt í vatni í gegnum rör inn í pillunarvélarnar þar sem hún er pilluð. Þá næst í gegnum sjálfvirkan blásturhreinsara og síð- an út á færiband þar sem fínhreins- un fer fram í höndunum. Rækjan fer þaðan í saltpækil og síðan dælt áfram inn á færiband sem flytur hana í lausfrystingu. Þá er rækjunni pakkað í höndunum og hún vigtuð í höndunum og hún síðan færð niður í frystiklefa í lyftu. Úr stjórnklefa verkstjórans er hægt að stjórna öllum færiböndum og vélum, en þær eru sjálfvirkar og er það aðeins fínhreinsun og vigtun sem unnin er í höndunum. Millivegg- ir eru allir úr gleri svo hægt er að fylgjast með öllu úr stjórnklefa. Hávaði er dempaður með hljóðein- angrandi glerveggjum milli vélasal- ar og starfsfólks. Sennilega er það þó flutningskerf- ið sem mestri byltingu veldur en rækjunni er dælt í vatni um húsið þvert og endilangt og er það algjör nýjung,“ sagði Sævar. Unga konu á þíng — eftir Jónínu Ingólfsdóttur, Ijósmóður, Akranesi PKÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi fer fram um næstu helgi. Þá gefst sjálf- stæðismönnum og öðrum stuðn- ingsmönnum flokksins tækifæri til að tryggja ungri konu setu á Alþingi Islendinga næsta kjör- tímahil. Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur, á Akranesi er í framboði. Hún hefur til að bera hæfileika sem nauðsynlegir eru til að geta unnið kjördæminu og landinu í heild gagn á viðsjálum tímum sem framundan eru hjá þjóðinni. Vegna dugnaðar síns og at- orku var henni falið að gegna starfi framkvæmdastjóra fræðslu- og útbreiðslumála Sjálfstæðisflokksins og á und- anförnum árum hefur hún gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn jafnt innan kjördæmisins sem utan. í starfi sínu hefur hún m.a. ferð- ast um allt land og heimsótt sjálfstæðismean og miðlað þeim af krafti sínum og þekk- ingu sinni á stjórnmálum. Inga Jóna hefur aflað sér staðgóðrar þekkingar á at- vinnulífi þjóðarinnar. Hún er dóttir þekkts skipstjóra hér á Akranesi og síðar útgerðar- manns og hefur tekið þátt í Inga Jóna Þórðardóttir störfum tengdum sjávarútvegi. Hún starfaði einnig hjá skipasmíðastöð Þorgeirs & Ell- erts hf. sem innkaupastjóri og fjallaði lokaverkefni hennar í námi um innlendar skipasmíð- ar. Auk þessa hefur hún góða þekkingu á menntamálum vegna reynslu sinnar sem kenn- ari við Fjölbrautaskólann hér á Akranesi. Öllum sjálfstæðismönnum hlýtur að vera það kappsmál að stuðla að einingu í komandi kosningum til að sigur flokksins Jónína Ingólfsdóttir, Ijósmóðir, Akranesi. verði sem glæsilegastur. Inga Jóna hefur staðið utan við þau átök sem átt hafa sér stað inn- an flokksins og er þess vegna líkleg til að eiga stóran þátt í að sameina krafta sjálfstæðis- manna til sigurs í alþingiskosn- ingunum. Ég vil hvetja alla stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi að sjá til þess að Inga Jóna Þórðardóttir verði fyrsta kjördæmakjörna konan fyrir okkar kjördæmi á Alþingi. Gerið svo vel að líta inn Útsölu- markadur í Kjörgarði (kjallara) Góðar vörur á lágu verði Fatnaður fyrir alla fjölskylduna Barnaúlpur verö frá kr. 390. Dömuúlpur verð frá kr. 490. Herraúlpur verö frá kr. 490. Flauelsbuxur verð frá kr. 195 stæröir 2 Flauelsbuxur stæröir 26—40 kr. 295. Barnapeysur frá kr. 90. Fulloröinspeysur frá kr. 150. Vynilstígvél verö frá kr. 295—395. Sokkar — vetlingar — húfur og margt margt fleira. Sendum í póstkröfu sími 28640 12 Útsölumarkaðurinn í kjallara Kjörgarðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.