Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 26

Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: 3,5% framleiðsluaukning FRAMLEIÐSLA frystihúsa Sölu- miöstöðvar hraðfrystihúsanna varð 91.342 lestir á síðasta ári og jókst framleiðslan um 3,5% frá ár- inu áður, en þá nam hún 88.208 lestum. Útflutningur síðasta árs nam alls 83.040 lestum á síðasta ári, en var 88.693 lestir árið áður, samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Morgunblaðið aflaði sér hjá SH. Að vanda var mest flutt út til Bandaríkjanna eða alls 37.276 lestir á móti 39.752 lestum árið áður. Til Englands voru fluttar 16.897 lestir á móti 20.036 lest- um árið áður og til Rússlands fóru 15.862 lestir á móti 15.787 lestum 1981. Hvað varðar framleiðsluna er athyglisverðast að þorskfram- Akureyri: Bæjarráð vill rífa hús við Geislagötu Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar 6. janúar sl. var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn, að bæjarverk- fræðingi verði falið að sjá um niðurrif húsanna Geislagötu 35, 37 og 39 svo og verkamannaskýlis við Geislagötu; gömlu lögreglustöðv- arinnar. leiðslan, blokk og flök, 1982 var nær 10.000 lestum minni en 1981 eða 26.758 lestir á móti 36.590. Ýsuframleiðslan nam alls 10.622 lestum 1982 á móti 9.330 lestum 1981. Ufsafram- leiðslan jókst úr 6.517 lestum 1981 í 8.141 lest 1982, karfinn úr 17.489 lestum í 21.404 lestir eða um 22%, grálúðuframleiðslan úr 5.518 í 9.223 lestir eða um 67% og síldarframleiðslan úr 4.703 í 7.363 lestir eða um 56,5%. Sprengju- gabb rakið HÓTUN um að sprengju hefuði verið komið fyrir í fjölbýlishúsi við Stigahlíð barst laust eftir há- degi á mánudag. Maður hringdi til lögreglunnar og sagði að sprengja myndi springa innan skamms í húsinu. Lögregla og slökkvilið fóru þegar á vettvang og fannst engin sprengjan. Símtalið var rak- ið og viðurkenndi 19 ára gamall unglingur að hafa hringt og til- kynnt sprengjugabbið. Fri leiksýningu I Gautaborg. Friðarvagninn kemur til íslands NORRÆNT götuleikhús Frið- arvagninn áætlar að heimsækja ísland næsta sumar. Þetta er 40 manna hópur af leiklistarbraut lýðháskólans í Kungálv, Svíþjóð. Þar hefur myndast sú hefð að fara árlega í leikferðalag um Norðurlönd. Þetta eru fjölhæfir krakkar sem fara um götur með tónlist, söng og fimleika, klædd furðulegum búningum og gang- andi á stultum. Síðan hafa þau fjölskylduskemmtun á samnor- rænu máli sem á að skiljast á öllum Norðurlöndum, og flytja leikrit sem eru oft samin og mót- uð af nemendum, og flytja boðskap friðar á gamansaman hátt. Þetta ár verður flutt leikrit eftir H.C. Andersen „Den Stándaktige". Nokkrir íslend- ingar taka þátt í sýningunni, en í þessum norræna skóla hafa að jafnaði verið nokkrir nemendur frá íslandi. Hingað er áætlað að leikhúsið komi 20. júlí, en í ár heimsækir hópurinn Færeyjar og ísland. jr Arsrit Skógræktar- félagsins komið út ÁRSRIT Skógræktarfélags íslands fyrir árið 1982 er komið út og er efni þess fjölbreytt að vanda. Ritið, sem er yfir eitt hundrað blaðsíður að stærð, er gefið út í 4000 eintökum og er þar að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi skógræktarfélaganna á síðasta ári auk fróðlegra greina um ýmislegt er lýtur að skógrækt. Hreppsnefnd Borgarneshrepps: Vill bættar sam- göngur um Hvalfjörð Horgarnesi, 12. janúar. HREPPSNEFND Borgarneshrepps samþykkti samhljóða eftirfarandi tillögu á hreppsnefndarfundi nýlega: „Hreppsnefnd samþykkir að fela sveitarstjóra að athuga um framgang þingsályktunartillagna er þingmenn Vesturlands hafa borið fram á undanförnum þingum varðandi bættar samgöngur um Hvalfjörð. Með tilliti til mikillar umferðar á þessari leið telur hreppsnefnd úrbætur í samgöngum um Hvaifjörð brýnt verkefni og þjóðhagslega hagkvæmt og vill því leggja áherslu á framgang þessa máls.“ Meðal efnis í ritinu má nefna grein eftir Jón Gunnar Ottósson sem ber heitið „Skordýrin og birkið" og fjallar um skaðsemi skordýra á birki og þær átján tegundir skordýra sem einkum leggjast á birki. Þá má nefna grein eftir Sigurgeir Ólafsson um notkun eiturefna við garð- og skógrækt, grein eftir Þórarin Þórarinsson frá Eiðum um „holts“heitið, grein eftir Hall- grím Indriðason um útivist, landnýtingu og skógrækt í þétt- býli, viðtal Huldu Valtýsdóttur við Ólaf Einarsson lækni og spjall við Jón Birgi Jónsson um Alaskaför 1981. Einnig má nefna grein eftir Börje Steenberg um tré í tækni framtíðarinnar auk þess sem birtar eru skýrslur um skógræktarstarfsemina í land- inu. Þá eru minningargreinar um fimm skógræktarmenn er létust á síðasta ári, Daníel Kristjáns- son fyrrv. skógarvörð, Séra Harald Hope, Odd Andrésson, Vigfús Jakobsson frá Hofi og Steingrím Davíðsson skólastjóra á Blönduósi. Ritið er gefið út af Skógrækt- arfélagi Islands og í ritnefnd sitja: Hulda Valtýsdóttir, Sigurð- ur Blöndal, Snorri Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson. Umræður um bættar samgöngur um Hvalfjörð hafa nú að undan- förnu aukist til muna og var m.a. gerð ályktun um þær á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í vestur- landskjördæmi í nóvember sl. Þessi umræða er ekki ný af nálinni eins og alkunna er og á sér langa sögu. Ýmsir áhugaaðilar, sérstaklega á Akranesi, en einnig víðar hafa nú sett aukinn þrýsting á málið. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar svo sem ferja, brú og jarðgöng. Þótt stytting vegarins um Hval- fjörð með brú eða öðru sé ein arð- samasta framkvæmd í vegamálum okkar íslendinga telja menn ekki líklegt að hún hætti að daga uppi á hinu háa Alþingi á næstu árum. — HBj. ESIOFOT UNAN Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gæfu og gengis á nýju ári, tilkynnum við þeim að við hjá ACO hf. höfum tekið við ESKOFOT umboðinu, og erum með til sýnis og sölu vélar og tæki til grafísks iðnaðar. Líttu inn til okkar að Laugavegi 168. Það verður tekið vel á móti þér! acohf Laugaveg 168

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.