Morgunblaðið - 13.01.1983, Page 31

Morgunblaðið - 13.01.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1983 31 Margrét G. Guðmunds- dóttir - Minningarorð Fædd 2. febrúar 1924 Dáin 5. janúar 1983 Mig langar að minnast með fáum og fátæklegum orðum frænku minnar, Margrétar Guð- mundsdóttur. Ég var svo lánsöm sem barn að fá að alast upp ásamt foreldrum og bræðrum með ömmu og afa og frænkum mínum tveim, Margréti og Sesselju. Afi og amma á efri hæðinni, pabbi og mamma á neðri hæðinni og syst- urnar með sín herbergi í risinu. Þvílíkur ævintýraljómi í augum barnsins, þ.e. mín, var ekki risið og herbergi systranna. Notaði ég öll tækifæri til að skottast upp á loft og líta yfir það sem þær áttu, anda að mér ilmvatnsangan, kíkja í leyndardómsfullar krúsir og kassa. Allt var snert og skoðað og var þetta eins og draumur fyrir mér. Aldrei hugsaði ég um hvort ég væri að trufla og þvælast fyrir, enda var mér ekki ýtt til hliðar. Mér var alltaf vel tekið og alltaf velkomin. Þegar þær voru að fara út, í bíó, eða gera eitthvað annað skemmtilegt og voru að snyrta sig fyrir framan spegilinn, stóð ég stjörf af aðdáun. Ekki hef ég verið vel að mér í heiti athafnarinnar því ég sagði: „Magga og Sella mig fála líka“, svo fékk ég rautt á var- irnar og koss á kinnarnar. Nú gat ég státað mig af þrem vörum á andlitinu. Þvílík sæla. Þegar þær áttu svo von á stelp- unum í saumaklúbbinn, kom ég alltaf fyrst, leit yfir stofurnar, sem voru svo fínar og glansandi og hugsaði um allt það fína og góða sem þær áttu að fá að borða seinna um kvöldið. Mikið öfundaði ég stelpurnar í saumaklúbbnum að fá að sitja við borðið með fal- lega dúknum, sem Magga saum- aði. Hann var hvítur og allur bróderaður með allavega litum blómum og svo var blúnda allt í hring. Ég var þá alveg viss um að enginn gat saumað svona fallega eins og Magga frænka. I mínum augum gat Magga allt, framreitt fínustu rétti á augna- bliki, saumað og prjónað. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndunum á henni. Með Möggu steig ég mín fyrstu spor sem innanbúðardama í skógerðinni. Ég fékk að pakka inn, binda utan um og þykjast vera fullorðin. Þá var ég alsæl lítil telpa við hliðina á Möggu. Magga var mér yndisleg frænka og vinur. En árin líða, fólk fer í sitthverja áttina, lengra verður á milli, við hittumst ekki oft. Samt var það svo, að alltaf á jólum, fyrst sem börn, síðan sem ungl- Fæddur 5. júní 1943 Dáinn 2. janúar 1983 Hann Kristján frændi er dáinn. Heils árs hetjulegri baráttu er lokið. Baráttu sem reyndar hófst fyrir tæpum 8 árum. Við sem til þekktum vissum ekki annað en að þá hefði hann sigrast á þessum óboðna gesti, sem nú hefur lagt hann að velli. ingar, svo sem fullorðið fólk með börn og maka, fórum við á Grund- arstíg á jóladag. Fyrst til pabba og mömmu í Þingholtsstræti, síð- an til systranna á Grundarstíg. Minningin lifir í huga mér. Ég mun alltaf minnast Möggu frænku svo lengi sem ég lifi. Hún tengist minningum um bernsku- og ungl- ingsár mín, árum sem oftast eru skemmtilegust og margþætt í minningunni. Hvíli mín elskulega frænka í Guðs friði. Systkinum hennar, Halldóru, Kristjáni, Sig- mari og Sesselju, sendi ég samúð- arkveðjur. Góður Guð veri með þeim, styrki og leiði í sorg þeirra og ástvinum öllum bið ég Guðs blessunar. Nína V. Kristjánsdóttir „()g því varA allt sv« hljótt vid holfrt*j»n þína S4>m hefdi klökkur gígjuNtrengur brostió. ()g enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Tómas (•uðmundsson. Einn er sá sem allt er lífsanda dregur heimsækir fyrr eða síðar. Það er dauðinn. En hvað dagurinn heitir veit enginn nema sá sem öllu stjórnar. Eitt sinn skal hver deyja stendur skrifað en hver ætli leiði hugann að slíku meðan allt leikur í lyndi. Þegar svo kallið kemur til einhvers sem manni stendur nærri þá verður maður hissa. Fæstir eru viðbúnir að heyra dauðafregn. Þannig var það líka er það fréttist að Magga væri dáin. Hún hét fullu nafni Margrét Guðrún Guðmundsdóttir, fædd 2. febrúar 1924. Hún var því tæpra 59 ára er hún kvaddi þennan heim 5. janúar sl. Magga, eins og hún var alltaf kölluð af okkur í fjöl- skyldunni, var satt að segja kátust af okkur öllum og því stendur maður orðlaus yfir því að nú slær hennar góða hjarta ekki meir og hennar glaðlegi hlátur er þagnað- ur. Enginn ræður sínu skapa- dægri. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Kr. Halldórsson, trésmið- ur, og kona hans, Vigdís Jónsdótt- ir. Þau bjuggu að Grundarstíg 5, Reykjavík, allan sinn búskap og ólu börn sín þar upp. Börnin sem upp komust urðu sex og voru það þrjár systur og þrír bræður. Var Magga næstyngst þeirra. Óhætt er að segja að hún fæðist á þeim tíma þegar Reykjavík er að breyt- ast úr bæ í borg. Þingholtin voru að byggjast og ennþá stóðu nokkr- ir gamlir steinbæir hér og þar til vitnis um gamla tíð. Þar á meðal var Bergstaðastræti 16, Litla Lífsviljinn var mikill, glaðværð- in látin sitja í fyrirrúmi, þrátt fyrir vitneskjuna um hvert stefndi. Þann tíma naut hann eig- inkonu og dóttur sem léttu þessa erfiðu baráttu með óbilandi kjarki. A kveðjustund sækja minn- ingarnar á. Frá bernskuárum á ísafirði, hjá ömmu Jónu og afa Grund, en þar bjuggu föðurfor- eldrar hennar. Holtin þarna í kring voru eins og umgjörð um það líf sem lifað var á þessum eft- irstríðsárum. Það var ekki mulið undir neinn á þeim árum. Allir þurftu að læra að vinna og taka þátt í lífsbaráttunni. Foreldrarnir brutust áfram með stóran barna- hóp með dugnaði, sparnaði og nýtni. Þetta var það veganesti sem hún fékk úr föðurhúsum. Að barnaskólanámi loknu fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík eða Kvennó eins og þessi skóli var gjarnan kallaður. Síðan tók starf- ið við. Fékkst Magga við ýmis störf svo sem við afgreiðslu í Nora-Magasíni, sem var þar sem Almannatryggingar eru nú, í Pósthússtræti. Þar fékkst allt milli himins og jarðar og var ævintýri að heimsækja hana þangað. Um árabil vann hún við fyrirtæki bræðra sinna, þeirra Kristjáns og Sigmars, Skógerð Kristjáns Guðmundssonar, fyrst að almennum skrifstofustörfum og síðan við hönnun á skófatnaði, en þá grein kynnti hún sér vetur- langt í Kaupmannahöfn. En iðn- aður á íslandi er sem öspin. Verði hretin of þung bognar hún og deyr. Svo fór um þessa stóru skógerð. Um nokkurt skeið vann hún hjá því þekkta togarafyrir- tæki Alliance og átti þar mikil samskipti við sjómenn og sjó- mannskonur vegna afskipta sinna af launauppgjörum og fórst henni það vel úr hendi sem annað. Magga giftist aldrei en bjó með foreldrum sínum og systur, Sess- elju, að Grundarstíg 5 allt sitt líf. Þegar árin færðust yfir gömlu hjónin brast heilsa þeirra og tók Magga þá að sér það mikilvæga hlutverk ásamt systur sinni að búa þeim gott ævikvöld allt þar til þau féllu frá. En síðustu árin vann hún ekkert utan heimilisins vegna þessa. Þarna sýndi Magga að hún bjó yfir miklum hæfileikum að takast á við það verkefni að Sigurði, seinna sem fullorðið fólk í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi. Samverustundirnar hjá Ellu og Frissa á Nesinu. Heimsóknir feðg- anna á 33. Enginn fær sín örlög flúið. Spurningar hrannast upp, en svör- in verða færri. Því hann svo ung- ur, hrifinn burt frá eiginkonu og börnum, frá syninum sem þarfn- aðist hans svo mjög. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur. Sigrún mín, Arna og Ásgeir Isak, megi góður Guð styrkja ykk- ur um alla framtíð. Hjörný stunda foreldrana þegar þau þurftu svo mikið á því að halda. Hjúkra og annast aldraða foreldra sína. Síðast föður sinn, Guðmund, blindan og farinn að heilsu. Þetta verkefni verður hennar bauta- steinn. Nú síðustu árin hefur hún unnið hjá Póstgíróstofunni. Áhugamál hennar voru marg- vísleg. Gaman hafði hún af hann- yrðum og þá var unun að koma í jólaboðin á Grundarstíg þar sem borð voru hlaðin laufabrauði og „pörtum". Hún stundaði útilíf á yngri árum, skíðaferðir og fjalla- ferðir. Nú síðari ár naut hún sam- vista við börn frænku sinnar sem ólst upp á heimilinu og voru þau henni mikils virði. Magga var glæsileg ung kona, há og grönn, dökkhærð og rösk í fasi. Hún hafði ákveðnar skoðanir um lífið og tilveruna og fór sínar leiðir i þeim efnum. Hún var vina- föst og um það vottar sauma- klúbburinn hennar ser.i lifað hefur áratugi. En nú er þar skarð fyrir skildi. Nú er komið að leiðarlokum. Það líf sem blómstraði fyrir átta vikum er ekki lengur til. Jarðar- förin fer fram 13. janúar. Margs er að minnast og margs er að sakna. Þess bið ég heitast að tím- inn lækni sárin og þerri tárin. Þetta er lífsins saga. Kveðja, Jóhann Kristjánsson í dag verður jarðsungin, frá Dómkirkjunni í Reykjavík, starfs- félagi okkar Margrét Guðmunds- dóttir. Síst hvarflaði að okkur að það væri hennar hinsta för þegar hún sagðist, fyrir nokkrum vikum, þurfa að fara á sjúkrahús vegna rannsóknar. Hafi hana grunað að um frekari veikindi væri að ræða þá orðaði hún það ekki við okkur. Þótt hún væri ekki jafn hress og smáglettin eins og hún átti að sér, síðustu dagana áður en hún lagð- ist á sjúkrahúsið, þá kvartaði hún ekki yfir veikindum sínum frekar en öðru, enda með afar heilsteypta og vandaða skaphöfn. Margrét Guðmundsdóttir var greind kona, vel menntuð, við- ræðugóð og tíguleg í framgöngu. Síst var henni að skapi að láta á sér bera eða reyna sýnast öðrum fremri. Einmitt þess vegna var ekki hægt annað en taka eftir og bera sérstaka virðingu fyrir þess- ari virðulegu og prúðu konu, sem á yfirvegaðan hátt vann öll sín störf af samviskusemi og nákvæmni. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við vin og starfsfélaga, vitandi það að bak við móðuna miklu situr slíkt fólk í öndvegi. Ættingjum og öðrum vanda- mönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Starfsfélagar á Póstgíróstofunni Tveir togarar fengu á sig sjó í síðasta óveðri TVEIR íslenzkir skuttogarar, Otur GK og Vigri RE urðu fyrir smávægis áfóllum í síðustu óveðurshrinu, sem gekk yfir landið. Engin slys urðu á mönnum en nokkrar skemmdir urðu á skipunum. Það var aðfaranótt síðastliðins mánudags að Vigri var staddur út af Hornafirði í mjög slæmu veðri og hélt sjó. Fékk skipið þá sjó á brúna og skemmdist radarinn lít- illega við það. Skipverjar gátu lag- fært bilunina og var veiðum hald- ið áfram þegar veðrinu slotaði. Vigri mun síðan selja afla sinn í Þýzkalandi næstkomandi þriðju- dag. A svipuðum tíma var Otur á leið í söluferð til Englands og var staddur austur af landinu í aftaka veðri. Fékk skipið þá brot á brúna og brotnaði einn brúargluggi. Við það komst nokkur sjór í brúna og skemmdi eitthvað af tækjum. Skipið hélt þó áfram leið sinni eins og veður leyfði og mun selja afla sinn í Grimsby á fimmtudag. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kristján Ásgeir Ás- geirsson húsasmíða- meistari — Minning MARLIN-TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN KRAFTTÓG NÆLON-TÓG LANDFESTAR • BAUJUSTENGUR PLAST, BANBUS BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORÐAR LÍNUBELGIR NETABELGIR NÓTABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR MÖRE- NETAHRINGIR LÓDADREKAR NETADREKAR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR BAUJUFLOGG NETAFLÖGG PLASTKÖRFUR VÍRKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í KASSA, OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR KLAKASKÖFUR VÍR- OG BOLTAKLIPPUR TROLLLÁSAR DURCO-PATENTLÁSAR Vj“,5/8“, %“ GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR Sími28855 Opiö laugardaga 9—12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.