Morgunblaðið - 13.01.1983, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
Bréfi svarað:
Enn um álmálið
— eftir Guðmund G.
Þórarinsson, alþm.:
Nokkuð er nú liðið síðan Ingi R.
Helgason ritaði mér bréf hér í
blaðinu. Talsvert finnst mér Ingi
sjá sannleikann og raunveruleik-
ann með öðrum augum en ég.
Reyndar hefur Inga þegar borist
svar við bréfinu frá einum nefnd-
armanni í álviðræðunefnd, Hirti
Torfasyni. Hjörtur lýsir frásögn
Inga af málum sem „pottbroti",
svo mjög sé þar pottur brotinn.
Ég ætla ekki hér að gera deiluna
við Alusuisse almennt að umræðu-
efni, enda hefur afstaða mín í því
máli komið skýrt fram bæði í
skrifum og ræðum á Alþingi. Ekki
verður þó hjá því komist að drepa
á kjarna málsins. Deilan er tví-
þætt. Annars vegar deilan um
verðlagningu hráefnis til ISAL og
skattframtal og skattgreiðslur
fyrirtækisins. Hins vegar deilan
um orkuverðið og endurskoðunar-
ákvæði samningsins. I eðli sínu
eru þessi tvö mál ekki tengd.
Deilan við Alusuisse
I tvö ár hefur nú staðið deila við
Alusuisse. Islensk stjórnvöld
halda því fram að fyrirtækið hafi
beitt yfirverði á hráefnum og
þjónustu til ÍSAL og þannig kom-
ist hjá skattgreiðslum hér á landi.
Ég hefi margsinnis lýst því yfir
í ræðum á Alþingi, að ég er sann-
færður um, að svissneski álhring-
urinn hefur selt ÍSAL hráefni á
yfirverði og þannig komist hjá því
að greiða þá skatta, sem hann ella
hefði átt að greiða.
Astæða þessa alls liggur að
mínu viti í skattareglum í Sviss. í
Sviss greiða fyrirtæki í skatta að-
eins helming af því, sem greitt er í
nærliggjandi löndum svo sem
Þýzkalandi, Frakklandi o.s.frv.
Þetta verður til þess að mörg
fjölþjóðafyrirtæki hafa höfuð-
stöðvar sínar í Sviss. Þau reka síð-
an dótturfyrirtæki í ýmsum lönd-
um eins og Alusuisse rekur ISAL
hér.
Hráefni og þjónusta eru síðan
verðlögð frá höfuðstöðvunum til
dótturfyrirtækjanna. Þannig er
unnt að sjá til þess að arður verði
sem minnstur í dótturfyrirtækj-
unum en renni hins vegar til móð-
urfyrirtækisins í Sviss, þar sem
skattgreiðslur eru mjög lágar.
Þetta er síðan orsök fjárstreymis-
ins til Sviss og uppbyggingar
svissneska bankakerfisins og
svissneska efnahagsundursins.
Þetta eiga mörg lönd við að
stríða og ætti að mínu viti að taka
upp við ríkisstjórn Sviss. Skatta-
mál fyrirtækja hljóta að vera einn
þátturinn í fríverslunar-
samningum.
Niðurstöður athugunar
Samkvæmt ákvæðum samn-
ingsins milli Alusuisse og íslensku
ríkisstjórnarinnar getur íslenska
ríkisstjórnin ráðið alþjóðlegt
endurskoðunarfyrirtæki til að yf-
irfara reikninga ÍSAL ef henni
þykir þurfa. Fyrirtækið Coopers &
Lybrand var ráðið til þessa verks
og hefur nú lokið því. Niðurstöður
eru:
Yfirverð á súráli 1975—81 17,6 m $
Yfirverð á rafskautum 1975—8113,6 m $
Ofreiknaðar afskriftir 1980—81 4,4 m $
eða um 588 m. íslenskra króna.
Samkvæmt þessu hefur ÍSAL
vangreitt skatta á íslandi á tíma-
bilinu 1975—81 líklega um 6 m $
eða 95—100 m. ísl. kr.
Þótt endalaust megi deila um
„arms-length prices" og önnur slík
ákvæði, tel ég ótvírætt að niður-
staða Coopers & Lybrand sé sú
haldbesta sem unnt er að fá í
þessu máli.
Ég tel eðlilegt að íslendingar
leggi skatta á ÍSAL í samræmi við
þessar niðurstöður, en samkvæmt
samningum getur Alusuisse óskað
eftir gerðardómsúrskurði bæði
varðandi mat þessara upphæða og
túlkun ýmissa samningsákvæða er
þetta varðar.
Eðlilegt er því að samkomulag
verði um gerðardóm í þessu máli.
Orkuverðið
A undanförnum árum hefur
orkuverð mjög farið hækkandi í
heiminum í kjölfar tveggja olíu-
verðssprenginga 1973—74 og
1978—79. Orkuverðið 6.45 mills pr.
kwh, sem ISAL greiðir, er því orð-
ið mjög úr samhengi við það sem
nú gerist.
I Norður-Ameríku er meðal-
orkuverð til álvera nú líklega um
18 mills/kwh og í Evrópu um 20
mills/kwh.
Tvöföldun orkuverðsins til ÍSAL
mundi þýða árlega tekjuaukningu
Landsvirkjunar upp á um 8 m $
eða um 130 m. ísl. kr. Þreföldun
mundi þýða tekjuaukningu Lands-
virkjunar árlega um 16 m $ eða
um 260 m. ísl. kr.
Af þessu sést, að deilan um
skattgreiðslur ÍSAL er smámunir
miðað við þá hagsmuni sem liggja
í hækkuðu orkuverði.
Skattgreiðslurnar fyrir
1975—81 gætu numið um 6 m $ í
eitt skipti fyrir öll. Hækkun orku-
verðs, t.d. í 15 mills/kwh mundi
nema 10—11 m $ árlega.
Það er því ljóst, að þótt sjálf-
sagt sé að krefja Alusuisse um
réttar skattgreiðslur, mega deil-
urnar um þær ekki verða til þess
að fresta viðræðum um hækkað
orkuverð endalaust.
Frammistaða iðnaðarráð-
herra í tvö ár —
árangur enginn
Iðnaðarráðherra hefur nú feng-
ist við þessi mál í meira en tvö ár.
í rúmlega 1V4 ár hefi ég setið í
álviðræðunefnd og fylgst með
málum, gert tillögur en án árang-
urs.
Ég vil nú freista þess að rekja í
fáum orðum hvernig málið kemur
mér fyrir sjónir og af hverju mín
Guðmundur G. Þórarinsson
„Mér virðist þeir Alu-
suisse-menn eiga mikinn
vin í Hjörleifi og alþýðu-
bandalagsmönnum.
Þrátt fyrir gífurlegar
breytingar á orkuverði í
heiminum hafa þeir kom-
ist hjá því að ræða orku-
verðshækkun við ráðherra
en tekist að halda honum
við skattadeiluna.
Þessi tvö ár hafa orðið
íslendingum dýrkeypt.“
skoðun er sú, að iðnaðarráðherra
annaðhvort vilji ekki semja eða
geti það ekki, nema hvort tveggja
sé.
Upphafið
Fyrir tveim árum hóf iðnaðar-
ráðherra að bera þungar ásakanir
á Alusuisse með miklum bumbu-
slætti og fylgdu æsiskrif í Þjóð-
viljanum. Heldur fannst mér það
óviturlega og flumbrulega af stað
farið miðað við þá hagsmuni sem í
veði eru.
Eftirleikurinn hefur síðan allur
verið erfiðari vegna upphafsins.
Mér virðist ráðherra og Alþýðu-
bandalagið fremur láta flokks-
hagsmuni og áróðurssjónarmið
ráða gerðum sínum en áhuga á að
knýja fram raunhæfan árangur.
Þriggja punkta leiðin
I álviðræðunefnd var mönnum
strax ljóst, að meginmálið hlaut
að vera að fá fram endurskoðun
orkusamningsins. Raunar er hér
eins og áður segir um tvö aðskilin
mál að ræða, deiluna um skatt-
greiðslur og endurskoðun orku-
samningsins.
Vandinn er hins vegar sá, að
Svisslendingarnir neituðu að ræða
orkumálin meðan þeir lægju undir
ásökunum um sviksamlegt athæfi,
en það orðalag hafði þeim borist í
bréfi frá iðnaðarráðherra.
Spurningin var því hvernig ætti
að afgreiða eldri deilumálin, svo
unnt væri að ræða framtíðina.
Eftir að fundir álviðræðunefnd-
ar og Alusuisse í árslok 1981 höfðu
reynst árangurslaust þjark um
verð á súráli og rafskautum lagði
ég fram í álviðræðunefndinni til-
lögu, sem í umræðum á eftir var
kölluð 3ja punkta leiðin.
Ég skildi það svo, að nefndin
hefði orðið sammála um að þessi
3ja punkta leið yrði reynd í við-
ræðum ráðherra við Svisslend-
ingana.
Tillagan fólst í eftirfarandi at-
riðum:
a) íslendingar lýstu því yfir, að
þeir sökuðu Alusuisse ekki um
sviksamlegt athæfi heldur væri
um að ræða ágreining varðandi
túlkun samninga.
b) Ágreiningi þessum væri vísað
til gerðardóms í samræmi við
ákvæði samninga.
c) Aðilar settust þegar í stað
niður og hæfu samningavið-
ræður varðandi framtíðarsam-
skipti, svo sem endurskoðun
orkusamningsins o.fl.
Fundur iðnaðarráðherra og
Alusuisse varð árangurslaus.
Ég hitti þá aðalsamningamann
Alusuisse ásamt formanni álvið-
ræðunefndar og skýrði fyrir hon-
um 3ja punkta leiðina. Hann lýsti
því yfir að hann teldi þetta leið til
að opna samningaviðræður.
Iðnaðarráðherra hélt síðan fund
með Alusuisse. Fundurinn varð
árangurslaus. Þetta þótti mér
skrýtið.
Bréf frá Alusuis.se
Nokkru síðar barst bréf frá ÍS-
AL þar sem staðfest var að 3ja
punkta leiðin gæti verið leið til
þess að opna samningaviðræður.
Boðaði Alusuisse þá til fundar í
Kaupmannahöfn um málið en af-
lýsti honum síðar.
Það er fyrst í apríl og júní sem
iðnaðarráðherra nær að ræða
málið.
Fundirnir urðu árangurslausir.
— Þetta þótti mér skrýtið. Iðnað-
arráðherra sleit síðan tilraunum
til viðræðna einhliða án samráðs
við álviðræðunefnd og hafði síðan
ekkert frumkvæði að því að koma
viðræðum á.
Ráðherranefnd
Á tímabilinu var sett ráðherra-
nefnd í málið. Hún hitti fulltrúa
Alusuisse aðeins einu sinni. Iðnað-
arráðherra var mjög illa við, að
aðrir ráðherrar ráðherranefndar-
innar hittu fulltrúa Alusuisse.
Ráðherranefndin undir forystu
iðnaðarráðherra hefur ekkert
starfað.
Þetta þótti mér skrýtið.
Lokaskýrslur C&L
Um mánaðamótin október-nóv-
ember berst álviðræðunefnd end-
anleg skýrsla Coopers & Lybrand
um skattamálin og yfirverð.
Fulltrúar iðnaðarráðherra og
Alþýðubandalagsins í nefndinni
lögðu þá ofurkapp á að álviðræðu-
nefndin afgreiddi skýrsluna þegar
daginn eftir að hún barst nefndar-
mönnum, þannig að nefndin legði
til að skattar yrðu lagðir á ÍSAL í
samræmi við niðurstöðurnar.
Ég var efnislega sammála því,
en í umræðum kom fram, að ÍSAL
hafði ekki fengið skýrslurnar í
hendur.
Ég lýsti því þá yfir, að mér
fyndist óeðlilegt að álviðræðu-
nefnd afgreiddi málið frá sér áður
en mótaðilinn fengi að sjá gögnin.
Að minni tillögu voru síðan
skýrslurnar sendar ÍSAL og Alu-
suisse og boðað til nýs fundar í
álviðræðunefnd hálfum mánuði
seinna.
Fyrir næsta fund nefndarinnar
berst hins vegar bréf frá Alu-
suisse þar sem þeir buðu fram
ákveðnar hugmyndir um viðræð-
ur.
Ég verð að játa, að mér fannst
skrýtið hversu mikla áherslu iðn-
aðarráðherra lagði á að afgreiða
eldri deilumál með skattálagningu
áður en Alusuisse fengi niðurstöð-
ur endurskoðendanna í hendur.
Mér fannst það ekki í samræmi
við almennar samskiptareglur.
Bréf Alusuisse
Bréfið sem Alusuisse sendi 10.
nóv. ’82 sem boð um samningavið-
ræður var á þessa leið í lauslegri
þýðingu:
„I því skyni að sýna vilja okkar
til þess að setja vinsamlega niður
deilu okkar við ríkisstjórn yðar
sendum við hér með eftirfarandi
tillögur yður til íhugunar:
1) Samkomulag varðandi deiluna
um skattgreiðslur.
a. (I) Ríkisstjórn íslands og
Alusuisse (hér eftir vitnað til
sem aðilar) tilnefna gerðardóm
þriggja löglærðra sérfræðinga.
Einn verði tilnefndur af hvor-
um aðila en formanninn til-
nefni aðilar í samkomulagi.
Gerðardómur þessi gefi álit á
hversu skilja beri grein 27.03 á
aðalsamningi varðandi „arm’s
length dealing" (viðskipti milli
óháðra aðila) með tilliti til
greinar 1.03 (c) í aðstoðar-
samningi. Gerðardómurinn
gefi einnig álit á' rétti ríkis-
stjórnarinnar til að leggja
skatta á ÍSAL aftur í tímann
fyrir 1980.
(II) Aðilar tilnefni á sama hátt
gerðardóm íslenskra lögfræð-
inga (tax lawyers) er skili áliti
á skattmeðferð varðandi geng-
istap sem ÍSAL hefur orðið
fyrir og afskriftatíma sem nota
skuli við afskrift hreinsunar-
tækja.
Álit gerðardóma í (I) og (II)
verði bindandi fyrir báða aðila.
b. I samræmi við gerðardóm-
ana, sem vísað er til hér að
ofan, verði alþjóðlegu óháðu
endurskoðunarfyrirtæki falið
að endurreikna skatta ÍSAL
fyrir árið 1980 og fyrri ár, ef
niðurstaðan er á þann veg.
Alusuisse áskilur sér rétt til
að leggja fram frekari upp-
lýsingar varðandi skýrslur,
sem iðnaðarráðuneytið sendi
Alusuisse 22. okt. 1982.
Niðurstöður af skattálagn-
ingu slíks alþjóðlegs, óháðs
endurskoðunarfyrirtækis
tæki einnig með í reikning-
inn rétt ÍSAL til að leggja
20% af skattskyldum tekjum
í varasjóð.
c. Aðilar munu ekki gera
ágreining varðandi niður-
stöðu slíks alþjóðlegs óháðs
endurskoðunarfyrirtækis, ef
komist er að niðurstöðu í
samræmi við þá málsmeð-
ferð, sem lýst er hér að ofan.
2) Framtíðarrekstur ÍSAL, þegar
aðilar hafa orðið sammála
um að leysa ágreining sinn á
þann hátt sem lýst er að ofan
undir 1., er Alusuisse tilbúið
að taka þegar upp samninga-
viðræður við ríkisstjórnina,
er nái til eftirfarandi atriða:
a) Endurskoðun á orku-
samningnum milli Lands-
virkjunar og ÍSAL, þar sem
tekið er tillit til orkukostnað-
ar álvera í Evrópu og Amer-
íku sem og samkeppnisað-
stöðu álframleiðslunnar á ís-
landi.
b) Endurskoðun á ákvæðum
aðalsamnings varðandi
ákvörðun framleiðslugjalds í
því skyni að gera þau ótví-
ræðari til að forðast álíka
deilu í framtíðinni, sem skað-
aði gott samband milli aðila.
c) Stækkun álversins með
þátttöku nýs hluthafa.
d) Heimild fyrir ríkisstjórn-
ina til að verða hluthafi í ÍS-
AL.
bátavélar
Eigum fyrirliggjandi 80 heatafla Ford Mercraft Diesel
bátavélar med skrúfu og skrúfuöxli. Vélarnar eru með PRM
265 niöurfærslugír 3:1. 2 Alternatorar 30 og 90 AMPER. 24
Volta rafkerfi. Jabsco lensidælu meö kúplingu. Tvöföld
stjórnun á vél. Aflúrtak fyrir vökvadælur. Varahlutir og
verkfæri samkvæmt reglum Siglingamálastofnunar.
Leitiö upplýsinga. Góöir greiðsluskilmálar.
Getum afgreitt vélar strax á gömlu gengi.
Vélar & Taeki hf.
TRYGGVAGATA 10 BOX 397
REYKJAVlK SlMAR: 21286 - 21460