Morgunblaðið - 13.01.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.01.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 + Eiginmaður minn, AGNAR LÍNDAL HANNESSON, Hrefnugötu 1, lést í Landakotsspítala mánudaginn 10. janúar. Fyrir hönd vandamanna, Kala Kristjansen. + Faöir okkar, ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON frá Dalvík, lést aö kvöldi 11. janúar. Anna Stína Þórarinsdóttir, Jóhannes Þórarinsson. + Móöir mín, KRISTÍN LÚOVÍKSDÓTTIR, Skagabraut 26, Akranesi, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 10.30. Sigrún Magnúsdóttir Holt. + Bróöir okkar, GUDMUNDUR GÍSLASON frá Kambsnesi, veröur jarösunginn laugardaginn 15. janúar kl. 14.00 frá Hjarðar- holti í Dölum. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Ásta og Guófinna Gísladætur. Faöir okkar, tengdafaöir og 'afi^^" ANNILÍUS B. JÓNSSON, Hraunteig 15, sem lést í Landakotsspítala 31. desember, veröur jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 14. janúar kl. 3. Erna Annilíusdóttir, Henning Weiss, Guómundur Annilíusson, Sólveig Ásgeirsdóttir, og barnabörn. + Jaröarför HANNESARSÖLVASONAR, Fossvegi 27, Siglufirói, fer fram frá Siglufjaröarkirkju, 13. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. * + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, HERMUNDUR V. TÓMASSON, Bústaðavegi 93, er lést 6. janúar, veröur jarðsunginn frá Bústaöakirkju föstudag- inn 14. janúar kl. 13.30. Gyóa Thorlacius, Sigmundur Hermundsson, Stella Pálsdóttir, Bergljót Hermundsdóttir, Kristmann Óskarsson, Auður Hermundsdóttir, Guójón E. Jóhannsson, og barnabörn. + Ástkaer móöir okkar, tengdamóöir' amma og langamma, KRISTJANA MARGRÉT SIGMUNDSDÓTTIR frá ísafirði, sem lést á heimilí dóttur sinnar aö Elliöavöllum 11, 6. janúar síðastliöinn, veröur jarösungin frá Keflavikurkirkju föstudaginn 14. janúar kl. 14.00. Hulda Agnarsdóttir, Sigþrúöur Agnarsdóttir, Höskuldur Agnarsson, Áslaug Sigurðardóttir, Svava Agnarsdóttir, Garöar Pátursson, Agnes Agnarsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Hjartlfna Agnarsdóttir, Jóhannes Bjarnason, Guömundur Agnarsson, Jenní Jakobsdóttir, Erna Agnarsdóttir, Örlygur Þorvaldsson, Margrét N. Agnarsdóttir, Leó Martinez, Sigmundur Agnarsson, Elísabet Víglundsdóttir, Eyjólfur Agnarsson, Sigríður Traustadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. • • Jóhanna Ogmunds- dóttir — Minning Fædd 3. júlí 1919 Dáin 1. janúar 1983 í dag, fimmtudag, kl. 1.30, fer fram frá Hallgrímskirkju útför Jóhönnu Ögmundsdóttur. Jóhanna Ögmundsdóttir eða Hanna eins og hún var kölluð lést þann 1. þessa mánaðar. Andlát hennar kom okkur nokk- uð á óvart þó að við vissum að hún hafði átt við veikindi að stríða. Maður á líka dálítið bágt með að átta sig á því að þessi lífsglaða kona, sem létti okkur svo oft í skapi með sínu glaða viðmóti, sé allt í einu horfin okkur. Það var svo stutt síðan við sáum hana glaða og hressa að því er okkur virtist. En er þetta ekki gangur lífsins. Við skulum þakka fyrir þær björtu oggóðu minningar sem hún skiiur eftir í hugum svo margra. Hanna var ættuð af Snæfells- nesi. Foreldrar hennar voru Hermína Jónsdóttir frá Hrísum í Fróðárhreppi og Ögmundur Jó- hannesson sjómaður í Ólafsvík. Hanna missti móður sína er hún var tveggja ára og var þá komið í fóstur. Lengst var hún í Látravík í Eyr- arsveit hjá þeim mætu hjónum Kristbjörgu Helgadóttur og Sig- urði Jónssyni. Árið 1929 flyzt Hanna svo til Ólafsvíkur til föður síns, sem þá var kvæntur seinni konu sinni, Þórdísi Ágústsdóttur. Hanna átti fimm hálfsystkini og einn albróður. Um 17 ára aldur missir Hanna svo föður sinn svo það má segja að bernsku og æsku- ár hennar hafi ekki verið reynslu- lítil. 6. september 1941 giftist Hanna eftirlifandi eiginmanni sínum, Runólfi Kristjánssyni frá Ólafs- vík, hinum mætasta manni. Þau eignuðust fjögur börn og eru þau þessi: Ögmundyr, kvæntur Þór- eyju Þorkelsdótt jr og eiga þau tvö börn. Kristján, kvæntur Kristínu Pétursdóttur og eiga þau tvö börn. Hörður, kvæntur Mundu Jóhanns- dóttir og eiga þau fjögur börn. Sigurður, kvæntur Guðrúnu Gísladóttur og eiga þau tvö börn. Barnabörnin eru því orðin tíu, svo að það er ekki orðinn svo lítill af- komendahópur. Að endingu vil ég flytja kveðju frá mér og fjölskyldu minni fyrir allt gott á liðnum árum. Ég votta eiginmanni, börnum og barna- börnum mína dýpstu samúð. Jóakim Pálsson I dag, fimmtudag, 13. janúar 1983, verður jarðsungin frá Hall- grímskrirkju Jóhanna Ögmunds- dóttir, sem var fædd í Ólafsvík 3. júlí 1919, dóttir hjónanna Her- maníu Jónsdóttur og Ögmundar Jóhannessonar. Þau hjón áttu tvö börn, Jóhönnu og Brand. Her- manía dó 1921 þegar Hanna var aðeins tveggja ára. Þá var hún tekin í fóstur að Vík í Eyrarsveit. Þar var hún til 11 ára aldurs eða þar til faðir hennar giftist Þórdísi Ágústsdóttur. Með henni átti hann fimm börn; Jóhannes Her- mann, Eirík Leif, Hólmkel Sigurð, Bergmund og Öglu. Hanna átti góðar og bjartar minningar um veru sína í Vík og talaði oft um hvað gott fólkið þar hafi verið við sig. En hún var líka ánægð yfir því að fá að vera hjá pabba sínum, sem henni þótti mjög vænt um, og rifjaði oft upp minningar um hann. Hún vildi að við systurnar vissum hve góður maður hann afi okkar var, en hann dó 1937. Arið 1941 giftist Hanna eftirlif- andi manni sínum, Runólfi Krist- jánssyni. Foreldrar hans voru Lára Elínmundardóttir og Krist- ján S. Jónsson. Hanna og Runni eignuðust fjóra syni, þeir eru: Ögmundur Her- mann, sem giftur er Þóreyju Þor- kelsdóttur, Kristján Lárus, sem giftur er Kristínu Pétursdóttur, Hörður, sem giftur er Mundu Jó- hannesdóttur, og Sigurður'Krist- ján, sem giftur er Guðrúnu Gísla- dóttur. Barnabörnin eru 10 og var Hönnu mjög annt um þau. Hjóna- band Hönnu og Runna hefur verið mjög gott og þau verið sérstaklega samhent og hamingjusöm. Samband föður okkar, Berg- mundar Ögmundssonar, og Hönnu hefur alltaf verið mjög gott og mikill samgangur á milli heimil- anna. Þess vegna höfum við syst- urnar fengið að njóta þessarar bestu frænku okkar, frá fæðingu. Við vorum oft hjá henni þegar hún bjó í 'Ólafsvík og þeirra daga er gott að minnast. Hún gaf sér góð- + Móöir okkar, tengdamóöir, amma, langamma, og langalanga- amma, ÞÓRDÍS ÞORLEIFSDÓTTIR frá Ásgaröi, Grundarfiröi, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 15. janú- ar kl. 13.00. Ferö frá Umferðarmiðstöðinni föstudaginn 14. janúar kl. 14.00. Þeir sem vifdu minnast hennar eru beðnir að láta Grundarfjarð- arkirkju njóta þess. Börn, tengdabörn og aörir niðjar. Útför + FRIÐRIKS GUÐNASONAR, fulltrúa, Lindargötu 44b, Reykjavík, verður gerö frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. janúar kl. 15.00. Helga Þorsteinsdóttir, Kjartan Friðriksson, Auður Friöriksdóttir, Jón Gíslason, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR, Klapparási 2. Njáll Guömundsson, Anna Njálsdóttir Möller, William Thomas Möller, Baldur Víöarr Njálsson, Tove Víöarr Njálsson, og barnabörn. an tíma til að kenna okkur mörg spil og kapla, en hún hafði mikla ánægju af að spila, aðallega vist. Einnig kenndi hún annarri okkar, sem þá var aðeins 6 ára, að prjóna. Hanna og Runni fluttu til Reykjavíkur 1970, en þrátt fyrir það rofnaði ekki sambandið milli heimilanna. Þau komu oft hingað vestur og héldu þá til hjá foreldr- um okkar. Þau komu á hverju sumri til að fara til berja og voru dugleg við að tína ber og búa til berjasaft og sultu handa fjöl- skyldu sinni. Þau komu alltaf vestur til að gleðjast með okkur á merkisdög- um s.s. við fermingar, brúðkaup og afmæli og finnst okkur nú, þegar við hugsum til baka, að þau séu tengd öllum gleðistundum okkar. Það var svo gott að hafa þau í návist sinni, því þau voru alltaf svo glöð og skemmtileg. Við mun- um lengi muna hve innilega Hanna gat hlegið og komið fólki í gott skap. Eftir að við fórum suður í fram- haldsskóla, þá var Hanna alltaf að hugsa um velferð okkar. Hún hringdi til að vita hvernig okkur liði og hvort okkur vantaði eitt- hvað. Þau hjónin komu oft við hjá okkur og þá var verið að skjóta inn einhverju góðgæti s.s. kleinuboxi eða hveitikökum. Nú síðast fyrir jólin komu þau með jólasmákökur til að lofa okkur að smakka. En svona var Hanna alltaf að gleðja, og svo var hún svo elskuleg í við- móti. Það þurfti ekkert tilefni til að fara til Hönnu og Runna. Jafn- an var eins og beðið væri eftir gestum, því það voru alltaf til heimabakaðar kökur. Og mörg matarboðin höfum við og fjöl- skylda okkar þegið hjá þeim. Hanna vann talsvert við hann- yrðir, hún prjónaði, heklaði og saumaði út. Hún starfaði af alhug í kvenfélagi Hallgrímskirkju og gaf fallega og vel gerða muni á basar félagsins. Þau hjónin voru dugleg að ferð- ast og mikið fyrir að vera á meðal fólks, enda er vinahópur þeirra stór. Við vissum að Hanna var oft lasin, en við bjuggumst ekki við að hún mundi kveðja svona fljótt, því kom fréttin um lát hennar sárt við okkur. Elsku Runni, missir þinn er mikill og þú saknar Hönnur þinn- ar mikið, en við vitum öll að hún trúði á framhaldslífið og við eig- um eftir að hitta hana aftur. tunni, við sendum þér og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum viljum við, fjölskyld- ur okkar og foreldrar, þakka frænku vorri allar samverustúnd- irnar. Guð blessi minningu hennar. Klsa og Þórdís Hún var fædd í Ólafsvík. For- eldrar hennar voru hjónin Her- manía Jónsdóttir frá Hrísum í Fróðárhreppi og Ögmundur Jó- hannsson, sjómaður í Ólafsvík. Þau munu hafa stofnað heimiii sitt að lokinni fyrri heimsstyrjöld- inni. Lífsbaráttan var hörð þar eins og sem víðast annars í landi voru í þá daga. Dýrtíð var mikil eftir styrjöldina og fór vaxandi á árunum eftir stríðslokin og hefir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.