Morgunblaðið - 21.01.1983, Síða 4
Kannast nokkur við eldfjörugan stelpukrakka meö tvær rauðar fléttur sem
standa beint út í loftið og glettnislegt andlit sem þakið er freknum? Því má bæta
við að hún er mjög kostulega klædd, gengur gjarnan í stagbættum kjól, allt of
stuttum, þannig að sokkaþöndin blasa viö og í þau eru festir skræpóttir sokkar
sinn af hvoru tagi. Jú, þetta er hin heimsfræga Lína langsokkur, en að undan-
förnu hefur annað veifið sést til hennar innan borgarmarkanna og við höfum
sannfrétt aö á morgun, laugardag, muni hún syngja og dansa fyrir áhorfendur í
Þjóðleikhúsinu, eflaust við mikinn fögnuð viðstaddra. Stelpukorn þetta er nefni-
lega engum lík, þýr ein í húsi si'nu Sjónarhóli í félagi við doppóttan hest og
apann herra Níels og er einfær um að leysa öll vandræði hins daglega lífs.
Langsokkur skipstjóri, pabbinn, er víðs fjarri, siglir um í ókunnum heimshöfum
innan um allskyns furðuverur og villimenn. Við fréttum að Lína hefði að undan-
förnu veriö að æfa sig í Þjóðleikhúsinu og lögðum leið okkar þangað sl.
mánudagsmorgun. Þegar við gengum upþ tröpþurnar bakdyramegin í húsinu
sást einhver vera í skræpóttum sokkum skjótast upp stigana á undan okkur og
hvarf inn í eitt herbergið við ganginn þarna í baksölum Þjóöleikhússins. Viö
eltum Línu inn í herbergiö og ekki var um aö villast aö þarna voru förðunar-
meistarar til húsa því herbergið var fullt af allskyns þenslum og listum og á
einum veggnum héngu hökutoþpar og yfirskegg í mörgum röðum, tilbúin til
áfestingar fyrir þá sem á þurftu að halda. Við hliðina á hökutoþþunum var meira
að segja nokkuö sem Ifktist afhöggvinni kvenmannshendi, en förðunarmeistar-
inn hún Dadda fullvissaði okkur þó um aö hún væri jafn óekta og hökutoþparn-
ir. Nú birtist veran í skræpóttu sokkunum aftur, en viti menn, hún var Ijóshærð
og freknulaus. Þetta var bara hún Sissa, Sigrún Edda Björnsdóttir. Eitthvað
undarlegt lá þó í loftinu. Förðunarmeistararnir fóru með Sissu fram á gang og
þar er tekið til viö að sþreyja Ijósa hárið hennar í grfö og erg. Hvissss, hvissssss
og hárið verður rauöara og rauöara. Síðan settist Sissa í stól fyrir framan
spegilinn og Gréta tók fram pensla, dósir og liti og smátt og smátt birtist Lína
Ijóslifandi fyrir framan okkur. Freknurnar á sinn stað og síðan var ferðinni heitið
niður á „hár“ eins og það er kallað þarna innanhúss. Þar var rauða hárið fléttað
og settir vírar í flétturnar þannig að hægt væri að stilla þær í allar áttir. „Ég verð
að passa mig að láta vfrana ekki standa út úr fléttunum" segir Sissa. „Ég var
næstum því búin að stinga augun úr Tomma og Önnu í gær." Við sþurðum
leikkonuna hvort hún hafi séð sjálfa sig í þessu hlutverki þegar hún var Iftil. „Nei,
ég held ég hafi aldrei hugsað svo langt, maður veit aldrei fyrirfram í hverju
maður lendir. “ — Er skemmtilegra að leika fyrir börn en fullorðna? — „Það er
í rauninni mjög li'till munur á því hvort leikið er fyrir börn eða fullorðna, börn eru
mjög kröfuharðir áhorfendur. Barnaleikhús er síður en svo ómerkilegra leikhús
en leikhús hinna fullorðnu og í rauninni ætti ekki að gera jafnmikinn greinarmun
á þessu tvennu og gert er.“ — Er skemmtilegt að leika Línu? — Þarna þagði
Sissa smástund og þegar hún leit uþp, var ekki laust við að stríðnislegum
Línusvip brygði fyrir: „Hvað myndirðu skrifa ef ég segði að það væri hundleið-
inlegt. “ Bætir síðan við Sissuleg á sviþ. „Nei, annars, þaö er ofsalega skemmti-
legt. Jafnvel það skemmtilegasta sem ég hef gert.“ — Síðan vatt hún sér í
skóna sem að þessu sinni voru ekki 10 númerum of stórir eins og skórnir
hennar Línu eru gjarnan. „Það hefði verið allt of hættulegt að hafa þá mjög
stóra, þvi' Lína þarf aö dansa og klifra um allt. “ Og þar meö hoþpaöi hin
fullskapaða Lfna langsokkur fram á sviðið og gerði nokkrar léttar Línu-æfingar.
pM