Morgunblaðið - 21.01.1983, Qupperneq 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983
ást er ...
... sólskinsskap á
svellköldum
morgni.
TM R«g U.S. Pat Oft -Jll fights reserved
«1982 Los Angeles Times Syndicate
Með
mortfunkaffinu
ur!
Hvenær viltu svo vakna í fyrramál-
id?
HÖGNI HREKKVÍSI
„[>ETTA ER- ATTUNPA VIKAW SEM LEHOlR-INW ER.
SýN DUR.."
Þá yrðu allir jafnir
Haraldur Guönason skrifar:
„Árið sem leið og lengur hefur
gefið að líta í Reykjavíkurblöðum
kveinstafi mikla, ekki síst drembi-
látra embaettismanna, um þeirra
himinhrópandi réttleysi þá er
kjósa skal alþingismenn. Blessaðir
mennirnir hlunnfarnir af lands-
byggðarlýðnum. — Spyrja má:
Hversu margir þingmenn kjör-
dæma utan SV-svæðisins eru
Reykvíkingar, búið þar árum sam-
an? Eru þingmenn fyrirsvars-
menn einhverrar ákveðinnar
hausatölu eða fólksins og kjör-
dæmisins sameiginlega. Ef óréttl-
ætið fer svo hroðalega fyrir
brjóstið á Reykvíkingum og
Reyknesingum, þrátt fyrir einar
sex kjördæmabreytingar til að
jafna met: Af hverju þerjast þeir
ekki fyrir því að landið verði gert
eitt kjördæmi? Þá yrðu allir jafn-
ir, réttlætinu fullnægt, ekkert vol
lengur.
Hvort verða tillögur um kjör-
dæmaskipun og kosningarétt nú í
þá átt að tryggja flokkaveldið á
alþingi fyrst og fremst eða jafna
það margþvælda „vægi“ atkvæða?
I Tímanum 21. des. er á forsíðu
samtal við Steingrím Hermanns-
son alþm., ráðherra og formann
Framsóknarflokksins. Var að
sjálfsögðu brúkað stórt letur enda
stórt spurt: um væntanlegar efna-
hagsráðstafanir. „Gengisfelling
kemur ekki til greina — svo mikið
er víst,“ svarar ráðherrann.
Nokkrum dögum seinna er gengið
fellt um 9%. Þá skal enn spurt: Er
hægt að taka mark á orðum ís-
lenskra stjórnmálamanna?
Er það lýðræði að gera íslenska
skattborgara ómynduga varðandi
aflafé, skatta og skyldur? Áður
fyrr báru menn persónulega
ábyrgð á sínum gjöldum; nú taka
ríki og bæir í sinn hlut það sem
þeir ákveða, að vísu skv. vissum
reglum. Eiganda er svo skilað af-
gangi. Og svo er útvarpið notað til
þess að hella yfir landslýð hótun-
Steingrimur Hermannsson: „Geng-
isfelling kemur ekki til greina — svo
mikið er víst.“
um og viðurlögum ef ekki er greitt
á gjalddaga.
Af hverju voru þingmenn látnir
fara í langt jólafrí — mánuð?
Voru þeir svo þreyttir eftir afrek-
in á haustþinginu?"
„Kveðið í kútnum“
— athyglisverð frumraun
Á.B.S. skrifar:
„Góði Velvakandi!
Ein lítil ljóðabók er ekki fyrir-
ferðarmikil í hinu árlega jóla-
bókaflóði þjóðarinnar. Sérstæður
byrjandi, er nefnir sig Sverri
Stormsker, hefur orðið svo þögn-
inni að bráð, að varla nokkur ann-
ar en hann sjálfur veit, að bók
hans, „Kveðið í kútnum", kom út
núna fyrir síðustu jól, en það er
útgáfan Fjölvi sem gefur verkið
út. Bókin er athyglisverð frum-
raun, en hefur ekkert verið aug-
lýst og ég hef ekki komið auga á
eina einustu umsögn um hana í
blöðum, enda þótt ég sé ötull les-
andi bókmenntagagnrni blaðanna.
Þar sem ég hef séð dæmi þess í
dálkum þínum, Velvakandi, að les-
endur veki athygli á góðum bókum
sem þeir hafa lesið, þá geri ég ein-
mitt það hér, í von um að einhver
veiti þessum sérstæða og unga
höfundi athygli. Sverrir er 19 ára
gamall og yrkir mest hefðbundið,
en það hlýtur að teljast óvenjulegt
um svo kornungan höfund. Hin
stuttu kvæði hans minna mann
óneitanlega á K.N. gamla, þann
vinsæla og dáða hagyrðing, þótt
höfundar þessir séu skiljanlega
ólíkir. Sverrir er afar hnyttinn
orðsmiður og hefur svo góð tök á
máli og bragformi að ótrúlegt
hlýtur að teljast um 19 ára ungl-
ing. Þessi tilvitnun af bakhlið bók-
arkápu segir nokkuð um höfund-
areinkennin: „Það er svo sérstakt
hvernig hann lítur á orðin og horf-
ir á þau frá öllum sjónarhornum
og beitir þeim síðan eins og eld-
flaugum þegar þau eiga verst við
og koma miskunnarlausast við
kaunin."
Hér er bæði um skemmtilega og
holla afþreyingu að ræða, og nú á
tímum, óvenjulega. Höfundur á
sannarlega annað skilið en það að
vera þagaður í hel. Með gefnu leyfi
hans, læt ég hér þrjú kvæði fylgja,
tvö hin fyrri vitna sérstaklega um
orðheppni höfundar, hið þriðja um
næmt og skáldlegt fegurðarskyn
hans.
Skollaleikur
Flest hér virðist feta sama stig,
fæstir vilja að náunganum hyggja.
Jörðin snýst í kringum sjálfa sig,
sömuleiðis þeir sem hana byggja.
Van Gogh
Makalausi listmálarinn Gogh
léði sinni heittelskuðu eyra,
því heitmey fékk af honum meira en nóg
og hvorki vildi sjá hann eða heyra.
Göfugmennið gat ei skapi stýrt,
gjöfullyndið reif sig laust í þjósti.
Henni gaf hann gaum og auga hýrt,
en gleymdi að visu að senda það í pósti.
Fjarri byggð
Ég ligg í grænu grasi
í gullinni morgunkyrrð.
Vorblær strýkur vanga minn.
Ég horfi upp i himininn,
hvar fuglar tóna sönginn sinn.
Mín sál er endurskírð.
Með innri eyrum mínum
ég heyri dulda hljóma,
eilifðina óma.
Hugann laugar Ijúfur
lækjarniður,
fuglakliður,
— friður.
Með þökk fyrir birtingu."
SVERRIR STORMSKER
Kueaio í kútnum
Endurlífgun RÚV
Frieda Briem skrifar:
„Velvakandi!
Ekki er ég sammála þeim sem
gagnrýna ráðstöfun RÚV að hefja
útvarp frá Akureyri. Frá mínu
sjónarmiði er það eins og hress-
andi andblær að fá þætti þaðan og
þá ekki síður að hlusta á málfar
manna þar og verða þess áskynja
að ennþá séu ekki allir íslendingar
latmæltir og þvoglumæltir.
Dæmin um norðlenskt málfar
og skýrmæli koma e.t.v. gleggst
fram í barnatímum RÚVÁK og
eins þegar börn og unglingar eru
tekin tali á víðavangi.
Þetta er ánægjuleg tilbreytni.
Smám saman kynnist maður
nýjum mönnum og merkum,
hlustar á þætti þeirra sem nefndir
eru Sjóndeildarhringurinn og aðr-
ir Hljómspegill.
Finnst mér þetta vera endur-
lífgun á RÚV. Einnig gæti það
e.t.v. dregið úr því geysilega álagi,
sem á okkar ágætu þulum á Skúla-
götunni hvílir. Allt virðist mér
þetta vera til bóta.
Það eina, sem vakti kvíða hjá
mér við þetta merka átak, var að
missa Jónas Jónassön, útvarps-
stjóra RÚVAK, úr höndum okkar.
En sá kvíði var óþarfur; enn njót-
um við kvöldgestanna hans og
kynnumst lífi og viðhorfum
þeirra. Þessar stundir verða í
huga manns að skinandi perlum
og á ég þá ekki síst við kvöld ný-
ársdags, sem var óviðjafnanlegt
og seiðmagnað.
Eg þakka Jónasi Jónassyni fyrir
ágætar stundir. RÚVAK óska ég
vaxtar og viðgangs, og útvarps-
stjóranum gæfu og gengis í starfi
og einkalífi."