Morgunblaðið - 21.01.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.01.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 55 \^L?AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDA TIL FÖSTUDAGS Nú er of seint í rassinn gripið Langþreyttur sjálfstæðismaöur skrifar: „Nú um næstu helgi fer fram prófkjör sjálfstæðismanna á Suð- urlandi. Sá fjöldi frambjóðenda, sem fram hefur komið, kemur okkur Sunnlendingum ekki á óvart, því okkur þykir óhætt að segja að ekkert kjördæmi hafi fengið jafn litlu áorkað á undan- förnum árum í hagsmunamálum sínum og Suðuriandskjördæmi. Hvar voru þingmenn okkar þeg- ar steinullarverksmiðja var rædd á þingi? Hver varð afraksturinn? Jú, þrátt fyrir augljóst hagræði og hagnað af steinullarverksmiðju á Suðurlandi, styrkir ríkið slíka verksmiðju á Norðurlandi og skeytir engu um arðsemi. Hvar var kraftur þingmanna okkar Sunnlendinga? Allir þekkja þá hringavitleysu er ríkir í styrkjum til tapútgerða hér á landi. Allir vita að þessir styrkir eru teknir frá hinum vel reknu útgerðarfyrirtækjum og færðir í botnlausan hallarekstur annarra útgerðarfyrirtæja. Hvers vegna hafa þingmenn hinna vel reknu verstöðva, eins og Vest- mannaeyja, ekki mótmælt þessum aðferðum, mótmælt af hörku? Nei, nú er of seint í rassinn gripið. Hvar er réttsýnin, sannfær- ingarkrafturinn, framkvæmda- þrótturinn og áhrifin, sem við hljótum að búast við að þingmenn okkar hafi? Við þurfum nýtt blóð í æðakerfi stjórnmála okkar Sunnlendinga. Við þurfum menn, sem gera sér fulla grein fyrir því að þeir skulu standa reikningsskil gerða sinna, eða aðgerðaleysis, á 4 ára fresti. Við þurfum nýja menn, sem koma til dyranna eins og þeir eru klædd- ir, engar gungur eða strengja- brúður á Alþingi íslendinga. Dæmin um steinullina og útgerð- ina bera þess glöggt vitni.“ Þessir hringdu . . . Langar að heyra meira í Geysis- kvartettinum Jónína Jónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar svo til að koma á framfæri þeirri beiðni til Útvarpsins að meira verði gert en verið hefur af því að spila lög með Geysiskvart- ettinum frá Akureyri. Ég á engan fón, en langar oft til þess að heyra þessi fallegu lög sem kvartettinn syngur. Maður fær aldrei að heyra nema eitt og eitt lag í einu. Væri ekki hægt að leyfa manni að heyra svona helminginn af plötunni í einni lotu? Skorsteinarnir eru dauðagildr- ur fyrir fuglana Fuglavinur í Borgarnesi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú er hitaveita komin í hvert hús hér í Borgarnesi og skorsteinar húsa því ónotaðir. I gærmorgun heyrði ég eitthvert þrusk í arnin- um heima hjá mér og þegar ég gætti að var þetta lítill fugl, kom- inn ofan um strompinn niður í stofu. Þegar maðurinn minn kom heim í hádeginu leitaði hann í hin- um helmingnum af skorsteininum, niðri í kjallara, og þar var þá ann- ar fugl innikróaður. Til allrar hamingju voru báðir fuglarnir lif- andi og slepptum við þeim út. Ég held að þeim hafi ekki orðið meint af þessu, því að ekki fataðist þeim flugið. Síðan þetta gerðist hef ég frétt af fleiri dæmum um þetta sama hér í Borgarnesi og hvet því Borgnesinga og aðra landsmenn til að gá hjá sér. Opnir skorstein- arnir eru lúmskar dauðagildrur fyrir fuglana. Þeir ramba gjarna á brúninni til þess að ná sér í vedgju, en komast hvergi, ef þeir detta niður um opið. Þakkir til Ríkisútvarpsins Valborg Gunnarsdóttir, Akureyri, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma á framfæri þökkum til Ríkisút- varpsins fyrir fjóra þætti sem það hefur tekið upp í dagskrá sína. Það er þátturinn hennar Hildu Torfadóttur, Kvöldstrengir, sem er á sunnudagskvöldum; Kvöld- gestir Jónasar Jónassonar á föstu- Hilda Jónas Þorsteinn Sveinn dagskvöldum; þættirnir hans Þorsteins Hannessonar, sem verið hafa á laugardagskvöldum; og loks þættirnir hans Sveins Einarsson- ar, sem verið hafa á fimmtu- dagskvöldum. Útvarpið á miklar þakkir skilið fyrir þessa ágætu þætti. Viljum líka að börnin fái sinn nætursvefn R.B.E. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mér fyndist að sýna ætti Tomma og Jenna fyrr á kvöldinu. Við hjónin eigum þrjú lítil börn, 6, 7 og 9 ára gömul, og þau ganga öll í skóla. Þeir fjand- vinir, Tommi og Jenni, eru á dagskrá sjónvarpsins klukkan rúmlega 20.30 og gera okkur erfitt um vik að halda þeirri reglu á heimilinu að koma börnunum í rúmið um áttaleytið. Það er raun- ar vonlaust, nema e.t.v. fyrir harð- stjóra að hafa sitt fram í þessu efni. En þó að við viljum koma til móts við börnin, þá viljum við líka að þau fái sinn nætursvefn. Vegna Tomma og Jenna endar það ævin- lega með því, að þau eru ekki kom- in í rúmið fyrr en rúmlega níu, því að það á eftir að bursta tennur og gera ýmislegt áður en lagst er til svefns. Mér finnst einkennilegt að Sjónvarpið skuli ekki geta haft þennan dagskrárlið kl. 19.30 á undan fréttum á táknmáli; þá eru börnin hvort sem er ekkert sér- stakt að gera og hægt að losa þau við að sitja undir fréttalestri og auglýsingum. Svo er það með Fleksnes. Mér finnst hann nánast vera fyrir börn og mega vera á svipuðum tíma og Tommi og Jenni ættu að vera á, þ.e. kl. 19.30. Fyrir nokkrum árum fannst mér Fleksnes dálítið snið- ugur, en nú er þetta komið út í hreinan fíflagang; hann er geng- inn í barndóm og ekki ósanngjarnt að börnin fái að njóta hans. Stór grýlukerti — mikið hitatap Sigurður H. Ólafsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér varð litið upp eftir húsinu sem Gjaldheimtan er í, þegar ég átti þangað leið í dag (þriðjudag), og þá sá ég grýlukerti á þremur hæð- um, ef svo má segja, stall af stalli. Þetta var rétt við innganginn, svo að augljós slysahætta var þarna yfirvofandi, ef flykkin losnuðu og féllu á gangandi fólk. Á eftir fór ég að gefa þessu frekari gætur á leið minni heim og þá sá ég að hættan var víða til staðar. Annars held ég því fram að grýlukertin séu ákveðið lesmál. Stór grýlukerti merkja, að mikið hitatap sé út úr viðkomandi húsi, og þar með orkutap, vegna lélegr- ar hitaeinangrunar. Fróðlegt væri ef einhver húsasérfræðingurinn, í einangrunar- eða upphitunarmál- um, upplýsti okkur frekar um þetta atriði. Það er alltaf verið að hvetja fólk til að nýta orkuna sem best. Leiðrétting Guðmundur Stefánsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá, að það var verið að skrifa þarna um Spegilinn sáluga og ranglega vitnað í ljóð Sigurðar ívarssonar um það þegar Jónas frá Hriflu sendi umsagnarbréfið til Helga Tómassonar á Kleppi. Mig minnir það hafi verið Daníel Daníelsson sem fór með bréfið ríð- andi inn eftir. Svo kom mynd í Speglinum af Daníel ríðandi á Skjóna sínum og ljóð Sigurðar. Og upphafið er rétt svona: „Jónas vaknar af blíðum blundi,/ brjálað- ur virtist ekki par ...“ Þessi villa skrifist á reikning Velvakanda. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Það gerðist fyrir nokkrum dög- um síðan. (Jott mál þætti: Það gerðist fyrir nokkrum dögum. Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim er minntust mín á níræðis afmæli mínu. Heiðbjört Björnsdóttir. Þakkir Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vináttu og vir&ingu á 85 ára afmæli mínu 5. janúar sl. Heimsókn- ir, gjafir, blóm, kveðjur og hlý handtök veittu mér mikla gleði. Bið ég ykkur farsældar á nýja árinu. Kveðjur, Rannveig Vigfúsdóttir, hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafnarfirði. Eingirniskjólar Vegna fjölda áskorana veröa haldin fleiri nám- skeiö í eingirniskjólaprjóni. Kennari verður Ragna Þórhallsdóttir. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 13404. Álafossbúdin, Vesturgötu 2. Frambodsfrestur Ákveöið hefur veriö aö viðhafa allsherjaratkvæöa- greiöslu um kjör stjórnar, trúnaöarmannaráös og endurskoðenda í Starfsmannafélaginu Sókn fyrir áriö 1983. Framboöslistum eöa tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Freyjugötu 27, eigi síöar en kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 27. janúar 1983. Starfsmannafélagiö Sókn. ALLTAF A LAUGARDÖGUM VIÐEY — SÖGUSTAÐUR OG UNAÐSREITUR VIÐ BÆJARDYR REYKJAVÍKUR Fyrsta grein af fjórum. GARGANTÚI EFTIR RABELAIS Lesbók mun birta einu sinni í mánuði kafla úr þessu gamla og fræga bókmenntaverki í þýö. Erlings Halldórssonar. ARTHUR RUBINSTEIN Grein í minningu þessa píanósnillings, sem er nýlátinn, hálftíræöur. M Ja Vöndud og menningarleg helgarlesning AUGLYSINGASTGFA KRISTINAR HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.