Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Guðmundur Sigurðsson lítur yfir hrútastofninn. Sauðfjársæðingastöð Vesturlands í Borgarnesi. MorminblaAM/ HBj. Aukin tiltrú bænda enda ótvíræður árangur af starfsemi stöðvarinnar Sauðf jársæðingastöð Vesturlands: segir Guðmundur Sigurðsson ráðunautur „GÁMUR er hvítur, hyrndur, föl- gulur á haus og fótum, en ullin er vel hvít. Bringan er mjög útlögu- mikil, herðar ávalar, gott bak, malir breiðar og óvenju kjötfyllt- ar, lærvöðvinn þorskamikill, fætur réttir og fóststaðan gleið.“ l>essa umsögn fékk hrúturinn Gámur (74-891) frá Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi þegar hann var tekinn inn í sauðfjársæðingastöð- ina í Laugardælum haustið 1976. Gámur er nú í sauðfjársæð- ingastöð Vesturlands í Borgar- nesi og var sæðið úr honum svo eftirsótt í vetur, að hann annaði engan veginn eftirspurn. Gámur er elsti hrúturinn í sæðingastöð- inni, kom í haust frá sæðinga- stöðinni á Akureyri, þar sem hann var notaður í 2 ár og þar áður var hann notaður í 4 ár í sæðingastöðinni í Laugardæl- um. I skýrslum fjárræktarfé- laga hefur komið 1.721 lamb undan Gámi og fær hann 105 í einkunn fyrir þau og á skýrslum eru 1.299 afurðaár dætra hans og fær hann 111 í einkunn fyrir þær og eru þær einnig langt yfir meðallagi í frjósemi. Gámur er talinn mjög sterkur hrútafaðir. Sterkustu eiginleikar sona hans eru mikill vænleiki, gott bak, breiðar holdmiklar malir, ágæt- ur lærvöðvi, sverir og réttir fæt- ur og öflugur haus. Staðfestir þessi skoðun það álit að Gámur sé nú einn sterkasti kynbóta- hrútur á sæðingastöðvum. Ofanritaðar upplýsingar um þennan vinsæla hrút eru teknar upp úr kynningarriti um hrúta í sauðfjársæðingastöð Vestur- lands í Borgarnesi, sem sæð- ingastöðin gefur út og sendir sauðfjárbændum á Vesturlandi. Guðmundur Sigurðsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar sem sæti á í Lánaðar skrautfjaðrir — eftir dr. Gunn- laug Þ/)röarson í Morgunblaðinu 11. júlí 1982 birtist viðtal við Hans G. Ander- sen, þjóðréttarfræðing, ambassa- dor Islands í Washington. undir fyrirsögninni: „Við studdum við bakið á þróuninni" og síðan annað viðtal 23. janúar við sama mann undir yfirskriftinni: „Landgrunns- lögin mótuðu stjórnlist í landhelgis- málinu.“ í viðtölum þessum gerir við- mælandi blaðsins, þjóðréttarfræð- ingurinn, lítið úr starfi allra ann- arra að útfærslu fiskveiðiland- helginnar. Reynt er að eigna hon- um heiðurinn af útfærslum land- helginnar í 12 sjómílur, 50 og loka 200 sjóm. Óbirtingarhæf greinargerð Þykir mér óhjákvæmilegt að leiðrétta nokkur atriði og verð því að rifja upp í stórum dráttum staðreyndir málsins. Á árinu 1946 að afloknu nærri 5 ára framhaldsnámi í þjóðarétti fékk þjóðréttarfræðingurinn það verkefni að semja greinargerð um landhelgismálið og að leggja á ráðin um meðferð þess máls. Árangurinn af því starfi birtist tæpum tveimur árum seinna í janúar 1948: „Greinargerð um land- helgismálið. Trúnaðarmál." I greinargerðinni voru drög að frumvarpi varðandi landgrunnið. Greinilegt er, að þjóðréttar- fræðingnum höfðu verið gefin fyrirmæli um að sanna, að ísland ætti líkt og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum rétt til 4ra sjó- mílna landhelgi og meira ekki. í greinargerð þessari var farið óljósum orðum um landgrunnið og takmörk þessi talin eðlileg við 100 faðma dýptarlínu þess, sem lá sums staðar innan 3ja sjómílna landhelginnar gömlu. í henni var og gert lítið úr útfærslum nokk- urra Suður-Ameríkuríkja í 200 sjómílur og yfirlýsingar Trumans Bandaríkjaforseta í svipaða átt. í fáum orðum sagt var greinar- gerðin fremur rýr varðandi land- helgi Íslands. Þar brást höfundur algjörlega þeirri skyldu sinni að sýna fram á, hver væri réttur fs- lands við brottfall landhelgis- samningsins við Breta frá 1901 um 3ja sjómílna landhelgi. Uppsögn þess samnings var forsenda þess, að unnt væri að færa landhelgina út. Þjóðréttarfræðingurinn benti hvergi á nauðsyn þess að segja samningnum við Breta uþp, held- ur gekk nánast út frá því, að land- helgin fengist ekki færð út nema með samkomulagi við aðrar þjóð- ir. Þetta verk þjóðréttarfræðings- ins var gefið út sem trúnaðarmál. í téðu viðtali kom fram að enn hvíli sama leynd yfir verkinu. Mér hefur ekki verið ljóst hvers vegna þessi greinargerð þurfti að vera trúnaðarmál og er nú gjörsamlega að nauðsynjalausu nema það væri höfundi fyrir bestu til þess að dylja fyrir almenningi hversu lít- ilfjörlegt þetta verk væri. Uppsögn landhelgissamn- ingsins dregin á langinn Raddir um uppsögn samnings- ins gerðust æ háværari, t.d. meðan þjóðréttarfræðingurinn vann að greinargerð sinni og í janúar 1947 fluttu alþingismennirnir Her- mann Jónasson og Skúli Guð- mundsson tillögu á Alþingi um uppsögn landhelgissamningsíns frá 1901 og sennilega hefur þjóð- réttarfræðingurinn, sem ráðu- nautur ríkisstjórnarinnar um landhelgismál, ráðið mestu um, að uppsögn samningsins var dregin á langinn. Loks var landhelgin færð út í fjórar sjómílur 19. mars 1952, eftir að samningnum við Breta um 3ja sjómílna landhelgi við ísland hafði verið sagt upp. Þá var enginn fyrirvari af hálfu ríkisstjórnarinnar um að hér væri aðeins um byrjunarráðstafanir að ræða. Til þess að gera þjóðinni það ljóst og leggja á það áherslu fékk undirritaður ritstjóra annars stjórnarblaðsins Tímans, Þórarin Þórarinsson, til þess að taka fram eftirfarandi í leiðara blaðsins 20. mars 1952: „Það er ánæ&julegt spor í rétta átt, en rangt væri að líta á það sem lokaspor varðandi stækkun landhelginnar, hún þarf að vera miklu stærri.** Undirritaður hóf þá þegar að gagnrýna linkindina í þessum að- gerðum. Svarið við því voru meiri ofsóknir en nokkur menntamaður, sem aflað hafði sér menntaframa, hefur orðið fyrir á þessari öld og skal sú Sága ekki endurtekin hér. Nokkru áður en Genfarráð- stefnan um réttarreglur á hafinu hófst á fyrri hluta árs 1958, átti undirritaður viðræður við Her- mann Jónasson, forsætisráðherra, um ráðstefnuna og stefnumótun af íslands hálfu á ráðstefnunni. Háskaleg barátta Ástæðan til þessa var sú, að með okkur Hermanni Jónassyni var forn vinátta og í skjóli hennar leyfði ég mér að vara hann við því, að 12 sjómílna víðáttan væri það sem stefnt yrði að í Genf. Mér var kunnugt, að þeir þjóð- réttarfræðingurinn og Guðmund- ur í. Guðmundsson, utanríkis- ráðherra, hygðust berjast fyrir því, að 12 sjómílur yrðu sam- þykktar sem alþjóðalög og að þjóðir, sem hefðu stundað veiðar við ísiandsstrendur, ættu að fá 10 ára umþóttunartíma. Þar með hefði sérstaða okkar verið úr sög- unni og engin von í næstu áratugi um, að landhelgin yrði færð frekar út hvað þá meira. Hermann Jónasson sagði þá við mig: „Hafðu engar áhyggjur. Ráð- stefnan mun ekki komast að neinni niðurstöðu. Hans og Guðmundur leggja áherslu á, að haldið sé uppi baráttu fyrir 12 sjómílna landhelgi til þess að með því sé hægt að ganga af 3ja sjómílna landhelginni „dauðri", mér finnst sjálfsagt að leyfa þeim að sprikla svolítið, en auðvitað hljóta 50 sjómílurnar að sigra, en 3ja sjómílna landhelgin hefur aldrei verið alþjóðalög, raunar sjálfdauð ef hún hefði verið til,“ bætti hann við. Síðan tefldu þjóðréttarfræðing- urinn og Guðmundur í. Guð- mundsson málum íslands í þá tvísýnu að leggja fram á ráðstefn- unni breytingartillögu við tillögu um 12 sjómílna fiskveiðilögsögu sem alþjóðalög að áskildum 10 ára umþóttunartíma. Sú tillaga var sem betur fer felld. Afdrifarík ákvöröun Seinna kom tillagan án þessa fyrirvara til atkvæða. Hún var einnig felld með eins atkvæðis mun og það var vegna fyrirmæla Hermanns Jónassonar um að svo skyldi gert. Mér er minnisstætt, hve miklu Dr. Gunnlaugur Þórðarson „Með útfærslunni í 50 sjómflur voru er- lendar þjóðir hraktar af miðunum umhverfis landið, það var því mik- ilvægasti áfanginn í landhelgismálinu. Seinna hlaut að koma að því, að landhelgin yrði færð út í 200 sjómfl- ur, sem var eðlileg þró- un. En þjóðréttarfræð- ingurinn og ambassa- dorinn átti engan þátt í því fremur en endra- nær.“ fjaðrafoki þetta nei Hermanns Jónassonar olli í herbúðum sumra flokka, sem ekki skal farið út í hér. Til þess að fylgja samtali okkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.