Morgunblaðið - 19.02.1983, Page 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
Hvalur gleypir mann
Það er ef til vill að bera í
bakkafullan lækinn að minn-
ast á hval, svo mjög sem hef-
ur verið ritað og rætt um þá
ágætu skepnu að undan-
fórnu. Sú frásögn sem hér
fer á eftir á raunar ekkert
skylt við umræðu um hval-
veiðibann, nema að sagan
rifjaðist upp fyrir undirrituð-
um þegar einhverjum varð að
orði eftir að ákvörðun Al-
þingis lá fyrir að „hér hefði
hvalur gleypt mann“. Margir
kannast við frásögn Biblí-
unnar af Jónasi Amittaísyni
sem óhlýðnaðist Drottni og
þurfti að dvelja í hvalsmaga í
þrjá daga og þrjár nætur.
Þeir eru hins vegar færri sem
vita að slíkt hefur raunveru-
lega átt sér stað, að maður
hefur legið í hvalsmaga í 60
klukkustundir, — og lifað af.
Og það er einmitt sú furðu-
lega og óhugnanlega lífs-
reynsla sem við greinum frá
hér á eftir.
Við hverfum í huganum aftur til
ársins 1891 og fylgjum eftir för
hvalveiðiskipsins „Stjarna aust-
ursins" á hvalaslóðir suður fyrir
miðbaug. Þetta er sterkiegt skip
og ágætlega búið, eftir því sem þá
gerðist, en þó höfðu eigendurnir
ekki hirt um að búa það fullkomn-
asta tækjakosti til hvalveiða,
skutulbyssunni, hvað þá fært sér í
nyt hina nýju uppfinningu Norð-
mannsins Svend Foyn, sprengi-
skutulinn. Hér var enn notuð
gamla aðferðin, að senda róðrar-
báta frá móðurskipinu og treyst á
skotkraft hvalaskutlarans. Að
vísu þurftu þeir á „Stjörnu aust-
ursins" ekki að kvarta undan
krafti og karlmennsku þess
manns, sem gegndi þessu hlut-
verki hjá þeim. James Bartley var
sannkölluð ímynd karlmennsk-
unnar, samanrekinn harðjaxl og
heljarmenni að burðum. Hann var
35 ára gamall er saga þessi gerð-
ist, herðabreiður og svartur á
brún og brá. í rauninni hafði Jam-
es Bartley flesta þá kosti sem góð-
an hvalveiðimann máttu prýða.
Hann var gætinn en þó kjarkmik-
ill og aldrei æðraðist hann, hvað
sem á bjátaði. Og snarræði hans
var mikill kostur í þessu stór-
hættulega starfi hvalveiðimanns-
ins enda var hik það sama og tap í
viðureigninni við þessa stærstu
skepnu jarðarinnar.
í þessari ferð „Stjörnu austurs-
ins“ bar fátt til tíðinda fyrstu vik-
urnar og var ekki laust við að far-
ið væri að gæta leiða hjá skips-
höfninni af tilbreytingarleysinu.
Hvalveiðimönnunum var auðvitað
í mun að komast sem fyrst í tæri
við bráð sína því eftir því fór af-
koma þeirra og til þess var förin
farin. En vikurnar liðu og þeir
komu ekki auga á einn einasta
hval. Þá gerðist það, að viðvaning-
ur einn hrapaði úr reiðanum niður
á þilfar og lést samstundis. Atvik
þetta þótti ills viti, enda hafa sjó-
menn löngum verið hjátrúarfullir
hvað þetta varðar og slys um borð
eru venjulega talin undanfari vo-
veiflegra atburða. Þannig túlkuðu
margir um borð atburð þennan og
töldu að nú væri skammt að bíða
uggvænlegra tíðinda.
Lagt til atlögu
við risaskepnuna
Nokkrum dögum eftir slysið
heyrðist loks hið langþráða kall úr
siglutoppi skipsins að hvalur væri
framundan: „Búrhveli á stjórn-
borða, — þarna blæs hann ..."
Skipverjar brugðu skjótt við,
klæddust hlífðarfötum og bjuggu
sig undir að sjósetja bátana og
voru sex menn á hverjum bát. Bát-
arnir, sem ekki voru nema 20 feta
langir og 5 fet á breidd virtust
eins og skeljar í samanburði við
hinn ægilega risa hafsins, sem
þeir hugðust nú leggja til atlögu
við. James Bartley stóð fremst í
stefni þess báts er fyrstur fór,
fjórir sátu við árar og einn var við
stýrið. Bátarnir þokuðust nú í átt
að hinu gríðarstóra dýri, sem lá í
makindum og átti sér einskis ills
von.
í frásögn Ævars R. Kvaran í
bókinni „Fólk og forlög" er nánar
greint frá atburði þessum og skul-
um við nú fylgja þeirri frásögn:
„Skínandi, svartur búkur hvalsins
var svo nálægt forystubátnum að
James Bartley gat greinilega séð
þangið og hrúðurkarlana, sem uxu
á húðinni kringum stór grísaraug-
un. Bartley hafði teygt aftur
handlegginn til þess að ná sem
mestum krafti í skotið, er hvalur-
inn allt í einu, honum til mikillar
undrunar, stökk beint upp úr sjón-
um í heljarstökki og stakk sér síð-
an aftur, þannig að gusurnar
gengu um 100 fet í loft upp, og
engu munaði að báti þeirra félaga
hvolfdi í ölduganginum, sem
myndaðist við þetta.
— „Hægir piltar," sagði Bart-
ley, er hvalurinn var aftur horfinn
niður í djúpið. „Hann hefur stokk-
ið til að hrista af sér óþrif, en ekki
vegna þess að við nálguðumst.
Hann er alltof stór til að óttast
nokkurn hlut. Þær eru ekki fáar
lýsistunnurnar sem bíða okkar, ef
við hinkrum við eins og í klukku-
stund."
Um fjörutíu mínútur liðu án
þess nokkurar hreyfingar yrði
vart neðansjávar, en þá rauf hval-
urinn allt í einu yfirborðið
skammt frá bátnum. Hvítfryss-
andi loftstraumur spýttist út úr
Af hvala-
skutlaranum
James
Bartley
og Jónasi
Amittaísyni
holunni en risaspendýrið lá hreyf-
ingarlaust og átti sér einskis ills
von. Stýrimaður lagði á stýrið og
stefndi bátnum beina leið að
hvalskryppunni. Ræðararnir lögð-
ust nú fast á árar. Bartley dró
skutulinn úr slíðri sínu, vóg hann í
hendi sér og stóð í stefni albúinn
að skjóta. Báturinn nálgaðist nú
meir og meir. Stýrimaður var föl-
ur ásýndum, er honum var ljóst í
hvílíka hættu James Bartley hafði
leitt þá. Skutlarinn sveiflaði skutl-
inum, varpaði honum og hæfði í
mark.
Báturinn hvarf næstum í sjó-
löðrið í bægslagangi hins særða
risa, en ræðarar reyndu að koma
bátnum úr hættu aftur. En áður
en það tækist, hafði Bartley tekið
upp annað spjót og rekið það á kaf
í hvalinn. Báturinn hallaðist nú
hættulega og stýrimaður kallaði
hástöfum: „Afturá piltar. Afturá
af öllum kröftum." Hvalurinn
barði sjávarflötinn með bægslun-
um óður af sársauka og stakk sér
svo snarplega, að hinn ægilegi
sporður reis við himinn. Andar-
taki síðar birtist hann aftur og
var engu líkara en hann gnísti
tönnum í hinum ógnarlega hvolfti
af sársauka, og bægslagangur
hans var æðisgenginn. Ekki er það
öruggt, hvort bátverjar ímynduðu
sér það eða ekki, en hitt er víst að
þeim sýndist þessi risaskepna
festa á þeim augu og varð allt í
einu ljóst, að hún ætlaði að ráðast
á þá. Skelfingu lostnir horfðu þeir
á hvalinn taka stefnu á bátinn og
stýrimaður æpti frávita af ótta:
„Afturábak drengir, hér er um líf
og dauða að tefla. Hann ætlar að
ráðast á okkur."
Þegar hvalurinn tók stefnuna á
bátinn stukku ræðararnir fyrir
borð og komust þannig hjá því að
sjá það, er hvalurinn sneri sér á
bakið og greip bátinn í hvoftinn og
nísti hann sundur. James Bartley
þeyttist upp í loft við áreksturinn.
En þá gerðist hið ótrúlega — er
mannslíkaminn þeyttist gegnum
loftið, þá sneri þessi stóra skepna
sér í sjónum, opnaði ægilegt gin
sitt og gleypti sjómanninn. Félag-
ar hans ætluðu varla að trúa sín-
ERTUI
BYGGINGAR-
HUGLEIÐINGUM?
Ertu að hugsa um fallegt snoturt einbýlishús, á einni hæð,
eða tveim hæðum, úr steini, eða tré?
Húsasmiðjan hefur hannað og framleitt vönduð
íbúðarhús sem líkað hafa stórvel.
Húsasmiðjan býður upp á fjölbreytt úrval teikninga, auk
þess sérteiknum við að óskum hvers og eins. Ef þú ert
í byggingarhugleiðingum ætturðu að athuga kostaboð
Húsasmiðjunnar.
Ef þú byggir einingahus,
sparast tími, fé og fyrirhöfn.
HÚSASMIÐJAN HP.
SÚÐARVOGI 3-5, REYKJAVÍK SÍMI : 84599