Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 55
„Ég þreifaði fyrir mér og fann alls konar fiska og virtust sumir þeirra vera
lifandi." (Teikningsr: l»orsteinn KxKcrtsson)
um eigin augum, er þeir sáu vin
sinn hverfa niður í gin ófreskjunn-
ar og ráku upp hræðsluóp, þótt
þeir væru sjálfir í sjónum og í
lífshættu.
Þeir höfðu séð það sem gat ekki
verið satt, félaga sinn gleyptan af
stærsta dýri heims. Slíkt gerðist
einungis í ævintýrum. Þeir voru
vitni að því í hvítri skelfingu,
hvernig maðurinn, sem þeir allir
báru virðingu fyrir hvarf æpandi
af ótta niður í gin stærsta spen-
dýrs heimsins. Og þessi hræðilega
ófreskja skellti saman skoltum og
hvarf aftur niður í djúpið með fé-
laga þeirra.
Er vatnsfllöturinn var orðinn
sléttur aftur, leituðu bátar þeir er
voru á floti syndandi manna.
Lafmóðir og skelfingu lostnir voru
sjómennirnir dregnir um borð í
bátana. Gjörsamlega lamaðir af
því að hafa séð félaga sinn gleypt-
an af hval voru þeir varla mæl-
andi af skelfingu. Þeir höfðu
gleymt eigin raunum við þessa
ægilegu sýn. Og léttadrengurinn
Hamish faldi andlitið í greipum
sér, lamaður af því að sjá hetju
sína verða fyrir þessum ótrúlegu
örlögum.
Heimtur úr helju
Eins og gefur að skilja varð
áhöfnin á „Stjörnu austursins"
felmtri slegin við þessa atburði og
hin sorglegu örlög félaga þeirra lá
eins og mara yfir skipinu. En
áhöfnin fékk brátt um annað að
hugsa því skömmu síðar var skipið
allt i einu komið i vaðandi hvala-
torfu og nú var drepið á báða
bóga. Sagt er að skipshöfnin hafi
gengið fram í drápinu með sér-
stökum berserksgangi því þeir
þóttust hafa nokkurs að hefna.
Hvar var skutlarinn James Bart-
ley? Um kvöldið, þegar drápin
voru afstaðin kallaði skipstjóri
alla skipshöfnina á þilfar og bað
fyrir sálu James Bartley og þann-
ig fékk hann venjulega sjómanns-
útför á hafi.
Morguninn eftir tilkynnti varð-
maðurinn um gríðarstóran skrokk
á floti framundan skipinu. Er
skipið nálgaðist kom i ljós, að
þetta var hvalsskrokkur, og virtist
ekki langt síðan hann drapst. All-
ar ráðstafanir voru þegar gerðar
til þess að draga hvalinn um borð.
Hann reyndist vera með stærstu
hvölum, um 100 fet á lengd. Það
var þegar farið að gera að hvaln-
um á venjulegan hátt. Eftir rúm-
lega 40 klukkustunda strit, fengu
menn svolitla hvíld, áður en skipið
yrði hreinsað að fullu.
Af léttadrengnum Hamish er
það að segja, að hann gat aldrei
hætt að hugsa um örlög hetjunnar
sinnar og er allt var um garð
gengið sagði hann við skipstjór-
ann: „Getur það átt sér stað, herra
skipstjóri að þessi hvalur, sem við
fundum á floti sé sami hvalurinn,
sem gleypti herra Bartley?" —
„Kemur ekki til mála, drengur
minn,“ — sagði skipstjóri. „Hann
var á allt öðrum slóðum en þessi."
— „En það er nú samt dálítið
kynlegt," — sagði fyrsti stýrimað-
ur, „að þessi dóni hefur á sér skut-
ulsár á nákvæmlega sama stað,
þar sem Bartley hitti hvalinn. Ég
man ekki betur en hann hafi haft
tvö sár. Hví skyldi það ekki geta
verið sami hvalurinn?" Hamish
litli spurði nú feimnislega hvort
þeir ættu ekki að opna hvalinn,
því ef þetta væri rétt ættu þeir að
finna líkama Bartleys innan í hon-
um. Stýrimanninum varð litið á
piltinn með hálfgerðum skelf-
ingarsvip. Það var búið að halda
guðsþjónustu vegna láts Bartleys
og nú fór drengstauli að minna á,
að hann kynni að vera ennþá inn-
an í þessari risaskepnu. Þetta var
svo óhugnanleg hugsun, að það
runnu tvær grímur á hinn harð-
skeytta sjómann. Eftir langa þögn
sagði yfirskurðmeistari að ekki
væri útilokað að drengurinn hefði
rétt fyrir sér og því væri það
skylda þeirra að ganga úr skugga
um það.
Magi risaskepnunnar var nú
opnaður og óhemja af smáfiski og
annarri fæðu þessa stóra spendýrs
vall fram, þá kom hið ótrúlega í
ljós: mannlegur líkami. Þar var
kominn James Bartley, og skip-
stjóri sagði við skurðarmennina:
„f öllum guðanna bænum, farið
þið varlega, drengir." — Það var
hryllilegt að sjá líkama James
Bartleys. Hann var purpurarauð-
ur, ataður blóði og andlit hans bar
með sér ólýsanlegar þjáningar.
Hamish kraup við hlið hetjunnar
sinnar, greip um úlnlið hans og
æpti: „Herra skipstjóri, Bartley er
á lífi, ég get fundið hjarta hans
slá.“
Nú varð uppi fótur og fit og lík-
ami Bartleys var nuddaður vand-
lega til að koma blóðrás hans aft-
ur á hreyfingu. Eftir alllanga
stund fóru lífgunartilraunirnar að
bera árangur og Bartley fór að
stynja og hósta. Hann opnaði aug-
un og rak upp öskur eins og dauð-
sært dýr. Óp hans runnu skipsfé-
lögum hans milli skinns og hör-
unds, og þeir óttuðust um vit hans.
Og þeir höfðu sannarlega ástæðu
til að óttast. Dögum saman virtist
Bartley ekki þekkja nokkurn
mann. Það varð að binda hann við
rúmið sitt og Hamish var skipað
að hjúkra honum. Á hinni löngu
leið til Englands var hann ýmist
með sjálfum sér um stundarsakir
eða honum fannst hann vera í víti.
— „í guðsbænum yfirgefðu mig
ekki. Láttu mig aldrei einan,"
grátbað hann Hamish og ætlaði
aldrei að sleppa taki á hönd unga
mannsins. — „Þú mátt aldrei láta
dimmuna gleypa mig aftur."
Nú var sá James Bartley horf-
inn sem hló að hættunni — þessi
maður lagði ekki ungum manni
ráð um það, hvernig hann ætti að
mæta örðugleikunum án æðru.
Nei, hér var maður sem skalf af
ótta og hann varð aldrei samur
maður aftur. Að vísu lifði hann
áfram, en enginn mannlegur
máttur gat fengið hann til þess að
stíga um borð í skip. Hann þorði
jafnvel ekki að horfa á hafið.
Nú kunna margir að draga frá-
sögn þessa í efa, sem von er svo
ótrúleg sem hún er. Skipstjóri og
öll skipshöfnin vitnuðu um þessa
atburði undir eið er þeir komu í
höfn. Vísindamenn tóku henni
með tortryggni, en Henry de Par-
ville, ritstjóri franska blaðsins
„Journal des Debats" í París rann-
sakaði málið gaumgæfilega og tók
rannsókn hans fjögur og hálft ár.
En þá loks birti hann frásögnina
þann 4. mars, árið 1896.
Ólýsanlegar
þjáningar
En hvað sagði James Bartley
sjálfur um þessa óhugnanlegu
reynslu sína. Seinna lýsti hann
þessu ævintýri með eftirfarandi
orðum:
„Ég minnist þess greinilega, er
ég hvarf frá bátnum og lenti á
einhverju mjúku efni. Mér varð
litið upp og sá einhvers konar ljós-
gula hvelfingu koma yfir mig. í
næsta augnabliki fann ég, að ég
dróst með ómótstæðilegu afli
niður á við, fætur á undan og þá
varð mér ljóst að hvalur var að
gleypa mig. Lengra niður dróst ég,
æ lengra. Hold þjappaðist að mér
á allar hliðar. Þó var þrýstingur
þess ekki sársaukafullur. Holdið
gaf eftir, ef ýtt var á það.
Allt í einu var ég staddur í ein-
hvers konar poka, að vísu vel rúm-
um, en koldimmum. Ég þreifaði
fyrir mér. Þá fann ég fyrir mér
alls konar fiska og virtust sumir
þeirra enn vera lifandi, því þeir
engdust og runnu mér úr greipum.
Skyndilega fann ég til ógurlegs
höfuðverkjar og andardráttur
minn varð æ erfiðari. Sömuleiðis
þjáðist ég af gífurlegum hita.
Þessi hiti virtist aukast með
hverju augnabliki. Mér fannst
augun brenna í höfði mér og mér
varð ljóst, að fyrir mér átti það að
liggja að farast í maga hvals.
Þessi hugsun olli mér ólýsanlegum
þjáningum jafnframt því sem hin
ógnarlega þögn þessa hræðilega
fangelsis ætlaði að æra mig.
Ég reyndi að standa upp, að
hreyfa handleggi og fætur, ég
hrópaði og æpti. En ég komst
brátt að raun um að allt þetta var
til einskis. Það sem var hrylli-
legast var það að hugsun mín var
algjörlega skýr. Mér var fullkom-
lega ljóst hvernig ástatt var fyrir
mér. Og, guði sé lof, þá missti ég
meðvitund að lokum."
Ef frásögn þessi er rétt má
segja, að James Bartley hafi
endurlifað þrekraun Jónasar Am-
ittaísonar því James dvaldist í
sextíu klukkustundir í furðu-
legustu og ægilegustu prísund,
sem kunnugt er um, í maga búr-
hvelis.
Jónas í hvalnum
Þótt margir kannist við frásögn
Biblíunnar af „Jónasi í hvalnum"
er ekki úr vegi að rifja hana hér
upp, svona til gamans og saman-
burðar við frásögnina af James
Bartley hér að framan. í stuttu
máli er sagan þessi:
Drottinn hafði komið að máli
við Jónas Amittaíson og sagt m.a.:
„Legg af stað og far til Níníve,
hinnar miklu borgar og prédika
móti henni, því vonska þeirra er
upp stigin fyrir auglit mitt.“ En
Jónas var staðráðinn í að hafa
þessa bón Drottins af engu og
lagði af stað í því skyni að flýja til
Tarsis, burt frá augliti Drottins.
Hann komst á skip sem var á leið
til Tarsis og greiddi hann fargjald
sitt og steig um borð. En Drottinn
var ekkert á því að láta Jónas
sleppa svo auðveldlega og varpaði
því miklum stormi á skipið og -
gerði þá svo mikið ofviðri á haf-
inu, að við sjálft lá, að skipið
mundi brotna. Skipverjar urðu að
vonum mjög hræddir og hét hver á
sinn guð. Og þeir köstuðu reiða
skipsins í sjóinn til að létta á skip-
inu. En Jónas hafði gengið ofan í
neðsta rúm á skipinu, lá þar og
svaf vært.
Er skemmst frá því að segja að
stýrimaður gekk til Jónasar og
bað hann um að ákalla sinn guð ef
það mætti verða til að bjarga
skipinu. Jafnframt köstuðu skip-
verjar upp hlutkesti til að ganga
úr skugga um hverjum það væri
að kenna að þessi ógæfa dundi yfir
þá. Og upp kom hlutur Jónasar og
varð hann að viðurkenna að hann
væri að flýja frá augliti Drottins
síns. Jónas bauð þeim að kasta sér
í sjóinn til að lægja öldurnar.
Skipverjar lögðust á árar og
reyndu að komast aftur til lands,
en gátu það ekki því sjórinn æstist
æ meir og meir. Jónasi var nú
varpað fyrir borð og varð hafið þá
kyrrt og sjávarólguna lægði.
Af Jónasi er það að segja, að
Drottinn sendi stórfisk til að
svelgja hann og var Jónas í kviði
fisksins í þrjá daga og þrjár næt-
ur. Jónas bað ákaft til Drottins í
kviði fisksins og hét því að bæta
fyrir yfirsjónir sínar. Og Drottinn
bauð þá fiskinum að spúa Jónasi
upp á þurrt land.
Drottinn bað nú Jónas í annað
sinn að fara til Níníve og flytja
þar boðskap sinn og í þetta sinn
hlýddi Jónas, enda hefur hann
sjálfsagt verið búinn að fá nóg af
dvölinni í kviði hvalsins. Jónas
boðaði Nínívemönnum að borgin
yrði lögð í eyði að fjörutíu dögum
liðnum ef þeir bættu ekki ráð sitt
og verður frásögnin ekki rakin
nánar hér enda geta áhugamenn
lesið nánar um þetta í Bibliunni.
En samkvæmt frásögninni hefur
Jónas dvalist í maga stórfisksins í
þrjá sólarhringa og var þrekraun
sú ekki leikin eftir fyrr en James
Bartley kom til sögunnar á síðustu
öld.
(Sv.(i. lók saman)
BENIDORM1983:13.APR. 11.MAÍ 1.JÚNÍ 22.JÚNÍ 13.JÚLÍ 3.& 24.ÁGÚST 14.SEPT. 5.0KTÓBER
UMBOOSMENN:
SIGBJÖRN GUNNARSSON,
Sporthúsið hf., Akureyri — slml 24350.
HELGI ÞORSTEINSSON,
Ásvegl 2, Dalvlk — slmi 61162.
FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS,
Anton Antonsson, Selás 5, Egilsstöðum —
Slmi 1499 og 1510.
VIÐAR ÞORBJORNSSON,
Noröurbraut 12, Hðfn Hornaflrði — slml 8367.
FRIOFINNUR FINNBOGASON,
c/o Eyjabúð, Vestmannaeyjum — slml 1450.
BOGI HALLGRlMSSON,
Mánagerði 7, Grindavlk — slmi 8119.
BJARNI VALTÝSSON,
Aðalstöölnnl Keflavlk, Keflavlk — slml 1516.
Heiöabrún 17. — slml 1286.
GISSUR V. KRISTJÁNSSON,
Brelðvangl 22, Hafnarflrðl — slmi 52963.
ÓLAFÚ'S GUOBRANDSSON,
Merkuteig 1, Akranesi — 8lmi 1431.
SNORRI BÖÐVARSSON,
Sandholti 34, Ólafsvlk — slmi 6112.
ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON,
Mlðengi 2, Selfossi — slmi 1308.
RÚNAR BIRGISSON,
Stóragarði 11, Húsavlk — slmi 41570—41679.
Benidorm kynning í Þórskaffi 27.
febrúar — Kvikmyndasýning, Þórs-
kabarett, dans.
FERÐA
IIMIÐSTÖDIN
AÐALSTRÆTI9
SÍM128133 11255