Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
Texti: GUÐM.
GUÐJÓNSSON
Ef sú spurning er fram
lögö, hvaða fugl íslenskur
sé fallegastur þeirra allra,
verða svörin margvísleg.
Sitt sýnist hverjum, auk
þess sem fjölmargir hafa
örugglega enga skoðun á
málinu. Fræg er sú saga,
hvort sem hún er sönn
eða ekki, að á náttúru-
fræðiprófi í barnaskóla
hafi verið spurt: Hver er
fallegasti fugl íslands?
Og ef ekki var svarað
straumandarbliki, þá fékk
viðkomandi nemandi
rangt fyrir svarið. Lit-
auðgi straumandarblikans
er viðbrugðið og á hann
varla sinn líka í fuglaríki
landsins og líklega þótt
víðar væri leitað. Hvort
hann er fallegasti fugl
landsins er hins vegar
best að hver svari fyrir
sig.
Straumandarhjón, blikinn til hægri. Því mióur nýtur litadýrðin sín engan veginn. Ljósm. Grétar Eiríksson.
STRAUMÖNDIN
Barn ólgandi
straumvatna
Óvenjuleg sjón, bliki í fylgd kollu og unga. Venjulega draga steggirnir sig saman í smáhópa meðan kellur þeirra sjá
um ungana. Myndin er tekin á Andakílsá í Borgarfirði og fengin að láni úr „Náttúrufræðingnum“.
Ljósmyndina tók Pamela Harrison.
Fuglinn sem hér um ræðir,
straumöndin, er merkilegur fugl
fyrir ýmissa hluta sakir. Teg-i
undin er varpfugl í Síberíu,
Norður-Ameríku, Kanada og
Grænlandi. Á íslandi verpir hún
einnig, en hvergi annars staðar í
Evrópu. Það sem mera er, hvergi
á útbreiðslusvæði straumandar-
innar er um jafn þétt varp að
ræða og hvergi er vitað jafn
mikið um lifnaðarhætti hennar.
Það sem náttúrufræðingar vita
um straumendur er undantekn-
ingarlaust komið frá athugunum
á íslenskum straumöndum.
Þó að talað sé um að hvergi sé
varp þéttara, er ekki þar með
sagt að um algengan varpfugl sé
að ræða. Þvert á móti, straum-
öndin er strjáll varpfugl og al-
gerlega bundinn við straum-
harðar bergvatnsár á varptíma.
Og þó hvergi sé vitað meira um
lifnaðarhætti fuglsins þýðir það
ekki að sú vitneskja sé tæmandi.
Öðru nær.
Útlit og lifnaðarhættir
Straumöndin er mjög auð-
þekktur fugl, einkum steggurinn.
Við skulum líta á lýsingu á fugl-
inum í Fuglabók AB:“43 cm. Lítil
dökk önd með stutt nef. Blikinn
er dökkblágrár (virðist tilsýndar
svartur), dökkrauðbrúnn á síð-
um og kynlega skreyttur hvítum
blettum og rákum á höfði, háisi
og bringu." Síðar er kollunni svo
lýst með eftirfarandi hætti:
„Kollan er dökkbrún, brún- og
hvítflikrótt á bringu og kviði og
með tvo ógreinilega hvíta bletti
framan við auga og greinilegri,
hvítan blett aftan við auga.“ Þá
er þess getið, að kollan sé að
öðru leyti auðgreinanleg frá öðr-
um kollum á smæð sinni og
stuttu nefi. Sundlag straumand-
arinnar getur auk þess hjálpað
til við greiningu hennar ef skoð-
að er af löngu færi, en hún synd-
ir mjög léttilega með sífelldum
höfuðrykkjum og sperrir oft
stélið upp á við. Þess má einnig
geta, að fáar endur eru í sam-
keppni við tegundina um kjör-
lendið, en straumöndin, eins og
nafnið bendir til, heldur fyrst og
fremst, og nánast einvörðungu, á
straumhörðum bergvatnsám á
sumrin, á brimasömum stöðum á
sjó á vetrum.
Straumöndin verpir heldur
seinna en flestar andartegundir
aðrar ef á heildina er litið, full-
orpin er hún venjulega ekki fyrr
en langt er liðið á júní. Hún
verpir helst mjög nálægt vatns-
borðinu og eigi hún kost á
gróskumiklum hólmum, þá finn-
ast hreiður hennar frekar á slík-
um stöðum. Eggin eru að jafnaði
færri en hjá öðrum öndum ef
æðarfuglinn er undanskilinn,
5—8 að meðaltali.
Fylgir laxinum
Margt í háttum straumandar-
innar þykir minna á atferli lax-
ins. { fyrsta lagi má geta að
snemma á vorin fara straumend-
urnar að safnast í smáhópa í
ármynnum, eftir vetrardvöl á
sjó. Sama gerir laxinn. Straum-
endurnar eru um hríð í ármynn-
unum, en síðan leggja þær af
stað til varpstaða sinna, sem
oftar en ekki eru ofarlega með
ánum. Alveg eins og hjá laxin-
um. Þá er mjög fátítt að sjá
straumönd á flugi öðru vísi en
mjög lágt og hún fylgir ánni í
hvívetna. Kveður svo rammt að
því, að sé brú á ánni, flýgur
straumöndin undir hana en ekki
yfir. Straumöndin verpir ekki
við jökulárnar, mýflugnalirfurn-
ar sem eru aðalfæða hennar
þrífast illa eða ekki í slíku vatni.
En þó varpstaðir straumandar-
innar séu við bergvatnsá sem
rennur í jökulvatn styttir fugl-
inn sér ekki leið, hann fylgir jök-
ulmóðunni og beygir síðan upp
eftir á sinni. Alveg eins og lax-
inn. Og eins og laxinn fara
straumendurnar mishratt upp
árnar, sumar eru komnar
snemma, aðrar doka við hér og
þar.
Straumendur á íslandi
Eins og áður hefur verið getið,
er ísland sá staður á útbreiðslu-
svæði straumandarinnar þar
sem tegundin er algengust.
Hvergi annars staðar vottar
fyrir litlum straumandarbyggð-
um, annars staðar eru þær svo
strjálar að undantekning má
heita ef komið er að hreiðrum
hennar þó vitað sé að hún sé þar
varpfugl. En straumandarstofn-
inn er ekki stór og víða vantar
straumendur að mestu eða öllu.
Sem fyrr segir er kjörlendi
hennar straumharðar ár.
Straumöndin er algengust á ám
sem renna úr stöðuvötnum og er
hún jafnan algengust við slíkar
ár einmitt efst, þar sem þær
renna af stað í átt til sjávar eða
til annarra vatna eða áa. ís-
lenskar bergvatnsár flokkast í
tvær megindeildir sem kunnugt
er, dragár og lindár. Við drag-
árnar eru straumendur yfirleitt
strjálir varpfulgar og langt á
milli verpandi fugla. Dæmigerð-
ar lindár eru meiri straumand-
arár, en mest er um straumend-
ur á ám, dragám eða lindám,
sem renna úr stöðuvötnum, og er
mest um endurnar þar sem áin
segir skilið við vatnið.
í tímaritinu „Náttúrufræðing-
urinn", 1. hefti 41. árgangs, ritar
Finnur heitinn Guðmundsson
fróðlega grein um straumöndina
og getur hann nokkurra staða
hér á landi þar sem honum er
kunnugt um að votti fyrir sam-
býli straumanda. Þeir eru efri
hluti Bugðu í Kjós, þar sem hún
fellur úr Meðalfellsyatni, efri
hluti Andakílsár í Borgarfirði,
niður af útfalli hennar úr
Skorradalsvatni. Efri hluti
Langár á Mýrum, efst á ám sem
falla úr vötnunum í Hnappadals-
sýslu, Hítarvatni, Oddastaða-
vatni og Baulárvallavatni. Á
Vatnsdalsá á Barðaströnd, hún
er afar stutt og leita straumend-
ur því upp með lækjum þeim
sem í Vatnsdalsvatnið renna.
Mjólká í Vestur-ísafjarðarsýslu.
Laxá á Ásum fyrir ofan vatn,
einnig líklega efst á Laxá fyrir
neðan vatn. Efri hluti Svartár í
S-Þing. og neðst á Suðurá sem
Svartá fellur í. Er Svartá mikil
straumandará og svipar mjög til
Laxár í S-Þing., sem er mesta
straumandaá landsins. Hvergi er
varp þéttara eða meira af
straumönd. Við Laxá er nær all-
ur stofninn efst á ánni rétt fyrir
neðan útfallið úr Mývatni, þó svo
að slæðingur sé niður eftir allri
á. Einnig er dálítið sambýli
straumanda á tærum lækjum
Herðubreiðarlinda. Á Austfjörð-
um fer lítið fyrir straumönd, en
um þéttleika tegundarinnar er
vart að ræða fyrr en í Haukadal
Iiiiii
IIIM*
IIIIII
lltlllfI