Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Veröld LJÓSMYNDIR Hitler frá öllum hliðum Þad fór kliður um salinn þegar hlutur nr. 96 var boðinn upp hjá uppboðsfyrirtækinu Warwick and Warwick á Grand Hotel í Birmingham nú fyrir skömmu. Bókin, sem haldið var á loft, var með eldrauðum hakakrossi á kápunni og hafði að geyma 75 Ijósmyndir af Adolf Hitler — Hitler standandi, Hitler sitjandi og Hitler að leik. Fátt er vitað um tildrögin að sölu bókarinnar í Birmingham og lengi var ekkert vitað um seljandann. Það vitnaðist þó að lokum og reyndist hann vera séra Donald Dowie frá Durban í Suður-Afríku. Ailt, sem upp- boðsskráin sagði um bókina, var, að hún væri „merkilegt myndasafn frá Þriðja ríkinu," sem gæti hafa verið í eigu ást- konu Hitlers, Evu Braun. Það var ljósmyndari frá Daily Mirror og sovéskur her- maður, sem fundu bókina fyrst þegar þeir fóru niður í byrgi Hitlers í Berlín skömmu eftir að hann hafði framið sjálfs- morð. Hermaðurinn braut upp skúffu í snyrtiborði í herbergi Evu Braun með byssustingnum og kom þá bókin í ljós. Ljós- myndarinn breski varð hins vegar fyrri til að ná henni. I bókinni eru myndir af ýms- um nánum vinum Hitlers eins og Himmler, Göbbles og Gör- ing, en það undarlega er, að á langflestum myndanna er ann- ar maður í baksýn, ekki foring- inn sjálfur, heldur snyrtilegur og myndarlegur SS-maður. Sumir hafa getið sér til um, að hann hafi verið ástmaður Evu Braun en fleirum þykir slík fífldirfska fremur ólíklega. Daily Mirror birti nokkrar myndir úr bókinni árið 1945 en síðan hafði ekkert til hennar spurst. — PAUL JOHNSON. HETJUR & HEYBRÆKUR Þorstinn hrjáði suma sendiherrana mest Eins og kannski suma rekur minni til gerðist sá atburður fyrir þremur árum, að kólombískir skæruliðar náðu á sitt vald flestum erlendum sendimönnum í höfuð- borginni Bogota og héldu þeim í gíslingu í tvo mánuði. Nú í þessum mánuði er væntanleg bók um þenn- an atburð og má af henni ráða, að ekki eru allir diplómatar dyggðum prýddir þótt þeim finnist sjálfum mikið til sín koma. Höfundur bókarinnar er Diego Asencio, sem var sendiherra Bandaríkjanna á þessum tíma, og innihaldið er saga um hug- leysi, svik, spennu og kynmök (kynvillu jafnt sem þetta venju- lega). Sá diplómatanna, sem verstu útreiðina fær, er sendi- herra Uruguay, en honum tókst að sleppa frá skæruliðunum nótt eina og var umsvifalaust hylltur sem hetja í flestum fjölmiðlum í rómönsku Ameríku. Sannleikur- inn var sá, segir Asencio, að maðurinn var ein taugahrúga og allt annað en vinsamlegur hinum sendimönnunum. Þegar hann flýði litu hinir á hann sem hug- leysingja og svikara, sem með framferði sínu hefði stofnað þeim öllum í stórkostlega hættu. Annar sendiherra frá Suður- Ameríku var að því er Asencio segir alltaf eins og þaninn strengur og stöðugt á mörkum þess að fá taugaáfall. Hann drakk stöðugt, og dag nokkurn, þegar ekkert áfengi var til, var hann staðinn að því að svolgra í sig munnskolvatn frekar en ekki neitt. Þegar sendiherrarnir losn- uðu loks úr prísundinni trylltist hann hins vegar af bræði og hélt því fram, að lausnargjaldið væri skammarlega lágt fyrir svona merkilega fanga. í fyrstunni var áfengi af frem- ur skornum skammti. Samninga- viðræður skæruliðanna við stjórnvöld báru hins vegar þann árangur,að matur var sendur til þeirra reglulega, en hinir ungu meðlimir í M-19-hreyfingunni vildu ekki leyfa of miklar áfeng- issendingar. Af einhverjum ástæðum var þó svissneska sendiherranum leyft að fá reglu- legar sendingar af uppáhaldsvín- inu sínu frá sendiráðinu. En, seg- ir Asencio, hann gætti þess vel að bjóða samföngum sínum aldrei einn einasta dropa. Þegar skæruliðarnir síðar leyfðu meiri áfengissendingar hefndu þeir sín með því að efna til veislu án þess að bjóða svissneska sendiherran- um. í skæruliðahópnum voru 16 manns, þar af fjórar urigar og aðlaðandi konur. Þær voru alls ófeimnar að leggjst með karl- mönnunum, félögum sínum, og Bókarhöfundur: Diego Asencio sendiherra. döðruðu einnig opinskátt við gíslana, sem kunnu vel að meta það sumir hverjir, að því er As- encio segir. Asencio leggur mikla áherslu á mikilvægt hlutverk mexíkanska sendiherrans, Ricardo Galan, og skæruliðans, Carmenza Cardona, hinnar föngulegu „byltingareig- inkonu" Pabon Pabons. Galan, sem var fulltrúi gíslanna, og Cardona fóru dag hvern að trukk úti fyrir sendiráðinu til að ræða við talsmenn stjórnvalda. Asenc- io hrósar Galan fyrir gáfur og hugrekki, og segir um Cardona, að hún hafi verið „sveigjanleg og geðug“. Hún féll fyrir stjórnar- hermönnum einu ári síðar. Asencio segir, að í gíslatökunni í Bogota hafi hinna svokölluðu „Stokkhólms-einkenna“ ekki orð- ið vart en þá er átt við, að gísl- arnir gerist andlega háðir fanga- vörðum sínum og taki að treysta á þá. Þessu var raunar alveg öfugt farið. Eftir því sem á leið leituðu skæruliðarnir æ meira ráða hjá sendimönnunum um, hvernig þeir skyldu standa að samningaviðræðunum við stjórn- völd í Kólombíu. Skæruliðarnir komust loks í burt með 1,2 milljónir í lausn- argjald fyrir gíslana, en Pabon Pabon var handtekinn ári síðar og dæmdur í 20 ára fangelsi. í desember sl. var hann þó látinn laus ásamt nokkrum öðrum leið- togum M-19-hreyfingarinnar í sakaruppgjöf stjórnarinnar. - GEOFFREY MAtTHEWS. Galan sendiherra meó einni konunni i skærulióahópnum. SkæruliAarnir voru l'rímukladdir þá þeir þurftu að fara út úr sendiráósbyggingunni til samn- ingavióræóna. LESTIR Ofdrykkjan enn á dagskrá í Sovét Yuri Andropov, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur þegar sýnt, að hann ætlar að beita sér fyrir úrbótum í efnahags- og atvinnumálum Rússa með oddi og egg. Einkum vill hann auka aga og afköst í atvinnulífinu, en þar stendur hann andspænis voldugum mótherja, sem gert hefur mörgum fyrirrennurum hans lífið leitt — þ.e. landlæg- um drykkjuskap Rússa. í ritstjórnargrein í Pravda á dögunum var frá því skýrt, að stjórnmálaleiðtogum væri það sérstakur þyrnir í augum, hversu fjarvistir starfsmanna frá vinnu væru tíðar. Fjarvistir eru orðnar dragbítur á fram- leiðslu í mörgum verksmiðjum, að því er blaðið skýrir frá. Og orsök þessara fjarvista er nán- ast eingöngu ofneysla áfengis. í Sovétríkjunum hafa farið fram kannanir, sem leiða í ljós, að áfengisneyzla er bein eða óbein orsök níu af hverjum tíu fjarvistum. Fyrir nokkrum ár- um reiknaði þjóðfélagsfræðing- ur það út, að framleiðni í sov- ézkum verksmiðjum gæti auk- izt um 10%, ef starfsmenn létu af áfengisneyzlu. Aukin afköst eru nú talin helzta forsendan fyrir auknum hagvexti í Sovétríkjunum í framtíðinni. Það er því ekki að ófyrirsynju, að menn hafi vax- andi áhyggjur af hinum alvar- legu áfengisvandamálum. Á boðstólum eru ýmiss konar tillögur til úrbóta. Ein verk- smiðja gerir nú t.d. tilraun með sérstakt vinnuskipulag. Sam- kvæmt því er starfsmönnum skipt niður í svokallaða fram- leiðsluhópa. Ef einn maður úr hverjum hópi mætir ekki til vinnu, þarf að fara í afvötnun eða brýtur vinnuagann á ein- hvern hátt, verða félagar hans allir fyrir tekjutapi. Slíkt ætti að vera mikið aðhald fyrir starfsfólk, en fjórðungur af starfsmönnum verksmiðjunnar hefur neitað að taka þátt í til- raun þessári. í borginni Divnogorsk í Sí- beríu hafa verið reyndar ýmsar ráðstafanir gegn drykkjuskap. Yfirvöld í þessari litlu borg komust nýlega að raun um, að þar fóru í súginn árlega tugir milljóna króna, af því að fólk tók sér sjúkrafrí samkvæmt læknisráði eftir að hafa fengið sér einum of rækilega neðan í því. Til að sporna gegn þessu > HINIR ÚTVÖLDU Vináttubönd bandingjanna frá Auschwitz A' hverju þriðjudagskvöldi safn- ast klúbbfélagarnir saman í húsi nokkru við Senatorcka-stræti í Varsjá, þar sem þeir taka í spil, prjóna og rifja upp endurminn- ingarnar úr helfórinni. Hér er um að ræða Auschwitz-klúbbinn, ein- hvern lokaðasta klúbb í heimi, sem samanstendur af fólki, sem lifði af vistina í fangabúðum nas- ista. Meira en fjórar milljónir manna voru fluttar í Ausch- witz-Birkenau-búðirnar fyrir sunnan Kraká, sem nú kallast Oswiecim, en aðeins um 7000 manns lifðu það af. Af þeim eru um 1200 félagar í klúbbnum, þeirra á meðal prestar, læknar, blaðamenn og verkamenn. „Það, sem við upplifðum, var svo hræðilegt, að það er eiginlega ekki hægt að segja frá því,“ seg- ir Jozef Wiacek (fangi nr. 1853), einn klúbbfélaganna, „og á ein- hvern hátt líður mér jafnvel betur hér en hjá minni eigin fjölskyldu." Klúbbfélögunum finnst sem þeir séu á einhvern hátt útvald- ir, kallaðir til að lifa, og þessi tilfinning þeirra er þá sönnust þegar þeir koma saman. í Auschwitz lifðu fáir lengur en í þrjá mánuði. í búðunum mynduðu þeir, sem báru lág númer — flúruð á úlnliðinn skömmu eftir komuna — nokkurs konar öldungadeild. Menn eins og Wiacek, sem komu í búðirnar árið 1940 og höfðu lágt númer því til sanninda- merkis, nutu nokkurrar virð- ingar og jafnvel hjá þýsku vörð- unum. í fangabúðunum voru stund- um væringar meðal fanganna sjálfra, en Wiacek segir að allt slíkt sé gleymt, aðeins hrylling- urinn lifi enn. Bestu störfin í búðunum voru í eldhúsinu, þar sem unnt var að næla sér í ein- hverjar leifar, í spítalanum eða í „Canada", en svo kallaðist deildin, þar sem nýkomnir fang- ar voru rúnir öllum verðmætum og matnum, sem sumir höfðu með sér. „Canada" var alls- nægtalandið og þeir, sem þar unnu, urðu ríku mennirnir i Auschwitz. Nú eru þeir efnaðastir sem höfðu nægilegt þrek eftir stríðið til að stunda nám eða leggja fyrir sig viðskipti. Þessi munur er augljósastur meðal kvenn- anna; sumar koma í klúbbinn með nýlagt hárið og vel klæddar en aðrar í ólögulegum kápu- druslum beint úr biðröðunum. Allar hafa þær þó fanganúmer- ið á sama stað. Wiacek líkar best að vera með þeim, sem voru fluttir í búðirn- ar samtímis honum, í lest með rúmlega 3000 fanga, en aðeins um 40 þeirra lifðu fram til 1945. Nokkrir þeirra eru enn í klúbbnum. Wiacek og félagar hans urðu oft vitni að því þegar líkahrúgurnar úr gasklefunum voru urðaðar og stundum kom það fyrir að lífsneisti leyndist með einhverjum mannanna, sem börðust þá um í kösinni í örvæntingarfullri tilraun til að \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.