Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 31
Grímuball í Tónabæ „Heyrðu, það er verið að taka mynd af okkur," sagði apinn við banka- ræningjann, en hann lét það sem vind um eyru þjóta, enda önnum kafinn viö að anda djúpt fyrir hjúkrunarkonuna. Og álengdar stendur tatara- stúlka og starir á simp- ansann með undrunar- svip. Kannski er hún að velta því fyrir sér hvar hann náði í þennan tví- hneppta frakka. í baksýn má sjá Zorro sem skimar einbeittur eftir huldum óvini. Þessi mynd var annars tekin í Tónabæ þann 12. febrúar, en þá var þar heljarmikiö grímuball sem Styrktarfélag vangefinna stóð fyrir. Á ballinu voru rúmlega 300 manns, þroskaheft fólk af Kópavogshæli, Skálatúni, Tjaldanesi og frá Sólheim- um í Grímsnesi, auk ætt- ingja og vina. Menn eiga kannski erfitt með aö átta sig á því, en myndin af brúðinni, fanganum og ja, arabahöfðingjanum, er tekin við sama tækifæri. Verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana, og fengu brúðhjón fyrstu verölaun. Sherlock Holm- es varð í öðru sæti. Ann- ars voru margir bún- inganna meö ágætum, og er haft fyrir satt að val dómaranna hafi verið erfitt og oft hafi runnið á þá tvær grímur. sen og Anne Christensen. Morgunblaðið náði tali af einni stúlkunni, Anne Mariegaard, og spurði hana hvernig henni og stöllum hennar líkaði lífið á Grund- arfirði. „Við höfum það gott og erum ánægðar. Sjálf er ég á samningi í átta og hálfan mánuð, en vonast til að geta verið lengur. Það er nú fyrst og fremst af ævintýra- þrá sem ég kom hingað. Ég hafði vinnu í Danmörku, en mig langaði til að kynnast einhverju nýju. Og ég sé ekki eftir því, eini gallinn er hve erfitt er að skilja málið ykkar.“ Danskir sjónvarpsmenn á Grundarfirði SÍÐAN í september á sl. ári hafa sex danskar stúlkur starfað við fiksvinnslu í Hraðfrystihúsi Grundar- fjarðar. Þetta mun vera fyrsti hópur danskra verka- manna sem kemur hingað til lands gagngert til að vinna í íslensku frystihúsi, en ástralskar og nýsjá- lenskar stúlkur hafa starf- að hér nokkuð í frystihús- um undanfarin ár. I kjölfar stúlknanna sem fóru til Grundarfjarðar fengu fleiri danskar stúlkur vinnu í frystihúsunum á Þingeyri og í Vopnafirði. Kom fram í viðtölum danskra blaða við stúlkurnar sem voru á Þingeyri, að þeim hafi líkað vistin þar heldur illa. Spunnust af því nokkrar umræður í dönsku press- unni. Kannski var það þess vegna, föstudaginn 11. febrúar komu hingað menn frá danska sjónvarpinu til að filma dag í lífi stúlkn- anna sex á Grundarfirði, og eiga við þær viðtöl um vist- ina hér. Meðfylgjandi myndir tók Ari Lieberman við þetta tækifæri. Á ann- ari myndinni eru dönsku sjónvarpsmennirnir að kvikmynda inni í frystihús- inu, en á hópmyndinni eru dönsku stúlkurnar að spjalla við danskan frétta- mann. Þær heita frá vinstri talið: Pia Berthelsen, Marna K. Larsen, Hanne Rasmussen, Anne Marie- | gaard, Hanne Birte Jeppe- Að fljóta í loftinu Spjallað við Guðlaug Þorðar- son fallhlífar- stökkyara „Þetta er einna líkast þvf að maður fljóti í loftinu. Mjög þægileg tilfinning. Fyrstu 500 fetin eru verst, það er að segja á meðan hraðaaukningin á sér stað, en þá er mótstaðan mest. En eftir að fullum hraða er náð, 170—200 km, hættir maður að finna svo mikið fyrir mót- stöðunni og svífur þægilega í kyrrð og friði til jarðar." Þannig lýsir Guðlaugur Þórð- arson fallhlífarstökkvari reynslu sem fáir sækjast eftir: að stinga sér til loftsunds úr flugvél í margra kílómetra hæð yfir jörðu. Guðlaugur hefur stundað fallhlíf- arstökk síðan 1977, bæði á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar og Fallhlífarklúbbs Reykjavíkur. Við báðum Guðlaug að fræða okkur lítillega um fallhlífarstökk, og spurðum hann fyrst að því hvort þetta væri ekki meira en lítið glannalegt sport. „Langt frá því. Bandaríkja- menn hafa rannsakað þetta eins og svo margt annað, og það kem- ur í ljós að fallhlífarstökk er í tíunda sæti yfir hættulegustu íþróttagreinar sem almennt eru stundaðar. Og ofar á blaði eru meðal annars rallýakstur og skíðaiðkun. Það er með fallhlíf- arstökk eins og annað, ef vel er frá öllum undirbúningi gengið er hættan hverfandi lítil." — Ertu aldrei hræddur um að fallhlífin opnist ekki? „Nei. Það þýðir ekki að stunda þetta ef maður býr við sífelldan ótta við það. Auk þess stökkva menn alltaf með tvær hlífar, eina varahlíf sem sagt, og það er mikið örygg' í því. Og það hefur aldrei komið fyrir mig að aðalhlífin hafi ekki opnast. Gnda á það ekki að gerast ef vel er gengið frá pökk- uninni." — Eru margir sem stunda fall- hlífarstökk á Islandi? „I Fallhlífarklúbbi Reykjavíkur eru í kringum 15 manns sem eru virkir. Flestir þeirra stökkva líka með Flugbjörgunarsveitinni. Á Akureyri er svo annar klúbbur; „Fallhlífar eru stýranlegar að vissu marki. Það eru tvær stýri- línur sem hægt er að toga í og opna og loka fyrir göt á hlífinni. En áður en stokkið er byrjum við alltaf á því að rekmæla, sem kall- að er. Við hendum út pappírs- strimli í skærum lit beint ofan við markið og mælum hvað hann rekur langt frá markinu. Síðan stökkvum við í sömu fjarlægð hinum megin frá.“ — Er þetta sport sem þú mæl- ir með? „Alveg eins, en auðvitað verða menn að finna hjá sér áhuga og löngun til að nokkurt vit sé í að leggja út í fallhlífarstökk. Þetta er ekki sport fyrir alla fjölskyld- una. ég er ekki klár á hvað hann er fjölmennur, en allt í allt er það varla meira en 40—50 manns sem stunda fallhlífarstökk að ein- hverju marki." — Nú hafa gestir á Laugar- dalsvellinum stundum séð ykkur stökkva og lenda á miðjupunktin- um. Hvernig tekst ykkur að hitta svo nákvæmlega í mark? Þessar myndir tók Kristján Ein- arsson, ljósmyndari Morgun- blaðsins, af Guðlaugi að stökkva yfir Sandskeiði. Þeir eru þarna í 4.000 feta hæð, en hlífin er opnuð í 2.500—3.000 fetum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.