Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 4

Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Upplýst, lögskýrt og lögveradað firelsi Úr ræðu Einars Birnis, fyrrum formanns FÍS á viðskiptaþingi Mér þykir ánægjulegt að geta sagt, að um flesta hluti þykja mér drög Verzlunarráðs íslands, „Frá orðum til athafna", horfa til réttr- ar áttar. Sú grundvallarafstaða, að minnkuð ríkisafskipti og alveg sérstaklega minnkuð ríkisforsjá, aukið frelsi og athafnafrelsi ein- staklingsins innan hóflegra um- ferðarreglna í þjóðfélaginu, er að mínu viti einfaldlega spurning um að fá að njóta raunverulegra mannréttinda. Það er líka rétt eins og fram kemur í drögunum, að atvinnu- reksturinn hefur flutt aðvörunar- orð og haft uppi skynsamlegar til- lögur. Á þessum drögum og ábend- ingum Verslunarráðsins er hins- vegar sá galli að mínu mati, að hvergi er varað við eða átalin þátttaka atvinnurekstrarins i Hrunadansinum. Það er að segja þeirri þátttöku sem lýsir sér gleggst og ítrekað í alls óhæfum kaupgjaidssamningum sem allir vissu þegar gerðir voru, að voru ekkert annað en eldsneyti á verð- bólgubálið. Alveg sérstaklega sakna ég aðvarana, — menn gætu líka kallað það sjálfsgagnrýni — um að atvinnureksturinn láti nú ekki henda sig — og þaðan af síð- ur að réttlæta svona hluti sem skammtíma sjónarmiðum, póli- tískum þrýstingi: að ég tali nú ekki um pólitískri þægð. Um drögin Mér þykir góð latína sem segir í drögunum „Skattheimtan brengl- ar orðið allt atvinnulíf. Viðskiptin færast úr verslunum í húsasund- in.“ Hvort heildarskattheimtan er orðin of mikil skal ég ekki leggja dóm á, en áhersluatriði skattlagn- ingarinnar eru að mínum dómi al- röng. Fátt þykir mér brýnna en að stöðva þá eyðslu hins opinbera sem er utan fjárheimildarramm- ans á hverjum tíma. Þar tel ég líka að eftiráheimildir vegna þeg- ar framkvæmdrar eyðslu og/eða fjárfestingar sé alveg sérstaklega hættulegur ósiður. Mér sýnast vera tillögur mjög í þessa átt í drögunum en mættu þó vera ítar- legri. Á sama hátt virðist mér að tillögur um að kjarasamningar opinberra starfsmanna ráðist af almenna vinnumarkaðnum en ekki hið gagnstæða, séu af hinu góða, en því ekki að segja skýrt og ákveðið hvað þetta merkir? Það er, í raun niðurfelling verkfalls- réttar. — Hvar var nú kjarkur hinnar frjálsu hugsunar? Ég sakna þess að hvergi er að finna tillögur um, að til þess að fyrirtæki eða einstaklingar takist á hendur þennan eða hinn atvinnureksturinn, hljóti þeir að uppfylla gefnar kröfur, þar með að vera hluti hinna ýmsu samtaka atvinnulífsins með þeim réttind- um, — og ekki síður þeim skyld- um, sem því fylgir. Mér er engin launung á því, að nokkuð velti ég fyrir mér hvort þetta væri tilvilj- un, eða það sem ég hef stundum kallað hið almeðvitaða og hálf- skipulagða skipulagsleysi atvinnu- rekenda í einkarekstri. í einum kafla draganna er fjall- að um verðmyndun og samkeppni og margt vel sagt, og samt sitt- hvað þar sem misjafnar áherslur geta mjög komið til greina. Eigum við til dæmis að leyfa slátrun og vinnslu í landbúnaði að uppfyllt- um kröfum, eða að uppfylltum fyllstu kröfum? Ég hallast að því síðara. Á að veita sjómönnum vissa tryggingu eða algera trygg- ingu lágmarkslauna? Mér líkar betur hið síðara. Mér líst einnig svo á að umfjöll- um um samkeppni og samkeppn- ishömlur sé mjög til réttrar áttar, en til hvers vilja menn svo hafa verðlagsráð eins og fram kemur, til að fjalla um slíkt? Er það ekki bara af því að það er til í dag? Að mínu viti öllum til ama og ein- göngu til óþurftar. Svo er ætlast til að menn hér á viðskiptaþingi samþykki verðlagsráð með svona grein. Ég segi út í hafsauga með setninguna og verðlagsráð! Þar sem rætt er um nýtingu fiskimiða og afréttarlanda segir svo „allur útgerðarkostnaður á að greiðast af fiskverði" og þetta er síðan nokkuð útskýrt. Þetta þykir mér skynsamlegt, en síðan er vikið að launasamningum og reyndar meira en það. — Viðskiptaþing ætti samkvæmt drögunum, að fara að hlutast til um frjálsa launasamninga aðila í fiskveiðum og útgerð, því í kaflanum segir „Hlutaskiptum verði samhliða breytt með samkomulagi milli að- ila til samræmis, þannig að tekjur sjómanna haldist þær sömu.“ Þetta minnst mér í fyrsta lagi vera rangt í sjálfu sér og í öðru lagi algjörlega óviðurkvæmilegt. Málefni innflutnings- og heiidverslunar í sjálfu sér má setja öll mál inn- flutnings- og heildverslunar fram í fimm orðum, það er að segja, upplvst, lögskýrt og lögverndað frelsi. Svörin um brýnustu verkefni í efnahagsmálum frá sjónarhóli innflytjenda og heildsala dreg ég saman í fimm punkta: Einar Birnir 1. Jafnrétti. 2. Afnám verðlagshafta-verð- myndunarfrelsi. 3. Hagræðingaraðgerðir í inn- flutningsmálum, þar með talið tollkrít og afnám bankastimpl- unar innflutningsskjala. 4. Afnám innflutnings neysluvöru opinberra innkaupastofnana og ríkisstofnana. 5. Endurskoðun reglna um greiðslu söluskatts. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur margítrekað bent á að hér ríkir ekkert jafnrétti milli ís- lenskra heildsala og erlendra, þar sem erlendir fá að starfa hér utan verðlagsákvæða, án verslunar- leyfa og skattfrjálsir. Verslunin býr að mörgu leyti við lakari lána- og vaxtakjör en aðrir atvinnuveg- ir, svo aðeins séu nefnd tvö dæmi um ójafnan rétt. Núverandi verðlagshöft eru lamandi á allt framtak til hagstæðra og/eða lægri innkaupa og koma oft beinlínis í veg fyrir þau. Beinar afleiðingar verslun- arhafta, svo sem óhagstæðara skráð innkaupsverð, takmarkaðir lagerar og minni þjónustu en ella mætti inna af hendi, hafa þar að auki verið notðar sem tilefni til árása á verslunina. Frelsi í verðmyndun með hvatn- ingu samkeppninnar, er brýnt hagsmunamál atvinnurekenda og starfsmanna í verslun og síðast en ekki síst, — neytenda. Þetta er jafnframt krafa um frelsi þessara aðila til að semja sjálfir um þau mál sem þeir þekkja betur en aðr- ir. Það er brýnt, að þröng sér- hagsmuna- og haftasjónarmið fái ekki að standa í vegi fyrir sjálf- sögðum og eðlilegum hagræð- ingaraðgerðum í innflutnings- verslun. Það er einnig brýnt, að settar séu reglur um að innflutningur opinberra innkaupastofnana eða deilda opinberra stofnana sem til eru. Reglur, sem kveða svo á, að um sé að ræða fjárfestingarvörur eingöngu og í gefnu stóru (gefnu minnsta) magni. Það er ekkert annað en upptaka fjár, að greiðsla söluskatts fari fram áður en kaupandi innir sömu greiðslu af hendi. Alveg sérstak- lega er þetta óhæfilegt þegar, eða ef, skuldseigar opinberar stofnan- ir eiga í hlut. Innheimtu sölu- skatts á einnig að launa, til dæmis með sömu prósentu og fjármála- stofnanir taka vegna innheimtu almennra fjárskuldbindinga. Framtíðin og frelsið Mönnum verður tíðrætt um nýtt viðbótar vinnuafl á vinnumarkaði framtíðarinnar og hafa uppi sér- stakar meiningar. Menn sýnast að mestu leyti sammála um að land- búnaður, fiskveiðar og fiskvinnsla muni við litlu taka, stóriðja við einhverju og enginn vill vinna þjónustustörf. Framtíðarútflutn- ingur og grunniðnaður hljóta að byggjast á tækniþekkingu óg tæknivæðingu, en ekki á massa láglauna, og aftur vill enginn vinna til þjónustu, — í orði kveðnu að minnsta kosti. Slyngir menn hafa búið til orðin ferðaiðnaður og ferðamálaútgerð. Við þetta má bæta þjónustuversl- un og verslunariðnaður, sem reyndar er stór vinnuaflsgjafi í dag undir öðru nafni. Nafngiftir eru þó ekki höfuðatriði og stund- um hégiljuhátturinn einber, að mínu mati. Hitt er meginmálið, að hin mannlegu samskipti, þjónusta, fyrirgreiðsla, frístundaafþreying og fleira í þeim dúr, eru þær greinar þar sem flestra starfs- fúsra karla og kvenna verður þörf. Það er ef til vill þess vegna, sem er brýnna nú en nokkru sinni fyrr, að þetta fólk eignist það frelsi sem eitt nýtist í þá ímynd um fegurra og bjartara mannlíf, sem við síðan mótum. Meðal annars að verulega leyti í frístundum framtíðarinnar. Þetta flokka ég undir samheitið Verslunarfrelsi. Það verður að stokka upp spilin Úr ræðu Gunnars Snorrasonar formanns Kaupmannasamtakanna á viðskiptaþingi Sá efnahagsvandi sem nú blasir við í þjóðarbúskapnum hefur sjaldan verið meiri og ef ekkert verður að gert er efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Eg ætla mér ekki þá goðgá að koma með patent lausn á vandanum. Málið er erfiðara og flóknara en svo. Ekki ætla ég heldur að full- yrða hvers vegna vandinn er. Mér finnst gæta fullmikillar bjartsýni í drögum Verzlunarráðs Islands „Frá orðum til athafna". Þó er þar margt athyglisvert og ég er sammála því sem þar stend- ur og hef þá trú, að efnahagsvand- inn sé að mestu leyti heimatilbún- inn. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda til að ná verðbólgunni niður, virðist hún heldur magnast en hitt. Það er athyglisvert að þetta skuli gerast þar sem verð- lagshöft eru hvað mest. Ef litið er til grannþjóða okkar, þar sem verðbólgan er aðeins brot af því sem hér er, ríkir frjálst verðlag og fyrirtækin fá meira svigrúm til að hagnýta sér þekkingu sína og reynslu, sér og viðskiptamönnum sínum til heilla. í langan tíma hefur forystu- mönnum verslunarsamtaka hér- lendis verið sagt af stjórnvöldum, að stefnan sé að láta samkeppnina ráða og gefa einstaklingum tæki- færi til að láta hugvit og þekkingu njóta sín, með því að gefa verslun frjálsa. Ekkert hefur gerst sem bendir til að þessari stefnu sé framfylgt þótt áhættan ætti ekki að vera ýkja mikil. Ástandið í þjóðmálum gæti varla orðið verra en það er nú. Það sem fyrst og síðast verður að hafa í huga, er að sjálfsögðu að tryggja rekstrargrundvöll at- vinnugreinanna. Það treystir af- komuöryggi almennings og eykur verðmætasköpun í þjóðarbú- skapnum. Vandi þjóðarbúsins og heimilanna Það hefur aldrei þótt góð pólitík að eyða meiru en aflað er, en sú hefur verið raunin hér. Innflutn- ingur til landsins hefur verið meiri en það sem flutt hefur verið út. Útkoman er augljós, — aukin skuldasöfnun við útlönd. Það sem við höfum þó getað státað af við grannþjóðir okkar, er að næg at- vinna hefur verið í landinu, þar til nú síðustu misseri að þar hefur einnig sigið á ógæfuhliðina. Sum fyrirtæki hafa sagt upp fólki sínu að hluta til og eftirvinna tekin af því fólki sem eftir er. I minni at- vinnugrein, smásöluverslun, finn- um við kaupmenn fyrst fyrir því þegar fjárhagurinn þrengist hjá almenningi. Það má segja að við séum með fingurinn á púlsi við- skiptavinanna alla daga. Þrenging hjá almenningi lýsir sér meðal annars í eftirfarandi: 1) Fólk sparar við sig, kaupir ódýrar vör- ur og sumar vörur hreyfast ekki. 2) Fólk sækir stíft að komast í mánaðarreikning. 3) Vanskila- skuldir vaxa. 4) Innistæðulausar ávísanir eru í gangi í ríkari mæli en áður, eins og reyndar hefur komið fram í fjölmiðlum. Þessi dæmi sýna að laun fólks- ins nægja ekki fyrir útgjöldum og endurspegla vanda þjóðarbúsins. Hvorki þjóðarheimilið, né fjöl- Gunnar Snorrason skyldurnar í þjóðfélaginu geta treyst afkomu sína eða efnahags- legt sjálfstæði með skuldasöfnun. Þegar verðbólgan stefnir, eins og nú horfir, í 70%, þýða engar bráðabirgða- og skammtímaað- gerðir. Það verður að stokka upp spilin. Samfara því að gera rót- tækar breytingar á öllum stigum þjóðfélagsins frá grunni, tel ég ekki síður mikilvægt, það sem trú- lega verður ekki það léttasta, en það er að ákveðin hugarfarsbreyt- ing verði hjá þjóðfélagsþegnunum sjálfum. Fólk í þessu landi verður að skilja að það er ekki meira til skiptanna en það sem aflað er. Ef harðnar í ári, verður að draga saman seglin og hægja á lífsgæða- kapphlaupinu. Þetta er eflaust hægara sagt en gert, en eigi að síður óhjákvæmilegt. Eining er afl Eining er afl, eru kjörorð Kaup- mannasamtaka íslands. I þessum orðum felst mikill sannleikur. Oft hefur skort á einingu og sérstak- lega þegar rætt er um leiðir til lausnar fjárhagslegum vanda þjóðarinnar. Margar tillögur hafa komið fram til lausnar áralöngum verðbólguvanda hér á landi, en alltaf hefur skort einingu til að velja leið. Þess í stað hafa menn tekið til við að bræða saman hluta úr ólíkum aðferðum, svo oft verð- ur úr óskapnaður sem fremur eyk- ur á vandann en felur í sér lausn á honum. Það er auðvelt að beina skeytum sínum að ráðamönnum þjóðarinn- ar vegna ástandsins í efnahags- málum, en ætli það megi ekki rekja hluta vandans til okkar sjálfra þar sem skort hefur ein- ingu og samstöðu til að velja leiðir til úrbóta. Ég sagði í upphafi að ég væri ekki með patent lausn á vand- anum, hann væri flóknari en svo. Ég hef stiklað á stóru í þessu stutta erindi og gripið niður í nokkur atriði sem að mínu mati eru veigamikil. Ég vona að eitt- hvað jákvætt komi út úr þessu þingi, og unnið verði markvisst að þeim hugmyndum um aðgerðir í efnahagsmálum sem hér hefur verið fjallað um, en ekki að hver fari til síns heima og síðan sé mál- ið gleymt eins og oft vill verða. Að lokum þetta: Undirstaða efnahagslegs sjálfstæðis er frjáls verslun. Vinnum að því sameigin- lega marki öllum landsmönnum til heilla og farsældar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.