Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 5

Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 37 Máni í Nesjum sýnir Deleríum búbónis Leikarar og aðstandendur sjónleiks- ins Deleríum búbónis, sem Ung- mennafélagið Máni í Nesjum tekur til sýninga á fimmtudag. Ungmennafélagið Máni í Nesj- um, Hornafirði, varð 75 ára á síð- astliðnu ári. Þegar á fyrstu árum félagsins voru leiksýningar árviss viðburður og áhugi á leiklist alltaf mikill í sveitinni og sjaldan liðið svo ár fram yfir 1960 að ekki væri einhver leiksýning. Undanfarin 20 ár hafa leiksýn- ingar í sýslunni einkum verið á vegum Leikfélags Hornafjarðar, en ungmennafélögin í sveitunum látið minna til sín taka. Á þessu afmælisári Mána er gerð tilraun til þess að endurvekja áhuga á leikstarfsemi í Nesjum og var í því skyni stofnaður Leikhópur Mána. NÝSTOFNAÐUR leikhópur UMF Mána í Nesjum, Hornafirði, frum- sýnir Deleríum búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni i Mánagarði nk. firamtudag, 24. febrúar, kl. 21. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Deleríum búbónis er fyrsta verkefni leikhóps Mána og jafn- framt tilraun til að endurvekja leiklistarstarf í Nesjum sem hefur að mestu leyti legið niðri um skeið. Undirleik annast Sigjón Bjama- son og Einar Sigjónsson. Leikend- ur eru Hreinn Eiríksson, Eiríkur Sigurðsson, Arnbjörg Sveinsdótt- ir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson, Ás- mundur Gíslason, Þorleifur Hjaltason, Jón Valdimarsson og Guðlaug Guðmundsdóttir. Sviðsmynd úr Deleríum búbónis f uppfærslu leikhóps Ungmennafélagsins Mána. Eftirtektarverð hljómsveit Hljóm nriTTm Finnbogi Marinósson Motels All four one ('apitol/Pálkinn Safnplötur hafa um langt skeið verið þyrnir í augum margra. Þeir, sem hvað mest eru á móti slíkum plötum, skilja fæstir hvers vegna verið er a gefa þær út. Safnplötur gegna vissu hlutverki. Með útgáfu þeirra er verið að gefa sem flest- um kost á að eignast ákveðinn fjölda mjög vinsælla laga á sem ódýrastan hátt. Kannski ekki mikil kjarabót fyrir viðkomandi hljómlistarmenn og þó. Hinu verður aldrei neitað, að með þessum plötum er margfalt stærri hópi en ella gefinn kostur á að nálgast umrædd lög á „eðli- legan hátt“. (Þ.e. ekki með því að taka þau upp á segulband úr út- varpi, eða hjá kunningjum.) Þetta var annars útúdúr. Það var reyndar safnplata á vegum Fálkans, Við suðumark, sem kom mér á bragðið með Motels. Lag þeirrar sveitar „Only the lonely" vakti óskipta athygli mína og ekki síður fyrir þá sök, að höfundur lagsins var skráður Martha Davis. Eg hafði einhvers staðar heyrt í Motels, líklegast í herstöðvarútvarpinu, en það var líka allt og sumt. Forvitin kall- aði á frekari kynni. Motels er ein þeirra fjölmörgu afbragðsveita, sem enginn virð- ist þekkja hér á landí. Ef marka má þessa plötu, sem hér um ræð- ir, „All four one“, er þetta hörku- góð hljómsveit og Martha Davis sýnir með lögunum á henni, að hún er afbragðs lagasmiður. Lög hennar eru hvert öðru betra þótt stundum minni hún ögn á Patti Smith. Það er kannski bara röddin. Motels er fimm manna flokk- ur. Martha Davis virðist vera allt í öllu. Hún semur lögin, syngur og leikur auk þess á git- ar. Með henni eru fjórir liprir karlmenn; Marty Jourard á hljómborð og saxófón, Michael Goodroe á bassa, Brian Glascock á trommur og Guy Perry á gítar. Þetta eru engir snillingar á sínu sviði, en skapa saman mjög ör- ugga og sannfærandi heild undir forystu Davis. Óhætt er að segja, að „All four one“ sé sú plata, sem hvað mest hefur komið mér á óvart i háa herrans tíð. Á plötunni eru 10 lög, hvert öðru betra. Eitt þeirra, „Change my mind“, finnst mér hins vegar dulítið á skjön á þess- ari stórgóðu plötu. Þetta er blús- ari „a la 1940“, í ögrunartón. Lagið sjálft er afbragðsgott sem slíkt og söngur Davis góður, sem í öðrum lögum, en þessi smíð er á röngum stað. Fyrri hlið „All four one“ er geysilega sterk heild, að blúslag- inu undanskildu. Hvert lag hefur sinn blæ og Motels eru blessun- arlega lausir við þá endurtekn- ingu og einhæfni, sem einkennir meirihluta bandaríska popp- sveita. Síðari hliðin er keimlík þeirri fyrri hvað fjölbreytnina snertir, en lögin eru ekki jafn- góð. „So L.A.“ er mjög gott svo og „He hit me“, en hin þrjú ekki eins sterk, án þess þó að nokkurt þeirra geti talist slakt. Enn eitt hefur Motels fram yf- ir marga kollega sína í Banda- ríkjunum, en það eru oft á tíðum beinskeyttir textar. Stuttar setningar, sem segja kannski ekki mikið við fyrstu sýn/ heyrn, en hafa að geyma vísdóm, sem oft á tíðum er nokkuð kaldhæðn- islegur. „All four one“ er plata, sem ég held að hljóti að höfða til afar breiðs hóps hlustenda. Oft er það svo, að fólk er ekki reiðubúið að gefa nöfnum, sem hljóma ný og framandi í huga þess, tækifæri, en ég skora á alla þá, sem ekki hafa heyrt í Motels að gefa þess- ari plötu þeirra gaum. „All four one“ er bráðum orðin 9 mánaða gömul og ég bíð spenntur eftir næsta framlagi þessara fimm- menninga. ÖDÝFI HREINOL DEOPINN! í 9. verðlagskynningu Verðlagsstofnunar - Innlcaupalcörfuimi - kom fram að græni Hreinol uppþvottalögurinn er sá ódýrasti á markaðnum. Grænt Hreinol er ekki einungis ódýrt það er líka óvenju drjúgt og áhrifaríkt. Þar að auki fer það vel með iiendurnar. Bættu Hreinoli í innkaupakörfuna þína. Veljið ódýrt - veljið íslenskt. Veljið Hreinol. Hreinol fæst í 0,51,21, og 3,81 pakkningum. HREINN Hreinn hf, Barónsstíg 2-4, sími: 28400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.