Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
39
Villandi samanburður
— eftir Þorvald
Búason
Föstudaginn 4. febrúar flutti
sjónvarpið frétt sem gaf yfirlit um
það, hvernig ástatt er um vægi at-
kvæða eftir búsetu við kosningar í
nágrannalöndum, þ.e. í nokkrum
þeim lýðræðisríkjum, sem helst
eru höfð til fyrirmyndar. Sjón-
varpið benti réttilega á, að jafn
kosningaréttur er lögfest megin-
regla á öllum Norðurlöndum og í
Þýskalandi. Þessi lönd virða regl-
una í framkvæmd með einni und-
antekningu: Finnmörk í Noregi
hefur nokkra sérstöðu. Þá benti
sjónvarpið á, að samkvæmt fræg-
um hæstaréttardómi, sem féll árið
1965 í Bandaríkjunum, skuli kosn-
ingaréttur til fulltrúadeildar al-
ríkisþingsins vera óháður búsetu.
Þetta merkir, að þingmönnum er
fjölgað í einu ríki á kostnað ann-
ars, ef hlutfallsleg breyting verður
á íbúafjölda ríkjanna.
Yfirlit sjónvarpsins var ekki
tæmandi, og mætti bæta mörgum
löndum við lista þess. Þau lönd
sem e.t.v. komast næst fullkomn-
un í jöfnuði atkvæða eru Holland,
Belgía og Irland, svo og ísrael, ef
lengra er leitað um samanburð. Á
Bretlandi eru kjördæmin í Skot-
landi og Wales yfirleitt fámennari
en kjördæmin á Englandi. Kjör-
dæmin á Norður-írlandi eru hins
vegar ívið fjölmennari. í höfuð-
dráttum má þó segja, að vægi at-
kvæða í Bretlandi sé jafnt, og mis-
vægi þar er ekkert í líkingu við
það sem viðgengst hér á landi,
enda leiðréttingar gerðar reglu-
lega. í Sviss er vægi atkvæða jafnt
(óháð búsetu) við kosningar til
fulltrúadeildar. Óhætt er að segja
að misvægi atkvæða milli kjör-
dæma á íslandi sé í hrópandi
ósamræmi við meginregluna í öðr-
um lýðræðisríkjum.
Huldumenn gera
athugasemd
Sjónvarpsfréttin, sem fyrr var
nefnd, mun hafa komið ýmsum á
óvart og vakið óskipta athygli
landsmanna. Ekki virðast þó allir
hafa verið jafn ánægðir yfir þess-
um upplýsingum, því að fimm dög-
um síðar birti sjónvarpið athuga-
semd við fréttina. Ekki var þess
getið, hvaðan athugasemdin væri
komin, og verða hlustendur að
geta sér til um það. I athugasemd-
inni var vakin athygli á, að önnur
deild Bandaríkjaþings, öldunga-
deildin, væri skipuð tveimur
mönnum úr hverju ríki, án tillits
til fólksfjölda. Þannig kæmi fram
misvægi atkvæða allt að einum á
móti 50 ef borin væru saman ríki
eins og Alaska og New York. Þar
að auki hefðu íbúar höfuðborgar-
innar, Washington, alls ekki kosn-
ingarétt til öldungadeildarinnar.
Ofangreind athugasemd hefur
sennilega átt að sannfæra menn
um, að misvægi atkvæða á íslandi
ætti sér þarna hliðstæðu. En at-
hugasemdin er villandi, því að
þarna er ekki un neina hliðstæðu
að ræða. Bandaríkin eru, eins og
nafnið bendir til, samband margra
ríkja, sem hafa sjálfstæði í ýms-
um málum. Flest ríkin eru miklu
stærri en ísland og hvert þeirra
kýs eigið þing. Washington (Distr-
ict of Columbia) er ekki ríki og kýs
því hvorki eigið þing né öldunga-
deildarþingmenn. Skipan öldunga-
deildarinnar endurspeglar þá
staðreynd að um sambandsríki sé
að ræða. Engin hliðstæða fyrir-
finnst hér á landi, og því ekki unnt
Þorvaldur Búason
„Óhætt er að segja, að
misvægi atkvæða milli
kjördæma á íslandi er í
hrópandi ósamræmi við
meginregluna í öðrum lýð-
ræðisríkjum.“
að nota þetta sem rök fyrir mis-
jöfnum kosningarétti.
Til fróðleiks má geta þess, að
þótt öldungadeild Bandaríkja-
þings sé valdamikil stofnun, er
vald hennar einkum fólgið í neit-
unarvaldi gagnvart forseta og
fulltrúadeild. Óldungadeildin get-
ur t.d. ekki átt frumkvæði að
neinni lagasetningu, er felur í sér
skattlagningu á borgarana. Það
frumkvæði er í höndum fulltrúa-
deildarinnar.
Hvað höfuðborgina Washington
snertir, má benda á, að óánægja
íbúanna með stöðu sína utan ríkja
hefur leitt til þess, að ýmsar leið-
réttingar hefa verið gerðar á
þeirri stöðu á seinni árum. Þannig
fengu íbúarnir rétt til þátttöku í
forsetakosningum 1961, og kosn-
ingarétt til fulltrúadeildarinnar
1970.
Er Alþingi öldungadeild?
Eins og þegar hefur verið sagt,
er samanburður á atkvæðavægi á
íslandi og atkvæðavægi við kjör
til öldungadeildar Bandaríkja-
þings út í hött. Vilji menn líta á
kjördæmin hér á landi sem eining-
ar i líkingu við ríki í Bandaríkjun-
um blasir við sú staðreynd, að Al-
þingi allt verður hliðstæða öld-
ungadeildarinnar, en fulltrúa-
deildina vantar. Með öðrum orð-
um, hér vantar þá deild, sem
endurspeglar vilja allra borgara
jafnt og tryggir jöfn áhrif þeirra.
Ef til vill má þakka fyrir, að
þeir ónefndu heiðursmenn sem
stóðu að athugasemdinni í sjón-
varpinu, skyldu taka öldungadeild
Bandaríkjaþings sem dæmi. Hví
nefndu þeir ekki lávarðadeildina
bresku, sem ekki er kosið til, en
hefur þó enn umtalsverð völd?
Með slíku dæmi og álíka skýrri
hugsun hefði kannski mátt rétt-
læta það, að kosningarétturinn
yrði afnuminn með öllu!
Sérstaða Finnmerkur
Eins og fram kom í sjónvarps-
fréttinni 4. febrúar, hefur héraðið
Finnmörk í Noregi nokkra sér-
stöðu þar í landi, því að vægi at-
kvæða er þar miklu meira en í öðr-
um landshlutum. I fljótu bragði
mætti ætla, að þarna væri fundið
dæmi til stuðnings þeirri skoðun,
að kosningaréttur á Islandi eigi að
vera misjafn eftir byggðarlögum.
Þarna er þó ólíku saman að jafna.
f Noregi býr yfirgnæfandi meiri-
hluti íbúanna við jafnan kosn-
ingarétt. Þessi meirihluti hefur
fallist á að veita íbúum fámenn-
asta og strjálbýlasta fylkisins
meira atkvæðavægi en öðrum. Á
íslandi er það minnihluti þjóðar-
innar (40%) sem í skjóli ranglátr-
ar kjördæmaskipunar kýs yfir-
gnæfandi meirihluta þingmanna
(60%). Þessir þingmenn neita síð-
an meirihluta kjósenda um þann
rétt sem telst til grundvallar-
mannréttinda í öllum lýðræðis-
ríkjum.
Fundur um
friðarmál
STEFNT er að því að síðasti sam-
ráðsfundur norrænu friðarhreyf-
inganna um samræmingu hugmynda
verði haldinn hér á landi í vor, sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá Hópi
áhugafólks um friðar- og afovpnun-
armál.
Þess er vænst, að eftir þann
fund liggi fyrir samræmd stefnu-
yfirlýsing um baráttuna fyrir
kjarnorkuvopnalausu svæði á
Norðurlöndum og nákvæmar skil-
greiningar á eðli svæðisins, stærð
þess, pólitískri stöðu og hlutverki í
alþjóðlegri friðarbaráttu, eins og
segir í fréttatilkynningunni.
Reyðarfjörður:
11.000 sfldar-
tunnum skipað út
Reyðarfjörður, 11. febrúar.
HÉÐAN eru farnar ellefu þúsund
tunnur af saltsíld, 2.000 tunnur til
Svíþjóðar og 9.000 á Rússamarkað.
Þá eru eftir 3.000 tunnur af síld
hjá GSR, 4.000 tunnur hjá Verk:
tökum hf. og 2.340 tunnur hjá Kóp
sf. — Gréta
Með drifi á öllum hjólum!
TOYOTA
P. SAMÚELSSON & CO. HF.
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI8
KÓPAVOGI
SIMI44144