Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 13

Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 45 Stefánsson hagfræðingur hjá Landssambandi iðnaðarmanna. Benti hann á að oft væri miklaðar fyrir húsbyggjendum og kaupend- um allra handa reiknisþrautir, sem hjálpuðu fólki til að taka skynsamlegar ákvarðanir í þess- um efnum. Sagði hann að ekki væri til nein algild regla um húsa- kaup eða byggingu húsa. Ráðlagði hann fólki að kynna sér alla hugs- anlega möguleika, sem það hefði til íbúðakaupa eða -byggingar, bera saman kaup og kjör og leita aðstoðar sérfræðinga ef þörf væri á. Ráðlagði hann fólki að taka engar ákvarðanir um kaup nema það væri hundrað prósent visst um að hafa valið rétta og hag- stæðasta kostinn. Nefndi Guðlaugur fimm leiðir til að eignast íbúð og talaði hann þá aðallega til þeirra sem hygðust kaupa sér íbúð í fyrsta sinn. Á almennum fasteignamarkaði sagði Guðlaugur að hægt væri að fá notaða íbúð á hefðbundnum kjörum, þar sem útborgun er 75 prósent af verði á einu ári en eftir- stöðvar á skuldabréfum til fjög- urra ára með um 20 prósent vöxt- um. Kaupandinn ætti kost a svo- kölluðu G-láni, sem er Húsnæðis- stjórnarlán að upphæð 130.000. Einnig er oft möguleiki á lífeyr- issjóðsláni og láni hjá banka eða sparisjóði. Annar möguleiki væri að kaupa notaða íbúð á verðtryggðum kjör- um. Væri þá venjan að umreikna kaupverð miðað við hefðbundin greiðslukjör til núvirðis (verðlags við kaupdag), útborgun væri síðan 65 prósent af þessu núvirði, sem er verulega lægra en miðað við hefðbundin kjör. Eftirstöðvar greiddu menn síðan með verð- tryggðu skuldabréfi með 4—10 ára lándstíma. Nafnvextir af slíkum skuldabréfum væru nú 3 prósent, en raunvextir nokkru hærri, þar sem af þeim væru jafnan nokkur afföll. Miðað við þessi verðtryggðu kjör er einnig kostur á G-láni, láni frá lífeyrirssjóði, banka- eða sparisjóðsláni og öðrum skulda- bréfum, verðtryggðum. Þriðji möguleiki er kaup á nýrri íbúð á verðtryggðum kjörum. Þá er hægt að sækja um svokallað F-lán Húsnæðismálastjórnar, sem er í dag um 260 þúsund krónur. Þar er möguleiki á lífeyrissjóðsláni, banka- eða sparisjóðsláni og öðr- um skuldabréfum, verðtryggðum. Þetta eru þeir möguleikar sem ungt fólk hefur á almennum fast- eignamarkaði. Tveir möguleikar eru enn ótald- ir sem standa utan við almennan fasteignamarkað. Það eru bygg- ingarsamvinnufélög og verka- mannabústaðir. í því fyrrnefnda þarf viðkomandi að gerast félagi. Hann fær þá úthlutað einhverri Séð yfir fundarsalinn. íbúð, oft eftir nokkra bið, og telst þá byggjandi, með félaginu. Þegar að því kemur að menn fá úthlutað borga þeir stofngjald sem er ekki óalgengt að sé um 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. í framhaldi af því er greidd föst mánaðargreiðsla, sem gæti verið eitt til tvö prósent af þessum áætl- aða byggingarkostnaði. Mánað- argreiðslan hækkar eftir vísitölu ársfjórðungslega, og eru borgaðar á þremur árum eða í 36 mánuði. Þegar því lýkur útvegar bygg- ingarsamvinnufélagið gjarnan einhver lán, til að mynda sparilán til þriggja ára eða svo. Möguleiki er á F-láni Húsnæðismálastjórn- ar, lífeyrissjóðsláni og láni hjá banka eða sparisjóði. Þegar um Verkamannabústaði er að ræða, er útborgunin greidd skömmu eftir að viðkomandi fær úthlutað, en hún er um 10 prósent af kostnaðarverði. Lán frá Bygg- ingarsjóði verkamanna er algengt 90 prósent til 42 ára. Lánið er verðtryggt með 0,5 prósent vöxt- um. Það er láglaunafólk sem fyrst og fremst á kost á verkamanna- bústöðum og færri komast að en vilja. Hefðbundin og verðtryggð kjör Þá ræddi Guðlaugur nokkuð um hefðbundin kjör og verðtryggð kjör. Benti hann á að greiðslu- byrði þessara kjara væri nokkuð ólík. Ef keypt er með hefðbundn- um kjörum er greiðslubyrðin mjög há á öðru til þriðja ári, en lækkar mikið upp frá því. Miðað við hefðbundnu kjörin verður greiðslubyrði verðtryggðu kjar- anna aldrei eins há á fyrstu þrem- ur árunum, en hún helst lengur á nokkuð háu stigi. Menn eru lengur að fikra sig í gegnum verðtryggðu kjörin. Ekkert er hægt að alhæfa um þetta, heldur fer málið að sjálfsögðu eftir aðstæðum hjá fólki. Ef hagur þess er þannig að það ræður sæmilega við þetta mikla átak í upphafi þá ætti það að vera í lagi en verðtryggð kjör gætu bjargað mörgum sem hafa jafnari laun. Útborgun á verð- tryggðu kjörunum er mun lægri en ef keypt er með hefbundnum kjörum, sem þýðir að þeir sem hafa ekki mikla lánamöguleika, eiga frekar möguleika með verð- tryggðu kjörunum. Spurningunni um hvort rétt væri að kaupa, núna eða síðar og spara þangað til svaraði Guðlaug- ur þannig að það væri hans pers- ónulega skoðun að bíða ef mögu- leikar væru á því. Ef fólk þarf ekki nauðsynlega á íbúð að halda eða á kost á leiguíbúð ætti fólk að skoða þann möguleika að fresta íbúðar- kaupum um t.d. 3—4 ár, leggja til hliðar af launum sínum og ávaxta þann sparnað sem mest það má. Þegar erindum þeirra Stefáns Ingólfssonar og Guðlaugs Stef- ánssonar var lokið, voru frjálsar umræður og fyrirspurnir. Steig fyrstur í pontu Þorsteinn Stein- grímsson fasteignasali og sagði að ekki skipti máli hvort keypt væri á verðtryggðum eða óverðtryggðum kjörum, því allt verðmat fasteigna fer fram eftir hefðbundnu kjörun- um. Sagði hann vandann við verð- tryggðu kjörin vera þann, að kaupmáttur kauptaxta hefur ekki haldist í hendur við hækkun á lánskjaravísitölunni. Hækkunin á því fyrrnefnda væri 47 prósent á meðan hækkunin á því síðar- nefnda væri 62 prósent. Breyta þyrfti vísitöluviðmiðun þar sem ekki ætti lengur að miða við lánskjaravísitölu heldur kaupmátt ráðstöfunartekna. Lánskjaravísi- talan samanstendur af tveimur vísitöium, framfærsluvísitölunni sem vegur tvo þriðju og bygging- arvísitölunni, sem vegur einn þriðja. Öll þekkjum við tilhneigingu stjórnvalda, sagði Þrosteinn, til að ráðskast með framfærsluvísitöl- una, svo sem með því að neita SVR um hækkun fargjalda, nota Hita- veitu Reykjavíkur sem viðmiðun- argrundvöll í vísitölunni en ekki til dæmis Hitaveitu Egilsstaða þar sem fimmfalt dýrara er að kynda. Við þekkjum líka ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar 1. desem- ber síðastiiðinn þegar kippt var vísitölubótum af launum lands- manna upp á 1.660 milljónir króna. Allar aðgerðir sem þessar skekkja greiðslugetu fólks svo verulega að óforsvaranlegt er lengur að notast við lánskjaravísi- töluna. Síðan sagði Þorsteinn: Fast- eignasölur sem selja á verðtryggð- um kjörum eru að reikna út verð- bólgu fram í tímann. Hvað er greiðsla sem kemur eftir fimm mánuði mikils virði? Hvernig ætla þeir að segja viðkomandi hvað 100.000 króna greiðsla, sem greiða á 1. ágúst sé mikils virði? Hvernig ætla þeir að reikna út verðmæti þeirrar greiðslu þar sem þeir vita ekki fremur en aðrir um hraða vcrðbólgunnar. Fundarstjóri, Baldur Guð- laugsson, sagði að erfitt væri að sleppa undan verðtryggingunni því þó kaupandi keypti með hefð- bundnum kjörum þyrfti hann í öllu falli að taka lán og þau væru öll verðtryggð. Lárus Valdimarsson fasteigna- sali tók næstur til máls og ræddi stöðu mála. Skoraði hann á fast- eignasala að halda uppi áróðri fyrir því að fólk byggi í eigin hús- næði og koma með raunhæfar ábendingar og tillögur í þeim efn- um. Stuttu síðar lauk fræðslufund- inum. — ai. Ársfjóröungsbreytingar á fasteignaverdi 1975—82 Athyglisverð er staðan í þriðja ársfjórðungi 1978 en þá er lokið stjórn- armyndunarviðræöum. Hækkun er í fyrsta ársfjórðungi öll árin. Kyrr- staða er í öðrum ársfjórðungi. Á tímabilinu 1979 til 1982 er lóðaskortur í borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.