Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
Gæfiimunurinn
Rannsakandinn og hinn rannsakaði
— eftir Jóhönnu
G. Frímanns
hjúkrunarfræðing
Á síðustu mánuðum hafa komið
í Morgunblaðinu fjöldi auglýsinga
um námskeið og leiðbeiningar
varðandi jákvæðan hugsunarhátt,
sál og líkama og hvaða áhrif hvað
hefur á annað. Til dæmis var þar
að finna rammaauglýsingu:
„Djúpslökun og spennulosun."
Fyrirsagnir eins og „Jákvæð hugs-
un gerir gæfumuninn." „Að læra
að líða vel með sjálfum sér.“
„Breytt sjálfsímynd" námskeið í
sjálfstyrkingu fyrir konur. „Sál-
læknir heldur fyrirlestur og nám-
skeið, „Tjáskipti, náin tengsl og
líkamleg vellíðan." „18 eftirminni-
leg kvöld viltu fræðast um streitu,
sálræna spennu ..."
Það kemur líkast til ekki öllum
á óvart að Bandaríkjamenn eru
framarlega í alls kyns rannsókn-
um og þá auðvitað líka slíkum sem
þessum. í greininni „Jákvæð hugs-
un gerir gæfumuninn", sem birtist
í Mbl. föstudaginn 28. janúar,
1983, kemur fram að nýverið hafi
lokið rannsókn sem „The National
Institute of Mental Health" í
Bandaríkjunum gekkst fyrir, þar
sem leitað var skýringa á stöðug-
leika óþægilegra tilfinninga hjá
þunglyndu fólki.
Á meðan ég var að lesa greinina
komu mér strax í huga orð Beatrix
drottningar í Hollandi, sem birt-
ust í Mbl. 21.4 ’82 þar sem hún
varaði Bandaríkjastjórn við „ein-
sýni og einhliða afstöðu til flók-
inna mála“. Ennfremur minntist
ég orða Bandaríkjamanns er Phil-
ip Slater er nefndur og hefur
skrifað bókina „The Pursuit of
Loneliness," eða „í Leit að ein-
manaleikanum." Hann skrifar eft-
irfarandi um sitt eigið land á bls.
15. „Þegar félagslegt vandamál er
viðloðandi (eins og þau vilja oft
verða) lengur en í nokkra daga, þá
eru þeir sem vekja athygli á því
sagðir vera með ýkjur og ganga of
langt. Við getum lýst yfir stríði á
hendur fátæktinni, en við hliðrum
okkur hjá því að takast á við hinar
víðtæku endurlagfæringar sem
nauðsynlegar væru til þess að
stöðva þróun hennar. Jafnskjótt
og lög hafa verið sett, nefnd stofn-
uð og rannsókn hefur verið gerð,
þá er búist við því að vandamálið
hafi verið „þurrkað út“, eða
„þurrkað upp“. Á bls. 16 stendur
skrifað: „Að flýja, að fara undan í
flæmingi og að sniðganga — eru
viðbrögð sem liggja til grundvall-
ar miklu af því sem er einkenn-
andi fyrir það sem amerískt er.“
Þegar greina á jákvæða hugsun
frá neikvæðri er nauðsynlegt að
byggja á rökréttri hugsun. Til eru
þeir sem vitna í IV Mósebók 16,
41—50, þar sem sagt er frá því að
menn hafi verið deyddir fyrir að
mögla (neikvæðni), en ég hefi
aldrei lesið í neinni hjúkrunar-
kennslubók eða læknisfræðilegu
riti að það eigi að refsa þeim sem
eru að reyna að segja frá því
hvernig þeim líður þegar þeir eru
veikir. Það er einmitt í sambandi
við raunveruleg veikindi og fram-
haldið af þeim sem alvarlegasta
þunglyndið getur byrjað. Þá getur
líka skipt sköpum hvernig ein-
staklingurinn er meðhöndlaður og
þar kemur einmitt að þeim hluta
sem við öll eigum drjúgan þátt í.
Þar, eins og undir margs kyns öðr-
um kringumstæðum mætti skipta
okkur í tvo hópa. Annar hópurinn
samanstendur af þeim sem stuðla
að myndun vítahringa; hinn reyn-
ir að rjúfa þá. Ekki þarf nema
einn gikk í hverri veiðistöð. Mark
Twain lætur eina persónu sagna
sinna segja eitthvað á þessa leið:
„Og höfum við ekki öll fífl bæjar-
ins á okkar bandi og er það ekki
dágóður meirihluti fyrir hvaða bæ
sem er.“ Það þarf ekki nema einn í
flokki og ef flokkurinn er alþjóð-
legur, þá getur afstaðan sem tekin
er breiðst út eins og eldur í sinu og
það um mörg lönd.
Byrjun vítahrings gæti átt upp-
tök sín t.d. á íslandi. Líffræðileg
kreppa gæti myndast hjá einstakl-
ingi. Slíkt getur átt langan að-
draganda. Snjóflóð á sér ekki stað
fyrr en snjórinn hefur safnast
töluvert saman. Ilvað aðdragand-
ann snertir þá koma á því timabili
í ljós ýmis einkenni, sem þeir sem
eru glöggir gætu veitt athygli og
þá látið málið sig skipta til þess að
fyrirbyggja að það verði erfiðara
viðureignar. Nú ef enginn slíkur
er til staðar, þá þróast þetta
áfram, eitthvað getur byggst upp,
innvortis, safnast fyrir eða vaxið á
stað þar sem því var ekki ætlað
neitt rými, að minnsta kosti ekki
það rými sem það krefst. Þegar
þetta flykki hefur náð þeirri stærð
að það getur ekki rutt Heiri líffær-
um úr vegi eða til hliðar og getur
ekki þrýst meira á, þá hefur skap-
ast kreppa. Þetta ástand er brátt
(acute). Sem sagt það getur ekki
beðið lausnar. Ef íslensku lækn-
arnir sem höfðu þennan einstakl-
ing til meðferðar skoðuðu hann
ekki þar sem máli skipti og lýstu
því yfir að ekkert væri að, þá gæti
það verið nefnt upphafið að stöðn-
uninni. Sá veldur miklu sem upp-
hafinu veldur. Manneskjan er jafn
veik eftir sem áður en án þess að
hafa skírteini fagmannanna til
þess að framvísa. Líkaminn, sem í
einum skilningi er verkfæri hug-
ans, getur ekki lengur hlýtt skip-
unum hans. Ekki aðeins getur
persónuninni sortnað fyrir aug-
um, heldur veldur þrýstingurinn í
líkamanum því að blóðið flæðir
ekki eðlilega til heilans — sjónmál
hugans getur takmarkast. Víta-
hringur getur myndast í huganum
þar sem ekkert kemst að nema
skilaboðin um hræðilega verki, svo
heltekur hræðslan og kvíðinn hug-
ann án þess að nokkur orsök sé
fyrir því önnur en súrefnisskortur.
Það væri eins og hver önnur firra
ef læknar þeir sem hefðu með
þennan einstakling að gera settust
niður til þess að rökræða sín á
milli hversu jákvæður eða nei-
kvæður hann væri. Hann er sjúk-
ur og þolir ekki við dag eða nótt,
nema með því að taka lyf í sífellu.
Ef engin lækning fæst yfir lengri
tíma, þá fyrst fer þetta verulega
að hafa áhrif á hugann. Vonleysi
og örvænting geta þá sett svip
sinn á hugsunina.
Þar sem ekki er frekar hægt að
komast á skurðarborðið án yfir-
lýsingar læknis en það er mögu-
legt að fá leyfi í nútímaþjóðfélagi
til þess að gegna vissum störfum
án prófskírteinis, er þessi ein-
staklingur réttlaus. Vítahringur-
inn er því að byrja. Nú hefði kom-
ið sér vel fyrir þessa persónu ef
einhver hefði verið glöggskyggn
og röggsamur. Það er búið að stað-
festa af lærðum og leikum að
þetta sé allt „á taugunum". Þá
kemur á sjónarsviðið maður nokk-
ur í góðgerðarhug. Hann leggur til
að farið verði með sjúklinginn
utanlands til hressingar. Þá hefur
bæst við land númer tvö í hring-
inn. Þar er hafist handa með alls
kyns „hressingar“-meðferðum,
sem héldu áfram í hvorki meira né
minna en 15 mánuði. Því miður,
hins vegar fyrir hinn sjúka, varð
þessi tími aðeins framlenging á
þjáningum hans þar sem aldrei
hafði verið byrjað á byrjuninni.
Þegar manneskju er sagt að fara í
göngu í skóginum, og hún beinlínis
færð þangað, á þeim tíma sem hún
er ekki fær um að ganga og ætti að
Jóhanna G. Frímanns
„Þegar greina á jákvæða
hugsun frá neikvæðri er
nauðsynlegt að byggja á
rökréttri hugsun. Til eru
þeir sem vitna í IV Móse-
bók, 16, 41—50, þar sem
sagt er frá því að menn
hafi verið deyddir fyrir að
mögla (neikvæðni), en ég
hefi aldrei lesið í neinni
hjúkrunarkennslubók eða
læknisfræðilegu riti að
það eigi að refsa þeim,
sem eru að reyna að segja
frá því hvernig þeim líður,
þegar þeir eru veikir.“
fara í uppskurð, þá hlýtur ýmis-
legt að eiga sér stað innra með
henni. I fyrsta lagi neyðist hún til
þess að þróa með sér sjötta skiln-
ingarvitið þ.e.a.s. það að þurfa að
gera allt með þrautum. Hún er
drifin í gönguna af þeim sem
meina vel en hún kvelst við hvert
fótmál. Tregða blóðrásarinnar til
heilans er ennþá til staðar og
kvíðinn sömuleiðis án nokkurs til-
efnis. Ef þessu er haldið áfram
nógu lengi eða þar til blóðið hefur
fundið annan farveg til heilans, þá
verður reynslan samt stimpluð í
huga persónunnar ásamt vöðvum
hennar, taugum og æðum. Sem
sagt, hún venst því að gera allt
með erfiðismunum. Hún venst því
líka að líkaminn hlýðir ekki skip-
unum heilans og hún kemst á
snoðir um það hvað hún getur gert
án þess að finna til mikilia óþæg-
inda. Hvað tekur svo við fyrir
þessa persónu þegar hvert árið
bætist við annað á sjúkdómsferli
hennar, án þess að nokkur viður-
kenni að hún er sjúk? Það hefur
nefnilega löngum verið viðurkennt
að hinir sjúku þurfa aðra meðferð
en hinir heilbrigðu. Til dæmis er
til málsháttur hjá Gyðingum sem
hljóðar eitthvað á þessa leið: „Við
spyrjum hinn heilbrigða hvað
hann vilji en við gefum hinum
veika það.“
Nóg er af góðgerðarstarfsem-
inni en henni er ekki alltaf beint í
rétta átt. Þegar hér kemur sögu er
þessum einstaklingi boðið í þriðja
landið. (Hann hafnaði vinnuboði á
fyrrnefndum stað, sem var stofn-
un, einfaldlega vegna þess að hann
var ekki tilbúinn að byrja að
vinna. Þar að auki var staðurinn
gatslitinn orðinn — ekkert sam-
band hafði myndast sem mögulegt
hefði verið að þróa áfram.) Þarna
fór hins vegar sem áður að ekkert
raunhæft var aðhafst og aðeins
dýrmætum tíma sjúklingsins sóað.
En eins og það væri nú ekki nóg
útaf fyrir sig að sóa þannig bestu
árum persónunnar, heldur komst
hún þarna á lista rannsakendanna
og það þeirra sem hafa alþjóðleg
sambönd. Það má því segja að all-
ar götur síðan hafi þessi einstakl-
ingur verið (hvar sem hann fór) í
eins konar farand-rannsóknar-
stofu. Rannsakendurnir eru menn
sem virðast öllu framar vera mjög
þyrstir í titla sjálfum sér til ágæt-
is. Það skiptir þá litlu máli hvaða
áhrif rannsóknin hefur á einstakl-
inginn. Þeir verða að fá niðurstöð-
ur og því fyrr því betra. En þeir
gleyma bara að taka allt með í
reikninginn. Til dæmis taka þeir
ekkert með í reikninginn hvílíkan
viðbjóð hinn rannsakaði hefur á
svona yfirborðskenndum vinnu-
brögðum, sem þeir margir hverjir
nota og þá um leið á þeirri aug-
ljósu spillingu sem felst í því að
gera mannveru að tilraunadýri án
hennar samþykkis. Til eru þeir
sem aðhyllast þá kenningu að
manneskjan sé ekki raunsæ hvað
varðar hennar eigin vandamál og
þess vegna sé það nauðsynlegt
fyrir rannsakendurna að hafa út-
sendara á hverju strái til þess að
veita henni gaumgæfilega athygli
og sjá hana eins og hún í rauninni
er. Ég hefi vitað dæmi þess að
þess konar rannsakendur geti þá
fengið aragrúa af fólki í lið með
sér og þar á meðal eru þá bræður
og systur, systkinabörn, mágar og
mágkonur og alls konar frændlið.
Hinn rannsakaði á það þá til, að
þekkja hverjir eru sendir út og
gerir sér þá far um að villa fyrir
þeim sem mest.
Hver er manneskjan þá? Mað-
urinn er það sem hann hugsar. Að
I
I
i
j
Frá Hvatar-markaði.
Hvöt með sölumarkað
HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, mun standa fyrir sölumarkaði í
Valhöll þann 6. mars nk. kl. 14:00 í fjáröflunarskyni.
Velunnarar félagsins, sem vilja leggja fram vinnu eða varning (kökur,
matvörur, gjafavörur, leikföng eða fatnað), eru beðnir að hafa samband
við skrifstofu Hvatar s. 82900. Vörumóttaka verður þann 3. og 4. mars.
Skyldi ráðherrann hafa
drepið gamla konu?
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Bo Balderson:
Ráðherrann og dauðinn.
Guðni Kolbeinsson íslenzkaði.
Útg. Vaka 1982.
Haft er fyrir satt í Svíþjóð og
víðar, að höfundur sá sem dylur
sig bak við Bo Balderson sé for-
sætisráðherrann Olof Palme og
þykir Svíum það mikið sniðugt
og vilja að satt sé. En hvernig
sem því er nú háttað: hér er
fjallað á fjarska stríðnislegan
hátt um stjórnmálamenn og fá
þar allir sinn skammt. Bókin er
á kápusíðu kölluð kímnikrimmi,
það held ég hljóti að vera nýyrði
og að mínum dómi í meira lagi
kauðskt og ekki bókinni sæm-
andi. Þó er frásögnin öll í léttum
tón, ekki vantar það: Innanríkis-
ráðherrann — sem hefur orðið
ráðherra fyrir algera slysni á
sínum tíma — og mágur hans
halda til leyfis í sumarbústaða-
landinu Lindey. Þar eru fyrir
eiginkona ráðherrans og fjórtán
börn (!) hans og í nágrenninu
búa sómakærir hæstaréttardóm-
arar, prófessorar og mektarfólk
af ýmsu tagi, sem ekki má vamm
sitt vita. í þessari paradís gerast
nú vondir og ljótir atburðir,
öldruð kona er myrt, atlaga er
gerð að hæstaréttardómaranum
sem er líklega vitni að atburðin-
um og fröken nokkur Eva
Ydberg, sem hefur sennilega
einnig verið vitni, er myrt. Eins
og geta má nærri veldur þetta
hinu mesta uppnámi, og ekki
bætir úr skák að um tíma berast
öll bönd að innanríkisráðherran
um, hann hefur enga fjarvistars
önnun, þegar fyrsta morðið var
framið, hann sat á útikamrinum
í klukkutíma án þess nokkur geti
staðfest þá sögu hans. Þetta
veldur því einnig miklu fjaðra-
foki innan ríkisstjórnarinnar, en
sá eini sem virðist skella skolla-
eyrum við öllum ásökunum er
forsæusráðherrann sjálfur,
hann er afar frjálslegur og ekki
laust við að honum finnist bara
skemmtilegt að hafa í ríkis-