Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 21

Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 53 h u í i \ {\ JL VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS fhr JJL Hvað er til ráða? j' I tilefni af forystugrein í Morgunblaðinu 15. febr. sl. Feröalangur skrifar: „Ég vil þakka ritstjórnargrein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. febrúar sl. sem nefndist Manna- ferðir í óbyggðum. Það er ekki oft sem slík hugvekja um náttúru- vernd birtist í því ágæta blaði, sem margir telja forsvara einka- framtaks og einstaklingsfrelsis. í greininni segir m.a. orðrétt: „Ferðalög um hálendið aukast ár frá ári. Það er ómótmælanleg staðreynd að náttúran þolir illa þann ágang og hún verður hvorki vernduð fyrir skepnum né mönnum nema með skipulögðu átaki." í ritstjórnargreininni er einnig rætt um að landverðir hafi bent á nauðsyn aukins eftirlits með ferðalögum ferðamanna um há- lendið, sérstaklega Smyrilsfar- þega. (Hvers vegna sérstaklega Smyrilsfarþega? Vegna þess að þeir ferðast yfirleitt á eigin veg- um, þ.e. ekki í skipulögðum ferð- um með íslenskum leiðsögu- mönnum.) Einnig er rætt um rall- akstur á hálendinu og svar Ómars Ragnarssonar, rallkappa, við opnu bréfi landvarða til hans. Land- verðir sendu Ómari opið bréf i Morgunblaðinu 28. október 1982, en svar Ómars birtist í sama blaði 9. febrúar 1983. Landverðir hafa oft gagnrýnt skipulag ferðamála og ferðir óreiðuhópa um hálendið. í Morg- unblaðinu 11. nóvember 1982 birt- ist opið bréf til Landvarðafélags íslands þar sem þeir voru beðnir að koma með tillögur til úrbóta. Svar hefur enn ekki birst. Það virðast aðallega vera tvær stéttir innan ferðaþjónustunnar sem hafa áhyggjur af ferðum óreiðu- hópa um hálendið, það eru leiðsögumenn og landverðir, en þeim hefur ekki orðið mikið ágengt og lítið mark verið tekið á varnaðarorðum þeirra, hvorki af forsvarsmönnum ferðaútgerðar í landinu né þeim ráðamönnum ríkisins sem gætu ráðið fram úr vandanum, ef þeir hefðu vilja til. Miðvikudaginn 8. sept. birtist löng grein í DV, þar sem leiðsögu- maður bendir á ákveðin verkefni í íslenskri ferðaþjónustu sem brýnt sé að leysa sem fyrst, þ.á m. ýmis- legt sem snertir ferðir útlendinga sem ferðast á eigin vegum um há- lendið. Margir einstaklingar hafa einnig á síðustu árum bent á þá hættu sem fylgir ferðum Smyr- ilsfarþega. Nú lítur út fyrir að næsta sumar verði tvær skipa- ferjur í ferðum til íslands frá út- löndum. Á sama tíma er ekki ann- að að sjá en að viðbrögð þeirra yfirvalda sem valdið hafa séu þau að ekkert eigi að gera í málinu. Það lítur því út fyrir að næsta sumar munu enn fleiri útlend- ingar geta komið með eigin tor- færubíla til að aka utan vega og lenda í svaðilförum í óbyggðum fs- lands og það m.a.s. á þeim árstíma sem íslendingar sjálfir telja há- lendisvegina enn ófæra og þurfa Á Fjallabaksleið. Á öræfaslóðum. sjálfir að taka tillit til þunga- takmarkana á flestum byggðaveg- um. Næsta sumar munu sennilega enn fleiri útlendingar koma með matarbirgðir og bensínbirgðir fyrir stóra hópa til allrar ferðar- innar og ferðast á eigin vegum um hálendið án fylgdar íslenskra leið- sögumanna. Næsta sumar munu sennilega enn fleiri útlendingar sniðganga þau tjaldsvæði sem ver- ið er að byggja upp til að forðast áníðslu á viðkvæmum stöðum og jafnvel beita hömrum og meitlum til að höggva upp náttúrumuni. En þeir sem valdið hafa til að gera eitthvað til varnar álíta að ekkert þurfi að gera. Það er því hvalreki á fjörur þeirra sem vilja að eitthvað sé tekið til bragðs til varnar íslenskri náttúru að lesa forystugrein Morgunblaðsins 15. febrúar sl. Það er því miður ekki oft að málsmetandi menn taki undir þau viðvörunarorð að hálendið sé í hættu. Því vil ég vekja athygli al- mennings á þessari forystugrein, en jafnframt vildi ég geta spurt höfund hennar, hvað sé til ráða. Hvernig er hægt að fá rétt yfir- völd til að bregðast við þessari hættu sem blasir við. Það er hægt að gera á margan hátt, án þess að hefta einstaklingsfrelsið eða ferðafrelsið, ef vilji er fyrir hendi. Almenningur í landinu, þeir sem ferðast um eigið land og kunna að njóta íslenskrar náttúru, verða að taka höndum saman, áður en það er orðið of seint, en ekki láta viljalausa og skilningslausa embættismenn ráða ferðinni í þessum málum öllu lengur. Ég skora því á náttúruunnendur að láta í sér heyra um þessi mál. Ég trúi ekki öðru en að þeir séu fylgj- andi einhverju aðhaldi með ferð- um útlendinga um hálendið. Svo sannarlega hefur ómar Ragnars- son rétt fyrir sér, að íslendingar eru ekki alltaf englar í þessum efnum, t.d. bændur og aðrir jeppa- eigendur. En það þýðir ekki það að ekkert eigi að gera í málinu nema loka augunum. Ég endurtek áskor- un mína til þeirra sem telja að eitthvað þurfi að gera: Látið í ykk- ur heyra.“ SkriflabúÖ fjármálaráðherrans Oddur A. Sigurjónsson skrifar: „Fyrir nokkrum árum bauð Tryggingastofnun ríkisins eftir- launa-, ellilífeyris- og örorkulíf- eyrisþegum að leggja inn lífeyri þeirra fyrir 10. hvers mánaðar, í ábyrga peningastofnun sem þeir tiltækju, fjárhæðirnar sem fólk- inu bæri, mánaðarlega. Þessu var tekið mjög fegins- hendi, enda átti flest þetta fólk að standa skil á einhverju smáræði til hins opinbera og vildi gera það í tæka tíð. Um síðustu áramót gaf svo fjármálaráðuneytið út reglu- gerð um að greitt skyldi út fyrir 5. hvers mánaðar, en því var jafn- framt bætt við að þá væri fallin 5% sekt á skuldina (vangreiddu gjöldin). Þannig átti að níða af þeim sem minnst máttu sín hámarks fé í ríkiskassann. Mér er ekki kunnugt um að í íslenzkum bókmenntum sé að finna neitt hliðstæðara en litla brotið úr Skriflabúð Einars Ben. Okrarans höfuð hrokkid og gráll hvimadi um syllur oj» snaga. Melrakka-augaA var flóUafláH, fla róin rist í hvern andlits drátt og glottid ein nla pasana. — llann hafói æfinnar löngu leiA leikið sér frjáls aó tárum og ntj6 og óheftur j»inió vió gróóans veió, geymdur helvítis aj»a. (Kinar Ben.) Og hver getur verið geymdari helvítis aga — ef hann er til, en sá sem leggur sig í framkróka til að níðast á þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu? Með beztu kveðju og fyrirfram þökk fyrir birtinguna." ÞÚ SMÍÐAR EIGIN INNRÉTTINGU og sparar stóifé! Björninn býður þér allt efni til smíða á eigin fataskápum og eldhúsinnréttingu. Hurðaeiningar eru úr dönskum úrvals viði. Það er ekki svo lítið, að spara allt að helmingi með því að smíða eigin innréttingu! Við veitum fúslega allar nánarí upplýsingar í síma 25150 Massfvur viður, eik og fura BJORNINN HF Skúlatúni 4 - Simi 25150 - Reykjavík k A ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur afskellihlátri auglvsingasiom KWSHNAH hi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.