Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Efnahagsástandið:
Engin teikn um batn-
andi tíð í Sviss í ár
SVISSNESKIR efnahagssérfræðingar reikna ekki með neinum efnahags-
bata þar í landi á þessu ári. Segja hagvöxt verða óbreyttan í bezta falli, en
trúlega minnki hann eitthvað.
Reikna þeir með, að almenn
neyzla muni dragast lítilsháttar
saman á árinu, og atvinnuleysi
muni aukast þrátt fyrir ákveðnar
aðgerðir stjórnvalda til að koma í
veg fyrir það.
Þá gera sérfræðingarnir ráð
fyrir, að útflutningur Svisslend-
inga muni dragast saman á árinu,
auk þess sem draga mun úr fram-
kvæmdum í byggingariðnaði og
ferðamannaiðnaði, sem er stærsta
tekjulind þjóðarinnar.
Einu ljósu punktarnir í áliti
efnahagssérfræðinganna er spá
þeirra um verðbólgu Sviss á þessu
ári. Segja þeir hana verða á bilinu
3,5—4,5%, borið saman við liðlega
5,5% á síðasta ári.
„Það er nú þannig, að Sviss er
alltaf einu ári á eftir öðrum, þann-
ig að ef fer fram sem horfir að
efnahagsbata fari að gæta í iðn-
ríkjum heimsins á seinni hluta
þessa árs, þá getum við búist við
því á miðju næsta ári,“ sagði Hans
Mast, aðalefnahagssérfræðingur
„Swiss Credit Bank“.
Stjórnvöld lýstu yfir í liðinni
viku, að þjóðarframleiðsla í Sviss
hefði dregizt saman um 2% á síð-
asta ári og reiknað væri með svip-
aðri þróun á þessu ári.
Þá sagði talsmaður stjórnvalda,
að útflutningur Svisslendinga
hefði dregizt saman um nærri 5%
á síðasta ári og reiknað væri með,
að hann myndi enn dragast saman
um 3—5% á þessu ári. Aðalástæð-
una fyrir minnkandi útflutningi
sagði talsmaðurinn vera óvenju-
lega sterka stöðu svissneska
frankans á gjaldeyrismarkaði.
í Sviss er um 1% vinnufærra
manna án vinnu, sem er um tíu
sinnum fleiri en í venjulegu ár-
ferði, þegar hlutfallið er um 0,1%.
Talsmaður stjórnvalda sagði að
væntanlega tækist að stöðva
Fór hring-
ferð með
Eimskip
SNEMMA í desember kom eitt
leiguskip Eimskips, Mare Garant, til
Reykjavíkur frá Portsmouth. Meðal
annars varnings, sem fluttur var
þaðan, voru gámar með vindlingum
fyrir Rolf Johansen & Co.
Skömmu eftir að Mare Garant
sigldi frá Portsmouth hafði sölu-
stjóri Rolf Johansen samband við
Eimskip og sagði, að aðskotahlut-
ur kynni að vera í tilteknum gám.
Við hleðslu vindlinganna í gáminn
í N-Carolina, taldi einn hleðslu-
manna sig hafa týnt giftingar-
hring sínum, gullhring með þrem-
ur demöntum. Var þess farið á leit
við starfsmenn vöruafgreiðslu
Eimskips, að við losun þessa gáms
yrði sérstaklega athugað, hvort
hringurinn fyndist.
Við losun gámsins fannst hring-
urinn reyndar, óskemmdur, innst
inni í gámnum. Hringnum var
þegar skilað til Rolf Johansen,
sem kom honum áleiðis til eig-
anda.
aukningu atvinnuleysis með sér-
stökum aðgerðum stjórnvalda á
næstu misserum, en hins vegar
væri ljóst, að lítill árangur myndi
nást á þessu ári í að minnka nú-
verandi atvinnuleysi.
Sérfræðingar eru almennt sam-
mála um, að banka- og trygg-
ingastarfsemi í Sviss verði einu
atvinnugreinarnar, sem búa muni
við góð skilyrði á þessu ári, auk
þess sem efnaiðnaður búi við
þokkaleg skilyrði. Hins vegar sé
staðan mjög slæm í vélafram-
leiðsluiðnaði, úraiðnaði og fleiri
greinum. Aukning í byggingariðn-
aði í Sviss var um 14% á árunum
1980—1981. Hins vegar var um 5%
samdráttur á árinu 1982 og í ár er
reiknað með 3—5% samdrætti.
Efnahagssérfræðingar svissn-
eska Seðlabankans spá því, að
verðbólga verði um 4% í Sviss á
þessu ári.
Pan Am tapaði um 485,3
milljónum dollara 1982
Heildarvelta fyrirtækisins dróst saman um 2,1%
TAP bandaríska flugfélagsins Pan
American var um 272,9 milljónir
dollara á fjórða ársfjórðungi síðasta
árs, borið saman við 82,8 milljónir
dollara á sama tíma árið 1981. Það
er því 229,6% meira í fyrra, en árið
á undan.
Rekstrartap PAN American á
fjórða ársfjórðungi var um 180,4
milljónir dollara, borið saman við
142,3 milljónir dollara á sama
tíma árið 1981.
Heildarvelta Pan American á
fjórða ársfjórðungi var um 838,7
milljónir dollara, borið saman við
903,7 milljónir dollara á sama
tíma árið 1981. Samdráttur í
veltu milli ára er því um 7,2%.
Tap Pan American á síðasta
ári var þvi um 485,3 milljónir
dollara, borið saman við 18,9
milljón dollara tap á árinu 1981.
Inni í tölunum fyrir árið 1981 eru
reyndar 222,1 milljón dollara,
sem Pan American fékk í sinn
hlut, þegar félagið seldi Inter-
continental hótelkeðjuna.
Heildarvelta Pan American
dróst saman um 2,1% á síðasta
ári, var 3,72 milljarðar dollara,
borið saman við 3,8 milljarða
dollara á árinu 1981.
Hertar reglur um
bókhald smásala
Búvörudeild SÍS:
Innanlandssala jókst
um 74% á síðasta ári
Útflutningur jókst hins vegar aðeins um 14,7%
SALA Búvörudeildar SÍS á innanlandsmarkaði jókst um 74% á síðasta ári frá
1981, og varð hún 340 milljónir króna, borið saman við 196 milljónir króna á
árinu 1981. Þessar upplýsingar koma fram í Sambandsfréttum, fréttabréfi
SÍS í Reykjavík.
Sala kjötiðnaðarstöðvar deild-
arinnar var um 53 milljónir króna
í fyrra, borið saman við 35 millj-
ónir króna á árinu 1981, sem er
um 50% aukning milli ára.
Útflutningur Búvörudeildar SÍS
var upp á 204 milljónir króna á
síðasta ári, borið saman við 178
milljónir króna á árinu 1981.
Aukningin milli ára er því aðeins
14,7%.
Að sögn Agnars Tryggvasonar,
framkvæmdastjóra Búvörudeildar
SÍS, lítur ekki illa út með kjötsölu
í ár. Verðlag á kjöti er hagstætt
hér innanlands, ef tekið er mið af
öðrum matvörum, og Norðmenn
eru nýbúnir að staðfesta að þeir
ætli að kaupa héðan 600 tonn
seinna í vetur, sem er sama magn
og þeir tóku í fyrra. þá hefur
talsvert af kjöti verið afgreitt til
Færeyja, Sviþjóðar og Þýzka-
lands, og nýfarin eru 7 tonn til
Bandaríkjanna, sem gott verð
fékkst fyrir, og eru menn vongóðir
um meiri sölu þangað. Útflutn-
ingsþörfin í ár er áætluð á bilinu
3.000—3.500 tonn, og fer það eftir
því hversu mikil selst hér á heima-
markaði.
NÝJAR reglur er varða bókhaid
smásala og rcikningsútgáfu ým-
issa þjónustuaðila tóku gildi um
sl. mánaðamót, að sögn Leós
Löve, framkvæmdastjóra
ísafoldarprentsmiðju. „Smásalar
skulu samkvæmt reglum þessum
skrá hverja einustu sölu í verzlun
sinni, annað hvort í sérstökum
búðarkassa með tveimur striml-
um, eða á þar til gerða
staðgreiðslusölulista, sem við
prentum," sagði Leó ennfremur.
— Þá er ýmsum aðilum, sem
ekki var áður skylt að númera
reikninga sína í áframhaldandi
töluröð, nú gert að taka upp
fyrirfram númeraða reikninga.
í flestum smásöluverslunum
eru nú þegar búðarkassar af
þeirri gerð sem lýst var hér að
ofan. Hefur því breytingin ekki
veruleg áhrif á dagleg störf af-
greiðslufólks. Hins vegar ber
verslunareigandanum að halda
útstimplunarstrimli og innri
strimli til haga með bókhalds-
gögnum. Komi fram mismunur
á útstimplaðri fjárhæð og því
sem raunverulega er í kassan-
um, skal gefin á því skýring í
bókhaldinu og finnist engin
skýring kann svo að fara að
skattyfirvöld færi þann mismun
á einkareikning verslunarinnar.
Þær verslanir og þjónustuað-
ilar sem ekki hafa kassa þurfa
hins vegar að auka nokkuð
skriffinnskuna frá því sem verið
hefur, þar sem þeir þurfa nú að
færa svonefnda staðgreiðslu-
sölulista við hverja einstaka
sölu. Lista þessa skal svo geyma
og eru þeir bókhaldsgögn viðeig-
andi dags.
Listar þessir hafa ekki verið
til fram að þessu, og eru því al-
gjör nýjung. Blokkir með 50
blöðum eru hins vegar fáanlegar
nú, og er það ísafoldarprent-
smiðja hf., sem gefur út. Eru
staðgreiðslusölulistarnir seldir í
ritfangaverslunum, sagði Leó
Löve ennfremur.
Lausafjár-
staða spari-
sjóða já-
kvæð í árslok
LAU8AFJÁRSTAÐA sparisjóóa
var jákvæð um 74 milljónir
króna um síóustu áramót, en var
til samanburðar jákvæó um 51
milljón króna um áramótin
1981—1982. 8taðan skánaði
verulega í desember, en hún var
jákvæð um 30 milljónir króna í
lok nóvember sl.
Staða sparisjóðanna gagn-
vart Seðlabanka íslands var
jákvæð um 74 milljónir króna
um síðustu áramót, en var til
samanburðar jákvæð um 51
milljón króna um áramótin
1981-1982.
Bundnar innistæður spari-
sjóða vegna bindiskyldu voru
samtals 445 milljónir króna
um síðustu áramót, en voru til
samanburðar um 299 milljónir
króna um áramótin 1981 —
1982. Aukningin milli ára er
því um 48,83%.