Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 1
Sunnudagur 27. febrúar - Bls. 49-96 F.v. Þórunn Sveinsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Sveina Sveinsdóttir og Arnheiður Sveinsdóttir. Þessi mynd var tekin í fjörunni við Vatnagarða þar sem þær systurnar æfðu oft fyrir sund- keppnirnar í Örfirisey. Á myndinni eru Arnheiður, Jóna og Sveina Sveins- dætur. Ljósmynd: Emilia B. Björnsdóltir. „Upphafiö aö þessum sundáhuga okkar má rekja til þess er foreldrar okkar fluttust hingaö til Reykjavfkur — þá settust þau að í húsinu Bjargi, sem var skammt frá gömlu laugun- um,“ sögöu þær systurnar Arnheiður, Jóna, Sveina og Þórunn Sveinsdætur í spjalli við blm. Mbl. núna á dögunum. „Þar í húsinu bjó einnig hinn frægi sundgarpur Erlingur Pálsson, lögreglumaður. Viö stunduðum sund af svo miklum áhuga á þessum árum að það má segja að ekki hafi þornað á okkur flétturnar allan ársins hring.“ Hvernig var aðstaðan til að iðka sund á þessum tíma? „Hún var næsta bágborin, nema gömlu laugarnar stóðu auðvitað fyrir sínu, en þær voru ekki nógu langar til að hægt væri að keppa þar. Reyndar voru vandkvæði fyrir kvenfólk að fá aðgang þar fyrst framanaf — en það var fyrir okkar tíð. Þá var það almenningsálitið að kon- ur ættu eiginlega ekki að stunda sund — og karlmenn- irnir fóru skýlulausir í laug- arnar. Svo var það að ein kona byrjaði að stunda sund þarna hvað sem hver sagði, og þá voru karlmennirnir skyldaðir til að vera í sund- skýlum. Sundkeppnirnar fóru hins vegar fram úti við Örfirisey. Þar var skáli þar sem ver- búðirnar eru núna og var synt í krikanum fyrir framan — þar voru 50 og 100 metra merki og bryggja til að stinga sér af. Ef veður var vont eða mikil alda varð ein- faldlega að fresta sund- keppni. Við æfðum oft sund í sjón- um inni við Vatnagarða. Þar var aðstaðan engin — við urðum að fara bak við steina til að skipta um föt — strák- arnir öðru megin en stelp- urnar hinum megin og gekk allt vandræðalaust." Var ekki anzi kalt að fara í sjóinn? „Það var það auðvitað fyrst en maður vandist því alveg — en það var alltaf ónotalegt að stinga sér beint í ískaldan sjóinn eins og við gerðum í Örfirisey. í Vatna- görðum gátum við vaðið og buslað í sjónum fyrst og þá var ekki svo slæmt að fara alveg ofaní. — Annars hefur hún Sveina systir okkar ekki sett kuldann fyrir sig um ævina, hún var t.d. einn vetur á Fáskrúðsfirði og stundaði þar sjóböð reglulega allan veturinn. Við höfum reyndar allar stundað sund eftir föngum, alla tíð og gerum það enn — þegar allt kemur til alls er fátt meiri hressing og heilsubót en hressilegur sundsprettur." — bó. Myndin hér að ofan birtist í Lesbók Morgunbladsins fyrir rúmlega 50 órum, hinn 11. septembor árið 1932, ásamt þessum texta: „Hjer birtist mynd af þremur systrum úr Sundfjelaginu „Ægi“ og hafa þær sigrað í öllum kvensundum í sumar. — Jóna Sveinsdóttir (til vinstri) vann fyrstu verðlaun 24. júní í 100 metra frjálsu sundi, á einni mínútu, 41,1 sekúndu og var það nýtt met. — Fyrstu verðlaun vann hún 27. júlí í 200 metra bringusundi á 3 mín. 44,2 sek., ásamt meistarastigi í báðum sundum. — Arnheiður Sveinsdóttir (í miöju) vann fyrstu verðlaun 23. júní í 50 m frjálsu sundi á 43,4 sek. og var þaö nýtt met. — Sveina Sveinsdóttir (til hægri) vann fyrstu verðlaun 23. júní í 100 metra bringusundi á 1 mínútu 49,8 sek., og er þaö besti tími sem náðst hefur í þessu sundi fyrir konur. (Metið í 100 stika sundi kvenna var sett í fyrra, en þá var sundað- ferðin frjáls.) Sveina kepti einnig í 200 m bringusundí og varð önnur í röðinni og í 100 m frjálsu sundi og varð sú þriðja í röðinni. — Fjórða systirin, Þórunn Sveins- dóttir (KR) var sunddrottning íslands 1930. Sunddrottning islands — Myndin hér að ofan birtist í Lesbók Morgunblaðsins 14. september 1930, og fylgdi henni eftirfarandi fréttaklausa: „Þessi mynd er af sunddrottningu íslands 1930. Hún heitír Þór- unn Sveinsdóttir, og er aðeins 16 ára að aldri. Hún hefur iökað sund frá barnæsku, en ekki tekið þátt í kappsundi, fyr en í fyrrasumar. Mátti þá þegar sjá, að hjer var á ferðinni mjög efnileg sundkona. í sumar hefir hún tekið þátt í báöum þeim aðal- sundmótum, sem háð eru fyrir konur. Var þar keppt í 200 metra og 100 metra sundi, og í því tóku þátt allar okkar núverandi fræknustu sundkonur. Þór- unn vann bæði þessi sund frækilega, og setti um leið nýtt met í 100 metra sundi. Synti hún það á 1 mínútu og 48,9 sek. Væntanlega heldur Þórunn áfram að iðka sína hollu uppáhaldsíþrótt, bæði sjálfri sjer til ánægju og til þess að verða sem bezt fær um að verja þann heiður, sem hún hefur nú hlotið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.