Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Þættir úr sögu trúarbragöa UMHELSTU TRÚARBRÖGD MAMKYNSINS í fyrri grein um uppruna og framþróun trúar- bragöa var þess getið, að trúarbrögðin væru ein- hver besti siðaspegill þjóðanna og var vitnað í orð trúarbragðafræðingsins Max Muller: „Sá sem þekkir ekki nema eina trú, þekkir enga.“ Þessi orð voru höfð að leiðarljósi við samningu þessara greina og skal hér enn lögð áhersla á þá skoðun, að kynni okkar af hinum ýmsu trúarbrögðum hljóti að hafa vaxandi umburðarlyndi í för með sér og með því að skoða hlutlaust sögu og þróun trúar- bragðanna vinnum við tvennt: Við sjáum gallana í eigin trúarbrögðum og reynum þá að bæta úr þeim, og hitt, að við verðum ef til vill enn sann- færðari um yfirburði okkar eigin trúar en áður og þykir enn vænna um hana. I þessari grein verður fjallað um helstu trúarbrögð mannkynsins, en til að kynnast þeim þurfum við að fara í huganum aftur í árdaga, til Austurlanda, þar sem þau urðu til. . WSK^m ■ t ,íBr •ih?* Mi Jri- Til skamms tíma hefur þótt nægja að rekja andlega sögu Vest- urlanda aftur til menningarsögu Grikkja og vissulega verður því ekki neitað, að í mörgum greinum erum við brjóstmylkingar grískr- ar menningar. Aukin þekking á fornminjum og bókmenntum Austurlanda hafa því skerpt svo sjón okkar, að við getum nú eygt mun lengra aftur í tímann og því verður nú vart mótmælt, að í Austurlöndum hefur vagga menn- ingar okkar staðið. Þess ber þó að geta, að með þessu er ekki verið að gera lítið úr hlutverki Forn- Grikkja því áhrif þeirra voru mik- il, einkum hvað varðar heimspek- ina. Ef við göngum út frá, að fyrstu dagrenningu menningarinnar sé að finna hjá þjóðum Austurlanda 3500—2000 fyrir Krist, má með sömu samlíkingu segja, að sól hennar brjótist fram í hinum stórkostlegu trúarhugmyndum sumra þessara þjóða 800—500 fyrir Krist, en frá þeim eru runnin öll hin helstu trúarljós mannkyns- ins: Taótrúin og Konfúsíus í Kína, Brahmatrú og Búddatrú á Ind- landi, Zaraþústratrúin í Persíu, Gyðingdómur og Kristintrú í Gyð- ingalandi og Múhameðstrú í Ara- bíu. Sumum kann að þykja það und- arleg tilviljun að Austurlönd skuli hafa alið af sér allar helstu stór- trúr mannkynsins. Ef til vill er þetta ekki svo mikil tilviljun ef að er gáð, því að í Austurlöndum hafa jafnan verið meiri andstæður í náttúrunni og meira misrétti í þjóðfélaginu en á Vesturlöndum. Hvergi eru tind- arnir hærri eða dalirnir lægri en þar, og hvergi hafa konungarnir verið göfugri og grimmari en þar. Þar hefur öllu skipt í tvö horn og kannski þess vegna urðu trúar- hugmyndir manna tilkomumestar og veigamestar þar. Það er einnig athyglisvert, að trúar- og siðabótatímar virðast hafa runnið eins og í öldum inn yfir Austurlönd og svo hefur fjar- að út á milli. Fyrst er það Zara- þústra, sem trú Forn-Persa er kennd við, einhvern tíma á 6. eða 7. öld fyrir Krist. Á næstu öldum voru það Lao-tse og Konfúsíus í Kína, Jania og Búddha á Indlandi, spámennirnir í Gyðingalandi og reyndar einnig Sókrates nokkru síðar í Grikklandi. Mun þetta vera einhver hin mesta trúar- og siða- bótaöld, sem nokkru sinni hefur runnið upp yfir mannkynið. En svo fjarar út aftur, þangað til Kristur kemur til sögunnar. Og enn fjarar út um sex aldir, uns Guð almáttugur, eins og Michaelangelo hugsaði sér hann, en þessi mynd af skaparanum er í sixtínsku kapellunni í Róm. Sá sem þekkir ekki nema eina trú, þekkir enga Múhameð kemur til sögunnar í löndum Araba. Annað er og eftirtektarvert, að í trúarbragðasögunni má benda á tvo aðalstrauma, þann er leiðir svo að segja til „guðleysis" og þrárinnar um algleymi og eilífa hvíld, og hinn, er leiðir til trúar- innar á guð og eilíft líf. Annar straumurinn hefst fyrst í Kína, berst svo til Indlands og þaðan aftur austur yfir Tíbet, Kína og Japan. Það er sá straumur, sem elur Búddhatrúna og ber hana uppi með nokkrum breytingum að vísu, en þó aldrei svo, að hún missi alveg sjónar á „guðleysi" sínu og voninni um eilífa hvíld. Hinn straumurinn hefst í hinni fornu Babýlon, flæðir inn yfir Gyðinga- land og þaðan aftur með hérleið- ingu Gyðinga til Babýlon. Þar verður Gyðingdómurinn fyrir persneskum áhrifum, trúnni á upprisuna og annað líf, og sá straumur elur loks af sér kristna trú. Litlar líkur eru til að þessir tveir straumar geti nokkru sinni samlagast. Eins og þeir eru marg- ir, er ekki geta verið án guðlegrar forsjónar og handleiðslu, eins eru hinir margir, sem naumast geta hugsað sér, að nokkur eiginlegur guð eða guðleg forsjón sé til. Og eins og sumum mönnum er eigin- legt að óska sér eilífrar sælu, eins er það öðrum eiginlegt að óska sér algleymis og eilífrar hvíldar, en hér má sem dæmi af sitt hvoru taka kristna trú og Búddhatrú. En sumum kann að þykja það kyn- legt, að Búddhatrúin með kenn- ingu sinni um engan guð og að algleymið ríki að baki öllu, hefur að öllu samanlögðu fleiri játendur en kristin trú þótt hún sé bundin Kross Krists er leiðar- og sigurmerki í augum milljóna nútímamanna. við tiltölulega afmarkað land- svæði. Hér á eftir verður drepið á helstu trúarbrögð mannkynsins, upphafsmenn þeirra og hvaðan þau eru runnin, en af augljósum ástæðum verður stiklað mjög á stóru enda leyfir rúmið ekki ná- kvæmari umfjöllun. Lao-tse og Konfúsíus Laó-tse er talinn hafa fæðst um 604 fyrir Krist. Er hann hafði lok- ið námi sínu, gerðist hann skjala- vörður konungs, er þá var keisari alls Kínaveldis, og líklega hefur hann einnig verið sagnaritari hans. Honum varð því snemma lagið að fara með stíl og pensil. Laó lifði kyrrlátu, hlédrægu lífi og er ekki getið nema eins atviks úr öllu lífi hans, þá er Konfúsíus (Kung-tse) kom til fundar við hann 517 fyrir Krist til þess að fræðast af honum. Líf húsbónda hans stakk mjög í stúf við fátækt alþýðunnar enda mótuðu þessar andstæður mjög alla heims- og siðaskoðun hans og hann tók þetta líf, sem fyrir augu hans bar, sem tákn menningarlegrar hnignunar þjóðarinnar. Þegar Laó-tse hætti störfum fyrir aldurs sakir var hann hvattur til að rita hugsanir sínar á bókfell og reit hann þá skáldhviðu nokkra, er í voru fimm þúsund einkvæð orð. Bókin „Taó te-king“ (bókin um veginn og dyggðina) varð síðar helgirit Taótrúarmanna, en í stuttu máli er hugsunin þessi: Taó (sem merkir vegur alvaldsins) er hið innsta í tilverunni, orka sú eða afl sem býr í Taó, gefur öllum hlutum líf og hræringu. En jafn- framt táknar það innsta eðli mannsins og veg dyggðarinnar. Vegurinn til dyggðarinnar er ekki sá að berast mikið á í heiminum, heldur sá að sökkva sér ofan í sjálfan sig og finna „tao“ hið innra, í sinni eigin sál. Finna menn helst til þess í ástúðinni, þá er þeim finnst, að þeir geti runnið saman við allt og alla. Þannig er blíðan hörkunni yfirsterkari og brjóstgæðin mesti styrkur manns- ins. Því er rétt, að menn launi ekki einungis gott með góðu, heldur og, að þeir endurgjaldi illt með góðu, því við það minnkar illskan í heiminum. Taóistar vildu draga sig út úr skarkala heimsins og gerðust einsetumenn. Af því voru þeir oft illa séðir, því að þeir virtu ekki grundvöll þjóðfélagsins, fjöl- skyldulífið. Konfúsíus, er á kínversku nefn- ist Kung-tse, er talinn hafa fæðst um 550 fyrir Krist. Faðir hans, sem var héraðsstjóri, dó þegar drengurinn var á þriðja ári svo fjölskyldan var lítt efnum búin og varð Kung því fljótt að fara að vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni. Þá er hann var fimmtán ára tók hugur hans að hneigjast mjög til bókmennta. Nítján ára kvæntist hann konu úr heimahögum sínum, gat við henni einn son og tvær dætur, en skildi síðan við hana og ól ekki háar hugmyndir um kven- fólk eftir það. Þegar hann vaj rúmlega tvítugur stofnaði hann unglingaskóla, er hann síðan rak bæði heima og heiman fram eftir allri ævi. Snemma fór að fara gott orð af skólanum, svo að niðjar helstu ætta héraðsins og reyndar víðar tóku að sækja hann og dvöldu sumir lærisveinar hans með honum árum saman og voru þá oft í fylgd með honum, er hann tók sig upp og ferðaðist. Árið 517 f. Kr. á hann t.d. að hafa farið til höfuðborgarinnar Lo-yang með nokkrum lærisveinum sínum til þess að ganga á söfn og fræðast og í þeirri ferð á fundum þeirra Laó- tse að hafa borið saman. Þótt frægð þessara tveggja spekinga hefði þegar víða spurst, voru þeir næsta ólíkir, enda var Laó meira en hálfri öld eldri en Kung. Báðir voru að vísu fullir mannúðar, umburðarlyndis og hæversku, en þar sem Laó lagði áherslu á þetta innra, dulda taó, sem í öllu býr, lagði Kung áherslu á hina ytri breytni manna, að menn semdu sig sem mest að sið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.