Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Jóhanrt G. Jóhannsson um fyrirhugaöa SATT-daga í veitingahúsunum um helgina:
„Við förum aðeins fram á að fá tæki-
færi til að koma undir okkur fótunum“
„Vid erum aðeins aö fara fram á aö fá tækifæri til aö koma
undir okkur fótunum," sagði Jóhann G. Jóhannsson, aöalbar-
áttumaður SATT, er Járnsíöan ræddi viö hann í vikunni.
„Viö viljum undirstrika, aö viö getum hjálpaö okkur sjálf, en til
þess þurfum viö tækifæri til aö sanna getu okkar. Þaö eru bara
svo óskaplega margir blóötappar í æðum stjórnsýslukerfisins
hér á landi og þaö hefur haft sitt að segia.
Popptónlistarmenn búa viö fé-
lagslega mismunun. Hvaða
sanngirni er t.d. í því, aö þeir
þurfi aö borga 10% skemmtana-
skatt á sama tíma og þeir, sem
flytja svokallaöa „æöri“ tónlist
þurfa þaö ekki? Ef dansaö er viö
tónlist popphljómsveita hækkar
skemmtanaskatturinn upp í 23%
og söluskattur bætist þar ofan
á.“
Ef alit fer aö óskum mun SATT
efna til einstæös tónlistarviö-
burðar hérlendis um helgina, en
þá er ætlunin aö efna til sér-
stakra SATT-daga í veitingahús-
um borgarinnar og munu hljóm-
sveitir koma alls staöar fram,
bæöi í kvöld og annaö kvöld. Er
þetta liður í aö reyna aö skapa
atvinnutækifæri fyrir stéttina,
sem segja má, aö búi viö mikiö
atvinnuleysi. Stór þáttur í því er
aö diskótek hafa leyst lifandi
tónlist af hólmi. Miöast þessi til-
raun viö aö breyta þessari þróun
og jafnframt aö reyna aö bjarga
byggingarhappdrætti samtak-
anna frá glötun. Eins og staöan
er í dag veröur happdrættiö ein-
ungis enn einn fjárhagsbagginn á
heröum SATT ef fram fer sem
horfir.
„Samtök veitinga- og gisti-
húsaeigenda hafa sýnt okkur
verulegan velvilja og skilning,“
sagði Jóhann ennfremur. „Þaö,
sem þessi samtök eru að gera
meö því aö koma til móts viö
okkur er ómetanlegt og sýnir
kannski, aö þau virðast skilja
stööu dægurtónlistarmanna bet-
ur en aörir, enda er hér um sam-
eiginlega hagsmuni aö ræöa.
Hnífurinn stendur nú á hinn
bóginn í kúnni því þessir aöilar
geta ekki eftirlátiö okkur hús sín
til aö halda skemmtanir í nafni
SATT ef þaö hefur í för meö sér
fjárhagslegt tap fyrir þá. Því
veröur aö tryggja þeim svipaöa
innkomu og annars heföi orðiö á
venjulegri helgi. Viö sjáum ekki
aö þaö sé yfirleitt mögulegt
nema til komi undanþága frá
hinu opinbera.“
— Hvaöa stuöningur er þaö
nákvæmlega, sem þiö viljiö fá frá
ríkinu í þessu tilviki?
„Þaö er kannski rétt aö benda
á þaö í upphafi, aö SATT hefur
aldrei sótt um styrk af einu eöa
neinu tagi til ríkisins og viö viljum
helst ekki kalla þetta styrk heldur
tilraun til aö bæta úr atvinnu-
leysi. Viö erum aöeins aö fara
fram á, aö skemmtana- og sölu-
skattur veröi endurgreiddur eöa
felldur niöur af þessum skemmt-
unum bara þessa einu helgi.
Veröi þaö gert er ég þess von-
góður aö nýr starfsgrundvöllur
opnist fyrir tónlistarmenn til aö
koma fram meö diskótekum og
happdrættiö skili hagnaöi svo
húsakaupum SATT veröi þar
meö bjargaö.
Núna (aö kvöldi þriöjudags
þegar þetta viötal var tekiö) er
þetta allt undir viökomandi ráö-
herrum komiö. Bréf veröur lagt
fyrir þá í fyrramáliö. Segi þeir nei
er ég hræddur um aö erfitt veröi
aö spá í framtíö SATT. Mistakist
þetta ætlunarverk okkar höfum
viö þar meö misst verulegan
meðbyr úr seglunum og þaö get-
ur oröiö erfitt aö ná honum upp
þegar merkið hefur einu sinni
falliö."
— Ertu vongóður um aö ráö-
herrar leggi blessun sína yfir
þetta?
„Sannast sagna er ákaflega
erfitt að gera sér grein fyrir því
viö hverju er aö búast. í bréfinu,
sem við leggjum fyrir þessa
ágætu menn er hins vegar skýrt í
einu og öllu frá stofnun og til-
gangi SATT ásamt stööu félags-
ins í dag og við leggjum á þaö
áherslu, að meö þessum
skemmtunum erum viö aö skapa
atvinnu í stéttarfélagi, sem býr
viö mikiö atvinnuleysi.
Sjáöu til, þetta er aö vísu eng-
an veginn samanburðarhæft
dæmi en tekið samt. Bæjarút-
gerö Hafnarfjaröar sagöi fyrir
nokkru upp miklum fjölda fólks
og hvaö gerist? Þá er hlaupið
undir bagga til aö reyna aö
bjarga rekstri, sem margir virð-
ast sammála um aö eigi enga
framtíö fyrir sér, aöeins tll aö
koma í veg fyrir atvinnuleysi Við
teljum hins vegar, aö dægurtón-
list búi yfir miklum möguleikum.
Dægurtónlistarmenn geta
skapaö þjóöarbúinu tekjur. Þetta
er hlutur, sem ætíö hefur verið
litiö framhjá og möguleikinn ekki
einu sinni viðurkenndur. Islenskir
tónlistarmenn hafa í síauknum
mæli vakiö athygli á sér, sér í lagi
j Bretlandi, og þó engir eins og
Mezzoforte að undanförnu.
Dægurtónlist nýtur einskis
stuðnings, en við erum aöeins aö
fara fram á tilraun, sem vonandi
veröur til þess aö koma undir
okkur fótunum."
Meatloaf og Carla de Vito eru frsegur dúett þótt ekki sé um þau fjallaö
í greininni.
Nú er vinsælt aö
syngja saman dúett
— en kynþáttahatur er sagt hafa
áhrif á plötusölu McCartneys
Jam slagar
upp i Presley
í tilefni af endalokum ferils
bresku sveitarinnar The Jam með
Paul Weller í broddi fylkingar
voru allar smáskífur sveitarinnar,
18 að tölu, endurútgefnar fyrir
skömmu.
Þegar fariö er yfir breska vin-
sældalistann yfir 100 vinsælustu
smáskífurnar frá því 5. febrúar
kemur í Ijós, að 16 af plötum Jam
eru þar á meöal. Plötur Jam voru
þessa vikuna í sætum nr. 21, 30,
41, 42, 43, 47, 53, 54, 57, 59, 60,
62, 73, 82, 83 og 87!
Síöast þegar ósköp af þessu
tagi áttu sér stað í Bretlandi var er
Elvis Presley hrökk upp af. Viö
dauða hans komust 20 smáskífur
hans á lista í Bretlandi.
Nú oröið viröist það vera í tísku
á meðal stórstirnanna aö syngja
saman dúett. Hafa mörg þekkt
nöfn verið viöriöin þessa iðju aö
undanförnu. Af nógu er aó taka.
Undanfariö hefur sést til eflirtal-
inna viö hin og þessi hljóöver víðs
vegar um heim: Diönu Ross og Jul-
io Iglesias, Paul McCartney og
Michael Jackson, Diönu Ross (já
aftur) og Lionel Richie, Phil Everley
og Cliff Richard, Kenny Rogers og
Barry Gibb, Barry Manilow og
Dionne Warwick, Donnu Summer
og James Ingram, Diönu Ross
(jamm, þriöja sinni) og Paul
McCartney, Michael Jackson og
Barbra Streisand, Glenn Campbell
og Crystal Gayle og loks Kenny
Rogers og Sheenu Easton. Hefur
lag þeirra síöasttöldu þegar komiö
út á smáskífu.
Reyndar er taliö óvíst, að nýja
lagiö sem Paul McCartney hljóörit-
aöi meö Michael Jackson veröi
gefiö út á smáskífu (bandarískar
útvarpsstöövar leika nær einvörö-
ungu af smáskífum). Þess í staö
veröi látiö fara lítiö fyrir því á
næstu breiöskífu McCartneys, sem
væntanleg er í apríl.
Ástæöan er sögö sú, aö aö-
dáendur McCartneys i Bandaríkj-
unum, sem eru aö mestum hluta
hvítt miðstéttarfólk, hafi tekiö þaö
illa upp þegar hann söng í fyrra
meö Stevie Wonder og Michael
Jackson og hafi þaö komið niöur á
sölu á plötu hans, Tug Of War. Því
er taliö, aö haldi McCartney fast
viö sinn keip kunni þaö aö skaöa
plötusölu hans enn frekar.
Þaö er ekki að spyrja aö kyn-
þáttamisréttinu eins ógeöfellt og
þaö er nú.
Allir Italir í fýlu
nema Umberto Tossi
Unglingarnir á Ítatíu eru held-
ur betur óhressir þessa dagana.
Þarlend stjórnvöld fóru nefni-
lega að dæmi íslenskra fyrir
nokkrum mánuöum, þótt ekki
kæmust þeir í hálfkvisti viö
snillingana hér, og smelltu 16%
söluskatti á hljómplötur.
Afleiöingin varö eölilega sú
sama þar og hér; plötur hættu aö
seljast. Svo rammt hefur kveöiö
aö samdrættinum í plötusölunni,
aö erlendar hljómsveitir, sem
hugöu á tónleikaferöalag til
stígvélalagaða landsins, hafa
snarlega hætt viö þær ráöagerö-
ir.
Umberto Tossi (hálfgerur Julio
Iglesias þeirra ítala?) þarf þó ekki
að kvarta þessa dagana. Lag
hans Gloria hefur selst í um 30
milljónum eintaka frá því þaö var
fyrst gefiö út 1979. Hefur lagiö
komist í efsta sæti vinsældalista í
13 löndum.
Gífurlegar vinsældir
Ástralanna Men At Work
Business As Usual-platan meó
Men At Work hefur nú setiö á
toppi bandaríska vinsældalistans
í 13 vikur samfleytt og eru mörg
ár síöan nokkur plata hefur setiö
þar svo lengi.
Ástralirnir hafa þegar lokiö viö
gerö nýrrar breiöskífu, sem þeir
nefna Cargo, en óvíst er hvenær
hún lítur dagsins Ijós á meöan ekk-
ert lát er á vinsældum Business As
Usual. Óhætt er aö segja, aö Men
At Work hafi lagt heiminn aö fótum
sér aö undanförnu og gárungarnir
hjá andfætlingunum segja, aö meö
plötusölu sinni hafi þeir rétt úr
viöskiptahalla þjóöarinnar.
Breski listinn
kannaður létt
Þannig leit listinn yfir 20
vinsælustu lögin í Bretlandi
út í síðustu viku:
1(1) Down under/ MEN AT
W0RK
2 ( 5) Too shy/ KAJAG00G00
3 ( 4) Sign of the Times/ BELLE
STARS
4 ( 2) Electric Avenue/ EDDY
GRANT
5(10) Change/ TEARS F0R
FEARS
6 ( 6) Gloria/ LAURA BRANIGAN
7(12) Up Where We Belong/
J0E COCKER/JENNIFER
WARNES
8 ( 3) You can’t Hurry Love/
PHIL C0LLINS
9(11) Whamrap/WHAM
10(16) Oh Diane/ FLEETW00D
MAC
11 ( 8) The Cutter/ ECH0 AND
THEBUNNYMEN
12 ( 7) Story of the Blues/ WAH!
13(10) New Years Day/ U2
14(15) Last Night a D.J.
Saved My Life/
INDEEP
15(14) Twisting by thepool/
DIRE STRAITS
16 ( 9) Steppin’ Out/ JOE JACK-
SON
17 (20) Billie Jean/ MICHAEL
JACKSON
18 (-) Christian/ CHINA CRISIS
19 (—) Africa/ TOTO
20 (17) Hold Me Tighter in the
Rain/
BILLY GRIFFIN