Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
55
Med ykkar hjálp reisir SÁÁ nýja sjúkrastðd
Á hvert heimili.
Þessa dagana berst hjálparbeiðni frá SÁÁ inn á flest heimili í
landinu.
Móttakendur eru allir karlmenn á aldrinum 30 - 70 ára.
Til hvers?
Tilgangurinn er sá að safna fé til að Ijúka nýrri sjúkrastöð SÁÁ við
Grafarvog í Reykjavík.
í fyrsta áfangann rann fé sem safnað var í happdrætti sem íslenskar
konur báru uppi. Þessi sjúkrastöð á að þjóna öllu landinu. Þar mun
fara fram markviss aðstoð og meðferð þeirra sem eru að hverfa frá
ofneyslu áfengis og fíkniefna — stíga fyrstu skrefin á braut til nýs
lífs.
Hvers vegna?
Áfengissýki eyðileggur líf og lífshamingju svo ótrúlega margra. Auk
þess tíunda hluta fólks, sem talið er að lendi beinlínis í klóm sjúk-
dómsins, hvílir fargið á aðstandendum þeirra - þúsundum heimila
og vinnustaða. Hér er í raun um að ræða stærsta vandamál á
vettvangi heilbrigðis- og félagsmála þjóðarinnar.
Hvað snýr að þér?
Allir sem hafa fengið sendingu frá SÁÁ hafa undir höndum ýtar-
legri upplýsingar í bæklingnum sem fylgir gjafabréfinu, sem nafn
viðkomandi er skráð á. í því er beðið um fjárstuðning í fimm áföng-
um frá 5. júní í ártil 5. júní næsta ár - 360 kr. í hvert sinn.
Engir vextir eða verðtrygging hvílir á upphæðinni.
Fyrsta skrefið er að undirrita gjafabréfið og senda
það aftur til SÁÁ í hjálögðu umslagi.
Taktu ákvörðun strax. Þetta er sameiginlegt átak
okkar allra til að bjarga lífi — breyta lífi — bæta líf.
Til verðlauna að vinna.
Á hverjum gjalddaga verða dregin út 10 gjafabréf og eigendum
þeirra afhentar 100.000 kr. í verðlaun fyrir þátttökuna.
Þannig opnast hverjum skilvísum greiðanda fimm sinnum mögu-
leikar á stórum vinningi.
Ij
?I
11
Frekari upplýsingar hjá:
Söfnunarstjórn sími: 91-82300 og á skrifstofu SÁÁsími: 91-82399
r* A A samtök
\ZAZA ÁHUCAFÓLKS UM
SZTV \ ÁFENCISVANDAMÁLÐ
Átak íslendinga gegn áfengísvandanum