Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 9

Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 57 Frumlegir veður- fræðingar Teikning MBL.:/Pétur Halldórsson. á herðarnar, fæturnir kastast aft- urfyrir, og hann getað snúið sér við um leið og gripið höndunum í grasið. Höggið hafi verið svo mik- ið á herðarnar að hann hafi nær misst meðvitund, og ekki getað náð andanum fyrst lengi. Segir hann þeim nú að binda sig í vað- inn og reyna að koma sér upp. Allir voru fylgdarmenn lítt van- ir bjargferðum, en þeir sem niðri eru binda bónda í vaðinn svo sem þeir bezt kunna, og annar hand- langar sig síðan upp til að aðstoða við dráttinn, en hinn er niðri til að styðja við manninn og fylgjast með honum upp. Þetta tekst áfallalaust að koma manninum á brún. Styðja þeir hann nú heim í tjald og er hann illa haldinn. Nú er komið kvöld og er ekki um ann- að að gera en að taka á sig náðir í tjaldinu og sjá hverju fram vindur um heilsu húsbóndans, en allir munu aðstoðarmennirnir hafa verið þess fullvissir, að ekkert yrði af veiðiskap í þessari ferð. Þegar þar er komið nótt, að fugl á að vera setztur í Bjargið og hæfilegt að taka til við snörun, vaknar húsbóndinn og kallar til manna sinna og spyr, hvernig veðri sé háttað. Einn bregður sér út og segir, þegar hann kemur aft- ur, að veður sé þurrt og gott. Rís þá bóndi upp hið snarasta og segir að nú skuli þeir tygja sig til fygl- ingar. Fara þeir til og sígur bóndi, og er ekki á honum að sjá að hann kenni sér nokkurs meins. Eru þeir nú að veiðiskapnum það sem eftir lifði náetur, daginn eftir og nóttina næstu, að frádregnum venjulegum hléum um hádegi og lágnætti. Höfðu þeir þá aflað sem nægjan- legt þótti, og héldu heim á þriðja degi. — Ekki fór sögum af því, að Sigurður bóndi hefði beðið hnekki að líkamlegri heilsu eða kjarki við volk þetta í Bjarginu." „Læknirinn veikur!?“ Eftirfarandi frásögn er að finna í ævisögu Sæmundar Sæmunds- sonar skipstjóra, „Virkir dagar“, sem Guðmundur G. Hagalín skráði. ... Þriðji maðurinn hét Björn. Hann var hinn mesti dugnaðar- maður, en ekki var hann vitmaður að sama skapi. Eitt sinn barst það í tal á Njáli, að maður utanúr firði hefði verið sendur eftir lækni inn á Akureyri, en farið erindisleysu, þar eð læknirinn hefði verið veik- ur. — Læknirinn veikur? gall Björn við. — Öllum fjandanum finnið þið nú upp á að ljúga! — Ljúga? Heldurðu að læknar geti ekki orðið veikir eins og aðrir menn? — 0, hann Bjössi er ekki eins blár og þið haldið. Sá held ég læknaði nú aðra, sem ekki gæti einu sinni varið sjálfan sig fyrir sjúkdómum! Ó, nei, nei, piltar mínir! Þið ljúgið nú ekki svona löguðu að mér, svo að ég trúi því. Var sama, hvaða rök hásetar færðu fyrir sínu máli: Björn sat fastur við sinn keip. Hann kann- aðist nú svo sem við bannsetta lýgina úr þeim!“ í ævisögu sinni „Myndir dag- anna“ greinir séra Sveinn Víking- ur frá veðurathugunum og veð- urspám sveitunga sinna: „... Jónki á Ingveldarstöðum var að ýmsu leyti skrítinn og sér- kennilegur karl, fremur lítill vexti, lotinn í herðum og með mik- ið yfirskegg og nokkuð úfið. Hann þótti ekki mikið gefinn fyrir að þvo sér og snyrta sig, enda erfitt að ná í vatn á þessu koti, eins og raunar á fleiri heiðarbæjum á hraunlendi Kelduhverfisins. Ég hugsa, að hann hefði orðið mikill vísindamaður.ef hann hefði fengið að ganga menntaveginn. Hann hafði einkum gaman af að ræða um náttúrufræði og náttúruund- ur, en ekki mun öllum hafa þótt kenningar hans hávísindalegar. Nokkurn spöl frá bæ hans var hyldjúp hraungjá og vatn í botni hennar. Þangað niður klöngraðist karlinn margar ferðir og málaði mörg merki og strik á klettavegg- inn ofan við vatnsborðið. Þessi merki voru hans barómet, og af því, hvort og hversu ört vatnið hækkaði eða lækkaði í gjánni, sagði hann fyrir veðráttu og oft langt fram í tímann. Ekki veit ég, hvort hann varð eins snjall spámaður og þeir síðar urðu á Veðurstofunni í Reykjavík. En oft þóttu þó spár hans býsna vel ræt- ast. Aðrir spáðu í Vetrarbrautina, en á þeirra spár þótti valt að treysta, nema þeir hefðu vit á að hafa spárnar nógu óákveðnar, líkt og karlinn, sem sagði: Annaðhvort verður hann áfram svona, ellegar þá hann breytir til. Þeir, sem engri spádómsgáfu voru gæddir, studdust venjulega við væna hlandblöðru, sem var blásin upp líkt og blöðrur þær, sem börnin leika sér nú að hér í Reykjavík, og síðan hengd upp á nagla á einhverja sperruna í baðstofunni. Á henni þreifaði bóndinn á morgnana. Væri hún lin viðkomu, boðaði það stillur og góð- viðri. En fyrir stormum harðnaði blaðran og gat jafnvel sprungið fyrir mestu fárviðrum ..." |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.