Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
þekkt saga, enda tengist hún ýms-
um öðrum þekktum verkum, sem
eru víða lesin í skólum í dag, eins
og til dæmis Illions- og Odys-
eifskviðum Hómers. Ulionskviða
lýsir hluta Trójustríðs, en leikritið
óresteia tengist þvf stríði að
nokkru. Fyrsti leikur þríleiksins
hefst einmitt á því að borgarar í
Argos og drottning þeirra, Klýt-
emestra, bíða fregna af því hvern-
ig Grikkjum vegnar í stríðinu.
Hér verður til skýringar að
rekja forsögu Trójustríðs að
nokkru. Forsagan er sú, að gyðjur
þrjár deildu um það hver þeirra
væri fegurst. Til að skera úr deil-
unni, fengu þær ungan prins, Par-
ís að nafni, son Príams konungs í
Tróju. Dómur Parísar var Afró-
dítu, gyðju ástarinnar, í vil og hét
hún honum að launum fegurstu
konu veraldar. Það var Helena,
sem hafði viðurnefnið hin fagra,
og var kona Menelásar, annars
tveggja konunga í Argos. París
nam Helenu á brott að nóttu til og
fór með hana til Tróju. Bróðir
Menelásar, Agamemmon, maður
Klýtemestru, var einnig konungur
í Argos. Argverjum þótti konu-
ránið sér til hinnar mestu svívirðu
og bjuggust til herferðar á þúsund
skipum, ásamt mönnum frá öðrum
grískum borgríkjum. Þegar leggja
átti frá landi, gaf ekki byr.
Spámaðurinn Kaktus er spurður
ráða og goðsvar hans er á þá leið,
að fórna þurfi ungmeyjarblóði, ef
blása eigi í seglin, því að gyðjan
Artemis hefði móðgast. Það kem-
ur ekki að notum að fórna hverj-
um sem er, því að einungis dugir
að Agamemmon fórni sinni eigin
dóttur.
Fórnar sinni
eigin dóttur
Agamemmon stendur þannig
frammi fyrir því, að verða að
fórna sinni eigin dóttur, Ifígeníu,
vilji hann leggja úr höfn. Herinn
er vígreifur og óþolinmóður að
komast af stað, svo að það verður
úr að Agamemmon skorast ekki
undan því að blóta sinni eigin
dóttur.
Sögulega séð, þá var það að
sjálfsögðu ekki einungis her-
frægðin, sem hvatti menn til þess-
arar farar, heldur stóð Trója við
Bosporus-sund. Hún var forrík,
enda þannig í sveit sett, að frá
henni mátti hafa stjórn á sigling-
um um Svartahafið og innheimta
tolla að geðþótta. Hún er þannig
bæði mikilvæg frá herfræðilegu
og verslunarlegu sjónarmiði. í tíu
ár sátu helstu kappar Grikkja um
Tróju án þess að vinna hana og þá
loks tókst þeim það með brögðum.
Það var með hinum fræga Tróju-
hesti, sem þeir fylltu af mönnum
og komust þannig innfyrir trausta
borgarmúra Tróju, þegar Tróju-
menn, sem töldu hestinn virð-
ingartákn við guðina, drógu hann
inní borgina.
Agamemmons beðiö
f upphafi leikritsins verðum við
þess vör að beðið er endurkomu
Agamemmons eftir sigurinn yfir
Tróju. Bið varðmannsins í fyrsta
leikritinu er eitt frægasta upphaf
á leik, sem þekkt er. Agamemmon
kemur, en fær kaldar kveðjur frá
konu sinni, sem hefur ekki gleymt
því að hann fórnaði guðunum
dóttur þeirra. Þess utan hefur
hann í för með sér frillu sína og á
þessu hefst sagan sem sögð er í
leikritinu. Að henni er einnig önn-
ur forsaga. Faðir Agamemmons
og Menelásar, Atreifur, átti bróð-
ur, Þíestes að nafni. Þeir börðust
um völdin í í Argosborg. Atreifur
sigraði, en það var honum ekki
nóg. Þíestes átti tvo syni. Atreifur
drap þá og lét Þíestes borða óvit-
andi. Þegar Þíestes verður þessa
var, hefur hann bölbænir yfir At-
reifi og öllum hans eftirkomend-
um. Yfir þessu húsi hvílir því mik-
ið böl frá fornu fari og hjaðn-
ingavígum er langt í frá lokið.
Þegar Klýtemestra tekur á móti
manni sínum, finnst henni hún
þannig vera refsinorn. Hvert vígið
rekur annað.
Dæmisaga
Sagan er í rauninni ekkert ann-
að en dæmisaga til að skýra það
Kór öldunganna.
„Eitt stórkostlegasta leik-
verk heimsbókmenntanna“
Um mánaðamótin febrúar/
mars tekur Ujóðleikhúsið til
sjninga gríska harmleikinn
Oresteia eftir Æskýlos. Er
þetta í þriöja skipti sem grísk-
ur harmleikur er tekinn til
sýninga hérlendis. Það er
Sveinn Einarsson Þjóðleikhús-
stjóri sem hefur gert leikgerð
verksins og setur hana upp, en
Helgi Hálfdanarson þýddi
Óresteiuna og er leikurinn
væntanlegur á bók um sama
leyti og frumsýningin verður.
Morgunblaðið hafði tal af
Sveini Einarssyni af þessu til-
efni og var hann beðinn um að
segja deili á verkinu og upp-
setningu þess.
Eini þríleikurinn sem
varöveist hefur í heild
„Óresteia eftir Æskýlos er eini
þríleikurinn sem varðveist hefur í
heild af verkum hinna þriggja
grísku harmleikjaskálda Æskýl-
osar, Sófóklesar og Evripídesar.
Óresteia hefur þannig nokkra sér-
stöðu meðal verka þeirra. Æskýlos
er elstur þessara þriggja höfunda,
en eftir hann hafa 7 verk varð-
veist. Hið sama gildir um Sófó-
kles, eftir hann hafa einnig 7 verk
varðveist og hafa tvö þeirra verið
sýnd hér á landi. Ég setti upp
Antígónu í Iðnó 1969 og Ödipus
konungur var sýndur í Þjóðleik-
húsinu fyrir 5 árum, undir leik-
stjórn Helga Skúlasonar. Flest
verk hafa varðveist eftir Evrípídes
eða 19, en hann er þeirra yngstur.
Ekkert verka hans hefur verið
leikið hér; hins vegar nokkur verk
gleðileikjaskáldsins Aristó-
fanesar, þar á meðal Lýsistrata í
Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Brynju
Benediktsdóttur. Helgi Hálfdan-
arson hefur fundið þríleiknum ís-
lenskan búning og gerði það raun-
ar fyrir nokkrum árum fyrir
beiðni leikhússins, en það er fyrst
nú, sem það verður af því að við
ráðumst í að setja hann upp.
Leikurinn er frá fyrsta blóma-
skeiði leikritunar í veröldinni, sem
eitthvað hefur varðveist frá. Það
varð hjá Grikkjum á 5. og 6. öld
fyrir Krist, en þessi þrjú leikskáld
voru uppi á tímabilinu frá
525—406. Það var siður í Grikk-
MorgunblaðiA/ÓI.K.M.
Sveinn Einarsson, Þjóðleikhússtjóri
Apollon (Arnar Jónsson) og refsinornirnar.
— segir Sveinn
Einarsson Þjóð-
leikhússtjóri
landi að halda hátíðir, þar sem
Díonýsos, guð gleði og lífsnautna
var dýrkaður, og það leikform,
sem við sjáum í þríleiknum, er að
hluta til talið þróast í tengslum
við þessar hátíðir. Eitthvert til-
tekið efni, sögulegs eðlis eða goð-
sögulegs, sem var almenningi
kunnugt, var tekið fyrir og það
fært í búniijg þríleiksins. Þekkt
dæmi um slíkan þríleik, þar sem
að vísu því miður aðeins tvö leikrit
af þremur hafa varðveist, er leik-
ur Sófóklesar um Ödipusarsöguna.
Sýnt víða um lönd
Þessir þríleikir eru stundum
fluttir í heild og hver fyrir sig, en
oftar er það nú með þeim hætti að
þeir séu fluttir í styttu formi. Ég
útbjó leikgerð úr þessum þremur
leikritum, sem tekur venjulegan
leiktíma í sýningu og við vinnum
að uppsetningu á þessa dagana.
Það er um þetta verk að segja að
það er eitt stórkostlegasta leik-
verk heimsbókmenntanna og þó
það sé komið til ára sinna er það
síungt og lítur ekki ósjaldan dags-
ins ljós í virtustu leikhúsum um
allan heim. Til dæmis stjórnaði
Peter Stein sýningu á því í Þýska-
landi fyrir 2 árum að mig minnir
og Peter Hall setti verkið upp í
Breska þjóðleikhúsinu fyrir
skemmstu. Þá var til skamms
tíma sýning í gangi í New York,
sýning sem ég held að gangi enn-
þá. Reyndar hafði okkur komið í
hug, áður en við fréttum af þess-
um sýningum, að fara að glíma við
verkið — og þýðinguna áttum við,
hún var fyrr til af hendi Helga en
Ödipus — en nú fannst okkur tím-
inn kominn. En svokölluð sígild
verk eru aldrei valin af því einu að
þau hafa komist í flokk sígildra
verka — þau verða einnig að eiga
erindi við nútímann — jafnt að
hugsun, tilfinningu og framsetn-
ingu. Það teljum við að þetta verk
eigi og ekki vonum fyrr að bók-
menntaþjóðin fái að kynnast því á
eigin máíi og eigin leiksviði.
Forsagan
f leikritinu er sögð mjög vel
Gríski þríleikurinn Óresteia
frumsýndur í Þjóðleikhúsinu
■pWII
Wm