Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
61
Ljósmjndari Þjódleikhússins.
sem raunverulega vakir fyrir höf-
undi. Hann tekur mið af því lífi
sem lifað var í Aþenu á 5. öld fyrir
Krist, þar sem mönnum kemur
saman um að vagga lýðræðisins og
réttarríkisins hafi staðið. Áður
ríkti í Aþenu svipað ástand og
ríkti hér á íslandi á söguöld áður
en lög fóru að mótast, þar sem
hefndarskyldan hvíldi á nánum
ættingja.
Eitt einkenni leikritsins er kór
refsinorna, sem hafa það hlutverk
i leiknum að hefna fyrir móðurvíg.
Það er forn trú meðal frumstæðra
þjóða að það sé svo helgur hlutur
að gefa barni líf, að gegn því megi
aldrei snúast. Refsinornirnar eru
leifar þessarar fornu trúar. Síðar
komu nýir guðir til Grikklands og
settust að á Ólympstindi. Þeim
fylgdu önnur viðhorf. Þar er það
borgríkið sem myndar hina
stjórnmálalegu einingu, en völd og
áhrif erfast í karllegg.
Þarna sjáum við baráttu kynj-
anna í hnotskurn, i því sem við
höfum oft á tíðum kallað frum-
stæð þjóðfélög. Hins vegar er það
niðurstaða leiksins að mati Æský-
losar, að þjóðir eigi ekki að skella
skuldinni á guðina. Niðurstaða
hans er sú, að það geti ekkert ríki
staðið, þar sem rétturinn er blind-
aður af einum málstað. Pallas-
Aþena, gyðja réttlætisins, stígur
niður af Ólympstindi í leiknum,
skipar kviðdóm og leggur sitt at-
kvæði á vogarskálarnar til jafns
við dauðlega menn. í þessum átök-
um og þessari málsmeðferð má
marka upphafið að lýðræðinu og
réttinum. Hugmyndin er sú að
borgararnir verði að koma sér
saman um hann.
Handbendi Apollons
órestes, sem leikritið snýst um
er handbendi Apollons, spáguðs-
ins og guðs viskunnar, sem hefur
karlasamfélagið undir sínum
verndarvæng. Órestes er sýknaður
af réttinum á þeim forsendum, að
hann hafi ekki verið sjálfum sér
ráðandi, þegar hann framdi móð-
urvígið, heldur hafi hann gert það
að skipan guðsins, fremur en að
eigin frumkvæði. Hann hafi því
ekki getað undan því skorast.
Rétturinn reynir að ná fram
sættum milli þessara tveggja póla,
refsinornanna og Apollons, full-
trúa hins forna mæðraveldis og
Refsinornirnar og Órestes.
fulltrúa karlasamfélagsins. Hann
sýnir fram á, hvernig hvort um sig
verður að láta af sínum gömlu
hugmyndum, til þess að upp rísi
nýtt lýðræðislegt réttarfarsríki.
Kórinn gegnir þre-
földu hlutverki
Þríleikurinn er í bundnu máli og
skiptist eignlega í tvo hluta hvað
það snertir. Annars vegar er þri-
leikurinn ortur að hluta til undir
bragarhætti sem nefndur er jamb-
iskur hexametri og stýfður, það er
fimm öfugir tvíliðir og einn
áhersluliður i lokin, þetta er
leikmálið; hins vegar eru ýmsir
bragarhættir í ljóðmálsköflunum.
Kórinn, sem er eitt einkenni
grískra harmleikja, gegnir þre-
földu hlutverki í þeim. í fyrsta
lagi er hann tengiliður við áheyr-
endur. I öðru lagi tekur hann þátt
í atburðum verksins og í þriðja
lagi myndar hann sérhóp, sem set-
ur fram spurningar og vegur og
metur það sem gerist.
í Óresteiu eru kórarnir þrír,
einn úr hverjum leik þríleiksins.
Úr fyrsta leik þríleiksins, Aga-
memmon, er kórinn kór borgara í
Argos. Úr öðrum leiknum, Sátta-
fórninni, kór ambátta og úr Holl-
vættum, þriðja leik þríleiksins, er
það kór refsinorna, sem breytast í
leikritinu úr refsinornum í holl-
vætti eða hreinsast, sem er ein-
mitt þau áhrif sem öll góð grísk
leiklist á að hafa hjá áheyrendum.
Leikgerðin
í rauninni er Óresteia saka-
málaleikrit þeirra tíma, það fjall-
ar um glæpi og refsingu. Til þess
að gera verkið aðgcngilegra, hef
ég í þessari leikgerð gert dálitla
uppstokkun á verkinu. í henni
byrjum við satt að segja á síðasta
leikritinu, þaðan berst leikurinn í
réttarsalinn og öll sagan er rifjuð
upp, eins og hún gekk fyrir sig í
hinum leikritunum tveim, til þess
að hægt sé að kveða upp dóm. Það
er Órestes sem segir frá og reynir
að skýra gerðir sínar. Þetta er
ekki óalgeng tækni í sakamála-
leikritum og velþekkt að draga
fortíðina fram í dagsljósið með
þessum hætti.
Sagan, sem Æskýlos segir í
þessum leikritum, er ekki einföld
endurspeglun þess samfélags, sem
hann lifði í, heldur er sagan goð-
sögulegs efnis og tilheyrir hvað
efni snertir Mýkenu-menning-
arskeiðinu, sem var þúsund árum
fyrr. En við erum ekki skyldug, né
er ástæða til, að binda verkið í
tíma og rúmi.
Við uppsetninguna er tekið mið
af aðferðum, sem Grikkir fundu
upp og notuðu við uppsetningu
sinna sviðsverka. Um fyrirmyndir
að búningum og hreyfingum leit-
um við til myndheims Grikkja,
sem meðal annars hefur varðveist
á leirkerum frá þessum tíma. En
við vinnum líka meðvitað með
ákveðin stílbrot, til þess að ljóst sé
að þetta er ekki bara fjarlæg saga,
heldur saga sem við getum sótt
lærdóm í. Hvað er goðsaga og hver
er veruleikinn í goðsögunni og eru
ekki einhverjar goðsögur í veru-
leikanum í kringum okkur?
Heillað mig frá
því í skóla
Leikmátinn er að sumu leyti
annar en við eigum að venjast.
Hreyfingarnar eru ólíkar venju-
legum raunsæisleik, sem algeng-
astur er í sjónvarpi og kvikmynd-
um. Dansar falla mjög vel að stil-
færðum leikmáta verksins, grísk
leikverk bjóða iðulega upp á það.
Við höfum fengið finnska dansa-
höfundinn Marjo Kuusela, til að
vinna með okkur og semja dansa
við verkið, en Kuusela hefur meðal
annars samið ballet sem byggður
er á skáldsögu Halldórs Laxness,
Sölku Völku. Sigurjón Jóhannsson
teiknar leikmyndina og Helga
Björnsson búninganaren við unn-
um þrjú saman áður að uppsetn-
ingu Silkitrommunnar, svo og
Árni Jón Baldvinsson, sem hefur
lýsinguna á hendi. Tónlistina, sem
skiptir miklu máli í leikritinu,
semur Þorkell Sigurbjörnsson.
Flytjendurnir eru nálega 30, auk
aukaleikenda. Þetta er mjög krefj-
andi verk fyrir þá, en að sama
skapi spennandi, hlutverkin mörg
margfræg.
Alveg frá því ég var í skóla og
byrjaði að læra til leiklistar, hefur
þessi gríski menningarheimur
höfðað sterkt til mín. Þarna er um
stórbrotið verk að ræða og ekki
spillir þýðingin, þar er á ferðinni
maður sjaldgæfrar gáfu. Atburða-
rásin og goðsagan að baki, hefur
verið í baksýn í menningarlegri
arfleifð hins vestræna heims og
óneitanlega er það metnaðarmál
að íslendingar eignist þar sem
drýgstan hlut,“ sagði Sveinn Ein-
arsson Þjóðleikhússtjóri að lok-
um. HJ
„Ef þú reynir að halda fugli í hendi
þér, gerist það ekki nema hann deyi“
„ÁHUGI minn hefur stöðugt farið
vaxandi á díalógnum, samræðun-
um. Nú reyni ég að vinna með
tengslin milli fólks, en áður beind-
ist vinna mín fyrst og fremst að því
að túlka tilfinningar og umhverfi."
Sú sem svo mælir heitir Marjo
Kuusela, kóreógrafer, sem sér um
dansatriði í íslensku uppsetning-
unni á Óresteiu. Hún er Finni og
er þar í landi með sinn eigin dans-
flokk, en hefur unnið víða við
leikhús þar, nú síðast við Þjóöar-
óperuna.
Eitt af því sem ætti að tengja
hana okkur íslendingum nánari
böndum en annars væri, er að
hún hefur samið ballett eftir
tveimur íslenskum skáldverkum,
skáldverki Halldórs Laxness,
Sölku Völku og smásögunni
Tófuskinnið eftir Guðmund G.
Hagalín. Morgunblaðið hafði tal
af Marjo Kuusela þegar tæki-
færi gafst.
„Ég lærði leikstjórn í leiklist-
arskóla og þaðan iá leiðin beint
yfir í dansinn, sem hefur alltaf
verið mitt aðaláhugamál, það
var bara ekki kostur á neinum
skóla sem kenndi „kóreógrafíu".
Ég dansaði í eitt ár með flokki,
meðan á náminu stóð, en það var
fyrst og fremst gert til að afla
peninga, hugur minn stóð alltaf
til þess að semja, að færa at-
burðarás og tilfinningar í bún-
ing hreyfinga og tjá þær með þvi
móti. Mér hefur oft verið boðið
að leikstýra leikritum, en það
hefur aldrei freistað mín hingað
til, þar til nú að áhuginn fyrir
því er að vakna.“
„Ég elskaði bókina strax og ég
las hana og samdi eftir henni
ballet fyrir minn flokk," segir
hún aðspurð um tildrögin að því
að hún samdi ballet eftir Sölku
Völku. „Sagan er full af goðsögn-
um, eins og um hinn frumstæða
mann og hina frumstæðu konu,
hinn fullkomna mann og hina
glötuðu konu. Það er maður sem
bendir mér á ýmislegt í bókm-
enntum sem hann telur að ég
myndi ef til vill hafa áhuga á og
Marjo Kuusela
geta notað. Þannig komst ég til
dæmis í kynni við söguna Tóf-
uskinnið, en mottó þeirrar bókar
eins og ég skildi hana er: Ef þú
reynir að halda fugli í hendi þér,
ferist það ekki nema hann deyi.
Ig hef líka samið ballet eftir
einu verka Tchekovs, sem gerist
á geðsjúkrahúsi. Þar er mikil
saga á bak við, en það sem ég
geri í balletinum er að gera sam-
anburð á annars vegar hælinu og
hins vegar þjóðfélaginu og það
geri ég með því að skerpa and-
stæðurnar stöðugt og setja
spurningarmerki við þær, jafn-
framt því sem ég vinsa það úr
MorgunhlaAia Krislján E. Kinarsson.
sem skiptir minna máli, svo að
kjarni verksins verði sem skýr-
astur.“
Hvað um uppsetninguna á
óresteiu?
„í óresteiu eru engin stór
dansatriði. Mitt hlutverk í upp-
setningunni er að stílfæra það
sem persónur leikritsins eiga að
koma á framfæri, á eins einfald-
an hátt og kostur er, helst í einni
hreyfingu. Þetta er eins og topp-
urinn á píramída, þú vinnur þig
inn að kjarnanum, þar til
merkingin er sameinuð í einni
hreyfingu. Þetta er tímafrekt og
erfitt verk og til þess hef ég því
miður ekki eins mikinn tíma og
ég vildi. Það, að þessi háttur er
hafður á úrvinnslu verksins
kemur að nokkru til vegna
grískrar leikhefðar, ' sem var
miklu stílfærðari en okkar og því
á þetta vel við.
Ég hef kunnað vel við að vinna
með leikurunum hér og það hef-
ur vakið athygli mína að radd-
beiting þeirra eru miklu betri en
gerist og gengur í Finnlandi.
Skýringarinnar hlýtur annað
hvort að vera að leita í hefðinni
eða að menntun leikara hér á
landi er með öðrum hætti en í
Finnlandi. Leikararnir eru ákaf-
lega duglegir og þeir leggja sig
alla fram, þrátt fyrir það að
þarna er oft um erfiðar hreyf-
ingar að ræða, sem þeir hafa
ekki kynnst áður,“ sa"*1 'ýj '
Kuusela að lokum.
Sumarbústaðaeigendur,
verktakar,
bændur,
útgerðarmenn,
vélaleigur
og aðrir sem þurfa að
flytja vatn eða annan
vökva.
Eigum fyrirliggjandi:
FASA
Brunndælur
1%“ 1%“
250LM 380LM
Dælur r
220V # 24V • 12V
VÉLA VERSLUN
Hvaleyrarbraut 3
Hafnarfirði
sími 54315.
meginþorra
þjóóarinnar
daglega!