Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
ATVINNUMÁL
Vændiskonur krefj-
ast lengri vinnutíma
BLAÐAMENNSKA
Konan sem sætti sig
ekki við spillinguna
Flestir eiga sér þann draum
að geta fækkað vinnustundun-
um. 1‘essu er öfugt varið með
vændiskonurnar í Ziirich. Þær
vilja knýja fram lagabreytingu,
sem gerir þeim kleyft að hefja
störf kl. 5 síðdegis, en sam-
kvæmt núverandi skipan raega
þær ekkert aðhafast fyrr en kl.
8.
Það var borgarráðið í Ziir-
ich, sem setti þær reglur, að
vændiskonur mættu ekki fara
á stúfana fyrr en eftir kl. 20.
Með þessu vildi borgarráðið
bægja hættum frá áhrifa-
gjörnu æskufólki. Vændis-
konur segja hinsvegar afleið-
ingarnar vera þær, að þær
þurfi að deginum að þreyja
þorrann og góuna inni á
öldurhúsum, og geti það haft
slæm áhrif á starfsorku
þeirra og hæfni, þegar þær
geta loks fengið að hefja
störf.
Þrjátíu og níu vændiskon-
ur, sem starfa í Niederdorf í
Zúrich, hafi nú farið þess á
leit, að þær fái að starfa síð-
degis í stað þess að vera
neyddar til að stunda nætur-
vinnu. Eins og er geta þær átt
á hættu að hljóta allt að 10
þúsund króna sekt, ef þær eru
staðnar að verki fyrir kl. 20.
Konurnar segja að ýmsar
breytingar á daglegu lífi fólks
geri það að verkum, að þeim
sé nauðsynlegt að hnika
vinnutímanum dálítið til.
Mikill fjöldi fólks hefur flutzt
búferlum frá miðborg Zúrich
út í úthverfin, þannig að þar
er fátt um fína drætti að næt-
urlagi.
Aðrar forsendur hafa einn-
ig breytzt að mati vændis-
kvennanna. Til að mynda er
ástæðulaust að gera sérstakar
varúðarráðstafanir vegna
barna, því að þau hafa stöð-
ugt fyrir augum útstillingar
klámmyndaverzlana og mikið
er um klámkenndar kvik-
myndir.
Vændiskonurnar láta einn-
ig að því liggja, að klám-
kvikmyndirnar og fleira af
því tagi hafi rýrt tekju-
grundvöll þeirra. Þær tala
einnig um samkeppni frá
vissum „öflum í samfélaginu",
sem þurfa ekki að lúta
ströngum reglugerðum á
sama hátt og starfandi vænd-
iskonur. Með þessu rósamáli
er átt við starfsólk á nudd-
stofum og konur, er stunda
vændi í hjáverkum, en að
sögn fer þeim mjög fjölgandi.
Dagblaðið Tages Anzeiger í
Zúrich birti nýlega viðtal við
vændiskonu eina, sem kvart-
aði sáran yfir því, að stór
hópur svokallaðra lausa-
kvenna í starfinu hefðu gert
mikið strandhögg á vettvang
vændiskvenna, er störfuðu
samkvæmt lögum og reglu-
gerðum. Sagði hún að hér
væri um að ræða jafnt giftar
konur sem ógiftar, og væru
þær nokkur þúsund talsins.
Löggiltar vændiskonur, ef svo
má að orði komast, eru um
200 talsins í Zúrich.
En vændiskonurnar kvarta
ekki einungis undan gríðar-
legri samkeppni, heldur einn-
ig yfir óréttlátri skattbyrði.
Að þeirra sögn eru þeim áætl-
aðar 100 þúsund krónur í
mánaðartekjur og af því
verða þær að greiða skatta og
skyldur án tillits til þess,
hverjar séu rauntekjur
þeirra.
— NORRIS WILLATT
í október sl. var júgóslavn-
eska blaöakonan Ranka Cicak
handtekin og fangelsuð af
þeirri ástæöu einni, að hún
hafði flett ofan af spillingu í
landinu, bæði meðal óbreyttra
borgara og embættismanna.
Cicak er nú svo illa á sig komin
andlega í fangelsinu, að óttast
er að hún kunni að svipta sig
lífi.
„Ég efast um að ég hafi
þrek til að halda þetta út. Ég
er komin út á ystu brún bæði
andlega og líkamlega," sagði
hún í bréfi, sem hún skrifaði
til vinar síns, Branko Petrov-
ski, sem berst fyrir að fá hana
leysta úr haldi í fangelsinu í
Sremska Mitrovica þar sem
hún er eina konan meðal
fanganna. Lögfræðingurinn
hennar, Velimir Cvetic, sem
vitjaði hennar þar fyrr í þess-
um mánuði, varð svo skelfdur
þegar hann komst að líðan
Cicak og sjálfsmorðshugleið-
ingum hennar, að hann hefur
sent hæstarétti Belgrað-
borgar bænarskjal þar sem
hann biður um að hún verði
tafarlaust látin laus.
Ranka Cicak er 41 árs að
aldri og eru aðfarirnar gegn
henni á góðri leið með að
verða eitt mest hneykslið í
sögu í Júgóslavíu frá því
kommúnistar komust þar til
valda.
Cicak var blaðamaður við
króatíska blaðið Vjesnik í
Belgrað og í hópi þeirra fáu
en huguðu fréttamanna, sem
á síðasta ári fóru að skrifa
um spillinguna í landinu, sem
gegnsýrir allt þjóðfélagið.
Cicak beindi sjónum sínum að
Pecinci, smábæ í Vojvodinia-
héraði þar sem hún sjálf á lít-
ið sumarhús. í Pecinci, skrif-
aði hún, leika svínabændurnir
sér að því að selja allt að átta
ríkisstofnunum sömu svínin
og njóta við það góðrar að-
stoðar opinberra embætt-
ismanna, sem síðan deila gíf-
urlegum ágóðanum með
bændunum.
Ranka Cicak var handtekin
í október og leidd fyrir rétt í
desember, sökuð um „fjand-
samlegan áróður", sem var
augljós tilraun til að þakka
niður í henni og öðrum blaða-
mönnum. Hún var dæmd í
tveggja og hálfs árs fangelsi
eftir tveggja daga réttarhöld.
Að undanskildum þremur
smáfréttum um réttarhöldin
og dóminn lét ritstjóri blaðs-
ins, sem Cicak vann við, Mir-
inko Gruic, ekkert birta um
málið fyrr en seint í síðasta
mánuði og síðan ekki söguna
meir.
Önnur blöð í Belgrað hafa
hins vegar tekið mál Ranka
Cicak upp á sína arma. Það
snýst nefnilega ekki aðeins
um frjálsa blaðamennsku
heldur einnig um annað mik-
ilvægt mál í Júgóslavíu, sem
er valdníðsla einstakra emb-
ættismanna og vísvitandi
virðingarleysi fyrir sam-
þykktum alríkisstjórnarinn-
ar.
GIFTINGAR —MgM——
Klerkunum líst misvel
á kvennahjónaböndin
Rómversk-kaþólskur prestur í
Kenya neitaði fyrir skömmu að
veita sóknarbarni sínu, Agöthu
Kerybo að nafni, heilagt sakra-
menti. Hann bar því við, að sér
hefði borizt til eyrna orðrómur um,
að hún hefði gengið að eiga konu
samkvæmt siðvenjum ættflokks
þeirra beggja.
Konurnar eru af ættkvísl Kisii
í Vestur-Kenya. Kvennahjóna-
bönd, fjölkvæni og aðrar afrískar
siðvenjur hafa orsakað deildar
meiningar innan kristinna safn-
aða í áífunni. Er mikill ágrein-
ingur um, hvort kirkjan eigi að
umbera og láta viðgangast alda-
gamlar siðvenjur Afríkumanna.
Sumir prestar hafa haldið því
blákalt fram, að gildismati og
siðvenjum Evrópumanna hafi
um of verið þröngvað upp á
Afríkumenn, þótt hvorttveggja
sé algerlega framandi þeirra eig-
in menningu. Þeir prestar sem
þannig hugsa eru þó greinilega
enn í minnihluta.
Kaþólskur trúboði hefur sagt
eftirfarandi: — Jóhannes Páll
páfi hefur alveg rétt fyrir sér,
þegar hann segir: — „Afríku-
menn, verið sjálfum ykkur trú-
ir.“ En þetta eru orðin tóm. Þeg-
ar Afríkumenn ætla að fara eftir
þeim, komast þeir að raun um, að
það mega þeir ekki. Að mínu
mati reynir núverandi páfi að
steypa allt í sama mót og í Evr-
ópu.
Útbreiðsla kristinnar trúar í
Afríku hefur síðustu árin verið
meiri en í nokkrum öðrum
heimshluta samkvæmt alfræði-
orðabók kristninnar, sem unnin
var í Nairobí í Kenya, en gefin út
af Oxford University Press á síð-
asta ári.
Fjölmennasta kirkjudeildin í
Afríku er rómversk kaþólska
kirkjan, en til hennar teljast 66
milljónir manna í álfunni. Alls
eru 164 milljónir Afríkumanna
kristinnar trúar.
Ýmsar fornar hefðir og dyggð-
ir Afríkumanna eiga ekki upp á
pallborðið hjá kristnum trúar-
leiðtogum og hafa árekstrar orð-
ið af þeim sökum. Einn sá harð-
vítugasti átti sér stað í Kisii ekki
alls fyrir löngu, en það er land-
búnaðarhérað á milli Viktoríu-
vatns og hins frjósama fjall-
lendis í Kenya.
Fyrir um það bil ári höfðaði
Peris Nyakerario skaðabótamál
á hendur Agöthu Kerubo fyrir
rétti. Sú fyrrnefnda fór fram á
að hin greiddi sér um 20 þúsund
krónur fyrir brot á hjúskapar-
sáttmála, sem þær höfðu gert
með sér samkvæmt siðvenjum
ættflokks þeirra. Peris Nyaker-
ario kveðst hafa látið af störfum
sem kennari til að geta gengið í
hjónaband, en segir að „makinn"
hafi varpað sér á dyr, eftir að
kaþólskur prestur vildi ekki veita
henni heilagt sakramenti. Frú
Kerubo staðfestir að presturinn
hafi neitað sér um heilagt sakra-
menti vegna ávænings um að hún
hefði gengið kvennahjónaband.
Kisii-menn eiga það sammerkt
með Zulu-mönnum í sunnan-
verðri Afríku að leyfa
kvennahjónabönd við sérstakar
aðstæður. Hafi kona reynzt ófrjó
í hjónabandi eða enga syni eign-
azt má hún ganga að eiga konu á
barneignaraldri. Eiginkona velur
síðan einhvern karlmann úr
frændliði eiginmanns eigin-
manns síns og skal sá hafa
líkamlegt samneyti við „brúð-
ina“. Beri þau mök tilætlaðan ár-
angur eru börnin talin afkvæmi
hinna barnlausu hjóna en ekki
kynforeldra sinna samkvæmt
lögum ættkvíslarinnar. Tilgang-
urinn er sá, að koma í heiminn
sveinbarni, sem getur erft land,
búpening og annað er hjónin
munu láta eftir sig, en lög ætt-
kvíslarinnar kveða svo á, að kon-
ur og stúlkur geti ekki erft eign-
ir. Fyrir rétti lagði héraðsdómari
þunga áherzlu á, að samkvæmt
lögum Kisii-manna gætu konur