Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
69
Forstjórarnir eru hvattir tii aö ráöa ekki konur sem eiga kennara fyrir
eiginmenn, ekki dætur háskólakennara ... og alls ekki hversdagslegar
og óspennandi stúlkur. — BÓKSALA
Blaðakonan fyrrverandi var vistuð í fangelsi þar sem hún er eini kvennlang-
inn.
í viðtali* við bandaríska Vesturlöndum. Embættis-
blaðið The New York Times
sagði Lazar Majmov, utanrík-
isráðherra Júgóslavíu, að
stjórnin væri hlynnt frjálsri
blaðamennsku í þeim skiln-
ingi, sem lagður er í það orð á
mennirnir í Pecinci hafa hins
vegar sýnt, að þeir eru full-
færir um að sveigja lögin í þá
átt, sem þeim best líkar.
— PETER RISTIC
BÓKSALA
Draumadísir
apanskra
íarlmanna
Oásjálegar, stuttar og málgefnar
stúlkur, sem hafa áhuga á blaða-
lestri eða eiga háskólagengna for-
eldra, þurfa ekki að vcra að hafa
fyrir því að sækja um starf hjá ein-
um stærsta bókaverslanahringnum í
Japan. Og það eru ekki bara þessir
eiginleikar, sem leggja stein í götu
japanskra stúlkna, heldur ótalmarg-
ir aðrir.
Kinokuniya-bókaverslanirnar
japönsku setja forstjórum sínum
strangar reglur um hvaða og
hvers konar kvenfólk skuli ráðið
til afgreiðslustarfa hjá fyrirtæk-
inu og hefur því sett saman lista
yfir 23 mjög óæskilega eiginleika
hjá konunum. Listinn átti að vísu
að vera leynilegur en nú hefur
hann komist í hendurnar á jap-
önskum kvenréttindakonum og
þurfa þær þá ekki lengur vitnana
við um kvenfyrirlitningu jap-
anskra karla.
í listanum eru forstjórarnir
hvattir til að ráða ekki konur, sem
eiga kennara fyrir eiginmenn,
ekki dætur háskólakennara, ekki
„útlendar konur, síst af öllu ef þær
koma úr veitingaiðnaðinum" (þar
er átt við fólk af kóreönskum ætt-
um, sem er fjölmennt í þessari
starfsgrein) og alls ekki hvers-
dagslegar og óspennandi stúlkur.
Listinn heldur áfram: „Lág-
vaxnar stúlkur koma ekki til
greina." Þannig er það líka með
þær, sem nota gleraugu, „sveita-
stúlkur" og stúlkur sem eru mál-
skrafsmiklar eða voru í „dag-
blaðaklúbbum í háskóla." Erfiðar
heimilisaðstæður eru einnig
nefndar til.
Umsækjendur, sem styðja
„framsækna" stjórnmálaflokka, á
að spyrja eftir ástæðunni og sér-
staklega eiga forstjórarnir að vara
sig á þeim sem hafa afskipti af
stjórnmálum eða trúmálum,
„vegna þess, að sálfræðileg inn-
ræting er þá ómöguleg".
Einhver skringilegasti ókostur-
inn er „aðdáun á tilfinningaríkum
listamanni eins og van Gogh", en
bannið við að ráða „lögkænar"
stúlkur er vafalaust til að koma í
veg fyrir að þær fari að skipta sér
af launakjörunum.
Japanskar kvenréttindakonur
eru hvorki margar né vel skipu-
lagðar en leynilistinn frá Kinok-
uniya færði þeim heim sanninn
um það, sem þær hafði lengi grun-
að: að fallegar stúlkur en fáfróðar
séu draumadísir japanskra karlm-
anna.
- ROBKRT WHYMANT
SPIK
Átinu lýkur
með uppköstum
Nútímafólk vill gera hvort tveggja
í senn — ad borða vel og halda sér
grönnu. Eðli málsins samkvæmt fer
þetta þó ekki alltaf vel saman. Tals-
verð brögð munu vera að því, að
konur laumist inn á salerni eftir að
hafa hesthúsað ríkulega máltíð, reki
fingur ofan í kok og kasti öllu sam-
an upp. Dr. Stephen Head læknir í
Mansfield segir að þetta tiltæki
kvennanna stafi beinlínis af mót-
sögnum þeim, sem að framan grein-
ir.
Dr. Stephen Head hefur ritað
grein í læknaritið „Heimilislækn-
irinn", þar sem hann skýrir
starfsbræðrum sínum svo frá, að
ekki erft eignir nema fyrir lægi
skjalfest erfðaskrá. Mál þetta
var alveg óskylt heitrofi því, sem
hér er frá sagt.
Svo að vikið sé aftur að
kvennahjónaböndunum er staðið
að þeim á mjög svipaðan hátt og
hjúskaparsáttmála karls og
konu. Heimamundur er reiddur
fram í föstu fé eða lausu og síðan
er haldin giftingarathöfn. Unga
konan er jafnan nefnd „brúður"
löngu eftir að athöfnin er um
garð gengin.
- DEW WILKINS
PÓLLAND
Tómahljóð í
kommakassanum
Kommúnistaflokkurinn í
Póllandi er í fjárþröng um
þessar mundir. jafnvel gall-
harðir flokksmenn virðast
hreint ekki á því, að hann sé
heppileg fjárfesting.
Miðstjórn Kommúnista-
flokksins sendir frá sér ritið
Flokkslíf á tveggja vikna
fresti. I»ar hefur nýlega komið
fram, að margir einstakir
flokksfélagar og jafnvel sam-
tök á vegum Kommúnista-
flokksins í verksmiðjum og á
skrifstofum hafi neitað að
greiða tilskilin gjöld.
Flokkurinn hefur fyrir bragðið
orðið að seilast langt til að ná
endum saman; t.d. er ekki leng-
ur boðið upp á kaffi á fundum
Miðstjórnarinnar, heldur verða
stjórnarmenn að gera sér að
góðu að dreypa á lapþunnu te-
vatni. í fjáröflunarskyni hefur
flokkurinn gefið út dagatal
fyrir árið 1983 með nektar-
myndum. Allt hefur þó komið
fyrir ekki. Hann er enn á hvín-
andi kúpunni samkvæmt því
sem kemur fram í greininni í
Flokkslífi, en hún þykir í hæsta
máta óvenjuleg.
Blaðið segir, að vanskil
flokksmanna hafi verið ger-
samlega ófyrirsjáanleg. Ástæð-
an sé greinilega hinar miklu
kauphækkanir sem pólskir
verkamenn hlutu á árinu 1982,
en flokksgjöld hækka að jafn-
aði í réttu hlutfalli við hækk-
andi launagreiðslur. En meinið
er, að vöruverð hækkaði langt
umfram allar launahækkanir,
og jafnt flokksfélagar sem aðr-
ir hafa þurft að herða sultaról-
ina.
„Þegar flokksritari tilkynnir
félögum að flokksgjöld eigi að
hækka, stynja þeir og kvarta:
— Af hverju erum við látnir
borga svona mikið," segir í
Flokkslífinu. Blaðið álasar
flokksfélögum fyrir að rækja
ekki skyldur sínar sem þeim
beri og minnir þá á hina gömlu
góðu daga, þegar “einlægir
kommúnistar" létu hreyfing-
unni í té miklu stærri híut af
tekjum sínum.
„En nú er í flokknum ný
kynslóð manna, sem hefur allt
önnur viðhorf," segir blaðið í
umvöndunartón. Hvarvetna ber
á vanþakklæti, jafnvel á meðal
þeirr, sem hvað mestra forrétt-
inda njóta.“
En blaðið sleppti að nefna
eina ástæðuna sem liggur að
baki hinni miklu tekjurýrnun
hjá pólska kommúnsitaflokkn-
um, nefnilega að félagsmönn-
um hefur fækkað verulega hin
síðustu ár. Frá stofnun Sam-
stöðu í ágúst 1980 og fram til
ársloka 1982 gengu nálega
780.000 manns úr flokknum, og
lætur nærri að félagatalan hafi
þar með lækkað um 25%.
— DAN FISHER.
fleiri af sjúklingum þeirra en þá
gruni kasti upp af ásettu ráði eftir
matarveislur. Þeir vilji ekki
móðga gestgjafa sína né valda
ástvinum sínum áhyggjum með
því að borða lítið, en kæri sig ekk-
ert um að melta allan þennan mat
og hlaða utan á sig spiki.
Dr. Head segir, að nútímalifn-
aðarhættir geri það iðulega að
verkum, að margir fitni um öf.
Börn séu látin snæða álíka mikinn
morgunverð og tíðkaðist fyrir 20
árum. Þá fóru hinsvegar flest börn
fótgangandi í skólann, en nú er
þeim oft ekið að heiman og upp að
skóladyrum.
í greininni segir ennfremur, að
skyndileg velmegun hafi valdið
því að fólk borði oftar á veit-
ingastöðum en áður. Mörg veit-
ingahúsin leggi litla áherzlu á
gæði matarins og næringargildi,
en einblíni á magnið og stæri sig
af því, hversu stórar steikur þau
hafi á boðstólum.
Sérfræðingar hafa reiknað út
daglega matarþörf fólks. Þar er
einkum reynt að sjá til þess að
enginn þjáist af næringarskorti,
en sannleikurinn er sá, að þessir
útreikningar gera ráð fyrir stærri
matarskammti en mörgum verður
gott af, að því er dr. Stephen Head
segir í grein sinni. Þvi er brugðið á
ráð hinna fornu Rómverja, sem
skiluðu matnum upp úr sér aftur,
þegar þeir höfðu etið fylli sína.
Tilgangurinn er að vísu ekki alveg
sá sami. Rómverjarnir gerðu þetta
til að geta borðað meira, en nú-
tímafólkið til að losna við ístru,
lærapúða og undirhöku, sem yfir-
leitt eru óhjákvæmilegir fylgifisk-
ar ofneyzlu á næringarríkum mat.